Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Una Sighvatsdóttir
Björn Björnsson
„Forstöðumenn heilbrigðisstofnana fóru yfir
tillögurnar að niðurskurði og hvað þær þýddu
og þær þýða í rauninni bara algjört hrun í
sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni,“ segir
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga, SASS.
Í gær boðaði SASS heilbrigðisráðherra og
þingmenn til fundar við sunnlenska sveitar-
stjórnarmenn og forsvarsmenn heilbrigðis-
stofnana á Suðurlandi og Reykjanesi. Gangi
niðurskurðartillögurnar eftir þýðir það að
alls þarf að segja upp um 100 manns á Suður-
landi og atvinnuleysi þar eykst um 15%.
Að sögn Elfu var gagnrýnt bæði samráðs-
leysi og skilningsleysi á starfsemi sjúkrahúsa
á landsbyggðinni. „Það er tilfinning fólks að
hún sé flokkuð eins og annars flokks þjónusta
þótt hún sé fyllilega sambærileg við aðra
sjúkrahúsþjónustu.“ Fram kom á fundinum
gagnrýni á þá stefnu til framtíðar að hafa að-
eins tvö sjúkrahús í landinu, í Reykjavík og á
Akureyri.
„Við búum við landfræðilegar takmarkanir.
Það lokast heiðar og svo koma jarðskjálftar.
T.d. lokuðust báðar brýrnar hérna, á Selfossi
og við Óseyri, í skjálftanum fyrir tveimur ár-
um og ef það gerist er nú ekki skemmtilegt að
vera hvergi með sjúkrahús á öllu Suður-
landi.“
Hitafundur á Sauðárkróki
Á Sauðárkróki sótti á annað þúsund fok-
reiðra Skagfirðinga baráttufund í gærkvöldi
og kom þar glögglega í ljós að Skagfirðingar
ætla ekki að taka við boðuðum niðurskurði í
heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Til máls tóku
Hafsteinn Sæmundsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar, Guðbjörg Árna-
dóttir hjúkrunarfræðingur, þá Helga Sigur-
björnsdóttir frá Hollvinasamtökunum og síð-
astur Bjarni Jónsson, forseti sveitarstjórnar.
Var verulega þungt hljóð í öllum ræðu-
mönnum sem fögnuðu þó þeim áhuga sem
þingmenn kjördæmisins sýndu með nærveru
sinni þó að þeir teldu að sá þingmaður sem
færi með þennan málaflokk væri illa fjarri.
Allir þingmenn sem viðstaddir voru tóku til
máls og hétu því að nú yrði bökum snúið sam-
an til þess að fá þessum svívirðilega niður-
skurði snúið til annars og betri vegar, þó
sagði Ólína Þorvarðardóttir að ábyrgðin lægi
einnig á stjórnum umræddra stofnana að
koma nú með rökstuddar og góðar tillögur
um það á hvern hátt mætti mæta þeim nið-
urskurði sem óhjákvæmilega yrði einhver.
Létu fundarmenn þá í sér heyra og var púað
á þingmanninn. Í fundarlok var samþykkt til-
laga um að íbúafundurinn hafnaði alfarið boð-
uðum skipulagsbreytingum á heilbrigðisþjón-
ustu á landsbyggðinni.
Þá er gagnrýnt að 70-75% af hagræðingu í
heilbrigðisþjónustu eigi að fara fram úti á
landi þótt innan við 30% af fjárframlögum
ríkisins renni til stofnana utan höfuðborg-
arsvæðisins. Í lok ályktunarinnar segir: „Íbú-
ar í Skagafirði standa ekki á Austurvelli en
eiga samt rétt á að á þá sé hlustað og að sam-
félagsgerð og velferðarþjónusta sem hefur
verið byggð upp í þeirra heimabyggð í krafti
margra kynslóða verði ekki brotin niður á
nokkrum mánuðum af stjórnmálamönnum
sem eru á mörkum þess að tapa tengslum við
þjóðina í landinu.“
Niðurskurðurinn þýðir hrun
Talsmenn heilbrigðisstofnana funduðu með ráðherra, þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum
Segja skilningsleysi ríkja gagnvart landsbyggðinni Mótmælafundir á Sauðárkróki og Selfossi
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Lokuðu Ölfusárbrú „Vil ekki deyja í Reykjavík“ stóð á einu skiltanna sem mótmælendur á
bökkum Ölfusár héldu á lofti. Mótmælin fóru friðsamlega fram en brúnni var lokað í 15 mínútur.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Fjölmenni Hátt í 2.000 Skagfirðingar sóttu baráttufundinn í Fjölbrautaskólanum á Sauð-
árkróki. Þungt hljóð var í ræðumönnum og í fundarmönnum öllum sem létu í sér heyra.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Mér finnst fullsnemmt að gefa
þessu falleinkunn á meðan þetta er
bara í vinnslu,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra þegar
borin eru undir hann þau ummæli
sem forystumenn stjórnarandstöð-
unnar hafa látið falla um fundahöld
vegna skuldavanda heimilanna.
