Morgunblaðið - 15.10.2010, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
✝ Kristján Frið-riksson fæddist í
Ólafsvík 1. september
árið 1926. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. október 2010. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðrún Mar-
grét Árnadóttir, hús-
móðir, f. 12.2. 1902,
d. 7.5. 1986, og Frið-
rik Sigurðsson,
verkamaður, f. 14.7.
1898, d. 29.3. 1974.
Systkini Kristjáns
eru: Guðni Karl sem lést 25.11.
1999, af börnum hans er Berglind
á lífi og býr í Bandaríkjunum;
Fríða sem býr í Kópavogi, hennar
barn Jóhann Möller, lést 9. maí
1992. Hún er gift Ellerti Jenssyni;
Ólöf Steina gift Sigurði Tryggva-
syni. Þeirra börn eru Þorsteinn,
Ragnar, Hrefna og Erna, öll búsett
í Svíþjóð; og Örn sem býr í Hafn-
arfirði. Hans börn og Ólafar
Helgadóttur, d. 3. sept. 2008, eru
Róbert Þór, Guðrún Valdís og
Tinna.
Kristján kvæntist Stefaníu
Sveinsdóttur frá Arnarbæli í
Grímsnesi 31. des. 1950. Stefanía
lést 27. mars 1997. Þeim varð ekki
barna auðið.
Kristján var elstur systkinanna
og flutti með for-
eldrum sínum í Laug-
arneshverfið í
Reykjavík 1928 þar
sem hann ólst upp.
Þau bjuggu fyrst í
Viðvík sem stóð við
Laugarnesveginn og
síðan í Litla-Landi
sem var á horni
Sundlaugavegar og
Gullteigs og þar næst
að Hrísateig 33 sem
Kristján byggði í fé-
lagi við föður sinn
Kristján lauk
sveinsprófi í húsasmíði 5. maí 1950
og í framhaldi af því meistaraprófi
í húsasmíði. Hann starfaði í fjölda
mörg ár hjá Almenna bygginga-
félaginu o.fl. við fjölbreytt verkefni
eins og byggingu raforkuvera við
Sogið og Mjólká, smíði á íþrótta-
höllinni í Laugardal og hafnargerð
í Njarðvíkum. Hann stofnaði í fé-
lagi við aðra byggingafyrirtækið
Stöpul sem byggði íbúðarhús í
fjöldamörg ár. Síðustu árin starf-
aði Kristján við öryggisvörslu í
Seðlabankanum. Kristján var virk-
ur félagi í Oddfellowstúkunni
Skúla fógeta í meira en 50 ár.
Útför Kristjáns fer fram frá Ví-
dalínskirkju í Garðabæ í dag, 15.
október 2010, og hefst athöfnin kl.
13.
Veturinn 1959 stóðu yfir fram-
kvæmdir við Steingrímsstöð í Sogi.
Veður voru fádæma válynd, rigning
og rok annan hvern dag. Vaskur hóp-
ur trésmiða vann að byggingu stöðv-
arhússins í regngalla og rennblautir
frá morgni til kvölds. Þessi hópur
gekk undir nafninu „víkingasveitin“
og þótti ekki árennilegur, ekki síst
foringinn, svartur og sambrýndur.
Undirritaður, þá óharðnaður verk-
fræðistúdent, prísaði sig sælan að
vera í járnaflokknum inni í göngum.
Þessir löngu liðnu dagar koma ósjálf-
rátt upp í hugann nú þegar Kristján
Friðriksson er allur.
Kristján Friðriksson var rétt með-
almaður á hæð, grannvaxinn og
dökkur yfirlitum. Kristján var fátal-
aður um eigin hag. Þó vissi ég að
hann átti sem ungur maður við veik-
indi að stríða og lá um hríð á Landa-
kotsspítala. Taldi hann síðar þá dvöl
hafa orðið sér nokkurt lán, ekki að-
eins kynntist hann einni starfsstúlk-
unni, Stefaníu Sveinsdóttur frá Arn-
arbæli, heldur og breytti þessi dvöl
allri hans afstöðu til lífsins. Að endur-
heimtri fullri heilsu var honum eftir
það ekkert að vanbúnaði.
