Morgunblaðið - 15.10.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 15.10.2010, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 Horft Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra voru meðal þeirra sem keyptu fyrstu kynjagleraugun í gær í húsnæði Stígamóta þegar opnað var fyrir landssöfnun gegn kynferðisofbeldi. RAX Mig rak í rogastans þegar sumar tölur fjárlagafrum- varpsins birtust mér. Þar var mörg talan undarleg, sumar lítt þarfar eða jafnvel óþarfar eins og sumt í tengslum við Evrópusam- bandið og Nato, já og sendi- ráðabýsnin, svo aðeins sé að einhverju vikið. Aðrar upp- hæðir lutu vægast sagt skelfilegri skerðingu, eins og heilbrigðisþjónusta lands- byggðarinnar er órækast dæmi um, svo og málefni fatlaðra, að ógleymdri fyrir- sjáanlegri kjaraskerðingu eldri borgara og öryrkja. Það fór um mig hrollur og ég spurði sjálfan mig að því, hvort frjálshyggjan væri hér ennþá að í dulargervi. Að mér læddist einnig sá ljóti grunur að hér hefðu hinir harðsvíruðu kapítalistar í Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum komið að sínum kámugu krumlum, enda vitað að þar á bæ mega menn ekkert aumt sjá – öðru vísi en sparka í það. Ég fór að hugsa til baka til upphafs áttunda áratugar síðustu ald- ar, þegar ég var þess láns aðnjótandi að vera á vettvangi þegar mikilvægar rétt- arbætur voru gerðar á kjörum aldraðra og öryrkja og ekki síður þegar umbylting átti sér stað í skipulagi á heilbrigðisþjón- ustu landsbyggðar, ráðstafanir sem voru gjörðar af vinstri stjórn með Magnús Kjartansson ráðherra heilbrigðismála í fararbroddi aðgerðanna. Það voru góðar ráðstafanir sem enn sér stað í svo mörgu. Og vel að merkja þá voru þessar ráðstaf- anir, þessi fjármunatilfærsla, öllu sam- félaginu dýrmæt, þó þær raddir hljómuðu hátt af hægri vængnum að þetta væri só- un og bruðl. Þessa arfleifð ber að varð- veita, þar er skylda vinstri manna mest. Í ljósi minna fyrstsögðu orða gæti ein- hver haldið, að hrunið mikla, afleiðingar hægri veizlunnar alltumlykjandi í þágu hinna bezt megandi, þar sem milljarðar skiptu um vasa eins og ekkert væri ein- faldara og „réttlátara“!, að þetta allt hefði með öllu farið fram hjá þeim er þetta rit- ar og mætti máske skrifa á einhvers kon- ar elliglöp. En það er nú ekki svo og vel veit sá er hér mælir, að enginn er öf- undsverður af að reyna að bjarga því sem bjargað verður eftir ósköpin, hreinsa til eftir fjármálasóðaskap- inn. En einmitt af því að erfiðleikarnir eru svo miklir og erfitt að ná fram sem raunhæfustum fjárlögum þá þarf að forgangsraða sem aldrei fyrr og það þykir mér alls ekki hafa tekist sem skyldi. Ríkisstjórnin er að vísu í skelfi- legri stöðu og grátbroslegt að sjá ábyrgðarmennina að baki hrunsins og sporgöngumenn þeirra vera að hneyksl- ast, þá sem ollu þessum erfiðleikum við gjörð fjárlaganna með sinni snargölnu frjálshyggju, þar sem hinn almáttugi markaður átti að sjá um allt réttlæti, réttlæti fárra vel að merkja. Við þá eiga vel hin gullnu orð: Vei yður, þér hræsn- arar. En samt í mikilli hjartans alvöru: Í öll- um bænum ágætu vinstri menn, vindið ofan af mesta ranglætinu í frumvarpinu ykkar og forgangsraðið öðru vísi, sum- part er þar um lífsspursmál að ræða í þess orðs beztu landsbyggðarlegu merk- ingu. Einn góðvinur minn spurði mig: Er máske meiningin með þessum niður- skurði að landsbyggðarfólk eigi í ríkara mæli en aðrir að standa undir flotta, nýja háskólasjúkrahúsinu? Það er von að menn spyrji ýmissa slíkra spurna. En eins og Cató gamli endaði sínar ræður með annarri tilvísun þá enda ég allar mínar ræður svo: Að lokum legg ég til að ESB- umsóknin verði afturkölluð. Eftir Helga Seljan » Það fór um mig hrollur og ég spurði sjálfan mig að því, hvort frjálshyggjan væri hér ennþá að í dular- gervi. Helgi Seljan Höfundur er fv. alþm. Þetta gjöra vinstri menn ekki Erlendar eignir lífeyrissjóða nema rúmlega 500 milljörðum króna. Fjár- fest er í bestu fyrirtækjum heimsins og öllum atvinnugreinum, þ.m.t. auð- lindum annarra þjóða. Okkur finnst þetta sjálfsagt og eðlilegt, rétt