Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010
Ég er ennþá að
reyna að kyngja því
að elsku amma mín sé farin og ég
muni aldrei sjá hana aftur en hún
kemur stanslaust upp í huga mér
brosandi með krúttlega stríðnis-
svipinn sem fékk mig alltaf til að
brosa. Í gærkvöldi þegar ég lagðist
upp í rúm rifjuðust upp fyrir mér
nokkur tímabil sem minntu mig á
ömmu mína og á sama tíma færðist
Sigþrúður Guðmunds-
dóttir Blöndal
✝ Sigþrúður Guð-mundsdóttir
Blöndal fæddist á
Guðrúnarstöðum í
Vatnsdal, A-Hún., 18.
ágúst 1926. Hún lést
á heimili sínu 5. októ-
ber 2010.
Útför Sigþrúðar
fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 12.
október 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
gríðarleg vellíðan yf-
ir mig. Ég var ótrú-
lega heppin að njóta
þess heiðurs að vera
skírð í höfuðið á
henni þó mér hafi
ekki fundist nafnið
neitt spennandi stór-
an hluta ævi minnar
en í dag er ég mjög
stolt að bera þetta
virðulega nafn. Ég
man fyrst eftir ömmu
er hún bjó í Njörva-
sundinu þar sem hún
beið eftir Gumma
bróður sínum sem aldrei kom heim
og þeirri gríðarlegu sorg er því
fylgdi. Minningar úr Hraunbænum
þar sem amma og afi bjuggu og
vorum við systurnar ansi duglegar
að koma í heimsókn. Ég man sér-
staklega eftir því að hún passaði
upp á að ég kláraði matinn minn og
eitt skipti sat hún yfir mér 2 tíma á
meðan ég reyndi að koma niður
grjónagrautnum sem mér fannst
vondur en hún var ákveðin í því að
klára skyldi af diskinum og engu
henda. Þetta sýnir hversu ákveðin
hún var og hjá henni kom ekki til
greina að henda mat. Síðan koma
minningar frá skilnaði ömmu og
afa sem ég tók mjög nærri mér en
hún kynntist Ella fljótlega eftir
skilnaðinn og milli þeirra ríkti mik-
il hamingja og þá var ekki annað
hægt en að njóta samveru þeirra
beggja. Amma bjó um tíma hjá
Ella í Kópavoginum en svo fluttu
þau saman í Maríubakkann þar
sem þau bjuggu í nokkur ár. Þaðan
fluttu þau í Aðalstrætið þar sem
þau undu sér mjög vel, stutt í allt,
dugleg að fara í göngutúra og
skellti ég mér stundum með í þá.
Kíktum stundum á Jómfrúna í Ir-
ish Coffee og Smörrebröd sem
okkur fannst ekki leiðinlegt. Þegar
ég tók mér hlé frá vinnu og skellti
mér í nám hafði ég töluvert meiri
tíma til að koma til þeirra á daginn
og dúlla við þau. Þessir tímar voru
mér mjög dýrmætir og saknaði ég
þeirra oft eftir að ég fór að vinna
aftur. Amma var mjög dugleg að
koma fjölskyldunni saman á jól-
unum og var hún alltaf með hangi-
kjöt, tartalettur, uppstúf með
baunum og meðlæti fyrir alla fjöl-
skylduna. Þarna hittist fjölskyldan
og hafði gaman saman og þegar
hún hætti að geta boðið heim tóku
aðrir fjölskyldumeðlimir við og
buðu heim til sín til skiptis. Fyrir
nokkrum árum var fjölskyldan orð-
in það stór að ekki var hægt að
bjóða upp á þessi sameiginlegu
jólaboð lengur en hver fjölskylda
fyrir sig hélt sín eigin boð. Í fyrra
sameinaðist hópurinn aftur og hitt-
umst við um 40 manns á jólahlað-
borði þar sem við borðuðum, hlóg-
um saman og vorum svo heppin að
njóta samveru ömmu og Ella.
