Morgunblaðið - 12.10.2010, Side 15

Morgunblaðið - 12.10.2010, Side 15
STEFNIR ÞÚ HÆRRA? Sportís ehf. var stofnað 1983 og hefur síðan verið leiðandi í markaðsetningu sport- og útivistarfatnaðar hérlendis. Auk viðamikillar heildverslunar rekur fyrirtækið þrjár verslanir og hjá því starfa 20 manns. Sportís býður íslensku áhugafólki um útivist, líkamsrækt og hreyfingu, vörur frá framleiðendum frábærra vörumerkja. Þar má nefna Asics, Casall, O´Neill og Ketch auk eigin framleiðslu undir íslenska vörumerkinu Cintamani. Nýlega var hlutafé fyrirtækisins aukið verulega og stefnan sett á aukin umsvif með útflutningi á vörum frá Cintamani. SPORTÍS EHF. FRAMKVÆMDASTJÓRI Við leitum að afburðaeinstaklingi sem hefur brennandi áhuga á verslun og viðskiptum. Framkvæmdastjóri Sportís þarf að vera frumkvöðull og eldhugi og geta skapað samhenta liðsheild til góðra verka. Áhugi á útivist og íþróttum er kostur sem og reynsla af uppbyggingu verslunarreksturs. Við gerum kröfu um menntun sem nýtist í starfi, að viðkomandi sé framúrskarandi hæfur í mannlegum samskiptum og eigi auðvelt með að tjá hugsanir sínar í ræðu og riti. Góð tölvu- og tungumálakunnátta er skilyrði. Skriflegar umsóknir sendist á netfangið kristinn.gunnarsson@arcticgroup.de fyrir 18. október nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Allt stefnir í að kosningarnar, sem haldnar verða í Bandaríkjunum í nóvember, verði þær dýrustu, sem haldnar hafa verið milli forsetakosn- inga. Samkvæmt útreikningum sjálf- stæðrar stofnunar, Center for Res- ponsive Politics, sem fylgist með áhrifum peninga í bandarískum stjórnmálum má búast við því að kosningarnar 2. nóvember kosti 3,4 milljarða dollara. Michael T. Corgan, prófessor í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, sagði á fyrirlestri í gær um kosning- arnar á vegum Alþjóðamálastofnun- ar og Rannsóknarseturs um smáríki að meginástæðan fyrir þessari aukn- ingu væru dómar hæstaréttar Bandaríkjanna um að afnema mörk á fjárframlög samtaka í kosninga- sjóði. Hæstiréttur felldi tvo dóma, annan í janúar og hinn í mars. Sam- kvæmt þeim hafa fyrirtæki, stéttar- félög og hagsmunahópar frítt spil og geta eytt ótakmörkuðum upphæðum í óháðar herferðir með eða á móti frambjóðendum. Aðstandendur þessara herferða geta því aflað fjár að vild og í mörgum tilfellum er hald- ið leyndu hverjir gefa féð. Fyrirtæki hafa dælt peningum í baráttuna og hafa repúblikanar fremur notið góðs af því en demó- kratar. Corgan sagði að stofnaður hefði verið urmull hagsmunasam- taka með orðið borgarar í nafninu til að láta líta út fyrir að þau væru sprottin úr grasrótinni en í raun væru hagsmunaöfl úr viðskiptalífinu að baki. Corgan nefndi dæmi um að 1,5 milljónir dollara væru notaðar til að fella frambjóðanda og hann hefði ekki hugmynd um hverjir væru á bak við herferðina gegn sér. Að sögn Corgans fá andstæðingar demókrata mest í sinn hlut. Um leið séu repúblikanar að færast til hægri vegna ólgunnar í samfélaginu og uppgangs hinnar svokölluðu Teboðs- hreyfingar. Frambjóðendur, sem eiga rætur í þeirri hreyfingu, hafa átt velgengni að fagna í forkosning- um repúblikana. Barack Obama Bandaríkjaforseti gagnrýndi í liðinni viku nafnlaus framlög á kosningafundi: „Það gætu verið olíufélög, það gætu verið tryggingafélög, það gæti verið Wall Street, hver veit. Varir þeirra eru innsiglaðar. En flóðgáttirnar eru opnar.