Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 ✝ Hermann Guð-jónsson fæddist í Rifshalakoti, Ása- hreppi, Rang- árvallasýslu 22. nóv- ember 1927. Hann lést á Landspít- alanum 24. september 2010. Foreldrar Her- manns voru hjónin Margrét Guðmunds- dóttir, f. 27.9. 1888, d. 25.1. 1980, og Guðjón Einarsson, f. 25.7. 1884, d. 16.7. 1966. Eignuðust þau 13 börn en 10 kom- ust til fullorðinsára. Þau eru Páll, Guðrún, Ólafur, Guðmundur, Guð- ríður, Ragnar, Þórður, Skarphéð- inn og Ágúst. Á lífi eru Guðríður, Þórður og Ágúst. Hermann kvæntist 4. júlí 1953 1994. 2) Haraldur Hafsteinn, f. 1958. 3) Hermann, f. 1961, kvæntur Auði Axelsdóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Finnur Ingi, f. 1984, maki Lilja Smáradóttir, dóttir þeirra er Aníta Karen. Birna, f. 1987, maki Adolf Hannesson, dóttir þeirra er Agla Dís. Andri, f. 1997. 4) Íris Björk, f. 1968, gift Óttari Möll- er, f. 1964, börn þeirra eru Kara Nótt, f. 2000 og Tindri Freyr, f. 2003. Hermann lærði hjá vélsmiðjunni Sindra og útskrifaðist frá Iðnskól- anum sem vélvirki 1951. Árin þar á eftir vann hann hjá Sindra eða þar til hann hóf störf hjá Guðmundi Jónassyni við viðgerðir og akstur hópferðabifreiða. Hermann hóf störf hjá Bræðrunum Ormsson 1959 og starfaði þar til 73 ára ald- urs. Hann hafði yndi af ferðalögum, þó sérlega hálendisferðum, sem hann stundaði ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hermann var jarðsunginn frá Guðríðarkirkju 1. október 2010. Guðlaugu Ágústu Lúðvíksdóttur, f. 9. júlí 1933. Foreldrar hennar voru hjónin Alexía Sesselía Páls- dóttir, f. 25. maí 1900, d. 20 júní 1976, og Lúðvík Sveinn Sig- mundsson, f. 29. júlí 1903, d. 1. janúar 1947. Börn Hermanns og Guðlaugar Ágústu eru: 1) Lúðvík, f. 1954, kvæntur Guð- ríði Arndísi Ingv- arsdóttur, f. 1960. Börn þeirra eru Arnar Ingi, f. 1975, maki Guðleif Nóadóttir, börn hans eru Fanney Lind og Patrekur Örn. Aron Freyr, f. 1979, maki Katrín Þórarinsdóttir, dætur þeirra eru Lena Rún og Klara Sif. Elísabet Inga, f. 1991, og Berglind Rut, f. Elsku pabbi minn. Það er skrítið hvernig þetta er, við erum hjá þér og þú gerir að gamni þínu en næsta dag ertu far- inn frá okkur. Er þá eitthvað til í því sem þú sagðir mér fyrir löngu að allir hafa sinn tíma? Í einfeldni minni hélt ég að ég gæti undirbúið mig undir að þú féllir frá, en nú veit ég að það er ekki hægt. Pabbi var vinur og félagi, hann var fylginn sér og var vinur vinna sinna. Hann vann ötull að sínum markmiðum og við systkinin lærð- um ýmislegt af því. Mig langar til að minnast á lítið brot því það er ógleymanlegt í minningunni. Mamma og pabbi áttu bústað í Borgarfirðinum og í landinu var töluvert stór mýrafláki. Eftir að bú- staðurinn var kominn upp talaði pabbi um að best væri að ræsa fram þennan fláka og nýta landið. Við bræður og litla systir vorum sammála þessu og töldum að best væri að fá vélar til að ræsa og skyldi þetta gert á einni helgi eða svo. En nei, pabbi var ekki alveg sammála þessu því að hann vildi hvorki skemma gróðurinn né landið með vélum og taldi þetta alveg framkvæmanlegt með því að nota skóflur og hjólbörur. Já, já, sögðum við, þá ferð þú bara í þetta, kallinn minn. Að sjálfsögðu fór pabbi að ræsa fram mýrina með eina skóflu og lúnar hjólbörur að vopni, en það skrýtna var að við bræður og litla systir vöndum komur okkar óvenju oft í Borgarfjörðinn þetta sumar og reyndar næstu tvö eða þrjú sumur til taka okkur skóflu í hönd og hjálpa gamla. Þetta sýnir eljuna og seigluna sem þú hafðir. Þegar mýr- in þornaði var gerður kartöflugarð- ur, flöt til að tjalda á, gróðurhús og sitthvað fleira. Svona var pabbi. Traustur og þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur vissi maður að það yrði klárað, kannski ekki á mettíma en maður gat treyst á að verkinu yrði lokið. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku kallinn minn, ég veit að þú ert á góðum stað og í góðum hönd- um. Þinn Hermann. Elsku tengdapabbi, eða pápi minn eins og ég fékk að kalla þig. Mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Ég man enn fyrsta skiptið sem ég hitti ykkur Gullý. Hemmi minn að kynna mig til leiks og það var hellt á könnuna og boðið í kaffi við hringborðið í eldhúsinu í Búðagerðinu. Þær voru síðan ófáar stundirnar sem við áttum við þetta sama borð. Mér var tekið opnum örmum frá fyrstu stund og alltaf fann ég hvað ég var velkomin. Ég gæti skrifað margar blaðsíður með öllum minningunum, yndisleg- um minningum, ég geymi þær í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku pápi minn, takk fyrir að vera svona yndislegur afi barnanna okkar, þau munu sakna þín sárt. Við Hemmi segjum ömmustelpun- um okkar frá langafa, sögur af dugnaði og kannski aðeins af stríðninni, en það var alltaf stutt í hana. Ég kveð þig elsku pápi minn, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Auður. Mig langar að minnast tengda- föður míns hans Hemma, en hann lést á Landspítalanum 24. septem- ber sl. eftir erfið veikindi. Ég kynntist Hemma fyrir 27 ár- um og sá ég strax að hann var mjög sterk persóna, fróðleiksfús, skemmtilegur og mjög gamansam- ur. Hann hreif alltaf alla með sér sem í kringum hann voru. Kynni okkar urðu strax góð, og alltaf var hann boðinn og búinn ef hann gat gert eitthvað fyrir okkur, og taldi það ekki eftir sér, enda maðurinn mjög verklaginn. Alltaf var gott að koma til ykkar Gullýjar og var mikið samband á milli okkar allra. Oft komuð þið í heimsókn og við til ykkar og marg- ur kaffisopinn drukkinn. Spjallað var þá um heima og geima. Þú hafðir sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég mun sakna þess- ara stunda sárt. Þú varst mikill fjölskyldumaður og vildir helst vera nálægt fjöl- skyldunni. Ekki datt mér í hug að þú færir svona fljótt frá okkur. Þú ætlaðir þér alltaf að fara heim af spítalan- um og ekki láta í minni pokann. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, og minning þín mun lifa í hjört- um okkar um góðan mann. Ég bið algóðan guð að styrkja Gullý, sem og okkur öll. Guðríður Arndís. Elsku afi okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðahnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Takk fyrir allar góðu minning- arnar, við munum ætíð geyma þær í hjörtum okkar. Elsku afi, þín verður sárt saknað. Elísabet Inga og Berglind Rut. Elsku afi. Mínar fyrstu minning- ar um þig eru úr sumarbústaðnum. Þú að keyra mig upp um allar sveit- ir í hjólbörunum. Ég ætlaði mér á eftir þér hvort sem það var labb- andi, skríðandi eða rúllandi, svo þú sást að það var einfaldara að skella mér í hjólbörurnar og keyra mig. Þegar við vöknuðum síðan feng- um við okkur súrmjólk með jarð- arberjamauki og horfðum á barna- efnið saman. Síðan gerði amma sérviskur fyrir okkur, þær bestu í bænum. Í hádeginu kúrðum við okkur síðan, enda var best að kúra á bumbunni hans afa og hrjóta í kór. Þegar ég hugsa til þín er mér efst í huga hvað þú varst stríðinn. Þú hafðir svo gaman af því að stríða, en allt meint í góðu. Ef mað- ur varð eitthvað fúll varst þú ekki lengi að taka mig í faðminn og biðj- ast fyrirgefningar. Þegar ég varð ófrísk varst þú svo ánægður fyrir okkar Adolfs hönd, straukst bumbuna mína svo blítt og hlakkaðir til að sjá hvort það mundi verða stelpa eða strákur. Tilhlökk- unin var ekkert minni þó að þetta væri fimmta barnabarnabarnið þitt. Ég vildi að Agla Dís hefði getað kynnst þér betur og hvernig það var að sitja í hlýja faðminum þín- um. Ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur öllum og passa upp á okkur. Þín verður sárt saknað elsku afi. Þú munt alltaf eiga stað í hjört- um okkar. Birna, Adolf og Agla Dís. Nú eftir þetta óvenjulega góða og fallega sumar líður að hausti og þá dimmir skyndilega. Góður maður, Hemmi, mikill vinur okkar hjóna, maðurinn hennar Gullýjar mág- konu, hefur lokið göngu sinni hér á jörð eftir löng veikindi. Það kemur upp í hugann allt mögulegt um okkar kynni (sem allt- af voru góð). Það var alltaf gaman að hitta Gullý og Hemma, þau gáfu mikið af sér og voru alltaf kát og skemmtileg. Þegar maður hugsar mörg ár til baka koma upp í hugann allar okkar ferðir um landið með örverpin okkar, þau alltaf tekin með, bæði í sumar- og vetrarferðir. Hemmi og Gullý áttu í mörg ár sumarbústað í Borgarfirðinum og oft vorum við hjónin búin að koma þangað og gista, ýmist í eina eða tvær nætur. Þá fórum við oft í smá- ferðir yfir daginn okkur til mikillar ánægju og gleði. Hemmi var búinn að keyra mikið um landið og þekkti hverja þúfu og hól. Gullý mín, það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann en ég geymi þær og ylja mér við þær. Elsku Gullý mín. Ég veit að söknuðurinn er mikill en þú ert sterk og dugleg og aftur birtir til á ný. Minningin um góðan mann mun lifa. Ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur og gangi ykkur vel. Þess óskar Valborg Eiríksdóttir. Hermann Guðjónsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækur Dagur Sigurðarson Hlutabréf í sólarlaginnu, Milljónaævintýrið, Hunda- bærinn, Níðstöng hin meiri, Rógmálmur og grásilfur, Frumskógardrottningin, Fyrir Laugavegsgos, Sólskinsfífl, Drepa drepa. Flestar áritaðar. Seljast dýrt. Upplýsingar í síma 898 9475. Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Geymslur Vetrargeymslur Geymdu gullin þín í Gónhól. Húsbílinn, hjólhýsið, bátinn o.fl. Upplýsingar í síma 771 1936 Skráning: gonholl.is Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Tómstundir Öflugir fjarstýrðir bílar í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600 www.tomstundahusid.is Til sölu Evrur til sölu 5% yfir seðlagengi. Sími 857 6711. Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Þythokkíborð 5 fet. Verð 28.500 m/vsk www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. Byggingavörur Fulningahurðir og franskar innihurðir. Kirsuber. Tilboð kr. 39.900 pr. stk. Spónasalan ehf. Smiðjuvegur 40 s. 567 5550 Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bátar Haustútsala vikuna 11.-16. október !!! Allt að 70% afsláttur. ATH. opið frá 17:30- 20:00 eftirmiðdag, 10-14 laugardag. Gúmmíbátar & Gallar, s. 571 1020, Askalind 7, 201 Kópavogur. www.gummibatar.is Seljum síðustu björgunarbáta sumarsins: ISO 9650 4man í hylki var 249.900 nú 169.900 1stk., G-raft 4man hylki var 179.900 nú 129.900 kr. 1stk., G-raft í tösku var 159.900 nú 119.900 kr. 3 stk. Gúmmíbátar & Gallar S. 5711020 www.gummibatar.is Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Byssur HAGLABYSSUR og SKOT Vorum að fá sendingu af byssum og skotum á frábæru verði. Sportvörugerðin hf. www. sportveidi.is. Bílaþjónusta                       !       "                        atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.