Morgunblaðið - 27.09.2010, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Lau 2/10 kl. 20:00 8.k Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k
Sun 10/10 kl. 20:00 9.k Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Fim 18/11 kl. 20:00 14.k
Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Fim 4/11 kl. 20:00 12.k
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fim 30/9 kl. 20:00 6.k Lau 16/10 kl. 19:00 9.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k
Fös 1/10 kl. 20:00 7.k Lau 16/10 kl. 22:00 10.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k
Lau 9/10 kl. 19:00 aukas Fös 22/10 kl. 19:00 11.k
Fös 15/10 kl. 19:00 8.k Lau 23/10 kl. 19:00 12.k
Einnig sýnt á Akureyri í nóvember
Enron (Stóra svið)
Fim 30/9 kl. 20:00 4.k Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Lau 23/10 kl. 20:00 10.k
Fös 1/10 kl. 20:00 5.k Lau 16/10 kl. 20:00 8.k
Lau 9/10 kl. 20:00 6.K Fös 22/10 kl. 20:00 9.k
Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k
Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas
Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k
Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Fös 12/11 kl. 19:00 14.k
Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Fös 12/11 kl. 22:00 15.k
Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k
Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 17.k
Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k
Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k
Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 2/10 kl. 14:00 aukas Lau 16/10 kl. 13:00 aukas Lau 30/10 kl. 13:00 10.k
Sun 3/10 kl. 14:00 5.k Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k
Lau 9/10 kl. 14:00 aukas Lau 23/10 kl. 13:00 8.k
Sun 10/10 kl. 14:00 6.k Sun 24/10 kl. 14:00 9.k
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Orð skulu standa (Litla svið)
Þri 28/9 kl. 20:00 Þri 5/10 kl. 20:00 Þri 12/10 kl. 20:00
Gestir þri 28. sept: Kristján Kristjánsson (KK) og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
Sala áskriftarkorta enn í fullum gangi!
Fíasól
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200
Sýningar alla laugardaga
og sunnudaga.
PORGY AND BESS®
Lögin úr Porgy and Bess eru löngu orðin
ódauðleg; Summertime, I got plenty o' nuttin',
Bess, You is my woman now, It ain't necessarily
so. Stórvirki í flutningi Sinfóníunnar og fjögurra
erlendra úrvalssöngvara.
Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500
Stórvirki Gershwin-bræðra
„Lífið er eins og djass …
það er best að impróvísera.“
George Gershwin
Eftir forsetakosningarnar íÍran sumarið 2009 fórufram fjöldamótmæli ágötum helstu borga
landsins. Mahmud Ahmadinedjad
var lýstur sigurvegari, en almenn-
ingur var sannfærður um að úrslit-
unum hefði verið hagrætt og fór út á
götu til að styðja Mir-Hossein Mous-
savi, hans helsta andstæðing. Yf-
irvöld í Teheran reyndu að koma í
veg fyrir að erlendir fjölmiðlar gætu
greint frá því, sem var að gerast í
landinu, en þau gátu ekki afstýrt því
að fólk notaði síma og netið til að
koma upplýsingum um ofbeldi
stjórnvalda gegn mótmælendum á
framfæri við umheiminn. Fyrir vikið
er talað um Twitter-byltinguna í Ír-
an.
Mitt í þessum átökum í Íran kem-
ur ung yfirstéttarkona frá Teheran,
Anahita, til Parísar. Hún er náms-
maður við háskólann og leiða má
getum að því að foreldrar hennar
hafi sent hana í burtu til að tryggja
öryggi hennar. Strax verður ljóst að
þótt konan sé stödd í París er hjarta
hennar í Teheran. Anahita fylgist
með á netinu, þar sem hún ber nafn-
ið Mrs. Dalloway, og skiptist á skila-
boðum við vini og ættingja.
Þá kemur ástin til skjalanna. Hún
kynnist ungum starfsmanni hótels-
ins, sem hún býr á, og hann fer með
henni á handahlaupum – í orðsins
fyllstu merkingu – um borgina. Of-
beldið í Íran er þó aldrei langt und-
an. Léttúðugt líf í París verður hins
vegar innantómt þegar vinir og ætt-
ingjar eru í hættu heima fyrir.