Ég sakna hennar ömmu minnar
alveg gríðarlega og margbúin að
ætla að taka upp símtólið undan-
farna daga og hringja í hana en
tala þá við hana í staðinn í hljóði og
veit alveg hvað hún myndi segja.
Elsku amma mín, þú varst falleg,
yndisleg og hreinskilin manneskja
og komst fram við mig og mín börn
af mikilli alúð, áhuga og umhyggju
sem við munum aldrei gleyma.
Með miklum söknuði, þín,
Sigþrúður (Sissa),
Diljá og Kristján.
✝ Jóhanna Péturs-dóttir fæddist á
Hjalteyri við Eyja-
fjörð 23. júní 1921.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
29. september 2010.
Foreldrar hennar
voru Valrós Bald-
vinsdóttir, f. 1887, d.
1958, og Pétur Jón-
asson, fram-
kvæmdastjóri á
Hjalteyri, f. 1880, d.
1943. Systkini Jó-
hönnu voru Þuríður
Brynhildur, f. 1910, d. 1999; Bald-
ur, verkstjóri á Hjalteyri, f. 1915,
d. 1987; Þór, bifreiðastjóri, f. 1919,
d. 1953; Sigurbjörn, tannlæknir á
Dalvík og í Reykjavík, f. 1926, d.
1995.
Jóhanna giftist 4. júní 1949 Ei-
ríki Hreini Finnbogasyni, cand.
mag., f. 1922, d. 2006. Foreldrar
hans voru Skúli Finnbogi Bjarna-
son, f. 1895, d. 1986, og Sigrún Ei-
ríksdóttir, f. 1897, d. 1991. Börn
Jóhönnu og Eiríks Hreins eru: 1)
Pétur Jónasson Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri, f. 1950. Hans kona
er Erla Sveinsdóttir, flugfreyja, f.
1950. Dóttir Péturs og Helgu Ósk-
arsdóttur er Jóhanna Dögg, f.
1970. Dóttir Erlu og Péturs er
Freyja, f. 1990. Sonur Jóhönnu og
Nielsar Dungals Guðmundssonar
er Guðmundur Pétur, f. 2003. 2)
Sigrún Ástríður, þýðandi, f. 1954.
Hennar maður var Bernard Scud-
der, f. 1954, d. 2007. Dætur þeirra
eru Hrafnhildur Ýr, f. 1983, og
Eyrún Hanna, f.
1987. Sonur Hrafn-
hildar og Eiðs Ágústs
Egilssonar er Valur
Kári, f. 2007. 3) Þór-
ólfur, tónlist-
armaður, f. 1959.
Dóttir hans og Helgu
Guðrúnar Ósk-
arsdóttur er María, f.
1986. Með Aðalheiði
Eiríksdóttur á Þór-
ólfur Hjalta, f. 1991,
og Sólrúnu, f. 1993,
og uppeldissoninn
Mána Arnarson, f.
1985.
