Morgunblaðið - 15.10.2010, Qupperneq 14
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þessi tillaga sem liggur fyrir af
hálfu meirihlutans losar borgarstjór-
ann undan daglegum rekstri borgar-
innar. Það er verið að færa öll svið,
allar stofnanir og þjónustu við borg-
arbúa úr hans höndum og yfir á
herðar skrifstofustjóra borgarstjóra.
Í þeim tilgangi er stofnað nýtt emb-
ætti og það er ekki einu sinni aug-
lýst,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
um þá tillögu meirihlutans í Reykja-
vík að færa hluta af starfsskyldum
borgarstjóra yfir á herðar skrif-
stofustjóra hans. Tillagan var af-
greidd í borgarráði á miðvikudag og
fer fyrir borgarstjórn á þriðjudag
enda var málið afgreitt í ágreiningi.
Eftir að tillagan var borin upp
lét Jón Gnarr borgarstjóri í ljós þá
skoðun sína í samtali við Morgun-
blaðið að hann teldi orðið úrelt að
hafa aðeins einn borgarstjóra.
Veldur ekki starfinu
Júlíus Vífill gefur aðspurður lít-
ið fyrir þessi rök og telur einsýnt
hvað liggi að baki.
„Það er erfitt að lesa annað út
úr tillögunni og svo yfirlýsingu
borgarstjóra í fjölmiðlum en að hann
finni að hann valdi ekki starfi
borgarstjóra. Það er sérstakt að
borgarstjóri fer nú að tala um að það
sé ástæða til að setja á stofn annað
embætti borgarstjóra í Reykjavík.
Þeir eiga þá að vera tveir.
Það er sérstakt að velta upp
hugmynd sem þessari þegar alvarleg
tíðindi berast í sömu viku um að til
standi að segja upp tugum starfs-
manna hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Það er eiginlega óhjákvæmilegt
að velta fyrir sér hvort einhverjir
samningar í þessa veru hafi verið
gerðir þegar samstarf Besta flokks-
ins og Samfylkingar komst á. Ef það
kemur annar borgarstjóri í Reykja-
vík þá gef ég mér að það verði Dagur
B. Eggertsson.“
– Hvað með það sjónarmið Jóns
að tímarnir kalli á fleiri borgarstjóra
og að það sé úrelt viðhorf að það eigi
aðeins að vera einn borgarstjóri?
„Telji Jón Gnarr það vera svo
tekur hann ekki inn í þá mynd
hvernig borgarkerfið í Reykjavík
hefur þróast á undanförnum árum
og áratugum og hvernig svið og
stofnanir borgarinnar bera uppi
ákveðin verkefni borgarinnar og
hvernig borgarstjóri stýrir þeim
verkefnum í gegnum sína undir-
menn. Það má auðvitað velta því fyr-
ir sér þegar þeir undirmenn eru ekki
lengur undir borgarstjóra hvaða
verkefni það eru sem borgarstjóri
ætlar sjálfum sér.“
Verið að koma í skjól
Júlíus Vífill heldur áfram:
„Þessi meirihluti Besta flokks-
ins og Samfylkingar er bersýnilega
að koma borgarstjóranum og emb-
ætti borgarstjóra í ákveðið skjól. Til
þessa hefur mér vitanlega enginn
borgarstjóri kvartað undan því að
hann komist ekki yfir þau verkefni
sem honum er ætlað að sinna.“
Ekki náðist í Dag B. Eggerts-
son.
Snýst um stól fyrir Dag
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur hugmyndir um nýjan borgarstjóra
lið í að koma Jóni Gnarr í skjól Aðstæður kalli ekki á annan borgarstjóra
Morgunblaðið/Ómar
Samherjar Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson á góðri stund.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Hugmyndir um almenna niður-
færslu skulda hafa komið upp á
yfirborðið með reglulegu millibili
frá því að fjármálakerfi landsins
hrundi síðla árs 2008. Rætt hefur
verið um forsendubrest í því sam-
bandi, og það lagt til að skuldir
verði ýmist færðar niður um ákveð-
ið hlutfall, eða skuldastaðan „færð
aftur“ í það horf sem hún var í fyrir
hrun. Engum dylst að skuldavandi
margra er mikill, en ljóst er að slík-
ar aðgerðir fælu í sér mikinn kostn-
að. Hvort hann yrði borinn af rík-
issjóði, bankastofnunum,
lífeyrissjóðum eða Íbúðalánasjóði
fer eftir útfærslu.
