Morgunblaðið - 12.10.2010, Page 18

Morgunblaðið - 12.10.2010, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Ég trúði vart mín- um eigin eyrum þegar fjárlagafrumvarp „vel- ferðarstjórnarinnar“ var kynnt sl. föstudag. Gat verið að heilbrigð- iskerfið væri einungis ætlað Reykvíkingum, var líf og heilsa íbúa á landsbyggðinni á ein- hvern hátt minna virði? Hver er eig- inlega hugsunin hjá ráðamönnum þegar svona ákvarð- anir eru teknar og hvernig í ósköp- unum eru þær teknar? Sú vanvirð- ing sem íbúum landsbyggðarinnar er sýnd með þessu útspili heilbrigð- isráðherra er yfirgengileg. Heilbrigðisstofnun Suðurlands og önnur landsbyggðarsjúkra- hús hafa um árabil set- ið undir stöðgum áróðri um óhagkvæma og gagnslitla sjúkra- húsþjónustu af hendi yfirvalda þrátt fyrir að ítrekað hafi verið sýnt fram á að þessi sjúkra- hús eru einmitt hag- kvæmar rekstrarein- ingar og veita afbragðsþjónustu. Ég er yfirhjúkr- unarfræðingur á heilsugæslustöð Selfoss sem er ein af átta heilsu- gæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Undanfarin ár höfum við á stofnuninni skorið niður allt sem hægt er. Við erum löngu búin með alla fitu, vöðvarnir eru orðnir rýrir og varla nokkuð eftir nema beinahrúgan. Starfsfólk hefur verið einhuga um að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að þjónusta við íbúa skerðist. Þeir sem starfa við heilsugæslu úti á landi vita hvers virði góð sjúkradeild er. Sjúkradeildir eru órjúfanlegur hlekkur í starfsemi heilsugæslustöðva. Við búum ekki við þann munað að geta veitt heimahjúkrun allan sólarhringinn, það hefur aldrei verið veitt fjárveit- ing í slíkan lúxus á landsbyggðinni, bara í Reykjavík. Um 18% af skjólstæðingum heimahjúkrunar heilsugæslunnar á Selfossi leggjast reglulega inn á sjúkradeild Hsu vegna veikinda. Ef þjónustu hennar nyti ekki við gætu þessir skjólstæðingar okkar ekki búið heima, þeir væru löngu komnir inn í hjúkrunarrými, það er að segja ef rýmin væru til. Við skulum ekki láta okkur dreyma um að Landspítalinn geti tekið við þessum skjólstæðingum okkar og leyft þeim að jafna sig fyrir heimferð. Það er vert að hafa í huga að í heil- brigðisumdæmi Suðurlands bíða nú 29 einstaklingar eftir hjúrk- unarrými. Að leggja niður sjúkradeildir á landsbyggðinni er ekki raunhæfur kostur, hugmyndin er illa ígrunduð og kemur ekki til með að skila þeim sparnaði sem til stóð. Það þyrfti að efla heimahjúkrun gríðarlega, sól- arhringsþjónusta yrði að vera í boði um allt land, nægt starfsfólk yrði að vera starfandi til að geta farið mörgum sinnum á sólarhring í vitj- anir. Ekki má gleyma að fjarlægðir í eina heimsókn geta verið 200 km eða lengri. Aðstandendur yrðu að sjá um sinn veika ættingja á milli vitjana og við vitum öll að slíkt er ekki á færi þeirra eins og staðan er í dag. Það hafa því miður fáir efni á að taka sér frí frá störfum. Með þessum gjörningi er gróf- lega vegið að grunnstoðum sam- félagsins og er heilsu og öryggi íbúa svæðisins stefnt í stórfellda hættu, við slíkt verður ekki unað. Skora ég á heilbrigðisráðherra að fara yfir áformin aftur og þá í samvinnu við fagfólk og stjórn- endur