Morgunblaðið - 12.10.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.10.2010, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Ragnar er hættur að stækka 2. Ísland á EM eftir sigur á Skotum 3. Fannst meðvitundarlaus í tanki 4. Ráðist á stúlku í Laugardal »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun gefur Bloodgroup út síð- ustu plötu sína, Dry Land, á vínyl. Hún kom út á geisladisk í desember á síðasta ári. Öllum seldum eintökum fylgir kóði svo hægt sé að nálgast stafrænt niðurhal af lögunum. Morgunblaðið/Jakob Fannar Þurrt land komið á ví- nyl með kóða á netið  Kvikmyndasafn Íslands sýnir í ár nokkrar af þekktustu myndum Al- freds Hitchcocks. Á morgun mun Psycho verða sýnd í Bæjarbíóinu í Hafnarfirði klukkan 20:00 en það er ein frægasta mynd hans. Um spennumynd er að ræða sem fjallar um sérkennilegt og ástríðufullt samband Bates-mæðg- inanna. Mæðginin og hryll- ingssamband þeirra  Í kvöld og ann- að kvöld verða haldnir raf- tónleikar á Fak- torý þar sem brautryðjendur í tilraunakenndri tónlist á Íslandi leika. Finnbogi Pétursson mun spila en einnig mun troða upp danska hljómsveitin Selvhenter sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir framsæknar tónsmíðar. Tilraunakenndir tónleikar á Faktorý Á miðvikudag Suðvestan 3-8 m/s, en sunnan 8-13 við vesturströndina. Dálítil væta öðru hverju, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 6 til 13 stig. Á fimmtudag Suðvestanátt og skúrir, einkum SV-lands. Hiti 5 til 10 stig. Á föstudag og laugardag Suðlæg átt og vætusamt. Lítil úrkoma NA-lands. Milt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil væta, en skýjað með köflum og þurrt á austanverðu landinu. Hiti 5 til 13 stig að deginum. VEÐUR Þrír leikir fóru fram í úrvals- deild karla í körfuknattleik í gær. Íslandsmeistaralið Snæ- fells lagði Keflavík á heima- velli en þessi lið mættust í úrslitum Íslandsmótsins í vor. Nýliðar Hauka byrja tímabilið af krafti og liðið hefur unnið báða leiki sína, en Tindastóll tapaði gegn Haukum. ÍR-ingar hafa tapað báðum leikjum sínum en Njarðvík hafði betur gegn ÍR í gær. »4 Íslandsmeistararnir unnu Keflavík Íslenska landsliðskonan í körfuknatt- leik, Helena Sverrisdóttir, er ein af aðeins 30 leikmönnum í bandaríska kvennaháskólaboltanum sem til- nefndir eru til hinna eftirsóttu John R. Wooden- verðlauna. »4 Helena Sverrisdóttir tilnefnd til verðlauna Portúgalskir blaðamenn virtust vera þess fullvissir í gær að Íslend- ingar muni setja svokallaðan „yfir- frakka“ á Cristiano Ronaldo þegar Ísland og Portúgal eigast við í und- ankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki ætla að grípa til slíkra ráða. »1 Ólafur setur ekki „yf- irfrakka“ á Ronaldo ÍÞRÓTTIR Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is „Í dag eru Þingvellir einn fjölsótt- asti ferðamannastaður landsins og eftir að Hótel Valhöll brann sár- vantar þjónustu á svæðinu. Það má segja að þetta hafi verið kveikjan,“ segir Ólafur M. Finnsson um meistaraverkefni sitt „Nature Cult- ure Crash“ sem hann vann ásamt Grími Víkingi Magnússyni við Arki- tektaskólann í Árósum. Þeir fé- lagar hönnuðu nútímahótel á Þing- völlum og vonast til að verkefnið ýti undir umræðuna um framtíð staðarins. Áhrifamikill ráðstefnusalur Ásýnd byggingarinnar er túlkun Ólafs og Gríms á bergmyndunum í Almannagjá, en klæðningin er ómeðhöndlaður viður sem gránar með tímanum og fellur þar af leið- andi inn í litaflóru Þingvalla. Í hönnunarferlinu lögðu þeir sér- staka áherslu á að tengja innra rými byggingarinnar við náttúruna þannig að gestir hefðu ávallt teng- ingu við umhverfið. Á hótelinu er að finna allt frá eins manns herbergjum upp í for- setasvítur, veitingastað með útsýni yfir Þingvallasvæðið og síðast en ekki síst glæsilegan ráðstefnusal sem hefur tengingu inn í Almanna- gjá þar sem klettaveggurinn mætir gestum. „Hugmyndin er fengin frá því að Alþingi var sett og lögin voru lesin upp fyrir landann. Sá sem er við ræðupúltið er með klettana í baksýn og svo eru það klettarnir sem kasta hljóðinu til áhorfenda, líkt og forðum.“ Hvað verður um svæðið? Ólafur segir allflesta Íslendinga hafa taugar til Þingvalla og því sé mikilvægt að byggingin sé opin öll- um sem heimsækja staðinn. „Hótelið yrði opið almenningi á þeim tíma sem upplýsingamiðstöðin væri opin. Þá væri hægt að ganga í gegnum klettinn yfir gjána og á þak hússins, sem er eins konar fimmta hliðin, en þaðan fæst útsýni alveg 360 gráður.“ Ólafur og Grímur hafa ekki enn kynnt verkefnið hér heima en að- spurður segist Ólafur hafa mikinn áhuga á að vita hvað verði um það svæði sem Valhöll stóð á og stingur í sömu andrá upp á því að haldin verði hugmyndasamkeppni. „Það bráðvantar samkeppni heima því í krísunni þurrkaðist arkitektamarkaðurinn út í einu vet- fangi. Þetta væri upplagt verkefni fyrir atvinnulausa arkitekta.“ Nánari upplýsingar um verkefni Ólafs og Gríms má finna á heima- síðum þeirra: grimarkitekt.me og finnsson.info. Glæsihótel á Þingvöllum  Meistaraverk- efni tveggja ungra arkitekta Aðlagast umhverfinu Ásýnd byggingarinnar er túlkun Ólafs og Gríms á bergmyndunum í Almannagjá, en klæðn- ingin er ómeðhöndlaður viður sem gránar með tímanum og fellur vel að litaflóru Þingvalla. Arkitektar Grímur Víkingur Magnússon og Ólafur M. Finnsson unnu að þessu sameiginlega meistaraverkefni við Arkitektaskólann í Árósum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.