Morgunblaðið - 15.10.2010, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
Eldaskálinn
Ármúli 15 . 108 Reykjavík . sími: 562 1420
eldaskalinn@eldaskalinn.is . www.invita.com
– persónulega eldhúsi›
Allt að 80% afsl.
Invita hættir á Íslandi
ALLT Á AÐ SELJAST
INVITA ISLAND
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
GERÐU OKKUR TILBOÐ
Komirðu með teikningu, sjáum við hvernig þetta nýtist þér
Eldhúsinnréttingar – Baðinnréttingar
Opið
laugard.
16. okt.
kl . 10–14
LOKA
ÚTKA
LL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Leiðtogi nýstofn-
aðs, opinbers frið-
arráðs í Afganist-
an, Burhanuddin
Rabbani, sem er
fyrrverandi for-
seti landsins, stað-
festi í gær að
stjórnvöld hefðu
með aðstoð milligöngumanna leitað
fyrir sér um frið við talibana, að sögn
The New York Times. Fram kom
einnig í vikunni að bandarískir yfir-
menn fjölþjóðaherliðsins hefðu tryggt
að háttsettir fulltrúar talibana gætu
ferðast óáreittir til og frá Kabúl
vegna viðræðnanna við talsmenn Ha-
mids Karzais forseta.
Ljóst er af ummælum bæði
bandarískra embættismanna og full-
trúa Atlantshafsbandalagsins í
Brussel að stjórnvöld í Washington
beita sér af meira afli fyrir friðarvið-
ræðum en áður hefur verið látið í ljós.
Og talibanar vilja að sögn Rabbanis
að viðræður fari fram. „Það er núna
fyrir hendi sérstakur grundvöllur,“
sagði hann á fréttamannafundi í Ka-
búl. „Ríkisstjórnin og alþjóðasam-
félagið styðja okkur í þessu.“ Þess má
geta að æðstu menn talibana hafa
ávallt neitað því að friðarviðræður séu
í gangi.
Karzai hefur um margra mánaða
skeið árangurslaust reynt að fá talib-
analeiðtoga til að taka sæti í stjórn
sinni. Enn meiri þungi hefur verið í
þessum tilraunum eftir að Barack
Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yf-
ir að hann ætlaði að byrja að fækka í
bandaríska herliðinu í Afganistan
næsta sumar. The New York Times
segir þessa þróun mála geta verið
merki um að aukin svartsýni ríki með-
al ráðamanna í Washington um að
fjölgun í bandaríska herliðinu í Afg-
anistan í sumar tryggi betri árangur.
Ræða frið
við talibana
Fara óáreittir til og frá Kabúl
Burhanuddin
Rabbani
Luis Urzua (t.v.), verkstjóra námumannanna sem lok-
uðust niðri í San Jose-koparnámunni í Síle á rúmlega
600 metra dýpi fyrir rösklega 70 dögum, er hér fagnað
ákaft af forseta Síle, Sebastian Pinera. Urzua var síð-
astur mannanna 33 til að láta draga sig upp í björg-
unarhylkinu aðfaranótt fimmtudags. En allra síðastur
upp úr námunni var samt björgunarsveitarmaður og
gamall atvinnumaður í knattspyrnu, Manuel Gonzales.
Hann fór fyrstur niður með hylkinu á miðvikudag til að
undirbúa björgunina og segist aldrei munu gleyma
þeim degi, fögnuði mannanna sem fyrstu vikurnar ótt-
uðust að deyja úr þorsta og hungri undir Atacama-
eyðimörkinni. „Kraftaverkið í San Jose“, kallaði
breska blaðið The Daily Telegraph björgun mannanna.
Reuters
„Kraftaverkið í San Jose“
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Stjórnvöld í Síle þykja hafa staðið sig
vel í að skipuleggja björgunina og Síle
er nú „sameinaðra og sterkara en
nokkru sinni fyrr,“ fullyrti Sebastian
Pinera forseti sem hefur verið mjög í
sviðljósinu. Hann hét því í gær að láta
efla öryggi í námum landsins.
Tveir synir Alfonso Avalos, þeir
Florencio og Renan, voru í hópnum
sem bjargaðist. Alfonso segir að þeir
taki að sjálfsögðu ákvörðun um það
sjálfir hvort þeir finni sér aðra vinnu.
En hann viðurkenndi að ef til vill
myndi hann ekki geta sofið rólegur ef
þeir héldu áfram. Störf námumanna í
landinu eru tiltölulega vel launuð mið-
að við almenn verkamannsstörf.
„Námumaður veit aldrei hvort
hann kemur aftur heim,“ sagði Jimmy
Cardona, faðir eins mannanna. Við-
brögð aðstandenda voru eins og björg-
unin í beinni útsendingu sjónvarps um
allan heim, óttinn, gleðitárin og ærandi
fögnuðurinn þegar ljóst var að allt
hafði farið vel.
„Verið svo væn að fara ekki með
okkur eins og stjörnur,“ sagði einn
námumannanna sílesku, Mario Sepul-
veda, eftir björgunina. „Ég vil að ég sé
meðhöndlaður eins og Mario Sepul-
veda og vil fá að halda áfram að vinna.“
Fyrir suma námumannanna var
athyglin dálítið óþægileg. Yonni Bar-
rios, sem er fimmtugur, steig út úr
hylkinu og faðmaði konu sem reyndist
vera viðhaldið hans. En eiginkonan til
28 ára, Marta Salinas, var sáttfús,
sagði hann hafa fengið sér annan lífs-
förunaut en sagðist óska honum alls
góðs.
Pinera heitir að
auka öryggið
Námumenn fanga athygli heimsins
Eitt sinn námumaður...
» Námumennirnir hyggjast
fara fram á milljónir dollara í
skaðabætur frá fyrirtækinu.
» Sumir mannanna segjast
vilja halda áfram störfum við
námugröft, þrátt fyrir allt.
» Bretinn Jonathan Franklin
hefur þegar selt forlagi bókina
„33 menn grafnir lifandi: sagan
af inniluktu, sílesku námu-
mönnunum.“
Starfsmenn rúmenska fjármálaráðuneytisins mótmæla niðurskurði og
hrópa slagorð gegn ríkisstjórninni á útifundi í Búkarest í gær. Aðgerðir
gegn samdráttaraðgerðum stjórnvalda valda nú miklum truflunum víða í
Evrópu. Óeirðalögreglumenn í Aþenu réðust inn í Akrópólis-hofið í gær og
fjarlægðu tugi liðsmanna menningarmálaráðuneytisins sem lögðu það und-
ir sig fyrir viku í mótmælaskyni við væntanlegan brottrekstur 320 manna í
tímabundnu starfi. Loks má geta þess að bæði ungir og gamlir Frakkar
hafa andmælt kröftuglega með verkföllum og mótmælagöngum áformum
stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62. kjon@mbl.is
Reuters
Bálreiðir ráðuneytismenn