Morgunblaðið - 27.09.2010, Side 33

Morgunblaðið - 27.09.2010, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 2010–11 TÍMABILIÐ DAS RHEINGOLD Wagner 9. OKT ÖRFÁ SÆTI LAUS 13. OKT. LAUS SÆTI BORIS GODUNOV Mussorgsky 23. OKT ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. OKT LAUS SÆTI DON PASQUALE Donizetti 13. NÓV ÖRFÁ SÆTI LAUS 17. NÓV LAUS SÆTI DON CARLO Verdi 11. DES ÖRFÁ SÆTI LAUS 15. DES LAUS SÆTI LA FANCIULLA DEL WEST Puccini 8. JAN ÖRFÁ SÆTI LAUS 12. JAN LAUS SÆTI NIXON IN CHINA Adams 12. FEB ÖRFÁ SÆTI LAUS 16. FEB LAUS SÆTI IPHIGÉNIE EN TAURIDE Gluck 26. FEB ÖRFÁ SÆTI LAUS 2. MARS LAUS SÆTI LUCIA DI LAMMERMOOR Donizetti 19. MARS ÖRFÁ SÆTI LAUS 23. MARS LAUS SÆTI LE COMTE ORY Rossini 9. APRÍ L ÖRFÁ SÆTI LAUS 13. APRÍ L LAUS SÆTI CAPRICCIO R. Strauss 23. APRÍ L ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. APRÍ L LAUS SÆTI IL TROVATORE Verdi 30. APRÍ L ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. MAÍ LAUS SÆTI DIE WALKÜRE Wagner 14. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS 18. MAÍ LAUS SÆTI         nánari upplýsingar á www. operubio.is Sambíóin kynna TheMet: Live in HD nýtt óperutímabil Íheimildarmyndinni A SeaChange fylgjumst við meðkennaranum Sven Husebysem kominn er á eftirlaun og helgar nú krafta sína því að vekja fólk til vitundar um hækkandi sýru- stig sjávar. Hann hefur miklar áhyggjur af þessari skaðvænlegu þróun og spyr sjálfan sig og áhorf- andann að því hvers konar heim börnin okkar muni erfa. Myndin er í raun nokkurs konar vídjódagbók til barnabarnsins Elíasar en það er hans framtíð sem drífur Sven áfram. Ferðalag Svens hófst eftir að hann las greinina „The Darkening Sea“ eftir Elizabeth Kolbert. Í henni fjallar hún um það hvernig aukið magn koldíoxíðs í höfunum er að breyta efnasamsetningu þeirra þannig að sýrustigið fer hækkandi. Þetta hefur þau áhrif að skeljar smá- dýra leysast upp sem aftur hefur áhrif upp alla fæðukeðjuna. Sven ferðast til m.a. Alaska, Washington og Noregs til að leita svara hjá sér- fræðingum um ástand hafanna í dag og hvort einhver ráð séu til að sporna við þessari þróun og þá hver. A Sea Change hefur verið sýnd á ótal kvikmyndahátíðum út um allan heim og hlotið mörg verðlaun. Að- standendur hennar eiga hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu og lítt umræddu málefni. Hún er hins vegar ekki góð heimildarmynd. Samband Svens og Elíasar er vissu- lega hugljúft og Sven rekur stutt- lega atriði úr ævi sinni en hvorugt kemur málinu mikið við. Falleg nátt- úruskot birtast við og við en annars er það áhyggjufullur Sven sem oft- ast er í mynd. Sannleikurinn er sá að þeim fróð- leik sem myndin hefur fram að færa hefði mátt koma fyrir í snoturri 10 mínútna stuttmynd. Meira að segja forvitnilegasti kaflinn, þegar fjallað er um hugsanlegar lausnir, er afar þunnur þrettándi; vindorka, sól- arorka. Og hvað? Hvernig? Fátt er um svör. Það er miður, því umfjöll- unarefnið er áhugavert, en fyrir heimildarmyndaaðdáandann sem er vanur að fá skot af upplýsingum, staðreyndum og tölfræði beint í æð er það af afar skornum skammti hér. A Sea Change bbnnn Leikstjóri: Barbara Ettinger. Heimild- armynd. Bandaríkin, 2009. 