“ Það þarf ekki að koma á óvart að Obama nefni þessa þrjá hagsmuna- hópa. Corgan benti í fyrirlestrinum á að samkvæmt ýmsum mælikvörðum væri bandarískt efnahagslíf að rétta úr kútnum og kreppan tæknilega bú- in. „Það gengur vel á Wall Street,“ sagði hann. „En almenningi gengur ekki vel.“ Vísaði hann þar til þess að störf hefðu glatast og ný kæmu ekki í staðinn nema að litlu leyti og þau fáu störf, sem bættust við, krefðust minni hæfileika, en horfnu störfin. Árið 2008 sigraði fram- bjóðandinn, sem var með digrari kosningasjóði, í 93% viðureigna um sæti í fulltrúa- eða öldunga- deild Bandaríkjaþings. Peningaflóðgáttirnar opnast Reuters Harka Barack Obama á kosningafundi í Fíladelfíu um helgina.  Sterk hagsmunaöfl á bak við frumkvæði „borgaranna“  Hæstiréttur Banda- ríkjanna breytti leikreglunum  Barack Obama gagnrýnir nafnlaus fjárframlög Liu Xiaobo, sem tilkynnt hefur verið að fái frið- arverðlaun Nób- els í ár, hefur helgað verðlaun- in fórnarlömbum kínverskra stjórnvalda á Torgi hins him- neska friðar 1989. „Þessi verðlaun eru handa hinum týndu sálum 4. júní,“ sagði Liu við konu sína, Liu Xia, og vísaði þar til dagsins þegar látið var til skarar skríða gegn þeim sem kröfðust auk- ins lýðræðis á torginu fyrir 21 ári. Samtökin Mannréttindi í Kína, sem hafa aðsetur í Bandaríkjunum, komu ummælum hans á framfæri. Kínverjar hafa brugðist hart við ákvörðun Nóbelsnefndarinnar í Ósló um að veita Liu friðarverð- launin og haft í hótunum við Norð- menn. Í gær var aflýst fundi, sem Lisbeth Berg-Hansen, sjávar- útvegsráðherra Noregs, átti að eiga með kínverskum ráðamönnum í Peking á morgun og er það rakið til friðarverðlaunanna. Liu Xiu er nú í stofufangelsi. Hátt á þriðja tug lögreglumanna er við hús hennar. Aðrir íbúar eru yfir- heyrðir og blaðamönnum meinaður aðgangur. Liu Xiaobo var í desem- ber dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að skrifa bænaskjal um aukið lýð- ræði til yfirvalda í Kína. kbl@mbl.is Helguð fórn- arlömbum 4. júní Eiginkona Xiaobo sett í stofufangelsi Liu Xiaobo Michael Corgan, prófessor í stjórn- málafræði, telur allt benda til þess að demókratar missi meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkja- þings og haldi meirihlutanum í öldungadeildinni með naum- indum, án þess þó að ná þeim 60 sætum, sem þarf til að stöðva mál- þóf. Sagði hann á fyr- irlestri um kosningarnar í Háskóla Íslands í gær hvort Obama yrði þá þriðji forset- inn í röð, sem missti meirihluta á þinginu í fyrstu þingkosningunum eftir að hafa náð kjöri. Bill Clinton tapaði meirihlutanum 1994 og George Bush 2002. Corgan sagði að þetta myndi draga mjög úr möguleikum Obama til að láta að sér kveða það sem eftir lifði af kjörtímabilinu. Hann þyrfti því að flýta sér ætlaði hann að nýta núverandi meirihluta. Gæti misst meirihlutann OBAMA Á ERFITT UPPDRÁTTAR Michael Corgan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.