Stórframkvæmdir höfðu heillað
Kristján ungan. Árið 1957 réðst hann
sem verkstjóri til Phil og Sön við
byggingu Mjólkárvirkjunar í Arnar-
firði. Það var upphafið að löngum
ferli Kristjáns í þágu Phil og Sön og
Almenna byggingafélagsins, fyrst
Mjólká, þá Steingrímsstöð í Sogi,
Íþróttahöll í Laugardal, Landshöfn í
Njarðvík og fjöldi smærri verka.
Kristján var bæði vandvirkur og af-
burða verkhygginn. Öll verk þaul-
hugsuð fyrirfram, aldrei tvíverknað-
ur, ekkert í súginn. Enginn hafði
áhyggjur af verki sem Kristján hafði
tekið að sér. Að lokinni þessari hrinu
stórframkvæmda rak Kristján um
tíma lítið verktakafyrirtæki með sín-
um gömlu félögum. Þegar um hægð-
ist gerðist hann eftirlitsmaður við ný-
byggingu Seðlabanka Íslands við
Sölvhólsgötu, en var að henni lokinni
ráðinn sem vaktmaður til bankans,
uns hann lét af starfi fyrir aldurs sak-
ir.
Sérstakur kafli í lífi Kristjáns var
veiðifélagið sem hann átti með
nokkrum vinum sínum og tók á leigu
litla laxveiðiá og eyðibýli í Kollafirði á
Barðaströnd. Þar sem annars staðar
var Kristján sjálfkjörinn til forystu
og ávallt nefndur „stýrimaðurinn“ í
þeim hópi. Aldrei sagði hann styggð-
aryrði þótt menn létu misjafnlega að
stjórn og aldrei heyrði ég hann
leggja til nokkurs manns. Þó mátti
sjá þessar þykku augabrúnir síga, ef
Kristjáni mislíkaði. Spurðu þá gjarn-
an vinir hans, hvort gardínurnar
hefðu verið uppi eða niðri ef þeir
töldu eitthvað hafa farið úrskeiðis.
Ógleymanlegt var að heimsækja
Kristján og Stefaníu í Kollafjörðinn.
Hvergi verður lognið meira né sjór-
inn sléttari. Kristján flíkaði aldrei til-
finningum sínum. Tár á hvarmi yfir
fegurð lífsins gerðu orðin líka óþörf.
Kristján Friðriksson var einn af
þessum eitt hundrað prósent mönn-
um, sem maður hittir einstöku sinn-
um á lífsleiðinni.
Pétur Stefánsson.
Kristján Friðriksson vinur minn
er látinn eftir baráttu við erfiðan
sjúkdóm.
Kynni og vinátta okkar Kristjáns
byrjuðu, þegar ég gekk í Oddfellow-
stúkuna Skúla fógeta fyrir 36 árum.
Kristján var hæglátur maður,
mjög áreiðanlegur, kurteis, tillits-
samur og þægilegur í allri fram-
komu.
Góð vináttubönd mynduðust milli
okkar hjóna við Kristján og Stefaníu
konu hans, sem látin er fyrir mörgum
árum. Konan mín, Lúisa, hafði mikl-
ar mætur á Kristjáni og var hún með
okkur í öllum golfferðum, meðan hún
lifði.
Ógleymanlegar eru allar þær golf-
ferðir, sem við fórum saman á síðustu
15-20 árum.
Það var orðin föst regla að skipu-
leggja golfferðir bæði vor og haust.
Fyrst var ferðinni heitið til Portúgal,
en síðustu árin til Spánar. Það var
leikið golf alla daga, og síðan slappað
af í sólinni með tilheyrandi hress-
ingu, sem alltaf var þó mjög í hófi.
Áhuginn var svo mikill að sjaldnast
dugði einn golfhringur.
Þetta voru ánægjulegir tímar, og
mikið spjallað saman.
Síðasta ferð okkar var í lok apríl og
byrjun maí á þessu ári, og voru spil-
aðar 27 holur alla dagana.