stofnananna svo óbæt- anlegur skaði hljótist ekki af verkn- aði þessum. Er heilbrigðisþjónusta Íslendinga komin á vonarvöl? Eftir Unni Þormóðsdóttur »Undanfarin ár hefur verið skorið stíft nið- ur. Við erum löngu búin með alla fitu, vöðvarnir eru orðnir rýrir og varla nokkuð eftir nema beinahrúgan. Unnur Þormóðsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Nú hef ég eins og margir aðrir verið að velta fyrir mér vænt- anlegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, hann kemur illa við mig eins og marga aðra. Í dag bý ég á Austurlandi en er fædd og uppalin á Sel- fossi. Þegar ég fædd- ist var nefnilega tekið á móti börnum á Sjúkrahúsi Suðurlands. Nú blasir það við að sá náttúrulega eðlilegi atburður sem barnsfæðing er, sé orðinn lúxus þeirra sem búa á höf- uðborgarsvæðinu, svona eins og að kíkja í tónleikahúsið eða óperuna. Þetta er þó löngu orðin staðreynd á Austurlandi og mín skoðun er sú að frekar þyrfti að bæta þjónustuna en skera hana niður. Á Austurlandi er þetta nefnilega alls ekki einfalt mál – að fæða barn. Reyndar er hægt að segja að þetta sé orðið að einskonar vísindum, fólk má helst ekki eignast barn yfir vetrarmánuðina og þarf að reyna að sneiða framhjá sumarfríum hina mánuðina. Í dag er fæðingardeild fjórðungs- ins staðsett á Neskaupstað í Norð- firði. Fyrir þá sem ekki þekkja til þýðir þetta að fyrir þá sem búa ut- an þess byggðarkjarna á Austur- landi þarf að minnsta kosti að fara yfir einn, ég myndi segja ansi háan, fjallveg. Gömlu einbreiðu göngin í Oddskarði eru í 632 metra hæð yfir sjávarmáli – þetta er eina aðkoman að sjúkrahúsinu á Austurlandi. Við skulum svo ekki gleyma því að þessi eini fjallvegur er aðeins fyrir þá sem eru svo heppnir að búa við sjávarsíðuna í Fjarðabyggð, Breið- dalsvík og Djúpavogi – þrátt fyrir að það sé kannski hálf raunalegt að kalla þetta heppni þar sem vega- lengdirnar eru ærnar. En kíkjum á „fæðingarleiðirnar“ fyrir restina af Austurlandi. Næsti bær við Fjarða- byggð er Egilsstaðir. Til að komast á fæðingardeild frá Egilsstöðum bætist við annar, þó aðeins lægri, fjallvegur. Fagridalur er í „aðeins“ 350 metrum yfir sjávarmáli. Til samanburðar má nefna að Hellis- heiði sú sem liggur á milli Reykja- víkur og Selfoss er í 374 metrum yfir sjávarmáli. Ekki vandamálið, vegalengdin orðin 70 km þegar nú er komið við sögu og tveir fjall- vegir. Næsti bær við er svo Seyð- isfjörður, ég segi nú bara Guð hjálpi þeim sem dettur í hug að reyna að koma barni í heiminn frá þeim bæ að vetri til. Hjá þeim byrjar ferðin á spítalann á Fjarð- arheiðinni, 620 metra yfir sjávarmáli og hálf- gert veðravíti. Eftir hana eru Seyðfirðingar nánast komnir á Egils- staði og renna því sömu leið og hér- aðsbúar sem leið ligg- ur á Neskaupstað. Svipað gildir um þá sem búa á Borgarfirði eystri. Yfir Vatnsskarð eystra, 431 metra yfir sjávarmáli, leggja Borgfirðingar leið sína og eftir það eru um 70 km að Egils- stöðum á malarvegi að mestu leyti auk annarra 70 km að Neskaup- stað. Vopnfirðingar eru að sama skapi óraveg í burtu og leggja því ekki einu sinni í það að sækja sína þjónustu á Neskaupstað heldur bruna í