Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 4
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hitamet var slegið á nokkrum veð- urstöðvum um helgina og það sem af er októbermánuði hefur veður verið með blíðasta móti. Á Þingvöllum mældist hitinn 17 stig á sunnudag og hefur slíkur hiti ekki áður mælst í þjóðgarðinum í október. Þétt umferð var á Þingvöllum alla helgina þar sem haustið skartaði sínu fegursta með fjölbreytilegum litum laufs og lyngs. Á laugardaginn tóku um 200 manns þátt í fræðslugöngu upp með Öxará þar sem fylgst var með æv- intýrum risaurriðans úr Þingvalla- vatni. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að það sem af er október hafi veður verið með allra besta móti. Hann bendir á að þetta séu mikil við- brigði frá því í fyrra og hittifyrra þegar byrjaði að snjóa í höfuðborg- inni strax eftir mánaðamótin. „Fyrstu daga október tvö síðustu ár fengum við snjó og hálku en nú er verið að tala um hitamet á mörgum veðurstöðvum,“ segir Trausti. „Það var annars kominn tími á að október tæki við sér, en hlýir októbermánuðir hafa ekki verið algengir seinni árin. Miðað við aukin hlýindi aðra mánuði ársins hefur október legið svolítið eftir.“ Fyrir utan metið á Þingvöllum segir hann ekki ólíklegt að hitamet hafi verið slegið á Eyrarbakka. Önn- ur met séu flest á stöðvum þar sem ekki hafi verið gerðar veðurathugan- ir í langan tíma, gjarnan 5-15 ár, og því nái samanburðurinn ekki langt aftur. Á sunnudag voru engin Íslands- met slegin því flesta daga október- mánaðar hefur hiti einhvern tímann farið í 18-20 stig og þá yfirleitt á Norðausturlandi og norðanverðum Austfjörðum Næstu daga er spáð lít- illega kaldara veðri með einhverri vætu sunnanlands og vestan. Trausti segist ekki sjá snjó í kortunum, en á höfuðborgarsvæðinu sé al- gengt að fyrsti snjórinn falli í kringum fyrsta vetrar- dag, sem í ár er 23. október. Dæmi séu þó um að ekki hafi byrjað að snjóa fyrr en rétt fyrir jól. „Norð- ur í höfum er 20 stiga frost þannig að veturinn er farinn að nálgast. Þetta hefur allt sinn gang og veturinn kem- ur,“ sagði Trausti Jónsson. Mikil litadýrð Mikil umferð var alla helgina í þjóðgarðinum á Þingvöllum og greinilegt að margir hafa skipulagt helgarbíltúrinn á þessar slóðir. Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að veðurblíðan hafi verið einstök und- anfarið og litadýrðin mikil. „Laufin hafa haldið sér lengur en algengt er en nú er birkið farið að gefa eftir,“ segir Einar. „Guli liturinn er orðinn ríkjandi en inni á milli má enn sjá þokkalega græna víðirunna. Það er skrýtið að segja það en litir haustsins hefðu orðið enn skarpari hefðum við fengið fleiri frostnætur.“ Fjöldi fólks hefur heimsótt Þing- velli í haust og um helgina var þar mikill gestagangur. Íslendingar voru í miklum meirihluta og var fólk á öll- um aldri. Kominn tími á október  Hitamet slegið á nokkrum veðurstöðvum  Tvö síðustu ár var snjór og hálka í höfuðborginni í byrjun október  Helgarbíltúr margra var í blíðuna á Þingvöllum Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen. Haust Fjöldi fólks tók þátt í fræðslugöngu við Öxará á laugardag. Auk þess að fræðast um urriðann naut fólk eindæma veðurblíðu og litadýrðar. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 Urriðinn dansar í Öxará Rannsóknir Ferðir Þingvallaurriða sem hrygna í Öxará eru skráðar.  