Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 ✝ Guðrún Þóra Hast-ings Sigurð- ardóttir fæddist í Keflavík 1. júní 1946. Hún lést á heimili sínu Kirkjuvegi 1 í Reykjanesbæ þann 14. september 2010. Guðrún var dóttir hjónanna Sigurðar H. Halldórssonar frá Gaddstöðum í Rang- árvallarsýslu, f. 14 des- ember 1926 og Ernu Sverrisdóttur frá Brimnesi, Grindavík, f. 2. ágúst 1929, d. 10 ágúst 1999. Guðrún giftist Sigurði Þorgeirs- syni 1965, f. 30. janúar 1946, d. 13. júlí 2010. Eignuðust þau eina dóttur, El- ísabetu Murray, f. 26. september 1977, maki Brian Murray, f. 1. júní 1976. Börn þeirra eru Reed Murray, f. 7 nóvember 2003, Jack Murray, f. 23. nóvember 2005. Guðrún giftist Harold D. Hast- ings 27. janúar 1987, f. 26. desem- ber 1938, d. 1. janúar 2006. Guðrún var elst þriggja systra, þær eru Hrefna, f. 21. júlí 1949, maki Rúnar Benediktsson, f. 13. júlí 1948 og eiga þau þrjú börn: Sig- rúnu, f. 7. september 1964, El- ínrósu, f. 25. janúar 1971 og Sigurð Arnar, f. 28. apríl 1980. Svava, f. 21. júní 1964, maki Ævar Ingi Guð- bergsson, f. 18. október 1962 og eiga þau tvær dætur: Unni Haf- stein, f. 13. júní 1989, Köru Haf- stein, f. 29. júní 1998. Útför Guðrúar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 27. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Leiðir þeirra skildi, þau eignuðust eina dóttur, Ernu Sigríði Sigurð- ardóttur, f. 30 ágúst 1963. Börn hennar og Kolbeins Jóhann- essonar eru Guðrún Hrefna Kolbeins- dóttir, f. 8. febrúar 1989, Erna María Kolbeinsdóttir, f. 18. september 1998, stjúpdóttir Vilborg Hrund Kolbeins- dóttir, f. 27 nóv- ember 1982. Guðrún giftist Jim Somer árið 1974, f. 21 september 1948, leiðir þeirra skildi. Móðir okkar var ótrúleg mann- eskja með smitandi bros og hafði góða nærveru. Hún lifði lífinu hratt, það hafði margar hæðir og lægðir, en hún fann gleði í öllu, sem varð á vegi hennar. Hún var gjöful manneskja sem elskaði að hjálpa öðrum og öllum fannst mjög þægilegt að tala við hana. Hún er sú sem kenndi okkur að hjálpa öðrum óháð því hvað þeir þyrftu. Ég man að fyrir ein jól keyptum við jólagjafir fyrir ókunna fjölskyldu sem hafði ekki efni á að kaupa gjafir, við keyptum gjafir fyrir alla fjölskylduna til að tryggja að allir hefðu eitthvað að opna á jólunum. Mamma naut þess að hafa gam- an. Hún elskaði að hlæja og dansa. Á 60 ára afmæli sínu kom hún til Íslands til að fagna. Henni fannst svo gaman að hún varð síðust til að fara að sofa! Það var líka gaman að stríða henni. Hún trúði öllu sem við sögð- um henni, hvort sem það var satt eða ósatt. Við sögðum henni sann- leikann auðvitað að lokum, en það var gaman að spila með hana um stund. Mamma var alltaf að reyna að gera okkur að betri manneskjum með því að segja okkur hvernig henni fyndist að við ættum að vera. Við rákumst á þessi ummæli eftir Robert Brault sem okkur fannst mjög vel við hæfi –„Mamma fyrirgefur okkur alla galla okkar, svo ekki sé minnst á einn eða tvo sem við höfum ekki einu sinni“. Sem dætur auðvitað gerum við ekki allt eins og hún vildi en von- andi ertu sátt vitandi það að þú gerðir okkur að betri mæðrum og vinum. Við elskum þig, mamma, og andi þinn mun lifa með okkur að eilífu. Erna og Elisabet. Elsku besta amma okkar. Við trúum því ekki að þú sért farin frá okkur svona snemma, við sem vor- um svo vissar um að þú myndir fá að hitta barnabarnabörnin þín og sjá allt það sem á eftir að ske en svona getur þetta verið ósann- gjarnt stundum. Við getum ómögulega lýst því