Morgunblaðið - 15.10.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.10.2010, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 Komandi kynslóðir barna í leikskólanum Nóa- borg munu njóta ávaxta gróðursetningarinnar í gær um ókomin ár, en þá voru sett niður tvö eplatré og fjörutíu berjarunnar, m.a. hindberja, sólberja og rifsberja. Um var að ræða framtak Auðar I. Ottesen, ömmu eins leikskólabarnsins, en samtökin Umhverfi og vellíðan og hvata- félagið Ávextir gáfu trén. Mikil hátíð var þegar Auður, börnin, for- eldrar, starfsfólk og aðrir aðstandendur settu trén niður. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á kaffi og kleinur að verki loknu. Morgunblaðið/Golli Bíða spennt eftir ávöxtum eplatrjáa Öll stéttarfélög innan ASÍ geta fengið beina aðild að sambandinu ef tillögur um breytingar á lögum ASÍ verða samþykktar á árs- fundi ASÍ sem hefst á fimmtu- daginn í næstu viku. Lagt er til að aðild að lands- sambandi eða staða einstakra félaga sem lands- félags verði ekki lengur skilyrði fyrir aðild að ASÍ. Þá er lagt til að þingi ASÍ sem komi saman á tveggja ára fresti verði aftur komið á lagg- irnar í stað ársfundanna. Verði tillög- urnar samþykktar þarf að kjósa bæði forseta og varaforseta til næstu tveggja ára. Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, staðfestir að hann gefi áfram kost á sér sem forseti ASÍ. Gylfi segir um þá breytingu að ein- stök félög fái beina aðild að ASÍ að hugmyndin sé að færa þetta fyrir- komulag aftur til fyrra horfs. Margt hafi breyst á umliðnum árum, einstök félög hafi stækkað mikið og séu orðin sjálfbærari í sinni starfsemi. Rætt sé um að þróa samstarf sem byggist á atvinnugreinum fremur en að það byggist á því hvort launamenn eru verkamenn, verslunarmenn eða iðn- aðarmenn o.s.frv. Engar breytingar eigi þó að verða á stöðu lands- sambandanna. Félög fái beina að- ild að ASÍ Gylfi Arnbjörnsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Almenn niðurfærsla skulda kæmi mjög illa við lífeyrissjóðina, bæði vegna lækkunar höfuð- stóls sjóðsfélagalána og niðurfærslu á eignum lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Þessar eignir eru metnar á 650 milljarða króna. Þetta hefði óhjákvæmilega í för með sér skerðingu lífeyrisréttinda almennu lífeyris- sjóðanna, að sögn Hrafns Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Fulltrúar lífeyrissjóðanna áttu langan fund með Hagsmunasamtökum heimilanna í gær. Skoðanir voru skiptar en viðræðurnar voru vinsamlegar og hreinskiptnar, að sögn Hrafns. „Það kom fram hjá þeim að þeirra hugmyndir væru ekkert meitlaðar í stein eins og þeir orð- uðu það. Af þeirra hálfu væri ekki um neinar endanlegar tillögur að ræða,“ segir Hrafn. Huga að fólki á aldrinum 25 til 40 ára Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna leggja til að í stað hugmynda um flatan niðurskurð verði reynt að virkja betur þau úrræði sem þegar eru fyrir hendi, skerpa þau og gera skilvirkari, að sögn Hrafns. „Það er okkar mat að það væri skynsamlegra og jafnframt að huga fyrst og fremst að fólki á aldrinum frá 25 til 40 ára, sem keypti sér húsnæði á árunum fyrir hrun.“ Almenn niðurfærsla skulda lendir með mikl- um þunga á almennu lífeyrissjóðunum sem ekki eru á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Að sögn Hrafns er ekki hægt að segja nákvæm- lega til um hversu mikið eignir sjóðanna myndu rýrna við svona aðgerð eða í hvaða mæli þyrfti að skerða réttindin. Trygginga- fræðileg staða lífeyrissjóða á almenna vinnu- markaðinum var neikvæð um síðustu áramót. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir þá spurningu vakna hvort ríkisstjórnin hafi boðið bankaráðum að borðinu til að fjalla um með hvaða hætti þau gætu notað innistæðureikn- inga bankanna til að minnka skuldirnar. Um- boð bankaráða sé sambærilegt umboði stjórna lífeyrissjóða gagnvart lífeyrisréttindum launa- manna. „Ég sé ekki hvernig menn ætla að út- færa löggjöf um að Alþingi heimili stjórnum að nota peninga í eitthvað annað en þeir eiga að fara í. Maður situr agndofa yfir því að rík- isstjórn, fimm ráðherrar og stjórnarandstaðan sitji á rökstólum um slíkt.