Ennfremur spiluðum við mikið
golf flesta daga hér heima á golfvelli
Oddfellowa. Síðasta skiptið var rétt
áður en hann fór á Landspítalann, í
júnímánuði, en þaðan átti hann ekki
afturkvæmt.
Áhuginn, kjarkurinn og bjartsýnin
var mikill, og við keyptum saman
golfferð 22. október í haust, og lengi
vel var hann alveg ákveðinn að kom-
ast í þá ferð.
Ef ekki viðraði til golfs, fórum við
oft í gönguferðir, til að halda okkur í
þjálfun, ýmist var gengið með sjón-
um við Sjálandið, þar sem Kristján
bjó, eða kringum Vífilsstaðavatn.
Síðan fengum við okkur kaffisopa og
ræddum saman.
Oft borðuðum við líka saman og
höfðum ánægjulega kvöldstund.
Ég á margar góðar minningar um
Kristján vin minn og er þakklátur
honum fyrir allar þær góðu samveru-
stundir, sem við áttum saman.
Systrum hans, bróður og þeirra
fjölskyldum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Rafn I. Jensson.
Kristján Friðriksson
✝ Geir AustmannBjörnsson fædd-
ist á Strjúgstöðum,
Langadal, A–
Húnavatnssýslu, 20.
febrúar 1920. Geir
lést í Reykjavík 1.
október 2010. For-
eldrar hans voru
Guðrún Þorfinns-
dóttir, f. 9. nóv.
1895, d. 1. des. 1994,
og Björn E. Geir-
mundsson, f. 25. maí
1891, d. 7. febrúar
1965. Geir var næst-
elstur í 7 systkina hópi og eru
þau: Jón Konráð, f. 1918, Garðar,
f. 1921, Svana Helga, f. 1923, Ari
Björgvin, f . 1924, d. 2001, Ing-
ólfur Guðni, f. 1930, og Hjördís
Heiða, f. 1938, d. 2007.
Geir kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni árið 1946, Arnheiði
Lilju Guðmundsdóttur, f. 1. júlí
1920. Foreldrar hennar voru Jón-
Blönduós. Hann úrskrifaðist sem
rafvirki frá Iðnskólanum á Ak-
ureyri og hlaut meistararéttindi í
þeirri iðn árið 1946. Það sama ár
stofnaði hann fyrirtækið sitt Raf-
tækjastöðina, raftækja- og raf-
lagnaverkstæði. Nokkru síðar kom
bróðir hans Jón að rekstrinum og
saman ráku þeir einnig smásölu-
og innflutningsverslun á horni
Laugavegar og Vitastígs til ársins
1980. Eftir það flutti Geir fyr-
irtækið í Kjörgarð þar sem hann
rak heildverslun í nokkur ár. Síð-
ustu starfsárin starfaði hann sem
umsjónarmaður við Þjóðminjasafn
Íslands. Á sjötta áratugnum rak
Geir ásamt fleirum heildsöluna
Trans Ocean, fyrirtæki sem flutti
inn vörur frá Póllandi og Tékkó-
slóvakiu. Um skeið var Geir í
stjórn Kaupmannasamtaka Ís-
lands. Þau hjónin bjuggu allan
sinn búskap í Reykjavík. Geir var
mikill áhugamaður um skógrækt
eins og lundurinn hans við Rauða-
vatn sýnir og sumarbústaðarland
þeirra hjóna við Apavatn. Ævi-
kvöld þeirra hjóna hefur verið á
Grund við Hringbraut.
Útför Geirs fer fram frá Grens-
áskirkju í dag, 15. október 2010,
og hefst athöfnin kl. 15.
ína Kristín Þorsteins-
dóttir og Guðmundur
Ásmundsson bændur
á Efra-Apavatni.
Börn Arnheiðar og
Geirs eru Guðrún
Erla, f. 16. des. 1951,
maki Björn Harð-
arson, börn hennar
eru Hörður Ýmir,
Urður Anna og
Björn Loki, sonur
Harðar Ýmis er
Breki Ingibergur.