mun betri þjónustu á Ak- ureyri. Já, það er ekki fyrir neinar veimiltítur að eignast barn á Aust- urlandi. Guð forði fólki svo frá því að fæðingin sjálf gangi illa því þá þarf að bruna 70 km yfir tvo fjall- vegi á Egilsstaði frá Neskaupstað og fljúga í klukkutíma til Reykja- víkur. Það er alls ekki að ástæðulausu að margir þeir Austfirðingar sem eiga von á barni yfir vetrarmán- uðina hreinlega drífi sig suður til Reykjavíkur eða norður á Akureyri og bíði þar allt upp í mánuð eftir að barnið komi í heiminn. Það getur jú verið um líf og dauða að tefla, en það eru því miður ekki allir svo heppnir að hafa kost á því. Myndu borgarbúar sætta sig við það að eyða mánuði af fæðingarorlofi, jafn- vel beggja foreldra, í kostn- aðarsamri bið eftir barninu? Á fólk- ið sem byggir landsbyggðina ekki betra skilið? Þú átt að geta eignast þitt barn á þínu heimasvæði án ótta við að komast ekki á sjúkrahús vegna manneklu eða hreinlega veð- urs. Án ótta við það að barnið komi skaddað frá fæðingu eða lífvana. Er með væntanlegum nið- urskurði verið að verðleggja líf? Hvernig verðmetur maður líf? Eftir Ingigerði Erlingsdóttur »Nú blasir það við að barnsfæðingar séu orðinn lúxus þeirra sem búa á höfuðborgarsvæð- inu. Þyrfti ekki frekar að bæta þjónustuna en skera hana niður? Ingigerður Erlingsdóttir Höfundur er verkfræðingur. Nú er að verða kom- ið hálft ár frá kosn- ingum og enn er allt í lamasessi hér á Álfta- nesi þrátt fyrir stór- karlalegar yfirlýsingar núverandi meirihluta, þ.e. sjálfstæðismanna og pólitískra viðhengja þeirra í Fiðrilda- framboðinu og Framsóknarflokknum eftir kosningar. Menn voru svo bjartsýnir um framgang mála að það var ekki einu sinni gerð fjárhags- áætlun fyrir árið 2011. Nú í byrjun október er ekki að sjá að neitt bóli á sameiningu við önnur sveitarfélög og reyndar virðast engar viðræður fara fram utan einhverra óljósra þreifinga við Garðabæ. Engin samn- ingsmarkmið hafa verið kynnt. Eng- ar tilkynningar um gang mála hafa sést á heimasíðu sveitarfélagsins. Af hverju eru menn að laumupokast svona? Á síðasta bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 29.9. eftir gott sumarfrí voru sameiningarmál ekki einu sinni á dagskrá. Hvað á það að þýða? Á fundum með starfsfólki sitja bæjar- fulltrúar eins og verstu lúpur og setja upp mildan og mæðulegan svip og segjast skilja en hafa engin svör. Sitja kjörnir fulltrúar með hendur í skauti og bíða eftir að hlutirnir ger- ist af sjálfu sér eða er oddviti sjálf- stæðismanna einfaldlega of upptek- inn við að sækja um bæjarstjóra- störf í öðrum sveitarfélögum til að geta fylgt málum eftir? Af hverju hefur ekkert verið rætt við borgar- yfirvöld í Reykjavík sem þó lýstu yf- ir sérstökum vilja til að kanna sam- einingarmál við Álftanes í vor? Margir skemmtilegir möguleikar myndu augljóslega opnast við slíka sameiningu bæði gagnvart Reykvík- ingum og Álftnesingum. Sú stóraukna skattheimta sem sjálfstæðismenn standa fyrir hérna á Álftanesinu umfram það sem aðrir landsmenn mega þola er farin að bíta allhressilega, margir sem geta farið, fara. Aðrir þreyja þorrann bundnir í átthagafjötra. Verst