Morgunblaðið - 15.10.2010, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ástralinn Michael Burkekemur með gusti inn ákaffihúsið Tíu dropa áLaugavegi þar sem við
höfðum mælt okkur mót. Burke er
hávaxinn og grannur og mjög ástr-
alskur í útliti myndu einhverjir
segja. Hann er líka afskaplega hress
og kraftmikill enda starfaði hann
sem lögfræðingur á daginn og uppi-
standari á kvöldin áður en hann hélt
í ferðalag um heiminn. Það ferðalag
varð til þess að hann er staddur á Ís-
landi um þessar mundir.
Þegar kaffið er komið á borðið
er ekki seinna vænna að hefja spjall-
ið og það sem mér leikur mest for-
vitni á að vita er af hverju Burke
ákvað að leggja í heimsreisu.
„Ég var búinn að fá nóg af lífi
mínu heima, fannst ég vera orðinn
eins og leikmaður í Matador; vinna,
fá útborgað, eyða peningunum og
vinna meira til að eyða meira. Líf
mitt var í mjög föstum skorðum og
ég orðinn leiður á því. Ég ákvað því
að fara burtu, pakkaði niður og
pantaði flug. Ég var búinn að
ákveða að fara til Edinborgar í
ágúst á árlegt Comedy festival þar
sem ég var með uppistand. Ferðin
þangað var góð afsökun til að byrja
ferðalagið sem mun standa yfir í
óákveðinn tíma,“ segir Burke.
RIFF og Airwaves
Ferðalagið er óplanað en Ísland
var einn af fáum fyrirfram
ákveðnum stoppistöðum hjá Burke.
„Plön eru fyrir aula,“ segir
hann og hlær. „Ég er ekki með plön,
ég vildi bara fara af stað. Ég hafði
það planað að fara til Edinborgar og
„Ég er ekki með plön,
ég vildi bara fara af stað“
„Ég var búinn að fá nóg af lífi mínu heima, fannst ég vera orðinn eins og leik-
maður í Matador; vinna, fá útborgað, eyða peningunum og vinna meira til að
eyða meira,“ segir Ástralinn Michael Burke sem yfirgaf heimabæ sinn Perth, þar
sem hann starfaði sem lögfræðingur og uppistandari, til að ferðast um heiminn í
óákveðinn tíma. Burke kom hingað til lands til að vinna sem sjálfboðaliði á RIFF
og fara á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppistand Burke hefur starfað sem uppistandari síðasta eina og hálfa árið.
Sól og sumar Burke kemur frá Perth sem er höfuðborg Vestur-Ástralíu.
Að leita og skoða það sem boðið er
upp á á Internetinu getur stundum
verið eins og að villast í frumskógi,
endalaus og óskiljanleg flækja. Því er
vefsíðan StumbleUpon lífsbjörg að
sumra mati. Síðan hjálpar fólki að
finna og deila vefsíðum sem henta
þess áhugasviði.
Aðild að síðunni er ókeypis en það
þarf að skrá sig inn. Þá er maður lát-
inn velja nokkur áhugasvið úr fjölda
valmöguleika, svo er bara að
„stumbla“ en þá er ýtt á „stumble“
takkann og það er ótrúlegt magn af
skemmtilegum síðum sem kemur
upp og aðeins þær sem maður hefur
áhuga á. Þær eru allar valdar eftir
þeim áhugaflokkum sem þú merktir
við. Upp koma aðeins vefsíður sem
vinir og skráðir Stumble-notendur
með svipuð áhugamál hafa mælt
með. Þetta aðstoðar fólk við að finna
margt áhugavert sem myndi annars
fara framhjá því á netinu.
Hægt er að vista það sem manni
líst á, senda til annarra síðunotenda
eða á Facebook. Einnig er hægt að
skrifa litla gagnrýni um það sem
kemur upp. Þegar síða kemur upp er
hægt að velja „þumalputta upp“ ef
manni líkar hún og þá veit Stumble
hvað þér líkar við og reynir að finna
meira slíkt. Einnig er hægt að gera
„þumalputta niður“ og þá forðast
Stumble að mæla með svipuðum síð-
um. Stumble er líka eins og lítið sam-
félag, það er t.d. hægt að finna aðra
síðunotendur sem eru með sömu
áhugamál og maður sjálfur og eiga í
samskiptum við þá. Stumbleupon-
.com er mjög sniðug síða og gerir
netheiminn bæði minni og stærri.