Jóhanna ólst upp á Hjalteyri og
gekk þar í barnaskóla. Hún gekk í
Gagnfræðaskólann á Siglufirði og
starfaði á rannsóknarstofu síld-
arverksmiðjanna á Hjalteyri og á
Siglufirði. Hún fór í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur og lauk síðar
fóstrunámi við Uppeldisskóla Sum-
argjafar vorið 1948. Hún starfaði
um árabil sem fóstra í Tjarn-
arborg, Steinahlíð og Grænuborg,
og rak leik- og föndurskóla með
Ingigerði Ágústsdóttur 1962. Fjöl-
skyldan bjó í Gautaborg árin 1963-
66 þar sem Eiríkur Hreinn var
lektor við háskólana í Gautaborg
og Lundi. Frá 1967 starfaði Jó-
hanna sem bókavörður, einkum
við Borgarbókasafnið í Sól-
heimum, en þar var hún upphafs-
maður sögustunda fyrir börn.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
12. október 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
Mig langar að reyna að minnast
ömmu Gógóar með nokkrum orðum
þótt þau verði eflaust fátækleg í
samanburði við þá manneskju sem
amma var. Hún var mikill húm-
oristi, glaðlynd og með þann mest
smitandi hlátur sem ég hef nokk-
urn tímann heyrt. Hún gerði óspart
grín að sjálfri sér og voru þau ófá
hláturköstin sem urðu til yfir öllu
milli himins og jarðar. Hláturinn
hennar er nokkuð sem mun lifa í
minningu okkar sem eftir erum að
eilífu. Hún hafði einstaka sýn á líf-
ið, hlakkaði til hvers einasta dags
og þó að hún hafi verið komin á
þennan háa aldur hafði hún alltaf
jafngaman af því að vera innan um
fólk. Hún hafði ríka þörf fyrir mikil
og náin tengsl við fólkið í kringum
sig og ég þakka henni fyrir það því
fátt er dýrmætara. Hún var ein-
staklega barngóð og skemmtileg í
samskiptum sínum við börn, bæði á
ég margar minningar frá því ég var
sjálf barn og svo var hreinlega ynd-
islegt að horfa á samband hennar
við son minn. Þrátt fyrir að 86 ár
væru á milli þeirra náðu þau svo
fallegri tengingu og áttu alveg sér-
staka ást sín á milli. Amma mín var
einstaklega falleg og glæsileg kona.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
eiga þennan dýrmæta tíma með
henni og munu minningarnar og
lífsgildin sem hún kenndi mér
fylgja okkur að eilífu.
Hvíldu í friði elsku amma Gógó.
Þín
Hrafnhildur Ýr.
Elsku amma Gógó. Takk fyrir
allt. Þú varst svo frábær. Sterk og
ákveðin gáfukona með stórt hjarta.
Við vorum svo líkar að mörgu leyti,
ofsalega skapmiklar og sérvitrar,
miklir dýravinir og gátum hlegið
endalaust að skrýtnustu hlutum.
Þegar ég hugsa um þig þá er skop-
skyn þitt einmitt það fyrsta sem
kemur upp í hugann, það liggur við
að ég fari í hláturskast bara við til-
hugsunina um alla asnalegu hlutina
sem við gátum hlegið að. Þú sagðir
mér oft söguna af því þegar þú
varst að ganga heim um vetur og
dast á kallinn í hálkunni og þið
runnuð saman úr Sólheimum niður
í Álfheima, þessi saga gerði mig
alltaf vitlausa! Og hún var bara ein
af mörgum: þegar kallinn datt í
jólatréð hjá þér, þegar strákurinn
orti vísuna um könnurnar í eldhús-
inu, þegar konan sem var að þrífa
hjá þér braut ofninn og ég gæti
haldið endalaust áfram. Já, þú
varst stór persónuleiki og hafðir
alltaf eitthvað um öll mál að segja.
Ég er þakklát fyrir þessi tuttugu ár
sem við áttum saman og mér þykir
vænt um að hafa haft þig við hlið
mér undanfarna mánuði og þá sér-
staklega við útskriftina. Ég mun
alltaf hugsa til þín þegar ég horfi á
Ólympíuleikana í sjónvarpinu, þeg-
ar ég fer í Nettó og þegar ég fer
norður.
Þín
Freyja.
Jóhanna giftist bróður mínum,
Eiríki Hreini, í júní 1949. Þau höfðu
kynnst í Fóstruskóla Íslands, þar
sem hann kenndi íslensku og hún
var nemandi. Gaman var að spjalla
við Jóhönnu um þennan tíma.
Henni fannst kennarinn merki-
kerti, sem talaði ekkert betra mál
en hún, þótt hann hefði háskólapróf
í íslensku. Eiríkur, bóðir, hafði
minni áhuga á að rifja það upp. En
þau tóku saman og hófu búskap að
Rauðarárstíg 38.