Steinunn Jóna, f. 29.
okt. 1952, maki
hennar er Ómar Össurarson, dótt-
ir hennar er Arnheiður Rós. Geir
Arnar, f. 8. nóv. 1961, maki Helga
Hermansdóttir, börn hans eru
Davíð Steinn, Alda Lilja og Berg-
ur Ingi. Sigurjón Guðbjörn, f. 16.
júní 1964, maki Harpa Stef-
ánsdóttir, dætur hans eru Sóley
og Ástrós.
Geir ólst upp á Hnjúkum við
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn Geir Björnsson. Ég kynntist
honum fyrir um aldarfjórðungi síðan
þegar ég fór að venja komur mínar á
heimili þeirra Arnheiðar í fylgd
yngsta sonarins. Ég læt hugann reika
og rifja upp kynni okkar Geirs. Ég sé
hann fyrir mér í hólnum hennar Öddu
á æskuslóðum hennar við Apavatn.
Það er snemma morguns, fáninn
dreginn að húni. Geir gengur um tún-
ið í vinnufötum með derhúfu, grannur
og frísklegur með skóflu í hönd og
tilbúinn í dagsverkin. Hann hafði yndi
af að rækta tré og græða land og hafði
aflað sér mikillar reynslu á því sviði.
Trjáreiturinn sem Geir ræktaði við
Rauðavatn, þar sem fjölskyldan hafði
eitt sinn sumarhús, tengir okkur sem
eftir lifum við anda hans. Gróskan í
trjáreitnum ber vott um þekkingu
hans á ræktun og blómastrandi lúp-
ínubreiður við Rauðavatn eru af-
rakstur árangursríkra tilrauna hans
við að græða mela. Hann var auk þess
ágætlega handlaginn, útsjónarsamur
og oft hugmyndaríkur og hafði gaman
af að smíða og finna tæknilegar lausn-
ir á hinum ýmsu þörfum fjölskyld-
unnar. Hann útbjó t.d. háaloftsstiga í
sumarhúsinu og vatnsdælur.
Geir var alltaf léttur í lund og stutt í
hláturinn. Jafnvel gat hann hlegið
dátt síðustu ævidagana ef honum
þótti eitthvað fyndið. Þó líkaminn
væri orðinn rýr og röddin farin að
gefa sig gat hlakkað í honum við
minnsta tilefni. Hann var mjög mús-
íkalskur, hafði lært á fiðlu og spilaði á
píanó og söng í hinum ýmsu kórum á
sínum efri árum.
Ég læt hugann aftur reika. Að
þessu sinni stansar mynd hugans
niðri við Apavatnið. Það er fjöl-
skylduhátíð afkomenda systkina Arn-
heiðar um Verslunarmannahelgi. Það
er varðeldur og mikið sungið. Hljóm-
ur nokkurra fallegra tenórradda
berst um loftið. Þetta er söngur Geirs
og mága hans, sunginn með gleði og
innlifun. Nú hefur Geir kvatt okkur
og farið yfir móðuna miklu til mága
sinna þeirra Gústa og Vals, þar sem
þeir geta áfram sungið saman. Eftir
hljómar fallegur söngurinn í hugan-
um.
Geir var snyrtimenni, nútímalegur
og ágætlega að sér. Hann hafði
ferðast um heiminn í tengslum við
rekstur Raftækjastöðvarinnar sem
hann einu sinni rak og hafði yndi af að
ræða um eftirminnilegustu borgirnar.
Fallegust þótti honum Prag. Þau
hjónin ferðuðust víða á meðan þeim
entist heilsan. Geir var alltaf tilbúinn
til að fylgja Öddu. Í huga hans jafn-
aðist enginn matur á við mömmumat-
inn hennar. Hann naut allra stunda
við litla eldhúsborðið þeirra. Hrær-
ingur, súr hvalur, lambahryggur,
slátur eða súpa. En mikilvægast af
öllu var sósan. Í huga Geirs gat eng-
inn búið til eins góða sósu og Adda.
Mér er sagt að hann hafi meira að
segja reynt að kenna kokkum erlend-
is að finna rétta bragðið. Á milli
þeirra hjóna ríkti ætíð gagnkvæm
virðing og kærleikur. Þau studdu
hvort annað í gegnum gleði og langa
ævi. Svo lengi sem heilsa gafst var
farið í sparifötin og tekið þátt í dansi
og gleði meðal eldri borgara.
Ég vil þakka Geir fyrir allar gleði-
stundirnar sem við fjölskyldan höfum
átt með honum. Megi guð vera Arn-
heiði nálægur og leiða.
Harpa Stefánsdóttir.
Elsku afi, elsku Geir.
Alltaf fórstu í stóru sveit, plantaðir
trjám hér og þar og horfðir á þau vaxa
alls staðar.
Á Apavatni veiddum við fisk, og
borðuðum saman af bestu lyst.
Gaman var að vera með þér, bæði
þér og ömmu.
Þú áttir stóra búð með sætum
lömpum og mörgum ljósakrónum,
og þegar pabbi minn var lítill
sveinn hjálpaði hann þér að setja
lampana saman og það fannst pabba
og þér gaman.
En á þessum 90 árum þínum vona
ég að ævin hafi verið góð.
Og öll árin sem ég hef verið með
þér, veit ég að þú varst góður maður
og góður afi.
Elsku afi, ég elska þig.
Ástrós Sigurjónsdóttir.
Elsku afi, margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar við kveðj-
um þig. Það var alltaf svo gaman að
vera hjá ykkur ömmu í Apasveitinni,
fyrst í hjólhýsinu og síðar í sumarbú-
staðnum. Þar varst þú ávallt að sinna
verkefnum og að gróðursetja tré.
Pabbi og mamma hafa haldið áfram
starfinu fyrir austan, trén þín dafnað
vel og við lofum að sinna þeim í fram-
tíðinni. Bátsferðirnar með ykkur
ömmu út á Apavatn að vitja um netin
voru fjölmargar. Eftirminnilegast er
þegar tveir himbrimar flæktust í net-
in. Þið amma sögðuð að þetta væru
hjón. Að annar hefði fest sig og
tryggð makans hefði verið svo mikil
að hann hefði líka dáið við að reyna að
ná hinum lausum. Slík tryggð er
sjaldgæf en við erum viss um að ást
ykkar ömmu var svo innileg að ef ann-
að ykkar hefði lent í ógöngum hefði
hitt verið tilbúið að fórna öllu.
Við minnumst boðanna á Víðimeln-
um, þegar þú söngst og spilaðir fal-
lega alls konar lög á píanóið. Þið
amma voruð alltaf boðin og búin að
hjálpa til hvort sem það var að leyfa
okkur að gista eða annað. Stundum
sagðir þú okkur skrítnar og skemmti-
legar sögur frá því þegar þú varst
ungur á Akureyri í stríðinu og þegar
þú fórst til Póllands og Tékkóslóvakíu
að kaupa alls konar vörur, rafmagns-
tæki, kartöflur, píanó, kristalljósa-
krónur og fleira. Það voru ýmis æv-
intýrin sem þú lentir í bæði þar úti og
hér heima.
Alla tíð hafið þið tekið svo hlýlega á
móti okkur og síðustu árin hefur verið
gaman að koma til ykkar ömmu á
Grund. Starfsfólkið þar annaðist ykkur
vel og við vissum að ykkur liði vel eftir
að ellin færðist yfir. Takk innilega,
elsku afi, fyrir allar góðu stundirnar.
Urður Anna og Björn Loki.
Geir Austmann
Björnsson
✝
Systir mín og móðir okkar,
EVA MARÍA MAGNÚSDÓTTIR MCCOOK,
lést miðvikudaginn 6. október í Jacksonville, Flórída.
Margrét Magnúsdóttir,
Magnús McCook, Leonard McCook,
Linda McCook, David McCook
og fjölskyldur.
✝
DR. CARL JOEL BROBERG,
lést þriðjudaginn 5. október á Salgrenska sjúkra-
húsinu í Gautaborg.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólöf Kjaran, Hilmar Knudsen,
Soffía Kjaran, Pálmi Jóhannesson,
Helga Kjaran, Ólafur Sigurðsson.