hvað við eigum eftir að sakna þín mikið, höfum svo margt að segja þér, því þú varst alltaf sú sem við gátum sagt allt, gátum alltaf leitað til þín eins og allir aðrir gátu. Þú varst alltaf gjafmildasta konan í öllum heiminum fyrir okkur og heldur betur fyndnasta amman. Við munum aldrei gleyma sögun- um sem þú hefur sagt okkur um líf þitt, við hlæjum ennþá af því hversu skemmtilega þú sagðir frá öllu, sama hvert þú fórst varstu miðpunktur allra og fékkst hvern sem er til að hlæja með þér. Ekki leiðinlegt að ein okkar sé skírð í höfuðið á svona frábærri konu. Þú verður alltaf í okkar hjarta, við elskum þig. Þínar Hrund, Guðrún Hrefna og Erna María. Í dag kveðjum við elskulega systur okkar og mágkonu Guð- rúnu, eða Gunnu eins og hún var alltaf kölluð. Gunna bauð af sér góðan þokka, hláturmild, en hafði þó sérstaklega gaman af þegar við gerðum grín að henni sjálfri. Gunna var einstaklega örlát og blíð kona, mátti ekkert aumt sjá, var alltaf tilbúin að bjóða fram aðstoð sína, stundum kannski einum of að okkar mati, hún hafði sérstakt lag á að laða fólk að sér. Við systurnar ólumst upp á afar ástríku heimili, þar sem vinir og vandamenn voru alltaf velkomnir. Gunna fluttist tví- tug til Bandaríkjanna en Erna dóttir hennar varð eftir hjá for- eldrum okkar, og ólst þar upp. Minningarnar hrannast upp, all- ar ferðirnar upp í sumarbústað á Rangárvöllum, fjölskyldureitinn okkar eins og við köllum hann. En þó sérstaklega nú í sumar þegar dóttir Gunnu og tengdasonur, El- ísabet og Brian, sem búsett eru í Bandaríkjunum komu í fyrsta skiptið með drengina sína tvo, Reed og Jack, hingað til lands. Ófáar ferðirnar voru farnar til Bandaríkjanna að heimsækja Gunnu og Harold og nutum við gestrisni þeirra og góðvildar í hvert skipti. Mikill samgangur var ætíð á milli okkar systra, þó svo hún hafi búið í Bandaríkjunum lengst af sinni ævi. Mikill var miss- ir Gunnu þegar Harold féll frá fyr- ir fjórum árum, en í kjölfarið flyt- ur hún aftur heim og fer að búa hjá öldruðum föður okkar. Gunna lifði lífinu til hins ýtrasta og hafði gaman af, en ekki var hún þó fullkomlega sátt við að setjast hér að. Hafðu þakkir, elsku Gunna, fyrir allt. Við kveðjum þig, kæra vin- kona, með söknuð í hjarta, það var heiður að fá að kynnast þér. Við vitum að þú kvaddir sátt og vonum að ferð þín á framandi slóðir gefi þér frið. Hrefna, Rúnar, Svava, Ævar. Í dag kveð ég frænku mína sem mér finnst alltof fljótt kölluð frá okkur, en svona er almættið. Á hverju kvöldi eftir að fór að skyggja horfði ég á eldhúsglugg- ann hjá Gunnu og beið eftir ljósi, þá vissi ég að allt væri í lagi, en nú er myrkrið eitt. Er Gunna kom í þennan görótta heim, þá var ég um 10 ára og oft hjá systur minni í Keflavík og var mjög kært með okkur í uppvext- inum. Gunna var hugljúf, blíð og afskaplega góð kona. Gunna mín átti ekkert til nema hjartagæsku og vildi gera allt fyrir alla, þó svo hún gæti það ekki. Gunna mín eins og svo margir aðr- ir fór snemma út á lífið og þar með fóru unglingsárin fyrir bí. Er hún kynntist Sigga Þorgeirs eignuðust þau Ernu, en braskið og erfiðleik- arnir komu alltof fljótt hjá svo ungu fólki, sem síðan endaði með skilnaði. Fljótlega upp úr þessu fer hún að vinna hjá Loftleiðum og þá fór Gunna að vera hún sjálf, því hún var hrókurinn í öllum sam- kvæmum og partíum á Loftleiðaár- unum. Lífsgleðin, félagslyndið og geðprýðin voru hennar aðalsmerki. En á þessum árum giftir hún sig sem er vart í frásögur færandi hjá ungri konu, nema eitt sinn er ég og Hrefna erum að fara til Lillu syst- ur Hrefnu í Ameríku birtist Gunna allt í einu í flugstöðinni með sínu létta fasi og brosi, þá varð mér að orði, en sætt af henni að koma og kveðja okkur, þá segir mín frænka: „Nei, ég er ekki að kveðja ykkur, má ég ekki vera með ykkur úti þann tíma sem þið verðið, því ég er að skilja?“ Það var auðsótt mál. Þarna erum við þrjú í góðu yfirlæti hjá Lillu og Bill í þrjár vikur, síðan fórum við til Ella og Þórhildar í Virginíu, þar var tekið konunglega á móti okkur eins og þeim er ein- um lagið. Alltaf var Gunna hrókur alls fagnaðar á kvöldin með sinni léttu lund og brosi. Eftir að við komum heim giftir Gunna sig aftur, flytur til Ameríku og eignast þá aðra Guðrún Þóra Hastings Sigurðardóttir ✝ Elskuleg móðir mín, SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, áður Þórsgötu 21 a, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 18. september, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, sími 560 4100. Stefán Hermanns. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra, ENGILBERTS GUÐJÓNSSONAR. Okkar innilegustu þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir nærgætni, hlýju og stuðning. Þúsund þakkir fyrir fallegar kveðjur. Guðjón Engilbertsson, Dóra Ingólfsdóttir, Ólafía G. Ársælsdóttir, Sigfús Þór Elíasson, Ársæll Þór Bjarnason, Kamilla Sveinsdóttir, Eyþór Guðjónsson, Lilja Erlendsdóttir, Elías Þór Sigfússon, Ingólfur Hilmar Guðjónsson, Sævar Þór Sigfússon, Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, Kjartan Gunnsteinsson.                          Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JENS SÆVAR GUÐBERGSSON Garðbraut 83 Garði andaðist föstudaginn 24. september á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ólöf Hallsdóttir, Sveinn Magni Jensson, Dagmar María Hrólfsdóttir, Jens Óli Jensson, Harpa Mjöll Magnúsdóttir, Sveinborg Petrína Jensdóttir, Ólafur Ómarsson, Særún Thelma Jensdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Hallur Þór Jensson, Sævar Gunnóli Sveinsson, Agnes Gunnþóra Sveinsdóttir, Elvar Unndór Sveinsson, Ólöf Sólveig Ólafsdóttir, Júlía Mjöll Jensdóttir, Ísak Helgi Jensson, Bergrún Dögg Bjarnadóttir, Sæþór Elí Bjarnason, Svandís Huld Bjarnadóttir, Brynhildur Þöll Bjarnadóttir. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og virðingu vegna andláts föður okkar, tengdaföður afa og langafa, KRISTJÁNS J. GUNNARSSONAR fyrrv. fræðslustjóra Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir umhyggju og hlýju. Guð veri með ykkur öllum. Guðrún Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kristján S. Kristjánsson, Margrét Steinarsdóttir, Hörður Kristjánsson, María Hrönn Gunnarsdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Baldur V. Hannesson, Ásdís Kristjánsdóttir, Ársæll Kristjánsson, afabörn og langafabörn. Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Njálsgötu 4.a. er látin. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til Móður Theresu systra, Velferðasviðs borgarinnar og allra sem sinntu henni af alúð og umhyggju. Margrét Sigurðardóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Eyþór Guðlaugsson, Íris Eggertsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Hildur Rúnarsdóttir, Torfi Þór Torfason, Sigurður Eyþórsson, María Hrund Stefánsd, Telma Guðbjörg Eyþórsdóttir, Guðlaugur Andri Eyþórsson, Embla Sól Pálsdóttir, Sóley Úa Pálsdóttir, Ilmur Jara Torfadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.