Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 238. tölublað 98. árgangur
ALLT ER EITTHVAÐ
ER NÝ PLATA MEÐ
JÓNASI SIG.
RONALDO OG
FÉLAGAR ÆFÐU Í
LAUGARDALNUM
Á HJÓLUM INNAN
UM GEITUR OG
KÝR Í ÖLPUNUM
ÍSLAND MÆTIR PORTÚGAL PÝRENEAFJÖLLIN NÆST 10RITVÉLAR FRAMTÍÐAR 30
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Nái hugmyndir stjórnvalda og Hagsmunasam-
taka heimilanna fram að ganga, um almenna
niðurfærslu á höfuðstól íbúðalána, gæti þurft
að afskrifa um 220 milljarða króna. Er þá mið-
að við 18% niðurfærslu eins og helst hefur ver-
ið rætt um á fundum stjórnvalda.
Útistandandi verðtryggð íbúðalán námu alls
um 1.230 milljörðum króna í lok sumars.
Stærstan hluta átti Íbúðalánasjóður, eða nærri
730 milljarða, bankarnir um 320 milljarða og
lífeyrissjóðirnir um 184 milljarða. Verði höf-
Afskrifa þyrfti 220 milljarða
Hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda falla í grýttan jarðveg hjá talsmanni lífeyrissjóðanna
Nái áform um 18% niðurfærslu fram að ganga þýddi það 130 milljarða afskriftir fyrir Íbúðalánasjóð
semja við þá, aðeins 37% lána í bönkunum séu í
skilum.
Áform um niðurfærslu falla í grýttan jarð-
veg hjá lífeyrissjóðunum. „Okkur líst ekki vel á
þessar hugmyndir,“ segir Arnar Sigurmunds-
son, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, við
Morgunblaðið. Allt inngrip stjórnvalda geti
aldrei leitt til annars en að rýra eignir lífeyr-
issjóðanna og skerða lífeyrisréttindi fólks.
„Við gerum okkur grein fyrir að margir eiga
í erfiðleikum en þeim verður ekki hjálpað með
því að skerða bætur lífeyrisþega.“
MHver á að borga brúsann? »6
uðstóll lánanna færður niður um 18% gæti það
þýtt afskriftir upp á 130 milljarða hjá Íbúða-
lánasjóði, nærri 60 milljarða hjá bönkunum og
rúma 30 milljarða hjá lífeyrissjóðunum.
Misvel tekið
Hugmyndum um almenna niðurfærslu hef-
ur verið misvel tekið, bæði innan stjórnar-
flokkanna og stjórnarandstöðunnar, sem og
hjá hagspekingum. Þá er talið ólíklegt að
bankarnir, og eigendur þeirra, taki hugmynd-
unum fagnandi. Hagsmunasamtök heimilanna
hafa hins vegar bent á að bönkunum sé meiri
akkur í því að lækka kröfur á lánþega eða
18% niðurfærsla
» Höfuðstóll á 20 milljóna króna verð-
tryggðu íbúðaláni til 40 ára myndi lækka
í 16,4 milljónir króna, nái hugmyndir um
18% niðurfærslu fram að ganga.
» Mánaðarleg afborgun af slíku láni
myndi lækka úr 100 þúsund krónum í 82
þúsund. Endanlegur kostnaður við lánið
færi úr 95 milljónum í 78 milljónir kr.
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu fagn-
aði að vonum í Skotlandi í gærkvöldi eftir 2:1
sigur á Skotum enda tryggði það sér sæti í átta
liða úrslitakeppni Evrópumótsins, sem verður í
Danmörku í júní á næsta ári. Gylfi Þór Sigurðs-
son (nr. 10) skoraði bæði mörk Íslands. » Íþróttir
Ljósmynd/SNS Group Craig Watson
Næst er það úrslitakeppnin í Danmörku
Lán, sem eru
í vanskilum
eða nálægt
vanskilum,
eru tæplega
65% af heild-
arútlánum
bankakerf-
isins hér á
landi ef miðað
er við nafn-
virði lánanna.
Bankarnir
hafa hins veg-
ar afskrifað hluta af lánunum og
er bókfært virði lélegra lána um
45 prósent af heildarútlánum
bankakerfisins.
Kemur þetta fram í skýrslu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins vegna
þriðju endurskoðunar efnahags-
áætlunar Íslands.
Heildarútlán bankakerfisins
námu í ágústlok 2.280 milljörðum
króna og er því um háar fjárhæðir
að ræða. »14
Stór hluti
útlána í
vanskilum
Útlán bankakerf-
isins 2.280 milljarðar
Veðurblíðan það sem af er október
hefur verið einstök og hitamet hafa
verið slegin á nokkrum veðurstöðv-
um á landinu.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
bendir á að þetta séu mikil við-
brigði frá því í fyrra og hittifyrra
þegar byrjaði að snjóa í höfuðborg-
inni strax eftir mánaðamótin.
„Fyrstu daga október tvö síðustu ár
fengum við snjó og hálku en nú er
verið að tala um hitamet á mörgum
veðurstöðvum,“ segir Trausti. „Það
var annars kominn tími á að októ-
ber tæki við sér en hlýir október-
mánuðir hafa ekki verið algengir
seinni árin. Miðað við aukin hlýindi
aðra mánuði ársins hefur október
legið svolítið eftir.“
Meðalhiti í Reykjavík það sem af
er október er nú 9,6 stig, sem er um
hálfu stigi meira en meðaltal alls
júnímánaðar 1961-1990 og 4,2 stig
yfir meðallagi. Það er með því
hæsta sem finna má fyrstu tíu dag-
ana í október. »4
Morgunblaðið/Ómar
Blíða Borgarbúar nutu veðurblíðunnar um helgina eins og sumar væri.
Október sýnir lit og
er kominn í metaham
Tilboð í leigu á nýrri björg-
unarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna
verða opnuð á morgun. Áformað
var að leigja þyrlu til viðbótar þeim
tveimur sem fyrir eru.
Hins vegar hafa allar forsendur
breyst síðan auglýst var eftir þyrl-
unni því í fjárlagafrumvarpinu er
Gæslunni gert að skera niður
kostnað um 8% á næsta ári.
„Útboðið var í raun bara könnun
á möguleikum, en þetta er í full-
komu uppnámi,“ segir Georg Lár-
usson, forstjóri Gæslunnar. »12
Óvíst að Landhelg-
isgæslan geti leigt
þriðju þyrluna