Morgunblaðið - 12.10.2010, Page 33

Morgunblaðið - 12.10.2010, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 HHHH T.V. – KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHH - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH - K.I. – PRESSAN.IS HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI AVÍK Miðasala er hafin í miðasölu sambíóanna Kringlunni, boðið er upp á númeruð sæti Afsláttarkort á allar sýningar komin í sölu ÞAÐ BESTA Í BRESKU LEIKHÚSI Í BEINNI ÚTSENDINGU Í BÍÓ 650 kr. r. 650 kr. 650 kr. 650 kr. ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Complicite’s A Disappearing Number 14. október 2010 kl. 18:00 Hamlet NT 9. desember 2010 kl. 19:00 FELA 13. janúar 2011 kl. 19:00 Donmar Warehouse’s King Lear 3. febrúar 2011 kl. 19:00 Frankenstein 17. mars 2011 kl. 19:00 The Cherry Orchard 30. júní 2011 kl. 18:00 ENDURSÝND Á MORGUN MIÐVIKUDAG KL. 18:00 THE TOWN kl.8 -10:20 16 FURRY VENGEANCE kl.5:50-8 L ALGJÖR SVEPPI OG... kl.6 L THE GHOSTWRITER kl.10 12 / KEFLAVÍK Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Breiðbandið er hljómsveit sem varð til fyrir tilviljun. Þrír vinir hittust reglulega og glömruðu á gítar sér til skemmtunar en þegar vinkona þeirra gifti sig ákváðu þeir að búa til smá prógramm í tilefni af því. Það tókst svo vel að fólk fór að panta þá á uppákomur. Síðan þá hafa þeir gefið út tvær skífur sem báðar eru upp- seldar og spilað mjög víða um landið auk þess að spila í Horsen í Dan- mörku hjá Íslendingafélaginu þar og síðan í Moll of America í Minneapol- is. „Þetta tækifæri í Minneapolis kom þannig til að við vorum á leið- inni þangað hvort eð var,“ segir Rúnar Ingi. „Ég sá á netinu að þeir voru með tónlistarprógramm og sendi þeim tölvupóst hvort þeir vildu íslenska hljómsveit að syngja íslensk jólalög á íslensku og þeir svöruðu um hæl að þeir vildu það.“ Kúgaðar fitubollu Hljómsveitin gerir mikið grín að því þeir séu kúgaðir af eiginkonum sínum og hvað þeir séu feitir. Í einu laganna syngja þeir: „Ég er feitur og frjáls. Ég er með helling af hökum. Fitubollur snúum saman bökum. Ég er með stærstu ístru á landinu. Þess vegna er ég í Breiðbandinu.“ Aðspurður hvort þeir séu virki- lega feitir svarar Rúnar Ingi: „Nei, nei, við erum bara of litlir miðað við þyngd.“ Væla sig til árangurs Breiðbandið er eina hljómsveitin sem hefur náð að væla sig inn í sjón- varpsþáttinn Popppunkt. Meðlimi langaði svo til að komast í þáttinn að þeir litu til Dr. Hook sem á sínum tíma gerði lagið The cover of the Rolling Stones og komust sex vikum síðar á forsíðu tímaritsins. Breið- bandið samdi þá lagið Popppunktur og nokkrum vikum síðar komust þeir í þáttinn. En Felix Bergsson, annar stjórnandi þáttarins, sagði að þetta yrði ekki gert aftur. Vinsæl revía Breiðbandið hefur ekki látið sér nægja að gefa út geisladiska sem seljast upp heldur settust þeir niður einn daginn og skrifuðu revíu þar sem gert var grín að opinberum að- ilum í Reykjanesbæ. Helga Braga- dóttir leikstýrði verkinu og varð verkið að aðsóknarmestu áhuga- mannasýningu ársins á Íslandi. Þar sem ansi mikið hefur gengið á í Reykjanesbæ undanfarið ár eru með- limir Breiðbandsins búnir að einsetja sér að semja nýja revíu sem gerir grín að ástandinu. „Það er oft sagt um okkur Keflvíkinga að við séum negrar Íslands. Við getum ekkert annað en að spila tónlist og erum góð- ir í íþróttum. Þá er bara best að gera bara það,“ segir Rúnar Ingi. Morgunblaðið/ÞÖK Þéttir Hljómsveitin Breiðbandið er með allra þéttustu sveitum sögunnar. Breiðbandið er feitasta bandið  Breiðbandið gefur út sína þriðju smá- skífu  Hljómsveitin er skipuð þremur feitum og kúguðum körlum Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is VOD (Video On Demand) er mynd- bandaleiga á Skjánum (kallast þar Skjárbíó) sem hægt er að komast í ef menn eru nettengdir og með mynd- lykil frá Símanum. Skjárinn fór að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir tæp- um fimm árum