Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 ✝ RagnheiðurValdemarsdóttir fæddist á Möðruvöll- um í Eyjafirði 2. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Reykjavík, 5. október 2010. Hún var dóttir hjónanna Valdemars Pálssonar frá Vatnsenda í Eyjafirði, bónda og hreppstjóra á Möðru- völlum í Eyjafirði, f. 11. júní 1889, d. 21. desember 1970, og Guðrúnar Jónasdóttur frá Hólum í Eyjafirði, f. 9. ágúst 1886, d. 4. nóvember 1955. Systkini Ragn- heiðar: Jóhann, f. 22. júní 1911, d. 3. september 2004, Ásgerður, f. 16. maí 1914, d. 6. desember 1926, og Ásgeir, f. 11. september 1926. Hinn 23. maí 1942 giftist Ragn- heiður Ragnari Ólasyni, efna- verkfræðingi og verksmiðjustjóra á Akureyri, f. 1. júní 1912 á Bakka í Kelduhverfi, d. 27. júlí 1990. Hann var sonur hjónanna Óla Guðmundar Árnasonar, bónda á Bakka, f. 9. nóvember 1880, d. 23. desember 1960, og ingur, f. 12. júní 1948. Eiginkona hans er Ingibjörg Marinósdóttir, húsmóðir, f. 1. maí 1950. Börn þeirra eru Ragnar, f. 11. júlí 1972, Marinó, f. 5. júlí 1975, Inga Lára, f. 6. mars 1979, og Þórdís, f. 12. júlí 1983. 4) Árni, verkfræð- ingur, f. 9. júlí 1952. Eiginkona hans er Ásrún Guðmundsdóttir, leikskólasérkennari, f. 28. ágúst 1954. Börn þeirra eru Laufey, f. 11. september 1980, Heiðar, f. 3. janúar 1982, Ingvar, f. 15. júlí 1986 og Gauti, f. 23. júlí 1988. 5) Guðrún, geislafræðingur, f. 23. mars 1962. Eiginmaður hennar er Valdimar Einisson, rafeindavirki, f. 4. desember 1960. Börn þeirra eru Ragnheiður, f. 2. mars 1982, Arnór, f. 28. júní 1993, og Elva Kristín, f. 22. september 1995. Barnabarnabörn Ragnheiðar eru 22 talsins. Ragnheiður ólst upp á Möðru- völlum en fluttist til Akureyrar fyrir tvítugt og vann við versl- unarstörf hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Hún stundaði einnig nám við Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði fyrri hluta ársins 1942. Eftir að hún giftist var hún húsmóðir á stóru og gestkvæmu heimili. Hún tók virkan þátt í starfi Inner Wheel samtakanna á Akureyri og sat í stjórn þeirra um tíma. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. októ- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Gunnþóru Mar- grétar Þórarins- dóttur, f. 11. mars 1881, d. 21. júlí 1963. Systkini Ragn- ars: Sigurveig Guðný, f. 16. októ- ber 1905, d. 20. febrúar 1984, Jón, f. 7. desember 1910, d. 12. ágúst 1994, og Gunnar, f. 29. jan- úar 1925, d. 29. júlí 1991. Börn Ragnheiðar og Ragnars eru fimm: 1) Valdemar, f. 9 apríl 1943. Sambýliskona hans er Maria Liisa Kajo, húsmóðir, f. 8. ágúst 1939. Börn Valdemars og fyrri konu hans, Sirkku Anneli Monter, f. 25. júlí 1938, eru Anitta, f. 18. maí 1966, Ragnheið- ur, f. 23. maí 1971, Brynjólfur, f. 30. júní 1973, og Arinbjörn, f. 7. mars 1978. 2) Ásgerður, kennari, f. 30. mars 1946. Eiginmaður hennar er Gunnar Eydal, lög- fræðingur, f. 1. nóvember 1943. Börn þeirra eru Ragna Björk, f. 16. febrúar 1966, Hjördís, f. 3 maí 1967, og Gunnar Páll, f. 22. febr- úar 1974. 3) Óli Þór, lyfjafræð- Elsku hjartans mamma mín. Hér koma nokkur fátækleg orð sem að- eins ná að lýsa broti af öllum þeim góðu tilfinningum og því þakklæti sem ég ber í brjósti fyrir að hafa átt bestu mömmuna og bestu vinkon- una í öllum heiminum. Vinkonur mínar hændust að þér og eiga sínar góðu minningar um stundir nálægt þér enda voru þær alltaf velkomnar í Byggðaveginn og fengu bæði mat og gistingu ef svo bar undir. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir okk- ur. Þú bakaðir, föndraðir, prjónaðir og saumaðir með okkur. Þú áttir auðvelt með að smita okkur af dugnaði þínum og lífsgleði. Þú varst alltaf svo jákvæð og kenndir mér að sjá alltaf jákvæðu hliðarnar á mál- unum. Þú kenndir mér líka að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til og það er mikils virði í lífinu. Við vorum alla tíð góðar vinkon- ur, mamma mín, og það sem við gát- um endalaust talað saman og sagt hvor annarri okkar leyndustu hugs- anir. Jafnvel á unglingsárunum gat ég deilt með þér gleði og sorg. Þeg- ar mig langaði að kaupa mér ein- hvern óþarfa og spurði þig ráða þá var svarið iðulega: „Já, ég myndi kaupa þetta ef ég væri ung.“ Þá gat ég með góðri samvisku látið ým- islegt eftir mér án þess að sjá eftir því. Gjafmildi þín var einstök. Það eru ófá fötin sem þú saumaðir og prjón- aðir af hlýju á mig og börnin mín. Allar kræsingarnar sem þú færðir okkur eftir að þú fluttir suður. Þú varst alltaf tilbúin að passa börnin mín. Einhvern veginn settir þú hjálp þína þannig fram eins og þú værir að fá börnin lánuð til að njóta þeirra. Það var eins og þetta væri þér engin byrði, aðeins gleði. Alveg eins og öll þín umhyggja gagnvart öllum var veitt með brosi og ánægju. Þið pabbi hugsuðuð alltaf fyrst og fremst um aðra. Þið voruð einstaklega samhent hjón. Þú varst ekki bara góð og gefandi við mig. Þú hugsaðir vel um alla. Stóru fjöl- skylduna þína, vini þína og alla þína samferðarmenn. Enda löðuðuð þið pabbi til ykkar stóran vinahóp og oft var glatt á hjalla í Byggðavegi 89. Þegar þú fluttir til Reykjavíkur, eftir að pabbi dó, þá fannst mér mjög erfitt að missa húsið okkar í Byggðaveginum. En raunin varð sú að þú bara fluttir Byggðavegsand- ann inn í litlu fallegu íbúðina þína í Hæðargarðinum. Þú skapaðir svo hlýlegt heimili þar og laðaðir að þér börnin þín, barnabörnin og barna- barnabörnin, þannig að gestagang- ur þar var mikill og mikið líf og fjör. Alltaf var nóg að borða, gleymum því ekki! Seinustu árin hafa verið þér bið, mamma mín. Það var mér mikill og sár missir þegar við hætt- um að geta deilt gleði okkar og sorg. Ófá skipti á leið heim úr vinnu und- anfarin ár hefur gripið mig óend- anleg þörf fyrir að koma við hjá þér, ýmist til að sýna þér eitthvað eða segja þér frá einhverju. Nú ertu loksins búin að fá hvíld- ina þína, elsku mamma mín, og komin til pabba. Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir að hafa átt ykk- ur sem foreldra. Lífið verður fátæk- legra án þín en góðu minningarnar hlýja mér þar til við hittumst aftur. Þakka þér fyrir allt, elsku besta mamma mín. Þín, Guðrún. Tengdamóðir mín, Ragnheiður Valdemarsdóttir, er fallin frá á 92. aldursári. Þegar ég kynntist Rögnu fyrir rúmum þrjátíu árum tók hún mér opnum örmum. Hún var alla tíð yndisleg tengdamamma og í huga barnanna okkar Árna besta amma í heimi. Það var alltaf jafn notalegt að