stend- ur barnafólkið: Máltíð fyrir nema í Álftanesskóla kostar nú 468 kr. Í Hafnarfirði kost- ar máltíðin 272 kr. og í Reykjanesbæ 242 kr. og í Reykjavík kostar mat- urinn víðast 250 kr. svo dæmi séu tekin. Engin niðurgreiðsla er í tónlistar- nám eða aðrar tómstundir barna og unglinga. Tónlistarnám fyrir grunn- skólanema í Tónlistarskóla Álfta- ness kostar 84.000 yfir veturinn fyrir tvær 25 mín. kennslustundir á viku (sem hafa verið styttar úr 30 mín- útum frá síðasta skólaári). Engin frístundakort eru eins og þekkist í nágrannasveitarfélögunum og forráðamenn barna sem stunda íþróttir eða tómstundir utan Álfta- ness þurfa að greiða það að fullu án styrks eða niðurgreiðslu frá sveitar- félaginu og sem dæmi má nefna að fimleikaástundun 7 ára nemanda í íþróttafélagi í Hafnarfirði kostar um 90.000 kr. yfir skólaárið. Aðgerðaleysi, skortur á framtíð- arsýn og doði er það sem íbúar Álftaness þurfa síst á að halda um þessar mundir og því skorum við á bæjaryfirvöld að reka af sér slyðru- orðið og láta verkin tala. Það er dýrt að búa á Álftanesi Eftir Tuma Kol- beinsson og Elsu Báru Traustadóttur »Máltíð fyrir nema í Álftanesskóla kostar nú 468 kr. Í Hafnarfirði kostar máltíðin 272 kr. og í Reykjanesbæ 242 kr. Elsa Bára Traustadóttir Tumi er kennari en Elsa Bára er sálfræðingur. Þau eru foreldrar og búa á Álftanesi. Tumi Kolbeinsson Mikil viðbrögð voru við haust- jafndægragátunni og þakkar Morg- unblaðið þátttökuna. Rétt lausn á gátunni er: Lifnar einstakt litaraft löturhægt í friði og spekt. Eftirtekt er allt sem þarft undravert í tómsins nekt. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Ingibjörg Eiríksdóttir, Skarðshlíð 6i, 603 Akureyri, fær bókina Sögu- staðir – í fótspor W.G. Collingwoods eftir Einar Fal Ingólfsson, Finnur Sturluson, Starengi 54, 112 Reykja- vík, fær bókina Á vígvelli siðmenn- ingar eftir Matthías Johannessen og Dóra Magnúsdóttir, Gnitakór 6, 203 Kópavogi, fær bókina Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Vinningshafar geta vitjað bókanna í afgreiðslu Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Lausn Haustjafndægragátu Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir Íslandsmeistarar Um helgina var fór fram Íslands- mót kvenna í tvímenningi. Þátttakan var fremur dræm eða 17 pör. Anna Ívarsdóttir og Guðrún Ósk- arsdóttir unnu mótið sannfærandi en þær tóku forystuna um miðbik móts. Lokastaðan í %: Anna Ívarsd. og Guðrún Óskarsd. 59,2 Alda Guðnad. og Stefanía Sigurbjörnsd. 56,8 Erla Sigurjónsd. og Dóra Axelsd. 54,9 Bryndís Þorsteinsd. – María Haraldsd. 54,7 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 8. október var spilað á 14 borðum.Úrslit urðu þessi í N/S Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimarsson 354 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 351 Ragnar Björnss. – Pétur Antonsson 349 Magnús Halldórss. – Björn Árnason 342 A/V Skarphéðinn Lýðss. – Eiríkur Eiríkss. 408 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 363 Skúli Bjarnason – Nanna Eiríksd. 346 Þorvaldur Þorgrss. – Kristín Jóhannsd. 339 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.