Sá, sem þetta ritar, kom til
Reykjavíkur innritaður í Háskóla
Íslands haustið 1950 og flutti inn á
Nýja Garð. Hann fór í heimsókn til
bróður og mágkonu og fékk þar
greinargóðar reglur um hvað skyldi
varast í Reykjavík, en það var, að
sjálfsögðu, fyrst og fremst það sem
hann hafði hlakkað mest til að
kynnast. Þá var kalda stríðið byrj-
að og ungir námsmenn að uppgötva
sannleikann. Eiríkur hafði setið í
stúdentaráði fyrir Félag róttækra
stúdenta og bróðirinn, níu árum
yngri, hlakkaði til að feta í fótspor
hans. Nýstúdentinn að norðan kast-
aði sér út í baráttuna fyrir friði á
jörð. Fljótlega kom þá í ljós að and-
rúmsloftið á Rauðarárstíg 38 var
öruvísi en hann hafði búist við.
Mágkonan tók piltinn bókstaflega á
hné sér og kenndi honum hvernig
hann ætti að varast og bregðast við
lævísu friðardúfukurri. Þessu
fylgdu kappræður og bollalegging-
ar um tilgang lífsins, framtíð mann-
kyns og margt fleira, sem þróaðist
síðan í ævilanga vináttu.
Eftir skólagöngu breyttust að-
stæður. Lönd og höf aðskildu fjöl-
skyldurnar og árin liðu. Þar kom,
að Reykjavík var aftur orðin heima-
höfn fjölskyldnanna beggja. Nú
voru umræðuefnin bókmenntir,
listir og ættfræði. Stöku sinnum sil-
ungsveiði.
Jóhanna var víðlesin og fjölfróð.
Hún vann í mörg ár á Borgarbóka-
safninu og hafði yndi af bókum.
Hún lagði stund á bókband á seinni
árum og fórst það vel úr hendi. Um
það vitna bókahillur á Sléttuvegi
15.
Þegar fólk eldist bilar oft heilsan
og minnið brestur. En Jóhanna hélt
sínu minni til hinsta dags.
Að leiðarlokum minnumst við Jó-
hönnu Pétursdóttur sem glæsilegr-
ar konu sem naut sín vel á manna-
mótum. Hún hafði fallega söngrödd
og lék á gítar. Hún var mælsk,
hafði ákveðnar skoðanir og sterka
réttlætiskennd. En umfram allt var
hún skemmtileg og hlý mannskja.
Við kveðjum Jóhönnu Péturs-
dóttur með virðingu og þökk.
Stefán Yngvi Finnbogason,
Hólmfríður Árnadóttir.
Elskuleg móðursystir mín, Jó-
hanna Pétursdóttir frá Hjalteyri,
er látin eftir mjög erfið veikindi.
Gógó frænka eins og ég kallaði
hana alltaf, var búin að vera mikið
veik undanfarin ár. Oft hef ég setið
við hjá henni á spítalanum og hald-
ið að nú væri þetta búið, en nei, mín
kona stóð alltaf aftur og aftur á
fætur, hennar tími var ekki kom-
inn. En núna kom hann og er ég
viss um að hún hefur verið hvíldinni
fegin.
Gógó frænka bjó hjá foreldrum
mínum á Siglufirði þegar ég fædd-
ist og var mér sem önnur móðir.
Þegar hún lauk prófi frá Fóstru-
skólanum og byrjaði að vinna á
Tjarnarborg þá fylgdi ég með, al-
veg þar til ég byrjaði í skóla. Hún
passaði vel upp á mig og var mikið
með mig. Það var mjög kært með
okkur og gengum við í gegnum súrt
og sætt saman.
Gógó var alltaf mjög góð við
strákana mína, Nonna og Denna,
og passaði þá fyrir mig þegar ég
þurfti á að halda og henni þótti
vænt um þá og þeim um hana. Gógó
frænka sýndi mér mikið traust þeg-
ar hún bað mig að halda á Þórólfi
syni sínum undir skírn þegar ég
var aðeins 14 ára gömul og fannst
mér þetta mikil upphefð.