Heiti myndarinnar, Fleurs du Mal
eða Blóm hins illa, er bein vísun í
samnefnda ljóðabók Charles Baude-
laire, þar sem saman fara ástir og
úrkynjun. Anahita gefur ástmanni
sínum, Gecko, ljóðabókina og biður
hann skilja hana aldrei við sig.
Netheimanafn aðalsöguhetjunnar
er síðan bein vísun í bók Virginiu
Woolf, Mrs. Dalloway, sem fjallar
um dag í lífi ungrar konu á Bretlandi
rétt eftir fyrri heimsstyrjöld.
Blóm hins illa er ástarmynd sem
fjallar um togstreitu milli tveggja
einstaklinga úr gerólíkum áttum.
Fljótlega læðast að áhorfandanum
efasemdir um að samband byggt á
þessum forsendum geti staðist. Ana-
hitu þjakar samviskubit yfir því að
vera fjarri heimkynnum sínum þeg-
ar mikið liggur við. Daglega horfir
hún á ofbeldismyndir á netinu þar
sem gengið er í skrokk á mótmæl-
endum sem hæglega gætu verið vin-
ir hennar.
David Dusa leikstjóri nær vel
magnleysi Anahitu, sem vill taka
þátt í atburðarás, sem hún er víðs
fjarri. Og gildir þá einu þótt hún geti
í raun engin áhrif haft á gang mála,
hvar sem hann er niðurkominn.
Fleurs Du Mal er grípandi mynd um
ástina á dögum netsins.
Ástin á dögum netsins
Fleurs du Mal
bbbmn
Leikstjóri: David Dusa. Leikarar: Alice
Belaïdi og Rachid Youcef. Frakkland. 99
mín. 2010. Flokkur: Vitranir.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYND
Ást í skugga Alice Belaïdi og Rachid Youcef í hlutverkum sínum.
Sýnd í kvöld, 30. sept. og 2. okt.
Bandaríska leikkonan Lindsay Loh-
an er staðráðin í að fara aftur í
meðferð og standa sig enn betur en
áður eftir að henni var á föstudags-
kvöldið sleppt á ný úr fangelsi gegn
300 þúsund dala tryggingu. Áður
hafði dómari hafnað því að láta
Lohan lausa gegn tryggingu en
áfrýjunardómstóll sneri þeim úr-
skurði við.
Þarf Lohan nú að ganga með
áfengismæli um úlnliðinn þar til
hún kemur á ný fyrir rétt 22. októ-
ber. Þá má hún ekki koma nálægt
áfengisverslunum.
Fangavistin var sú þriðja, sem
leikkonan þarf að þola í tengslum
við umferðarlagabrot frá árinu
2007 en þá var hún tvívegis staðin
að því að aka bíl undir áhrifum
áfengis og lyfja. Þá var hún lokuð
inni í 84 mínútur en fékk síðan skil-
orðsbundinn dóm en braut gegn
skilyrðum dómsins og afplánaði
hálfs mánaðar fangelsisvist í sum-
ar.
Eftir að hún losnaði úr fangels-
inu gekkst hún undir meðferð og
þurfti einnig að undirgangast
regluleg lyfjapróf. Lohan upplýsti
síðan á Twitter-vef sínum í síðustu
viku, að hún hefði fallið á slíku
prófi og því þyrfti hún að mæta fyr-
ir dóm.
Það gerði hún á föstudaginn og
Elden Fox dómari fyrirskipaði að
Lohan skyldi tafarlaust færð í fang-
elsi til að afplána mánaðar fangels-
isdóm fyrir að brjóta gegn skil-
yrðum reynslulausnar. Þeim
úrskurði hnekkti áfrýjunarréttur
um kvöldið eins og áður sagði.
Reuters
Lohan Leikkonan mætir fyrir dómara á föstudaginn alvarleg í bragði.
Lífsraunir Lohan
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK