Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 ✝ Jóhanna Guð-finna Jónsdóttir fæddist á Finn- bogastöðum í Árnes- hreppi í Strandasýslu 6. nóvember 1934. Hún lést 1. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Guðjóns- dóttir, f. 12.12. 1898, d. 27.7. 1964, og Jón Jóhann Samsonarson, f. 8.9. 1898, d. 31.3. 1962. Systkini Jó- hönnu: Þórður, f. 19.7. 1930, d. 19.6. 1979, Karítas f. 19.8. 1932, sveinbarn og tvíburi Jó- hönnu, f. 6.11. 1934, d. 6.11. 1934, og Sverrir, f. 6.12. 1937, d. 15.10. 1997. Eiginmaður: Sverrir Helga- son, f. 3.8. 1937, foreldrar Helgi Þorbergsson og Sigríður Jón- asdóttir. Börn: 1) Óskar, f. 14.5. 1959, maki Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir, f. 20.6. 1955, synir þeirra Bjarki, f. 10.9. 1988, og Sævar Már, f. 10.8. 1990. 2) Jón Sverrir, f. 1.7. 1961, maki Margrét Steindórsdóttir, f. 16.5. 1962, börn þeirra Steindór Arnar, f. 17.10. 1980, maki Edda Ás- gerður Skúladóttir, f. 2.11. 1981, sonur þeirra Jón Valur Steindórsson, f. 7.2. 2009, Sverrir Snæv- ar, f. 24.7. 1986, Jó- hanna Guðrún, f. 16.10. 1990. 3) Helgi, f. 8.12. 1964, maki Sigurborg Kristín Stefánsdóttir, f. 14.6. 1966, synir þeirra Jó- hann, f. 27.7. 1987, Sverrir, f. 11.3. 1989, og Ágúst, f. 22.2. 1992. 4) Sigríður Ragna, f. 16.4. 1971, maki Sigurbjörn Jón Gunn- arsson, f. 14.2. 1973, synir Ernir Arnarson, f. 7.9. 2000, Úlfar, f. 11.11. 2008. Jóhanna flutti 8 ára gömul með foreldrum sínum að Múla í Dýra- firði þar sem hún ólst upp. Ung fór hún til Reykjavíkur til náms í Húsmæðraskólanum. Í Reykjavík kynntust þau Sverrir og hafa búið þar síðan. Útför Jóhönnu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 12. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Okkur langar til að minnast tengdamömmu okkar í fáeinum orð- um. Margt kemur upp í hugann þeg- ar litið er yfir farinn veg. Hugur okk- ar er fullur þakklætis og hlýju fyrir þá umhyggju og kærleika sem Jó- hanna sýndi fjölskyldunni í gegnum árin. Sú umhyggja kristallaðist í samstöðu og samheldni fjölskyldunn- ar í veikindum hennar. Við vorum heppnar að eiga slíka tengdamóður, sem Jóhanna var. Hún tók okkur opnum örmum þegar við komum inn í líf hennar og kom fram við okkur af einstakri umhyggju og ástúð. Hún var næm á tilfinningar okkar allra, fann á sér ef einhverjum leið illa og var þá alltaf til staðar þegar við þurftum á henni að halda. Hún hvatti okkur áfram í lífi og námi og var boð- in og búin til að styðja og styrkja. Jóhanna skildi svo vel unga hugi og átti auðvelt með að setja sig í spor barna. Hún bar mikla virðingu fyrir börnum og sagði oft við okkur þegar börnin voru lítil „að maður gæti verið aldrei verið of góður við börnin sín“. Barnabörnin skipuðu stóran sess í lífi hennar, hún fylgdist með þeim af einlægum áhuga og var umhugað um að þau ræktuðu hæfileika sína. Hún skildi vel ævintýraþrá þeirra og hvatti þau til að láta drauma sína rætast. Í veikindum hennar kom glöggt í ljós hversu gagnkvæm sú væntumþykja var. Traust, kærleikur og virðing hefur einkennt hjónaband Jóhönnu og Sverris, en þau hafa verið gift í rúm fimmtíu ár. Það var ekki óalgeng sjón á stórhátíðum og í fjölskylduboðum að Sverrir krypi fyrir framan konu sína og færði hana í spariskóna áður en þau gengu til veislunnar. Það hef- ur verið lærdómsríkt fyrir okkur að verða vitni að þeirri umhyggju og ást sem þau sýndu hvort öðru og þeim kærleika sem Sverrir sýndi Jóhönnu í veikindum hennar. Jóhanna hafði einkar gaman af því að ferðast og í henni bjó heimsborg- ari. Sem ung stúlka fór hún til Par- ísar, þar sem hún vann hjá íslenska sendiráðinu og hefur sú reynsla ef- laust mótað hana og slegið tóninn fyrir framtíðina. Allt sem hún tók sér fyrir hendur einkenndist af glæsileika, vandvirkni og alúð. Ógleymanleg mataraboðin sem hún hélt okkur börnum og barnabörnum, kransakökurnar frægu, natnin við að brjóta saman þvott, strauja og leggja á borð, allt þetta bar vott