Morgunblaðið - 15.10.2010, Side 16
Nýjir þættir um
útiveru, náttúru og hreyfingu
á sjónvarpsstöðinni ÍNN
Föstudagskvöld
kl. 21:30 á ÍNN INN
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
STUTTAR FRÉTTIR
● Yfirtaka danska tryggingasjóðsins
Finansiel Stabilitet á færeyska bank-
anum Eik tók gildi í gær. Hefur bankinn
nú runnið inn í nýtt dótturfélag Fin-
ansiel Stabilitet, sem nefnist Eik Banki
Føroya P/F.
Samkomulag var gert 30. september
milli Eikar og Finansiel Stabiltet og hef-
ur öllum skilyrðum nú verið fullnægt,
að því er kemur fram í tilkynningu til
Kauphallar Íslands frá Odd Bjellvåg,
stjórnarformanni bankans.
Yfirtöku á Eik lokið
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Hagnaður Norvik-samstæðunnar
nam rúmlega 1,4 milljörðum króna á
síðasta ári, að því er fram kemur í
uppgjöri sem skilað var til ársreikn-
ingaskrár í þessari viku. Norvik er
að mestu í eigu kaupsýslumannsins
Jóns Helga Guðmundssonar, en
meðal fyrirtækja Norvik hér á landi
eru Byko, Kaupás og Elko.
Tekjur samstæðunnar jukust um
tæplega 700 milljónir á síðasta ári og
námu í heild um 57,6 milljörðum
króna. Kostnaður seldra vara og
launakostnaður dregst lítillega sam-
an og hagnaður fyrir fjármagnsliði,
afskriftir og skatta (EBITDA) var
þrír milljarðar. EBITDA-hlutfall
samstæðunnar batnar raunar milli
ára og var 5,2%.
Ríflega helmingur skulda Norvik
er í erlendri mynt, en stór hluti
eignasafns fyrirtækisins er erlendis.
Breytingar á gengi krónunnar or-
saka hins vegar um þriggja milljarða
viðsnúning í gengismun milli ára, en
hann var jákvæður um einn og hálf-
an milljarð á síðasta ári. Nettófjár-
magnsgjöld voru þannig jákvæð um
87 milljónir króna á síðasta ári, en
árið 2008 voru þau neikvæð um 2,8
milljarða. Í ársreikningi kemur fram
að stjórn félagsins leggur til að eng-
inn arður verði greiddur.
Viðsnúningur í
afkomu Norvik
á síðasta ári
Morgunblaðið/Golli
BYKO Er meðal þeirra fyrirtækja sem eru í eigu Norvik, eignarhalds- og
fjárfestingafélags í eigu kaupsýslumannsins Jóns Helga Guðmundssonar.
Framlegð samstæðu batnar Sterk-
ara gengi krónunnar lagar skuldastöðu
Norvik á síðasta ári
» Hagnaður samkvæmt sam-
stæðureikningi nam rúmlega
1,4 milljörðum króna.
» EBITDA hækkar um 700
milljónir milli ára og var þrír
milljarðar. EBITDA-hlutfall
batnar og var 5,2%, miðað við
4,1% árið áður.
» Meðal fyrirtækja í eigu Nor-
vik eru Kaupás, sem rekur
Nóatún, Byko og Elko.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+.
+/0-1
++,-,2
2,-/0.
+3-+0
+0-/4/
++4-/0
+-.401
+/.-3+
+41-54
++,-.3
+/0-5.
++,-.1
2,-521
+3-2+0
+0-5,0
++0-,5
+-.0,1
+/1-1.
+44-25
2,0-+50
++,-04
+//-20
++,-00
2,-554
+3-2/2
+0-544
++0-1
+-.011
+/1-34
+44-/+
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Með því að binda í lög eða stjórn-
arskrá reglu um að útgjöld ríkisins
megi á hverju ári ekki aukast meira
en sem nemur meðaltali hagvaxtar á
mann undanfarin tíu ár væri hægt að
létta mjög undir peningamálastjórn
og jafna efnahagssveiflur.
Kemur þetta fram í þingsályktun-
artillögu, sem Tryggvi Þór Her-
bertsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, mun leggja fram í byrjun
næstu viku ásamt flokkssystkinum
sínum.
Í drögunum að þingsályktunartil-
lögunni segir að til að leysa þann
hagstjórnar- og gjaldmiðlavanda
sem Íslendingar búa við verði lagt til
að tekin verði upp fjármálaregla sem
styður við peningamálastefnuna á
þann hátt að ekki þurfi að beita
vaxtatækjum Seðlabankans á eins af-
drifaríkan hátt og verið hefur. Fjár-
málareglan felst í því að ríkisútgjöld
vaxi sem nemur meðalhagvexti á
mann undanfarin 10 ár, óháð árferði.
Segir í drögunum að ef þessi regla
væri við lýði yrði ríkissjóður rekinn
með afgangi í góðæri en halla í óáran.
Reglan mundi því draga úr hag-
sveiflu og minnka álagið á peninga-
málastefnuna.
„Þegar sagan er skoðuð hefur ríkið
og fjármálastjórnin frekar verið til
þess fallin að auka sveiflur en jafna
þær. Með því að binda útgjaldaaukn-
ingu með þessum hætti virka útgjöld
hins opinbera frekar til þess að
tempra sveiflur. Á uppgangstímum
yrði ríkið rekið með afgangi, en með
halla í niðursveiflu,“ segir Tryggvi í
samtali við Morgunblaðið.
Rannsókn sýnir að ef fylgt hefði
verið þessari stefnu í opinberum fjár-
málum á Íslandi árin 1964–2001
hefðu hagsveiflur árin 1978–2001
orðið um þriðjungi minni en raun
varð.
Vextir lægri og sveiflur minni
Samanlagt núvirði aukinnar
vergrar landsframleiðslu vegna regl-
unnar þessi ár hefði verið um 1.600
milljörðum króna meiri en ella.
Notkun reglunnar hefði haft þjóð-
hagslegan ávinning í för með sér sem
falist hefði í aukinni framleiðslu,
minni óvissu, jafnari neyslu og meiri
efnahagslegri velferð.
Tryggvi segir að ef reglunni sé
fylgt styðji fjármálastefnan mun bet-
ur við peningamálastjórnina og að
ekki þyrfti að stunda jafn harða pen-
ingamálastjórn af hálfu Seðlabank-
ans og ef hennar nyti ekki við.
„Vextir Seðlabanka hefðu því að
öðru jöfnu verið stöðugri og lægri
undanfarin ár en raun ber vitni.
Rannsóknin sýnir í raun að sveiflur á
vöxtum Seðlabankans hefðu getað
verið allt að helmingi minni en raun
varð á, og þar með sveiflur á gengi
krónunnar, sem endurspeglar hve
miklu minni óvissan hefði verið fyrir
allt atvinnulíf og heimili.“
Ríkisútgjöld jafni frekar
sveiflur en magni þær
Leggja til að aukningu ríkisútgjalda verði settar skorður
Morgunblaðið/Ernir
Stjórn Með því að taka upp regluna, sem mælt er fyrir í þingsályktunar-
tillögunni, myndi fjármálastjórn vinna með peningastjórn Seðlabanka.
Flýtir upptöku evru
» Frá lýðveldisstofnun hefur
verðbólga að meðaltali verið
um 18 prósent á ári.
» Segir í þingsályktunar-
tillögunni að svo há verðbólga
endurspegli misheppnaða hag-
stjórn.
» Þá segir að upptaka regl-
unnar myndi leiða til þess að
hægt væri að framfylgja skil-
yrðum ESB um hagstjórn mun
betur og þar með flýta upp-
töku evru.
● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI
hækkaði um 0,4% í gær, í 10,5 millj-
arða króna viðskiptum. GAMMAi: Verð-
tryggt hækkaði um 0,5% í 4,1 milljarðs
króna veltu og GAMMAxi: Óverðtryggt
hækkaði um 0,1% í 5,3 milljarða króna
viðskiptum. Síðustu vikuna hefur heild-
arvísitalan hækkað um rúmt prósent,
en lækkað um tæp 8% síðasta mán-
uðinn. Frá upphafi árs hefur vísitalan
hækkað um rúm 10%.
Skuldabréfaverð hækk-
aði í kauphöllinni