83 mín. Flokkur: Nýr heimur. HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR KVIKMYND Slök úrvinnsla á áhugaverðu efni Hverfult haf „Fátt er um svör.“ Sýnd tvisvar í dag og á morgun. Budrus bbbnn Leikstjóri Julia Bacha. 82 mín. Palest- ína, Ísrael og Bandaríkin, 2009. Flokkur: Palestína og Afganistan í brennidepli. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR KVIKMYND Íheimildarmyndinni Budrussegir frá íbúum palestínskabæjarins Budrus, þeir teljaum 1.500 manns. Þetta er friðsæll bær þar sem flestir hafa lifi- brauð sitt af ólífurækt. Þegar Ísrael- ar fara að reisa aðskilnaðarvegg sinn kemur í ljós að veggurinn mun taka 300 ekrur af landi Budrus-búa og þar af helsta ræktunarland ólíf- utrjánna. Auk þess sem veggurinn verður 40 metra frá skólanum og fer nánast í gegnum moskuna. Bacha beinir sjónum sínum að ólífubónda einum sem verður leiðtogi mótmæla gegn þessum yfirgangi ásamt fimm- tán ára dóttur sinni. Þegar Bacha kemur til Budrus eru íbúarnir að velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að hindra byggingu aðskilnaðarveggsins. Það er ótrúlegt Budrus Fimmtán ára dóttir ólífu- bóndans ræðir við hermennina. að velta fyrir sér að hægt sé að byggja heilan vegg í gegnum þorp og eingangra íbúana frá landi sínu og lífsviðurværi. Áhorfandinn kemst strax á band Budrus-búa og verður orðavant yfir óréttlætinu sem þeir verða fyrir. Eftir því sem vinnuvél- arnar færast nær hitnar íbúunum í hamsi og hefja mótmæli sín. Mót- mælin eru fyrst friðsamleg, einkenn- ast af örvæntingu enda er smæð íbú- anna gegn þessu stóra afli mikil. Þeir virðast vera valdalausir. Her- menn frá Ísrael eru sendir á staðinn til að verja framkvæmdina og halda íbúunum í burtu og þá æsist leik- urinn. Íbúunum bætist óvæntur liðs- styrkur þegar ungir Ísraelsmenn og aðrir koma þorpsbúum til aðstoðar og þá vinda mótmælin upp á sig. Það bætist í ísraelska herinn á móti og áður en við verður litið er þessi frið- sæli bær orðinn stríðssvæði. Íbú- arnir eru einangraðir í eigin bæ en hersveitin heldur þeim gíslum með því að umkringja bæinn með girð- ingum og skotvopn í hendi. Myndin missir aðeins dampinn þegar í há- mark átakanna er komið, öllu er beint að átökunum og það gleymist svolítið að sýna hvernig líf fólksins í þessu friðsæla þorpi breytist þegar mótmælastríð er skollið á. Mest er sýnt frá átökum á götum úti. Baráttuandi íbúa Budrus er aðdá- unarverður og þó að það hafi ekki litið út fyrir það í upphafi hafa þeir betur að lokum. Múrinn er færður og þeir halda eftir 95% af landi sínu. Mikil gleði brýst út þegar það er ljóst, Budrus er bjargið. Myndin er einföld en áhrifarík og ætti ekki að láta neinn ósnortinn. Áhorfandinn verður vitni að miklu óréttlæti, mikilli örvæntingu og fagnar svo með íbúunum í lokin. Baráttunni er samt ekki lokið því það eru fleiri bæir sem þurfa að berjast fyrir landi sínu eins og Bu- drus. Þetta er mynd