Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Að upplifa stórbrotna nátt-úrufegurð Alpanna áhjóli er alveg magnað.Því fylgir mikil frelsis- tilfinning,“ segja þeir Óskar Gúst- avsson og Snorri Guðjónsson sem fóru í hjólaferð í haust um fjall- lendið við Mont Blanc í Sviss. „Við fylgdum að mestu leyti vinsælli gönguleið og leiðarlýs- inguna fengum við af vefsvæðinu wikiloc.com. Við hlóðum leiðinni niður í GPS-tækið okkar og fylgd- um því. Við hefðum aldrei fundið þessa litlu og skemmtilegu stíga sem þessi leið lá um, ef við hefðum ekki hjólað eftir þessum staðsetn- ingarpunktum sem við höfðum í GPS-tækinu okkar. Vissulega er mikið fjalllendi þarna og undirlagið var ekki alltaf mjög hentugt til hjólreiða. Við þurftum stundum að bera hjólin yfir bratta og grýtta slóða og einu sinni tók það okkur hálfan dag að komast yfir mjög svo skógivaxna hlíð, með hjólin á öxlunum. En þetta gerði ferðina bara fjölbreytt- ari.“ Vilja gamla slóða Þeir félagarnir hafa hjólað heilmikið saman í gegnum tíðina en telja sig þó ekki neina hjóla- brjálæðinga. „Hjólaferðir eru hluti af ann- arri útivist sem við stundum. Við förum líka í skíðaferðir, jeppaferð- ir og fjallgöngur. Við erum nokkr- ar fjölskyldur sem höfum farið saman í allskonar ferðir en við er- um yfirleitt fámenn í hjólaferð- Þurftum að reka kýr af hjólaveginum Þeir hjóluðu um Mont Blanc-fjallgarðinn og lentu í ýmsum ævintýrum, hjóluðu fram á geitur og kýr og þurftu að bera hjólin framhjá þeim skepnum sem ekki vildu fyrir nokkurn mun víkja. Þeir þurftu líka stundum að bera hjólin langan veg þegar slóðinn var alls ófær. En náttúrufegurðin og ánægjan var allsráðandi. sasdasd Afslappað Kálfur á beit á barnum góða á Ítalíu. Sveitasæla Snorri mætir geitahjörð rétt við bæinn Chamonix. Jamie er vinsæll hlaupabloggari. Hún kallar sig Running Diva Mom eða hlaupandi prímadonnu-móður. Hún byrjaði að hlaupa fyrir um tveimur til þremur árum síðan þegar dóttir hennar var átján mánaða. Jamie segir að hlaupin séu nú „hennar tími“ og geri hana að betri móður. Með blogg- inu vill hún sýna öðrum mæðrum fram á að þær geti líka fundið smá tíma fyrir sjálfan sig á hverjum degi. Jamie á nú tvö börn og styðja þau hana í hlaupunum auk þess sem eig- inmaður hennar er líka mikill íþrótta- garpur og taka þau hjón þátt saman í mörgum maraþonum. Jamie skrifar um hlaupaáætlun sína, mataræði, undirbúning fyrir maraþon, ferðir sínar á keppnisstað og hvernig gekk. Í hliðardálk má sjá þau hlaup sem hún hefur tekið þátt í og árangur hennar í þeim. Jamie er sannkölluð prímadonna, vefsíðan hennar er bleik með hlé- barðamynstri, samkvæmt myndunum er hún mikið fyrir „stelpulegan“ hlaupafatnað og allt sem er bleikt. Runningdivamom.blogspot.com er vefsíða sem ætti að geta blásið öðr- um mæðrum í brjóst að finna tíma fyrir sjálfan sig á hverjum degi fyrir hreyfingu og aðra heilsueflingu. Vefsíðan www.runningdivamom.blogspot.com Reuters Hreyfing Síðuhaldarinn tekur þátt í maraþonum víða um Bandaríkin. Hlaupandi prímadonna Út var að koma bókin Boot Camp – Hámarks- árangur eftir Arnald Birgi Konráðsson og Ró- bert Traustason. Boot Camp hefur náð miklum vinsældum hér á landi enda vita þeir sem reynt hafa að þessar krefjandi æfingar skila góðum árangri og það er auðvelt að læra þær. Um leið fela þær í sér áskorun og hvatningu til að láta reyna á þol lík- amans án þess að ganga of langt. Í þessari bók eru lýsingar á fjölbreyttum æf- ingum og teygjum ásamt æfingaáætlunum með bæði grunnæfingum fyrir byrjendur og elítuæf- ingum fyrir lengra komna. Skýringar-myndir eru af öllum æfingunum og þeim fylgja ábend- ingar um ýmis áhersluatriði. Einnig eru gagn- legar ráðleggingar um mataræði og fleira sem gott er að vita til að ná hámarksárangri. Endilega … … prófið Boot Camp-bókina Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslenskir fjallaleiðsögumenn kynntu nýverið þrjá nýja fjallgönguhópa þar sem þátttakendur eiga það sameig- inlegt að ganga á fjöll árið um kring. Hóparnir nefnast Léttfeti, Fjallageng- ið og Brattgengið. Fyrirkomulag hóp- anna er ólíkt og því ættu allir að geta fundið sér farveg sem hentar. Kjarninn í dagskrá hópanna eru vikulegar æf- ingar og mánaðarlegar fjallgöngur þar sem tekist er á við miskrefjandi fjöll. „Það má segja að þetta sé nýjung hjá okkur, ekki þó alveg. Við höfum skipu- lagt ferðir frá 1994 og höfum síðustu þrjú ár verið með stór átaksverkefni í samstarfið við 66°N en það var um síðustu áramót sem við fórum að bjóða fólki upp á heilsársprógramm svipað og árskort í ræktina; að ganga með okkur og gera það að lífsstíl, að ferðast til fjalla. Sá hópur nefnist Fjallafólk og við göngum mán- aðarlega á há og lág fjöll og förum vikulega í minni göngu sem við köll- um þriðjudagsþrekæfingar. Þá erum við í nágrenni byggðar og gerum styrktaræfingar og slíkt,“ segir Jón Gauti Jónsson, leiðsögumaður hjá Ís- lenskum Fjallaleiðsögumönnum. „Það sem við erum að gera með þess- um nýju hópum er að svara kalli markaðarins vegna þess að Íslend- ingar vilja augljóslega eiga þennan valkost á móti líkamsræktarstöðvum eða öðru slíku. Við erum að bjóða fólki að ganga með okkur allt árið í kring,“ bætir Jón Gauti við. Fjallganga Við erum að bjóða fólki að ganga með okkur allt árið Fjallafólk Allir glaðir og kátir komnir á áfangastað. White Caviar Illuminating Systeme lightening • lifting • luxury Vertu velkomin að kynnast því allra nýjasta frá la prairie í Hygeu Kringlunni á morgun miðvikudaginn 13. okt. kl. 13-17 Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.