“ Þyrftu að skerða lífeyrisrétt  Eignir lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði og í lánum til sjóðfélaga eru um 650 milljarðar króna  Almenn niðurfærsla lendir með miklum þunga á almennu lífeyrissjóðunum sem ekki hafa ríkisábyrgð Lífeyrissjóðirnir leggja til að úrræði sem eru fyrir hendi verði skerpt og gerð skilvirkari til að taka á skuldavandanum. Hrafn Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ef breytingar eru á skilmálum lána, sem felur í sér að hið sama er látið yf- ir alla ganga, þá hefur það ekki skatt- skyldu í för með sér, hvorki fyrir ein- staklinga né rekstraraðila, sam- kvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Er þá m.a. átt við leiðréttingar á gengistryggðum bíla- lánum, samkvæmt dómi Hæstarétt- ar, eða ef hugmyndir um almenna niðurfærslu á höfuðstól íbúðalána næðu fram að ganga. Fram kom í aðsendri grein í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag, eftir Gunn- ar Egil Egilsson lögmann og Sturlu Jónsson endurskoðanda, að leiðrétt- ing fjármagnskostnaðar, sem inni- héldi áður gjaldfært gengistap, myndi leiða til þess að niðurfelling gengistryggðra lána rekstraraðila teldist nær öll til skattskyldra tekna og hefði þannig töluverð áhrif í skatt- skil viðkomandi. Töldu þeir miklu skipta hvernig útfærslu endurskipu- lagningar skulda yrði háttað, þar sem skattaleg meðferð skuldaeftirgjafar og myntbreytingar væri mjög ólík, hvorugt yrði framkvæmt án skatta- legra afleiðinga. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis- skattstjóra er almenna reglan sú að eftirgjöf skuldar sem tengist atvinnu- rekstri skuli ætíð teljast skattskyld. Á þessari reglu var hins vegar gerð tímabundin breyting á lögum um tekjuskatt frá Alþingi í sumar (nr. 104/2010), þannig að eftirgjöf að til- teknum fjárhæðarmörkum færist ekki til tekna á framtali. Hið sama gildir einnig um einstaklinga, en þar eru fjárhæðarmörkin allt að 15 milljónir króna og 30 millj- ónir hjá hjónum. Sé eftirgjöf skulda meiri en 15% þarf að tekjufæra 50% þeirrar upp- hæðar, að hámarki 30 milljónir króna. Lánastofnanir leit- uðu til embættis ríkisskattstjóra í fyrra, með upp- lýsingar um skattalega meðferð á leiðréttingum á gengistryggðum lán- um einstaklinga. Taldi embættið að þegar slíkar leiðréttingar væru al- mennt í boði fyrir þá sem svipað væri ástatt hjá væri um að ræða skilmála- breytingar sem almennt leiddu ekki til skattskyldu hjá skuldara þótt höf- uðstóll væri lækkaður. Með fyrrnefndri lagabreytingu í sumar voru heimildir rýmkaðar til að telja eftirgjöf skulda ekki til skatt- skyldra tekna, bæði er varðaði ein- staklinga og lögaðila, án tillits til eignastöðu. Einnig var lögfest að væri lánaskilmálum breytt skyldi það ekki teljast eftirgjöf skuldar heldur skilmálabreyting, bæði er varðaði einstaklinga og lögaðila. Ef slík leiðrétting er gerð á skuld rekstraraðila þá ber, samkvæmt upp- lýsingum frá embætti ríkisskatt- stjóra, að leiðrétta áður gjaldfærðan fjármagnskostnað til samræmis, þ.e. þegar lán hefur verið uppreiknað m.v. gengi erlendra gjaldmiðla og breyting þannig færð til hækkunar á skuldum og til gjalda í rekstrinum. Eftirgjöf skulda telst ekki til skattskyldra tekna  Eftirgjöfin þó með ákveðnum fjárhæðarmörkum fyrir einstaklinga og lögaðila „Við verðum að líta svo á að þegar dómur breytir skilmálum lána þá sé það klárlega breyting á skilmálum sem hefur ekki skattskyldu í för með sér,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri. Hann segir embættið ekki hafa sent frá sér sérstakt álit í kjölfar bílalánadóms Hæsta- réttar, en það sé vandséð að dómurinn hafi einhver áhrif á skattskyldu, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða rekstr- araðila. „Það er ekki á stefnuskránni að breyta mati okkar, meginregl- urnar eru skýrar.“ Engin áhrif af bílalánadómi RÍKISSKATTSTJÓRI Skúli Eggert Þórðarson Verkefnisstjórn um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu á Norðaustur- landi hefur ekki gengið til samn- inga við neitt eitt fyrirtæki eins og stefnt var að að gera fyrir 1. októ- ber. Nefndin heldur áfram vinnu sinni. Iðnaðarráðuneytið og sveitar- félögin í Þingeyjarsýslum settu á fót verkefnisstjórn til að bera ábyrgð á leit að mögulegum samstarfsaðila. Í áfangaskýrslu í maí voru tvö álfyr- irtæki sett í forgang þar sem þau voru talin áhugaverð og jafnframt raunhæf. Fleiri áhugaverð verkefni voru tilgreind en þau voru talin þarfnast nánari skoðunar. Martha Eiríksdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar, segir að vinnunni hafi miðað vel en ekki sé komið að því að velja einn sam- starfsaðila. Hún nefnir að fleiri að- ilar komi að slíkum samningum og málið þurfi að þróast frekar. Verkefnisstjórnin gerði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra grein fyrir stöðu mála á fundi í gær og segir Martha að áfram verði unnið að settu marki. helgi@mbl.is Ekki búið að velja einn samstarfsaðila

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.