Vefsíðan www.stumbleupon.com
Reuters
StumbleUpon Gefur notendum nýja sýn á netið og það sem þar er boðið uppá.
Vísar þér á áhugamálin
Það er löngu uppselt á tónlistarhátíðina
Iceland Airwaves sem nú fer fram í mið-
borg Reykjavíkur. Það segir samt ekkert
að þeir sem eiga ekki miða geti ekki not-
ið hátíðarinnar.
Það má skoða dagskrána og velta fyrir
sér þeim böndum sem eru að spila, fletta
þeim sem vekja athygli manns upp á net-
inu og sjá hvort eitthvað nýtt og spenn-
andi sé þar á ferð.
Mikið af viðburðum er á hliðardagskrá
Airwaves og það þarf engin armbönd til
að komast inn á þá. Í dag verður t.d.
Nolo, Lára Rúnars og danska hljóm-
sveitin Reptile & Retard í bókabúð Máls
og Menningar á Laugavegi. Kíkið þangað.
Endilega …
… pælið í Ice-
land Airwaves
Páll Óskar Á Airwaves í fyrra.
Það er óhætt að segja að sýning franska
fatahönnuðarins Jean-Charles de Castelba-
jac (JC/DC), hafi verið litrík og lifandi á
tískuvikunni í París í síðustu viku. Þar
sýndi hann vor- og sumarlínu sína 2011.
Hann er þekktur fyrir að setja leik í fötin
sín og gerði t.d. fræga kápu úr böngs-
um sem Madonna klæddist. Hann er
ekkert hættur að leika sér eins og
meðfylgjandi myndir bera með sér.
Tíska
Undarlegt Bolur úr sólgleraugum,
sniðug hugmynd en óklæðileg.
Litríkt og leikandi hjá JC/DC
JC/DC Hálsmen úr Effelturnum var
viðeigandi á tískusýningu í París.
Reuters
Sirkus Fönkí kjóll og grófir skart-
gripir er klassískt hjá JC/DC.
Karlmenn og kvenmenn hafa jafna
stærðfræðihæfileika, þetta kemur
fram í nýrri rannsókn sem var birt 11.
október í tímaritinu Psychological
Bulletin.
Skoðaðar voru 242 rannsóknir
gerðar á árunum 1990 til 2007 sem
mátu stærðfræðihæfileika 1,3 millj-
óna manna frá barnaskóla til háskóla
og áfram. Allar rannsóknirnar sýndu
að ekki var marktækur munur á
stærðfræðihæfni karla og kvenna.
Þó allar rannsóknir sýni að bæði
kynin hafi jafna hæfileika til að
reikna trúa margir foreldrar og kenn-
arar enn að strákar séu betri í stærð-
fræði en stelpur. Þetta viðhorf getur
leitt til þess að stelpum sé frekar
beint frá ferli í greinum tengdum
stærðfræði eins og vísindum og verk-
fræði að sögn Janet Hyde yfirhöf-
undar rannsóknarinnar og prófessors
í sálfræði og kvennafræðum við Há-
skólann í Wisconsin-Madison
„Foreldrar og kennarar halda
áfram að halda í þá staðalímynd að
strákar séu betri í stærðfræði, og það
getur haft mikil áhrif á stelpur sem
er sagt að halda sig frá verkfræði eða
vísindum, því stelpur geti ekkert í
stærðfræði,“ segir Hyde.
Það er vitað að staðalímyndir hafa
áhrif á fræðilega frammistöðu.
„Foreldrar og kennarar senda frá
sér óbein skilaboð um hversu góð
þau búast við að börnin séu í ólíkum
fögum og það hefur sterk áhrif á hug-
myndir þeirra um sjálfan sig og getu.
Þetta getur haft mikil áhrif,“ segir
Hyde jafnframt.
Nám
Kynin eru jafnhæf í stærðfræði
Reuters
Á skólabekk Strákar og stelpur fæðast með jafn góða stærðfræðihæfileika.