koma til Rögnu, hvort sem var í Byggðaveginn á Akureyri eða í Hæðargarðinn eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Þau voru ófá jólin sem við fjöl- skyldan komum heim frá Noregi meðan við bjuggum þar og fengum gistingu í Byggðaveginum. Rögnu og Ragnari fannst alltaf sjálfsagt að við héldum til hjá þeim þótt oft væri margt um manninn, bæði á sumrin og á stórhátíðum. Ragna var mikil húsmóðir og einstaklega gestrisin. Þess nutum við fjölskyldan í ríkum mæli. Ragna hafði yndi af því að hafa okkur öll í kringum sig og það var alltaf pláss í Byggðaveginum fyrir alla. Öll börnin okkar Árna eru skírð í Byggðaveginum og auðvitað var það fyrst og fremst tengda- mamma sem sá um veitingarnar og annan undirbúning. Þegar börnin stækkuðu varð það venja þegar fór að vora að afi og amma byðu þeim að koma norður og dvelja hjá sér um tíma. Þá var gjarnan farið á sundnámskeið og gert margt skemmtilegt sem ekki var í boði fyr- ir sunnan. Ragna var mjög flink í höndunum og hafði gaman af hannyrðum eins og margar fallegar flíkur sem hún gaf okkur bera vitni um. Ég man ekki eftir henni öðruvísi en með ein- hver slík verkefni í gangi á meðan heilsan leyfði. Margt af því sem hún gerði geymum við vel til minningar um frábæra mömmu, ömmu og tengdamömmu. Við áttum þess kost að fara í nokkur ferðalög með tengdaforeldr- um mínum, bæði hérlendis og er- lendis. Meðal annars komu þau hjónin í heimsóknir til okkar á með- an við bjuggum í Noregi. Mér er sérstaklega minnisstæð ánægjuleg ferð sem við fórum saman um Nor- eg og Svíþjóð fyrir mörgum árum. Mér þótti mjög vænt um Rögnu, hún hafði þægilega nærveru og ég bar mikla virðingu fyrir henni. Ég held að það hafi verið gagnkvæmt, þó svo að henni fyndist tengdadótt- irin eflaust ansi stjórnsöm og með ákveðnar skoðanir á hlutunum. Í sinni hógværð vildi hún þó ekki hafa stór orð um þetta, sagði að ég væri ekki frek, bara ákveðin. Elsku Ragna. Ég þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú hefur gefið okkur. Hvíl í friði. Ásrún Guðmundsdóttir. Hún amma mín, Ragnheiður Valdemarsdóttir, lést á Skjóli þriðjudaginn 5. október. Þar hafði hún dvalið síðastliðin þrjú ár og starfsfólkið hugsað vel um hana. Þar á undan bjó hún í Hæðargarði í 16 ár. Þangað kom maður oft, alltaf tekið mjög vel á móti manni og gert vel við mann í veitingum. Hún var alltaf tilbúin með ís og gos. Alla tíð lagði amma mikið upp úr því að gera vel við gesti sína. Ég man fyrst eftir ömmu og afa heima í Byggðavegi. Þar var mjög gest- kvæmt og þau höfðu marga leigj- endur. Allir, sem verið höfðu hjá þeim, töluðu um hvað þau væru yndisleg og gestrisin. Þarna dvaldi ég oft alveg frá því ég var smábarn og alltaf hugsað vel um mig. Amma hafði alla þræði heimilisins í hendi sér og heimilið var stórt. Fyrst fimm börn og svo bættust við barnabörnin sem voru oft í heim- sókn og enn eru að bætast við af- komendur sem eru orðnir fleiri en ég hef tölu á. Stórfjölskyldan kom saman í Byggðavegi þegar voru stórhátíðir eða aðrir viðburðir. Þá var amma alltaf síðust niður að sofa og svo langfyrst upp að morgni, tilbúin að taka á móti fólki í morg- unmat. Enginn vissi nákvæmlega hvað hún þurfti mikinn svefn en mig grunar að það hafi verið helmingi minna en aðrir. En nú fær hún að hvílast eftir að hafa lifað stórkost- lega ævi í 91 ár. Hún hittir á ný afa sem hefur beðið hennar í 20 ár. Að leiðarlokum vil ég fá að kveðja ömmu. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þú varst alltaf svo góð við okk- ur. Alla mína ævi hefur þú verið til staðar, en nú skiljast leiðir. Við biðj- um góðan Guð að blessa þig og geyma og munum alltaf muna eftir þér. Ragnar, Soffía, Alda Lára og Matthías Marinó. Elsku besta amma mín. Mikið á ég margar góðar minningar um þig elsku amma mín. Þú varst stórkost- leg kona, alltaf svo vel til höfð og ætíð til fyrirmyndar í einu og öllu. Þegar litið er yfir farinn veg koma ótal minningar upp í hugann um þig og þann tíma sem þú varst hjá okkur. Minningar æskuáranna litast fyrst og fremst af yndislegum sumrum og stórhátíðum í Byggða- veginum með þér og afa. Það var alltaf mikil gleði þegar við frændsystkinin vorum við leik í garðinum og reglulega kallaðir þú á okkur inn í nýbakað ömmuvínar- brauð, kleinur, pönnukökur eða lummur. Einnig var það ósjaldan sem við krakkarnir komum glorsolt- in til þín ýmist eftir sundferð eða göngutúr með afa í Lystigarðinn. Hæfileikar þínir voru ekki ein- ungis bundnir við eldhúsið því þú varst mikil handavinnukona og það eru mörg falleg verk sem þú skilur eftir þig. Það er mér minnisstætt þegar þú sast hjá mér í aftursætinu á milli Akureyrar og Reykjavíkur og þuld- ir upp bæjarnöfn og kennileiti alla leiðina og sagðir mér frá þínum fyrstu ferðum suður, það má með sanni segja að þú hafir lifað tímana tvenna. Það er svo ótal margt sem þú kenndir mér sem ég ætla að kenna dætrum mínum. Ég raula oft vísuna fyrir Guðrúnu Margréti sem þú söngst fyrir mig þegar ég var lítil skotta um Gunnu litlu á berjamó og þá ferðast ég í huganum mörg ár aftur í tímann og kúri í fanginu þínu í Byggðavegi. Heppin vorum við að fá þig suður eftir að afi dó. Það var auðvitað al- gjör draumur að hafa þig í hverfinu okkar og geta alltaf kíkt til þín og leitað ráða eða bara spjallað um lífið og tilveruna. Aldrei fór neinn svang- ur frá þér, þrátt fyrir að vera kannski nýbúin að borða þá tókstu ekki annað í mál en að gefa gestum ís, köku eða gosglas og helst sitt lít- ið af hverju. Ég hef alltaf verið stolt af því að bera nafnið þitt og tel það forrétt- indi að vera alnafna þín. Elsku amma, núna ertu komin á góðan stað með afa sem hefur beðið eftir þér í rúm tuttugu ár. Það er ómetanlegt að hafa átt svona góða ömmu eins og þig og minningarnar munu lifa með mér alla tíð. Þín nafna, Ragnheiður. Í dag kveðjum við elskulegu ömmu okkar sem við og fjölskyldur okkar eigum svo margar góðar minningar um. Við munum sakna þess að geta ekki lengur heimsótt ömmu en til hennar var alltaf gott að koma. Við eigum margar góðar minn- ingar frá Byggðavegi 89 á Akureyri. Upp í hugann skjótast myndir af eplatrénu, klifurtrénu, prjónavél- inni, kolastíunni, afa-herbergi og auðvitað sjáum við líka fyrir okkur allar góðu veitingarnar. Við minn- umst líka allra ferðanna með ömmu og afa þar sem keyrður var Eyja- fjarðarhringurinn með teppi og nesti. Fljótlega eftir að afi dó árið 1990 flutti amma til Reykjavíkur, í Hæð- argarð sem var steinsnar frá okkar gamla heimili, Háagerði 89. Það var ömmu eflaust ekki létt ákvörðun að flytja úr Byggðaveginum til Reykja- víkur en þar hafði hún búið í ára- tugi. Það duldist nefnilega engum að amma var mikill Akureyringur. Það sást til dæmis þegar hún horfði á veðurfréttir í sjónvarpinu eftir að hún flutti suður. Þá skipti mestu máli að veðrið á Akureyri væri gott, veðrið í Reykjavík var aukaatriði í hennar huga. Minningarnar úr Hæðargarði eru líka margar og góðar. Oft var þröng á þingi þegar fjölskyldan safnaðist saman í litlu íbúðinni. Það var líka gott að koma í rólegheitum og spjalla um gömlu dagana og skoða ljósmyndir. Amma fæddist í torfbæ við aðstæður sem eru auðvitað mjög ólíkar þeim sem við eigum að venj- ast í dag. Hún var tilbúin að deila með okkur minningum sínum og augljóst var að góðu stundirnar höfðu verið margar með vinum og fjölskyldu. Það var líka gaman að tala um dægurmál við ömmu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og lét þær í ljós á ákveðinn hátt. Kökur og kræsingar voru á borð bornar í stórum stíl í Hæðargarði eða eins og plássið leyfði. Það reyndist þó ömmu erfitt eftir því sem hún varð eldri og heilsunni hrakaði að geta ekki boðið gestum upp á sömu flottheit og áður. Hún var hins vegar mjög kröfuhörð í þessum efnum og ætlaðist til að gestir tækju hraustlega til matar. Viðkvæðið var oftar en ekki: „Þetta er ekkert sem þið borðið.“ Sjálf vildi hún helst snúast í kringum gestina frekar en að sitja lengi til borðs með þeim. Handverk átti vel við ömmu, eins og ófáar prjónaflíkur eftir hana bera vitni um. Vörumerki ömmu í seinni tíð voru þó kleinurnar og pönnsurnar, sem runnu afar ljúf- lega niður. Við reyndum oftar en einu sinni að fá uppskriftirnar hjá henni en það voru víst engar upp- skriftir til að hennar sögn. Afkom- endurnir hafa þó reynt sitt besta í þeim efnum, eftir mjög óljósum leið- beiningum en kannski með misjöfn- um árangri. Það er vel við hæfi að amma kveðji okkur í dag á Akureyri, staðnum sem hún eyddi mestallri ævi sinni á og þótti svo vænt um. Nú fær amma loksins að hvíla við hlið afa. Elsku amma, takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú gafst okkur, við munum ætíð geyma þær ynd- islegu minningar í hjörtum okkar. Ragna Björk, Hjördís og Gunnar Páll. Elsku besta amma. Nú ertu farin frá okkur. Við viljum fá að þakka fyrir allar góðu stundirnar með þér. Við geymum þig í hjarta. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Hvíl í friði. Laufey, Heiðar, Ingvar og Gauti. Ragnheiður Valdemarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég mun alltaf eiga skemmtilegu minningarnar. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér og vinkonum mínum í Hæðargarðinum. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir mig og varst svo gjafmild og góð. Þú passaðir vel upp á að eiga alltaf eitthvað gott að borða og að allir yrðu saddir. Ég sakna þín svo rosalega mik- ið en ég veit að þér líður miklu betur núna hjá afa sem er bú- inn að bíða svo lengi eftir þér. Guð geymi þig elsku amma mín. Þín Elva Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.