eins og að við fáum aðgengi að vinnu- mörkuðum og háskólum erlendis fyr- ir okkar fólk, svo dæmi séu tekin. Þessi erlenda eign bjargaði miklu í hruninu. Um leið varði þetta heild- arstöðu landsins gagnvart umheim- inum og þar með sjálfstæði þess, sem hékk á bláþræði. Þörf er á að auka þessar fjárfest- ingar. Lögbundið hámark á erlendum fjárfest- ingum lífeyrissjóða er nú 50%. Þetta hámark var sett til að verja sjóðina gegn gjaldeyrisáhættu. Hlutunum var með þessu snúið á haus, því krónan er einn áhættusamasti gjaldmiðill heimsins. Fremur ætti að lögbinda 50% lágmark á erlendar fjárfestingar sjóðanna. Á móti ættum við að stuðla að þátttöku erlendra sjóða í fjárfestingarverk- efnum innanlands. Nú er tækifærið til þess, því erlendir samstarfsaðilar lífeyrissjóðanna koma auga á tækifærin sem felast í að endurreisa bestu fyrirtæki landsins og hlutabréfamarkaðinn sjálfan með, alveg frá grunni. Tvöfalt siðgæði? Finnst okkur í alvöru sjálfsagt að við fáum að fjárfesta erlendis að vild en bönnum öðrum þjóð- um að fjárfesta hjá okkur? Er sjálfgefið að Evr- ópubúar séu betri erlendir fjárfestar en aðrir? Eru t.d. Kanadamenn ekki ágætir líka? Ekki verður annað séð. Þeir hafa m.a. lengi verið okkur vinveittir og veitt okkur atvinnu- og dvalarleyfi, að því er virðist án takmarkana. Ekki verður séð að þeir séu okkur síður vinveittir en sumar Evr- ópuþjóðir, t.d. Bretar og Hollendingar upp á síð- kastið eða þá Þjóðverjar, sem hafa gert okkur skiljanlegt að þeir ætli að ráða því hvort við veið- um hval á okkar heimamiðum. Við erum búin að aðgreina auðlind frá rekstri á orkusviðinu. Orku- fyrirtæki leigja afnotin til þess tíma sem lög leyfa. Vilji menn stytta þennan lögleyfða tíma, þá gera menn það með breytingum á lögum. Svo einfalt er það. Hvort hlutabréfin í þessum félögum eru að hluta til í eigu erlendra aðila er ekkert stórmál. Það er sérkennilegt efnahagslegt vandamál að öfgar fái að hindra að arðbær atvinnufyrirtæki komist á legg. Áhugaverð atvinnugrein Orkugeirinn er eftirsóknarverður fyrir lífeyrissjóðina af ýmsum ástæðum. Fjárfestingar í orku eru langtímafjárfestingar og lífeyr- issjóðir eru langtímafjárfestar. Orkuframleiðslan er stöðug, sjóð- félagar kunna einmitt að meta stöð- ugleika lífeyris síns. Orkufyrirtæki tengjast útflutningsiðnaði og við þurfum að afla okkur aukinna er- lendra tekna á næstu árum til að borga erlendar skuldir. Orkufyr- irtækin hafa tekjur tengdar erlendum gjald- miðlum. Fjárfesting í þeim getur því verið ígildi erlendrar fjárfestingar. Lífeyrissjóðirnir gætu því greitt hluta fjárfestingar sinnar í orku með gjald- eyri. Orkufyrirtækin skapa ný störf. Ný störf skapa fjárstreymi og vöxt í lífeyrissjóðina, sem gerir þá að hagkvæmari rekstrareiningum. Al- mennt er því æskilegt að lífeyrissjóðir eigi í orku- fyrirtækjum. Sjóðirnir fara með almannafé. Vel fer á þessu. Gera mætti hluthafasamkomulag um þau atriði sem aðilar vilja leggja áherslu á. Landsvirkjun hefur lengi liðið fyrir pólitísk af- skipti. Fyrirtækið hefði ekki nema gott af því að starfa undir aga fjárfesta sem gera ávöxt- unarkröfu markaðarins að viðmiðun sinni. Lífeyr- issjóðir ættu líka að kaupa hlut í Magma Energy. Félagið er þegar skráð á markaði í Toronto og því auðvelt um vik. Með þessu væru sjóðirnir að leggja íslensku atvinnulífi lið og að efla þróun um- hverfisvænnar orku. Þá væri einnig komið nokkuð til móts við sjónarmið um íslenskt eignarhald á fyrirtækjum sem starfa í orkuiðnaðinum. Með þessu væri almannafé nýtt til að efla atvinnu og vöxt á ný og skapaður grundvöllur sáttar um er- lendar fjárfestingar í íslenskum orkuiðnaði. Þá gætum við líka hætt að hengja haus, rétt úr okkur og horft fram á við eins og okkur er eðlilegt. Eftir Ragnar Önundarson » Það er sérkennilegt efnahags- legt vandamál að öfgar fái að hindra að arðbær atvinnufyrir- tæki komist á legg Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og er varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðir fjárfesti í orku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.