Um tíma bjuggu Gógó og Eiki í
Svíþjóð. Ég skrapp þangað í heim-
sókn til þeirra og dró Gógó mig á
bingó eiginlega öll kvöldin sem ég
var þar. Held ég að ég hafi aldrei
hlegið eins mikið og þennan tíma
sem ég var með þeim. Þetta var
sannkölluð skemmtiferð.
Undanfarin ár höfum við, Gógó,
Ástríður dóttir hennar og ég farið
saman á kaffihús og leikhús og
skemmt okkur hið besta og þótti
okkur ósköp notalegt að sitja sam-
an og spjalla um allt milli himins og
jarðar.
Sl. vor tókum við okkur nokkur
til í ættinni og ákváðum að halda
ættarmót. Gógó frænka var mikið
veik en hún mætti flott og fín eins
og alltaf og borðaði með okkur og
hitti þarna ættingja og hafði gaman
af. Þykir mér vænt um að hún
skyldi koma og vera með okkur
kvöldstund. Ég mun alltaf sakna
Gógóar frænku og veit að nú er hún
komin til Eika síns og allra systk-
inanna sem öll eru farin á undan.
Kær kveðja frá strákunum mín-
um Nonna og Denna og þeirra fjöl-
skyldum.
Guð blessi elsku Gógó frænku
mína og fjölskylduna alla.
Læt hér fylgja lítið ljóð eftir
ömmu mína Höllu frá Laugabóli.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi.
Hanna Brynhildur Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við Gógó föður-
systur okkar. Hún var næstyngst
fimm systkina sem ólust upp í Pét-
urshúsi á Hjalteyri og eru þau nú
öll fallin frá. Gógó var afar stolt af
uppruna sínum. Hjalteyri og þá
sérstaklega Péturshús átti sérstak-
an sess í hjarta hennar og þar
dvaldi hún í sumarfríum um árabil.
Þar var hún í essinu sínu standandi
á bryggjunni eða á tanganum með
veiðistöng. Gógó var glæsileg og
skemmtileg kona. Hún var hlátur-
mild, kunni ógrynni af sögum og
vitnaði oft í ömmur sínar sem
bjuggu á heimilinu í æsku hennar.
Hún lét sér annt um okkur syst-
urnar og fjölskyldur okkar og
fylgdist vel með hvað við tókum
okkur fyrir hendur. Milli hennar og
pabba okkar var einstakt systkina-
samband og þótti þeim mjög vænt
hvoru um annað.
Mikill samgangur var milli for-
eldra okkar og Gógóar og Eiríks
fyrr á árum, spilakvöld og veiði-
ferðir auk samveru á Hjalteyri á
sumrin. Ófáum stundum var þar
varið í að gera æskuheimilið upp og
breyta því aftur í íbúðarhús eftir að
það hafði þjónað öðrum tilgangi um
árabil.
Í æsku okkar komu Gógó og Ei-
ríkur ásamt Pétri, Ástríði og Þór-
ólfi til Hjalteyrar á sumrin og
dvöldu þá hjá okkur í Ásgarði. Við
minnumst ferðalaga sem við fórum
í með þeim ásamt foreldrum okkar.
Nokkrar ferðanna eru okkur minn-
isstæðar, holóttir og rykugir vegir,
óþéttir bílar og bílveiki en alltaf
gaman.
Ein okkar minnist ferðar með
eiginmanni sínum til Gran Kanarí
fyrir tíu árum. Þar voru Gógó og
Eiríkur fyrir, þau tóku okkur bók-
staflega upp á sína arma, sýndu
okkur áhugaverðustu staðina, bestu
veitingahúsin og fóru með okkur í
hringferð um eyjuna og miðluðu af
fróðleik sínum frá fyrri ferðum.
Við kveðjum Gógó frænku okkar
með þakklæti og virðingu og send-
um Pétri, Ástríði, Þórólfi og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Þóra, Snjólaug og Valrós
Sigurbjörnsdætur.
Jóhanna
Pétursdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt
á reitinn Senda inn efni á forsíðu
mbl.is og viðeigandi efnisliður val-
inn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt-
ingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birt-
ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda
lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar