Morgunblaðið - 12.10.2010, Page 13

Morgunblaðið - 12.10.2010, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Mikið var um að vera hjá nem- endum og kennurum Fellaskóla á Fljótsdalshéraði í síðustu viku. Þá var verndarsvæði Fellaskóla, skólarjóðrið, vígt. Í tilkynningu segir að stundin hafi verið hin skemmtilegasta. Nemendur elduðu fyrir gesti mat að hætti indjána og einnig voru allir fræddir um indjánadansa og vísundaveiðar. Þá nutu allir þess að slaka á úti í nátt- úrunni. Batt stundin endahnút á þema- daga nemendanna sem höfðu m.a. búið til tjöld og veiðarfæri. Að sjálf- sögðu voru gestir skreyttir með fjöðrum og málaðir. Skemmtu sér vel í skólarjóðrinu Í dag, þriðjudag kl. 16:00, standa Faxaflóahafnir fyrir málþingi fyrir notendur Faxaflóahafna í Sjóminja- safninu við Grandagarð. Fundurinn er öllum opinn en þeir sem eru með starfsemi á hafn- arsvæðum Faxaflóahafna eru sér- staklega hvattir til að mæta. Á fundinum verður m.a. farið yfir fjárhagsáætlun næsta árs, farið yfir helstu framkvæmdir og breytingar, fjallað um þróun vöruflutninga til og frá Íslandi, sagt frá starfsemi í hafsækinni ferðaþjónustu og skýrt frá þróun í komum skemmti- ferðaskipa. Á fundinum gefst gott tækifæri til þess að koma með fyr- irspurnir og ábendingar um allt það sem varðar hafnarekstur, þjón- ustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Málþing á vegum Faxaflóahafna Samfylkingarfélag Fljótsdalshér- aðs (SFF) lýsir í ályktun yfir óánægju með framgöngu þing- manna Samfylkingarinnar í at- kvæðagreiðslu á Alþingi nýverið um hvort ákæra ætti nokkra fyrr- verandi ráðherra fyrir landsdómi. Stjórn SFF telur að þingmenn flokksins hafi sært stjórnmál landsins djúpu sári. Ekki sé um það bitist hvernig þingmenn kusu heldur hvernig hægt er að hlaupa milli feigs og ófeigs eftir eigin geðþótta á augnabliki. Þau vinnu- brögð einstakra þingmanna að sjá ekki yfirsjónir félaga sinna, eða að telja yfirsjónir pólitískra andstæð- inga stærri en liðsfélaga sinna for- dæmir stjórn SFF „meir en orð fá lýst“. Þingmenn hafa sært landið djúpu sári STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Ný námsbraut er nú í farvatninu hjá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Samkvæmt frétta- tilkynningu frá skólanum er ætlunin að unnt verði að bjóða upp á tveggja ára námsbraut sem hugsuð er til þess að þjálfa og undirbúa nemendur fyrir þátttöku í atvinnulífinu. Gert er ráð fyrir að farið verði af stað með náms- brautina haustið 2012. Vinnuheiti hennar er Öryggis- og þjónustubraut. Leitað verður eftir samvinnu við fyrirtæki og stofnanir á starfs- svæði FSN einkum þegar kemur að starfs- þjálfun. Hugmyndin gengur út á að nemendur séu í bóklegu námi í þrjár annir og eina önn í vettvangsnámi hjá þeim fyrirtækjum/ stofnunum sem samstarf næst við. Spennandi verður að sjá hvernig þessi braut þróast.    Íþróttaálfurinn hefur um nokkurt skeið verið númer eitt hjá yngri kynslóðinni svo ekki sé talað um Sollu stirðu. Forstöðumaður Lík- amsræktarstöðvarinnar hér í bæ taldi á dög- unum allt stefna í að kalla mætti allflesta Grundfirðinga íþróttaálfa svo ákaft stunduðu menn líkamsræktina. Það hafi svo sannarlega ekki verið vanþörf á að opna eina slíka í Grundarfirði en Líkamsræktin tók til starfa sl. vetur og hefur aðsókn í hana farið fram úr björtustu vonum. Öll námskeið fullsetin hvaða nafni sem þau nefnast og nú síðast Ketilbjöllu- námskeið en það þurfti að flytja það námskeið í annað húsnæði vegna þess rýmis sem þarf til að hendast um með bjöllurnar. Enginn hefur þó komið með tillögu um að kalla Grundarfjörð Latabæ ennþá, hvað þá hver fái titilinn Solla stirða.    Síðasti túrinn hjá þeim á Þorvarði Lárus- syni SH var farinn í liðinni viku Áhöfninni 14 manns hefur verið sagt upp og verður skipinu nú lagt vegna skerðingar kvóta í karfa og ýsu en skipið hefur verið á veiðum fyrir Samherja á Akureyri undanfarin ár. Eitt er þó víst að ekkert uppgjafarhljóð er í skipstjóranum Sig- urði Ólafi Þorvarðarsyni sem segir að verið sé að athuga ýmsa möguleika í stöðunni fyrst svona fór. „Það er sko ekki til í minni orðabók að gefast upp,“ segir hann og glottir við tönn. Ný starfstengd náms- braut í augsýn Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Útgerð SH bíður nú verkefna. Íslenskir ostar – hreinasta afbragð H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 3 0 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.