Lækka þarf ávöxtunarkröfu
„Að mínu viti þarf að fara fram
ákveðin breyting á þeirri umgjörð
sem er um lífeyrissjóðina, en þá er
ég að vísa í viðmið þeirra um 3,5%
ávöxtun og fjárfestingarstefnu
þeirra, sem er kolröng,“ segir Ottó
Biering Ottósson, hagfræðingur.
Hann segir að taka þurfi hina víð-
tæku verðtryggingu til skoðunar,
en með því móti hefðu stýrivextir
Seðlabanka Íslands aukin áhrif.
Yrði þetta gert myndi húsnæðis-
kostnaður heimilanna lækka.
Ottó segir almenna niðurfærslu
ekki leysa vandann nema að litlu
leyti. Sú leið myndi ennfremur ekki
koma hagkerfinu út úr þeim víta-
hring sem það sé í. Finna þurfi
lausn sem taki ekki einungis á
lækkun greiðslubyrði til skamms
tíma, heldur varanlegri lausn sem
hagkerfið í heild þoli.
Lífeyrissjóðir miða skuldbinding-
ar sínar við 3,5% raunávöxtunar-
kröfu á eignasafn sitt. Þessi regla
setur gólf undir verðtryggt láns-
fjármagn í landinu og þar með fjár-
mögnunarkostnað stofnana á borð
við Íbúðalánasjóð. Lánþegar fá sín
lán á hærri vöxtum en sjóðurinn,
þar sem vaxtamuninum er ætlað að
fjármagna rekstur hans. Með því að
lækka þetta viðmið lífeyrissjóðanna
í 2,2%, segir Ottó, yrði unnt að færa
vexti af núverandi verðtryggðum
fasteignalánum niður í 3%. Hann
áætlar að heildarupphæð innlendra
íbúðalána sé um 1200 milljarðar, og
þar af um 770 milljarðar í eigu
Íbúðalánasjóðs. Ætla megi að vegn-
ir meðalvextir þessara lána séu
4,8%.
Mikil kjarabót fyrir skuldara
Breytingar sem þessar hefðu í för
með sér mikla kjarabót fyrir skuld-
ara, einkum þá sem eru með nýj-
ustu lánin, segir Ottó. Vaxtabyrði
40 ára verðtryggðs
láns, sem tekið
var í ársbyrjun
2005 á 4,8% vöxt-
um, myndi lækka
um 37%, og
greiðslubyrðin um
27%. Áfram yrði
greitt af höfuðstól,
samkvæmt upphaf-
legu greiðsluferli, en á hinum nýju
vöxtum. Séu önnur úrræði einnig
nýtt, svo sem aðlögun skulda að
eignastöðu, yrði lækkun greiðslu-
byrðinnar enn meiri. Sé miðað við
sama lán og áður, og veðsetning-
arhlutfallið 150%, sem síðan er
lækkað í 110%, myndi lækkun vaxta
í 3% fela í sér 47% lækkun greiðslu-
byrði, eða tæplega helmingslækkun.
Kostnaðurinn óverulegur
Ottó segir kostnaðinn af þessum
aðgerðum líklega óverulegan, ekki
síst í samanburði við kostnaðinn
sem hugsanlega hlytist af almennri
niðurfærslu. Hann yrði að hámarki
22 milljarðar á fyrsta ári, og bæri
Íbúðalánasjóður 14 milljarða þess.
Lægri fjármögnunarkostnaður
komi til með að vega upp á móti
tapi banka og lífeyrissjóða. Tapið
kæmi til með að minnka eftir því
sem lengur er greitt af lánunum.
Þessar aðgerðir ættu að hafa já-
kvæð áhrif á greiðslugetu fólks og
kaupmátt, segir Ottó. Aukið svig-
rúm til neyslu hefði jákvæð áhrif á
efnahagslífið í heild. Aukin umsvif
myndu síðan skila ríkinu auknum
skatttekjum, sem ynni gegn tapi
Íbúðalánasjóðs. Jafnframt ætti
lægri fjármögnunarkostnaður að
auka fjárfestingu.
Leita þarf varanlegra lausna
Forsenda fyrir því að hægt sé að létta skuldavanda heimilanna, án óbærilegs tilkostnaðar, er að end-
urskoða ávöxtunarviðmið lífeyrissjóðanna Vaxtalækkun ÍLS létti greiðslubyrði um tugi prósenta
Vaxtalækkun
» Lækkuð greiðslubyrði vegna
fasteignalána yki svigrúm til
neyslu verulega, sem og tekjur
ríkissjóðs.
» Lægri fjármagnskostnaður
ætti að liðka um fjárfestingu
fyrirtækja og hraða endur-
skipulagningu þeirra.
» Vaxtalækkun hefði jákvæð
áhrif á þróun mála á fast-
eignamarkaði.
Hreinar eignir lífeyrissjóðanna í
ágúst höfðu aukist um 2,2% að
raungildi frá því á sama tíma í
fyrra. Hins vegar voru innborganir
í sjóðina meiri en útgreiðslur, og
raunávöxtunin því minni en 2,2%.
Þetta er langt undir því viðmiði
sem sjóðirnir nota við útreikninga
á skuldbindingum, en það er 3,5%.
Nokkrir lífeyrissjóðir hafa þegar
boðað skertar greiðslur og er fyr-
irsjáanlegt að fylla þurfi í það gat
sem myndast við það að þeir ná
ekki ávöxtunarmarkmiði sínu. Líf-
eyrir ríkisstarfsmanna er til að
mynda með ríkisábyrgð og þarf
ríkið þá að hlaupa undir
bagga.
Ottó segir nauð-
synlegt að „færa gólf
lífeyrissjóðanna“ nið-
ur, en þá væri jafnframt
hægt að lækka verðtryggt vaxta-
stig í landinu. Samhliða þeim
breytingum ætti að endurskoða
fjárfestingarstefnu sjóðanna og
jafna lífeyriskjör landsmanna, að
mati Ottós. Eins og fyrirkomulagið
er núna eru allir sjóðsfélagar í
sömu deild og með sömu fjárfest-
ingarstefnu.
Ottó segir það ekki skynsamlegt
að 16 ára aðili eigi sömu eignir og
sá sem er að taka út sinn lífeyri.
Með því að skipta sjóðsfélögum í
tvær deildir yrði unnið gegn sveifl-
um á markaði, þar sem komnir
væru aðilar með mismunandi
ávöxtunarkröfu, „hvor sínum meg-
in“ í viðskiptum.
Miklar sveiflur geta gert það að
verkum að mikillar skerðingar líf-
eyrisgreiðslan verður þörf, líkt og
nú sést hér á landi.
Ná ekki ávöxtunarmarkmiðum
LÍFEYRISSJÓÐIR
Áhrif af vaxtalækkun í 3%
Greiðslubyrði
í upphafi
Áhrif vaxta- og höfuðstólslækkunar
Miðað við 16m kr. lán á 4,7% vöxtum
tekið í ársbyrjun 2006
Miðað við lækkun veðsetningarhlutfalls í 110%
Greiðslubyrði
nú (1.okt)
Ef vextir
lækka í 3%
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
Kr.
74
.00
0 k
r.
116
.43
5 k
r.
85
.22
0 k
r.
25
20
15
10
5
0
22m kr.
17,6m kr.
Lán lækkað í 110%
af verðmæti íbúðar
Staða lánsins
m Kr. þ Kr.
100
80
60
40
20
0
120
116
.43
5 k
r.
67
.55
2 k
r.
Afborgun eftir
breytingar
Greiðslubyrði
nú (1.okt)
Fyrir hálfri öld og nokkrum dög-
um betur lét Auður Auðuns af
embætti borgarstjóra eftir að
hafa gegnt stöðunni um hríð
samhliða Geir Hallgrímssyni.
Bæði voru þau í Sjálfstæðis-
flokknum og stóð þessi óvenju-
legi tími yfir frá 19. nóvember
1959 til 6. október 1960.
Björg Einarsdóttir rithöf-
undur ræddi á sínum tíma við
Auði um lífið og stjórnmálin,
auk þess að ganga frá æviágripi
um feril Auðar fyrir Andvara.
Auður hafi viljað styðja Geir í
embætti við brotthvarf Gunnars
Thoroddsen í stól fjármála-
ráðherra enda hafi Geir haft litla
reynslu af borgarkerfinu.
Björg segir Auði hafa unað því
að fara frá og láta Geir eftir
embættið enda hafi Auður haft
stóru heimili að sinna og ekki
haft sérstakan metnað til að
gegna stöðu borgarstjóra. Björg
telur hugmynd um tvo borgar-
stjóra nú lið í að Dagur snúi aft-
ur. „Mér sýnist þetta vera klók-
indabragð.“
Auður og Geir
FORDÆMI ER FYRIR
TVEIMUR BORGARSTJÓRUM
Á fundi Auður Auðuns og Geir Hall-
grímsson störfuðu saman.