Í gær var forystumönnunum boðið
að sitja fund með ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar í þriðja skipti frá því í
síðustu viku. Þór Saari, þingmaður
Hreyfingarinnar, segir að um
tímasóun hafi verið að ræða. „Ég
ætla að ráðfæra mig við félaga mína í
dag um hvað við gerum í framhald-
inu. Ég sé ekki ástæðu til að mæta á
fleiri svona fundi. Þetta var í þriðja
skiptið í röð sem við heyrum sömu
ræðuna frá Steingrími,“ sagði Þór
eftir fundinn í gær.
Ekki eiginlegir samráðsfundir
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, tekur í svipaðan streng. Hann
segist ekki líta á fundina sem sam-
ráðsfundi, eins og þeir hafa verið
kallaðir. „Við erum á þessum fund-
um sem áheyrnarfulltrúar. Það ætti
fremur að kalla fundina upplýsinga-
fundi fyrir stjórnarandstöðuna.
Samráð hlýtur að vera þannig að til-
lögur allra aðila fá að koma upp á
borðið. En við munum halda áfram
að mæta á þá til að fá að vita hvað er
að gerast.“ Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, mætti
ekki til fundarins í gær. Hann segist
ekki sjá tilgang í að funda með ráð-
herrunum á þeim forsendum sem
lagt sé upp með. „Þetta er ekki sam-
ráð um það sem mestu skiptir, sem
er að brjótast út úr þeirri stöðnun
sem ríkisstjórnin hefur sett sam-
félagið í,“ segir Bjarni.
Frekari fundahöld fyrirhuguð
Á næstu dögum verður fundað
með þingnefndum og ýmsum hags-
munaaðilum sem að skuldamálum
heimilanna koma, fjármálafyrir-
tækjum, lífeyrissjóðum og Íbúða-
lánasjóði.
„Það er verið að vinna þetta af
fullri alvöru, allavega af minni hálfu.
Enda alvörumál á ferðum,“ segir
Steingrímur. „Það er verið að reyna
að ná utan um hinn talnalega grunn í
þessu öllu. Það er náttúrlega mikið
mál að stilla það af.“
Á samráðsfundum sem
„áheyrnarfulltrúar“
Fullsnemmt að gefa þessu falleinkunn, segir ráðherra
Steingrímur J.
Sigfússon
Bjarni
Benediktsson
Þór
Saari
Gunnar Bragi
Sveinsson
Fundað vegna skulda
» Í dag fundar samráðsnefnd
ríkisstjórnarinnar og stjórn-
arandstöðu með þingnefndum
í Þjóðmenningarhúsinu.
» Á morgun verður fundað
með umboðsmanni skuldara,
Hagsmunasamtökum heim-
ilanna og talsmanni neytenda.
Alþingi mun í dag kjósa saksóknara
til að höfða mál gegn Geir H.
Haarde fyrir landsdómi.
Á dagskrá þingsins segir orðrétt:
„Kosning saksóknara Alþingis og
varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr.
3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþing-
is 28. sept. 2010 um málshöfðun
gegn ráðherra.“
Að Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, forseti Alþingis, skuli hafa
sett málið á dagskrá bendir til þess
að hún muni svara neitandi bréfi
Andra Árnasonar, verjanda Geirs,
til þingsins í síðustu viku. Þar lýsti
hann þeirri skoðun að ákvörðunin
um málshöfðun gegn Geir væri fallin
niður þar sem saksóknarinn hefði
ekki verið kosinn á sama þingi og
málshöfðunin var ákveðin.
Ekki náðist í Ástu Ragnheiði í
gærkvöldi. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins svaraði hún ekki
bréfi Andra í gær en mun vænt-
anlega gera það í dag.
Kjósi lögmaður Geirs að áfrýja
þessum úrskurði Alþingis mun
landsdómur fjalla um áfrýjunina.
Tillaga verður gerð um Sigríði J.
Friðjónsdóttur sem saksóknara í
málinu og Helga Magnús Gunn-
arsson sem varasaksóknara.
Alþingi kýs sak-
sóknara í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Seint í gærkvöldi hafði enn ekki
tekist að hafa hendur í hári manns
sem réðst á 16 ára gamla stúlku í
Laugardalnum síðdegis í gær. Að
sögn lögreglu var árásin með öllu
tilefnislaus, en árásarmaðurinn er
meðal annars sagður hafa notað
grjóthnullung við árásina.
Stúlkunni tókst að komast að
verslun við Suðurlandsbraut af eig-
in rammleik en þar kom sjúkralið
henni til hjálpar. Hún var flutt á
slysadeild með höfuðáverka. Árás-
armaðurinn er sagður vera um 170
cm á hæð, skolhærður og með-
almaður vexti. Hann hafi verið
klæddur í dökkan jakka eða peysu,
og í hvítum skóm með rauðum
röndum að framan. Í gærkvöld
höfðu lögreglunni borist ábend-
ingar sem unnið hefur verið eftir.
Þeir sem veitt geta upplýsingar um
málið eru hvattir til að hafa sam-
band við lögreglu í síma 444-1100.
Lögreglan leitar manns vegna líkamsárásar