en aðsókn í þessa leigu hefur vaxið gríðarlega. Undirritaður heyrði fyrst um þetta frá kvikmynda- gerðarmönnum sem eru himinlifandi með þetta framtak enda skila sér miklu meiri peningar til þeirra í gegn- um þetta form en gerðu áður í gegnum vídeóleigurnar sem vanalega greiddu eina ákveðna lokagreiðslu í upphafi og gátu síðan leigt út að vild án þess að nokkuð meira kæmi til listamannanna. Ari Kristinsson sem leikstýrt hefur nokkrum barna- og unglingamyndum segir að þar sem þær séu hálf tíma- lausar sé hann enn í dag að fá árlega góða fúlgu á þrettán ára gamla mynd. Ragnar Bragason og hópurinn í kring- um Vesturport hrósa samstarfinu líka. Áhersla á íslenskar myndir En til að geta notfært sér þessa þjónustu frá Skjánum þarf að hafa net- tengingu og panta uppsetningu á Sjón- varpi Símans. Þegar það er afgreitt er eftirleikurinn auðveldur og bíómynd- irnar fara að rúlla í sjónvarpinu þínu. Þegar mynd er leigð í gegnum VOD hefur maður rúman sólarhring til að horfa á hana. „Þegar þú kveikir á sjónvarpinu dettur þú inn í þetta kerfi sem við er- um búin að vera að byggja á mörgum árum,“ segir Friðrik Friðriksson sem er yfir VOD á Skjánum. „Þetta er langstærsta vídeóleiga landsins. Við erum með stúdíósamninga við öll helstu framleiðslufyrirtæki heimsins. Við leggjum þó áherslu á íslenskar myndir. Kvikmyndir eru hjarta kerf- isins. Við erum með samninga við alla helstu íslensku framleiðendurna og áhorf á þær er mjög gott. Það eru yfir þrjú þúsund titlar sem eru í boði í kerf- inu; bæði nýjar og klassískar myndir. Fram að þessu höfðu myndbandaleig- urnar forskot á okkur því þeir fengu myndirnar á undan okkur. Stóru fram- leiðslufyrirtækin í Bandaríkjunum leyfðu okkur ekki að bjóða upp á myndirnar fyrr en hálfu ári eftir að vídeóleigurnar fengu þær. Nú er þetta að breytast. Tvö stór bandarísk fram- leiðendafyrirtækin (Warner og Uni- versal) láta okkur nú þegar fá þetta á sama tíma og önnur fyrirtæki eru skammt undan. Þannig að forskotið er farið. Þetta eru skýr skilaboð um að markaðurinn sé að veðja á VOD-ið,“ segir Friðrik frá Skjánum. Þáttaraðir vinsælar Heimildarmyndir og myndir fyrir bæði börn og unglinga eru í boði. En það sem hefur sprungið út á síðustu tveimur árum eru þáttaraðirnar. Þær njóta mikilla vinsælda. Og mað- ur hefði haldið að ef um mjög vinsæl- ar þáttaraðir væri að ræða væru allir búnir að sjá þær þegar á VOD-ið væri komið, en svo er ekki. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim þar. Við erum einnig með gamlar þátta- raðir eins og Heilsubælið og Fóst- bræður og þær seljast ágætlega,“ segir Friðrik. Ástæðan fyrir velgengninni er augljós. Að vídeóleigan sé komin inn í stofu til þín gerir allt auðveldara. Aldrei þarf maður að hafa áhyggjur af því að skila spólunni of seint eða að spólan sem mann langar í sé ekki inni. Ofan á það er verðið aðeins lægra. Aðspurður heldur Friðrik samt að vídeóleigurnar muni ekki deyja út. „Nei, ég held það ekki. En þú sérð það sjálfur að þetta eru orðin breytt fyrirtæki. Er ekki veit- ingasalan orðin um 50-60% af velt- unni? Þannig að samsetningin er orð- in öðruvísi en hún var, útleiga á myndunum er ekki jafn stór hluti af veltunni og hún var. En ég held að þær hverfi ekki. Svo eru ekki allir tengdir við netið og það fólk mun áfram þurfa vídeóleigurnar.“ Myndbandaleigan komin heim í stofu landsmanna Úr Brimi Ýmis þ́ægindi fylgja því að geta leigt sér mynd stafrænt.  Yfir 3.000 bíó- myndir eru að- gengilegar í sjón- varpinu þínu, heima í stofu George Michael ræddi við blaða- menn fyrir utan heimili sitt í Lond- on í gær þar sem hann var nýkom- inn úr steininum. „Ég vil bara fá að byrja upp á nýtt,“ sagði hann. Hann var handtekinn í júlí þegar hann hafði ekið á ljósmyndavöruverslun og var í annarlegu ástandi, lá fram á stýri Range Rover-bifreiðar. Reuters Í ruglinu George gamli Michael hefur séð fífil sinn fegurri. Georg minn …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.