Sækja úr djúpi vatnsins í ævintýri og ástarleiki „Á laugardaginn var fræðsluganga upp með Öxará sem dró að sér um 200 manns í veðurblíðunni,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslu- fulltrúi þjóðgarðsins. „Jóhannes Sturlaugsson fræddi okkur um göngur urriðans úr djúpum Þing- vallavatns á haustin en þá sækja þeir í ævintýri og ástarleiki í Öx- ará.“ Á heimasíðu þjóðgarðsins er fjallað um fræðslugönguna undir fyrirsögninni Urriðadans í Öxará. Þar segir meðal annars: „Rann- sóknafyrirtækið Laxfiskar hóf nú í september að skrá ferðir allra Þing- vallaurriða sem ganga til hrygn- ingar í Öxará með fiskteljara sem lengdarmælir og kvikmyndar alla fiska sem ganga upp á hrygning- arstöðvarnar. Nemur einstaklingsmerki Auk þess er samhliða starfræktur skynjari sem nemur einstaklings- merki, svokölluð rafkenni sem drjúgur hluti fiskanna ber innvortis. Með því móti er árum saman hægt að fylgjast á einstaklingsgrundvelli með ferðum fiska og afla upplýsinga um stærð og útlit þeirra sömu fiska. Umrædd hátækniaðstaða til sjálf- virkrar vöktunar á hrygningarfiski Þingvallaurriðans í Öxará er full- komnasta aðstaða af slíkum toga sem sett hefur verið upp til að fylgj- ast með ferðum staðbundinna urriða yfir hrygninguna og samsetningu hrygningarstofnsins með hliðsjón af kyni, stærð og einstaklingum. Að- staðan gerir m.a. mögulegt að fylgj- ast með sama fiskinum árum saman yfir hrygningartímann en þekkt er að sömu urriðarnir hrygna árum saman í Öxará.“ Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur, segir sérkennilegast hve hlýtt var á fjallvegum í nokkur hundruð metra hæð vestur á fjörðum, en hiti mældist t.d. 15- 18 stig á Gemlufallsheiði og á Seljalandsdal. Býsna hár hiti hafi verið á fleiri stöðum á þessu svæði. Einnig hafi verið mjög hlýtt inn til landsins á Norð- austurlandi á sunnu- dag, 16 stig mældust í Svartárkoti í Bárðardal og 14,5 stig á Möðru- dal. Á þessum árs- tíma sé oft kominn harðavetur á þess- um slóðum. Hlýindi á fjallvegum ÓLÍKINDI Í VEÐRI Októbersnjórinn hefur enn ekki látið á sér kræla. Meðalhiti í Reykjavík það sem af er október er nú 9,6 stig, sem er um hálfu stigi meira en meðaltal alls júnímánaðar 1961-1990 og 4,2 stig yfir meðallagi. Það er með því hæsta sem finna má fyrstu tíu dagana í október. Hlýrra var þó 1959, 11,0 stig. „Veðurlag þá var öðruvísi en núna, þungbúið og úrkomusamt syðra,“ skrifaði Sigurður G. Guðjónsson á heimasíðu sína í gær. „Mikil árstíða- leg kólnun er vitaskuld í gangi frá fyrsta til síðasta dags í október. Eftir daginn í dag er næsta víst að með- alhitinn í bænum mun enn stíga. Hlýjustu októbermánuðir sem mælst hafa í Reykjavík eru 7,9 stig 1915 sem var líka sólarminnsti októ- ber sem þar hefur nælst og 7,7 stig 1959 og 1946. Á Akureyri var síðast- nefndi mánuðurinn sá hlýjasti, 7,9 stig. Þar er meðalhitinn það sem af er núna 8,3 stig.“ Meiri meðalhiti en oft í júní  Þungbúið og úrkomusamt í Reykjavík í október fyrir hálfri öld þegar meðalhiti fyrstu daga mánaðarins var meiri en nú Heiðskírt Bjart var yfir á sunnudag eins og sést á gervitunglamyndinni. Lambahjörtu og lifur kr. kg298 Lambanýru kr. kg198 HOLLU R OG GÓÐ UR MATUR ódýrt og hollt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.