um virðingu hennar fyrir heimilinu. Alltaf var glæsileik- inn til staðar. Jóhanna bar af, hvar sem hún kom; fáguð í framkomu, glæsileg og tignarleg, ættmóðirin sem við öll vor- um svo stolt af. Í Jóhönnu áttum við allar góðan vin og hún var og verður fyrirmynd og leiðarljós okkar tengdadætranna. Að lokum finnst okkur eiga vel við að vitna í orð úr bókinni „Gullvæg gildi“ sem hún gaf einu barnabarna sinna. „Ég held að mikilvægustu verkin sem við vinnum, um allan heim í öllu lífi okkar, séu þau sem unnin eru inn- an fjögurra veggja heimilisins. Mæð- ur og feður hvarvetna, hver sem staða þeirra er í lífinu, geta lagt fram ómetanlegan skerf með því að sá þjónustulund í sálir barna sinna, þannig að börnin vaxi úr grasi með þeim ásetningi að koma góðu til leið- ar“. Guð blessi minningu Jóhönnu. Eiríksína, Margrét og Sigurborg. Elsku amma okkar. Þó nú sé komið að kveðjustund eft- ir erfiða síðustu mánuði þá langar okkur frekar að minnast góðu tím- anna sem við áttum saman og þeirra minninga sem þú hefur gefið okkur. Við gleymum aldrei heimsóknunum til þín þar sem alltaf var tekið kon- unglega á móti manni og maður naut þess að eiga ömmu sem dekraði við mann öllum stundum. Ferðir á „Mackadonna“, eins og þú kallaðir það alltaf, voru spennandi laumu- ferðir sem maður átti helst ekki að segja mömmu og pabba frá. Þessar ferðir vöktu alltaf mikinn spenning hjá litlum strákum sem leið eins og þeir væru næstum því að gera eitt- hvað bannað með ömmu. Þú varst alltaf áhugasöm um það sem var að gerast hjá okkur, sama hvað það var og fylgdist alltaf vel með okkur hvort sem það var í skóla, starfi eða bara lífinu almennt. Þú varst manna spenntust að sjá ein- kunnirnar okkar í lok skólaárs og alltaf varstu jafn stolt af okkur, sama hvernig gekk þá vorum við alltaf flottastir í þínum augum. Í seinni tíð hefur þetta ekkert breyst. Við höfum getað komið til þín og rætt um hvað sem er milli himins og jarðar yfir kaffibolla og notið þess að spjalla við þig. Það eru til dæmis hreinar línur að fáir geta státað af ömmu sem hef- ur jafn mikið vit á íþróttum og þú. Að horfa með þér á landsleik í handbolta lét manni hálfpartin líða eins og mað- ur væri staddur á leiknum og alltaf varstu með allt á hreinu. Ferðin sem við fórum með þér og afa vestur á firði um árið, þar sem við kynntumst þínum uppeldisslóðum á Múla, er minning sem á alltaf eftir að koma upp í hugann þegar við ferð- umst um Vestfirðina í framtíðinni og minnast þess að þangað liggja rætur okkar. En þrátt fyrir að hafa alltaf haft sterkar rætur heim til Vest- fjarðanna var mikill ferðalangur í þér. Það var alltaf gaman að hlusta á ferðasögur þínar frá öllum heims- hornum og eins var gaman að deila með þér okkar sögum. Eftir að við uxum úr grasi hefurðu alltaf stutt við bakið á okkur þegar við höfum viljað víkka sjóndeildar- hringinn og leggja land undir fót. Að sama skapi var engin jafn áhugasam- ur um afdrif okkar í útlöndum og þú. Það var á allra vörum hvað þú vær- ir glæsileg, hvort sem það var dags daglega eða við hátíðleg tilefni. Meira að segja vinir okkar höfðu orð á því hversu vel þú bærir þig, og hvern skyldi undra því þú varst alltaf flottust. Við eigum eftir að sakna allra þeirra góðu tíma sem við höfum átt með þér og þess að geta stokkið yfir í smáspjall um hvað sem er. Það hryggir okkur mikið að þurfa að kveðja svona mikilvæga manneskju í lífi okkar, ömmu sem maður gat allt- af stólað á, hélt alltaf með manni og var í einu orði sagt frábær. Einn góðan veðurdag eigum við eftir að lesa söguna um pylsurnar sem sprungu úr hlátri í pottinum fyr- ir okkar eigin börn og segja þeim frá þér og öllu því góða sem þú gafst okkur. En þrátt fyrir að þú sért nú fallin frá munum við ávallt halda minningu þinni lifandi og munum aldrei gleyma ömmu okkar, Ömmu Jóhönnu. Megi Guð geyma þig, elsku amma okkar. Þínir strákar, Jóhann, Sverrir og Ágúst. Okkur bræðurna langar að minn- ast ömmu okkar í Brúnó, eins og við kölluðum hana. Í raun finnst okkur erfitt að tala um ömmu án þess að minnast á afa Sverri. Þau voru aðdá- unarverð saman og hafa alltaf verið stór hluti af lífi okkar. Þau hafa alltaf verið langflottust! Einkennandi fyrir ömmu var sú ást og aðdáun sem hún hafði á sínu fólki. Hún var afar stolt af okkur barnabörnunum. Amma var vitur á margan hátt og skynjaði vel tilfinningar manns. Hún studdi okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, líka þegar við vildum fara ótroðnar slóðir. Hún var einnig dugleg að hrósa okkur og tók eftir breytingum, þá sérstaklega með hárið. Hún dáðist að glókollunum og fannst við flottastir með mikið hár. Amma var falleg og flott kona. „Er þetta virkilega amma þín?“ er spurn- ing sem maður átti það til að fá frá vinum okkar sem áttu bágt með að trúa því að þessi glæsilega og ung- lega kona væri amma okkar. Sólin elskaði ömmu því hún varð alltaf brún á undan öllum öðrum. Henni þótti nú ekki leiðinlegt fara til útlanda með afa. Þegar hún frétti að sjálfir værum við að fara í slíkar ferð- ir kættist hún mjög og styrktu þau ferðasjóði okkar gjarnan rausnar- lega. Ferðalög og sumarbústaðaferðir eru okkur ofarlega í huga þegar við lítum til baka, en við áttum margar ógleymanlegar stundir saman í Skorradalnum. Amma talaði við og umgekkst okk- ur eins og jafningja og bar virðingu fyrir skoðunum okkar, sama hversu gáfulegar þær voru. Í veikindum sínum sýndi hún mikla hörku og hélt reisn sinni til síð- asta dags. Þrátt fyrir að vera orðin mjög veik var hún alltaf glöð að sjá okkur og var áhugasöm um málefni líðandi stundar. Takk, elsku amma, fyrir að hafa verið ávallt svona elskuleg og góð við okkur. Líka þegar við bræðurnir vor- um óþekkir og erfiðir. Minningin um þig mun lifa í huga okkar. Bjarki og Sævar Már. Jóhanna Guðfinna Jónsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓFER ÞORGEIRSSON, andaðist á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi laugardaginn 9. október. Ólína Jóhanna Gísladóttir, Björg Hólmfríður Kristófersdóttir, Þórður B. Bachmann, Gísli Kristófersson, Þóra Ragnarsdóttir, Þorgeir Kristófersson, Inga Pétursdóttir, Einar Kári Kristófersson, Kolbrún Karlsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, ÁSA HREFNA JÓNSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Miðtúni 44, Reykjavík, er látin. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. október kl. 14.30. Jón Magnússon og aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN FRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Dalsbakka 10, Hvolsvelli, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli föstudaginn 8. október. Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju föstu- daginn 15. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Kirkjuhvol. Elías Eyberg Ólason, Sólveig Elíasdóttir, Páll Elíasson, Ragnheiður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir og mágur, ÞRÖSTUR RAFNSSON frá Neskaupstað, lést á heimili sínu á Reyðarfirði sunnudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 15. október kl. 13.00. Sunna Þrastardóttir, Valdís Anna Þrastardóttir, Einar Rafnsson, Ragnheiður Thorsteinsson, Auður Rafnsdóttir, Geir Oldeide, Hörður Rafnsson, Karítas Jónsdóttir. ✝ Hjartkær vinur minn og bróðir okkar, HÖRÐUR HARALDSSON fyrrv. kennari á Bifröst, sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 5. október, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 13. október kl. 15.00. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Eiríkur Haraldsson, Pétur Haraldsson. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN FRIÐRIKSSON húsasmíðameistari, Strikinu 10, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 8. október. Útförin verður auglýst síðar. Fríða Friðriksdóttir, Ellert Jensson, Ólöf S. Friðriksdóttir, Sigurður Tryggvason, Örn Friðriksson og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.