sem ætti að auka skilning áhorfandans á stöðu Palestínu en fyrst og fremst er þetta mynd um sigur Davíðs yfir Golíat. Baráttan í Budrus Sýnd í dag og 29. og 30. sept. áhrif á einstaklingana. Þetta er mynd um þann skít sem hellist yfir fólk þegar hugmyndafræði fram- kallast í skelfilegt stjórnarfar með ómanneskjulegum þvingunum, of- sóknum, ofbeldi og hryllingi. En þetta er samt alls ekki þunglynd- isleg mynd, hún er dásamleg, und- urfalleg og áhrifamikil. Og það er líka í henni von. Þessi mynd er sannkallað augna- yndi, hvert skot er nánast listaverk. Þetta er veisla fyrir auga og anda. Einstaklega fagmannlegt og vand- virknislegt yfirbragð er á öllu, og ber merki mikils næmis. Hvert smá- atriði er úthugsað. Allt styður hvað annað; lýsing, hljóð, sjónarhorn, leikur, handrit. Tónlistin er aldrei yfirþyrmandi, heldur undirstrikar stemninguna hverju sinni, ýmist hreinir og tærir píanótónar, harmonikka eða streng- ir. Og allt er þrungið tilfinningu. Erótíkinni er komið frábærlega til skila, oft með því að sýna ekki of mikið. Kvikmyndatakan er í einu orði sagt frábær. Ég segi húrra fyrir Karli Óskarssyni sem stjórnaði kvikmyndatökuvélinni. Hann sýnir svo sannarlega hér að hann er einn af þeim stóru. Einhver gæti sagt að sagan í þessari mynd sé ekki svo ólík ótal öðrum sögum sem við höfum áður séð, heyrt eða lesið um og gerist á þessu tímabili í þessum löndum. En hvernig hún er sögð hér, hvernig hún er færð í mynd, gerir hana ein- staka. Ef þessi saga hefði verið film- uð á annan hátt væri þetta allt önn- ur upplifun. Three Seasons in Hellb b b b n Leikstjóri Tomáš Mašín. Aðalhlutverk Kryštof Hádek, Karolina Gruszka. 110 mínútur. Tékkland, Þýskaland, Sló- vakía. 2009. Flokkur: Fyrir opnu hafi. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYND Þeir sem ekki hafa reynt áeigin skinni hvernig þaðvar að lifa undir ógnar-valdi kommúnista þess tíma sem myndin Þrjár árstíðir í helvíti gerist (1947-1949) geta aldrei raunverulega vitað hvernig það hef- ur verið. Einmitt þess vegna eru myndir eins og þessi svo nauðsyn- legar. Þær gefa okkur svolitla sýn inn í eitt af þeim fjölmörgu helvítum sem mannskepnan hefur því miður tilhneigingu til að búa til. Myndin segir sögu hins unga, sjálfumglaða en hjartahreina Ivans, sem gengur um með ljóðskáld í maganum og trúir því að frelsi, jafn- rétti og betri tímar séu framundan. Blautur bak við eyrun og of- urbjartsýnn gengur hann til móts við framtíðina og stingur sér á bóla- kaf í bóhemlífið, með öllum þeim til- raunum sem því fylgja, líka í ástalíf- inu. En hann á heldur betur eftir að fá löðrungana framan í sig. Hann kemst að því á sársaukafullan hátt hver raunveruleikinn er: Byltingin étur jú oft börnin sín. Þessi mynd er ekki aðeins þroska- saga Ivans, hún er líka ástarsaga hans og þokkagyðjunnar Jönu. En fyrst og fremst er þetta saga um það hvernig sjúkt samfélag hefur Fallega sögð saga um helvíti Þrjár árstíðir „Kvikmyndatakan er í einu orði sagt frábær.“ Sýnd 29. og 30. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.