Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
✝ Jóhanna Bjarn-freðsdóttir var
fædd að Efri-
Steinsmýri í Með-
allandi, V-Skaftafells-
sýslu, 31. desember
1922. Hún andaðist á
Hjúkrunarheimili
Hrafnistu, Boðaþingi
5, 4. október 2010.
Foreldrar Jóhönnu
voru Ingibjörg Sig-
urbergsdóttir og
Bjarnfreður Ingi-
mundarson. Jóhanna
var áttunda í röð 20
alsystkina. Af þeim eru 4 á lífi:
Ólöf, Valdimar, Ólafur og Magnús.
Jóhanna giftist árið 1946 Ingólfi
Finnbjörnssyni, f. 25. apríl 1925, d.
5. apríl 2010. Foreldrar hans voru
Ragnhildur Guðrún Guðmunds-
dóttir og Finnbjörn Finnbjörnsson,
Ísafirði. Jóhanna og Ingólfur
skildu 1971. Dætur þeirra eru: 1)
Sigrún, f. 1947, m. Einar Gunnar
Bollason, f. 1943, dætur þeirra: a)
Hjördís, sambýlism. Guðmundur
Hafsteinsson, b) Bryndís, m. Einar
Þór Jóhannsson og c) Svandís
Dóra. Börn Einars: Sigurður Örn
og Sólveig Lilja, m. Þórður Heimir
Sveinsson. 2) Dóra Hlín, f. 1949,
Kristjana sem reyndist henni mjög
vel. Stuttu eftir fermingu fór Jó-
hanna til Reykjavíkur. Hún fór í
vist og kvöldskóla og vann ýmis
störf sem hún sinnti af alúð.
Jóhanna og Ingólfur hófu bú-
skap í Reykjavík en fluttust fljót-
lega í Kópavog og teljast með
frumbyggjum þar. Jóhanna var
fyrst heimavinnandi og fór
snemma að taka þátt í félagsstörf-
um. Hún studdi Framsóknarflokk-
inn og var formaður Freyju félags
Framsóknarkvenna, formaður
Æskulýðsráðs Kópavogs og í stjórn
Leikfélags Kópavogs. Hún var á
listum fyrir flokkinn bæði til bæj-
arstjórnar og alþingis. Var vara-
bæjarfulltrúi og starfaði í nefndum
og ráðum. Þegar dæturnar stálp-
uðust fór hún á vinnumarkaðinn.
Starfaði í Kópavogi, m.a. á Póst-
húsinu, Bæjarskrifstofum og í
Kópavogsbíói. Starfsævi sína end-
aði hún sem bókavörður við Bóka-
safn Kópavogs. Þar var hún á
heimavelli innan um allar bæk-
urnar. Hún var óhemju vel lesin,
elskaði ljóð, íslenska tungu og Ís-
lendingasögurnar. Hún hafði einn-
ig yndi af ferðalögum og naut þess
að fræðast um ólíka menningar-
heima.
Síðustu æviárin dvaldi Jóhanna á
Sambýlinu við Skjólbraut. Í vor
fluttu vistmenn í nýtt hús Hrafn-
istu að Boðaþingi 5.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 15. október
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
sambýlism. Erlingur
Kristjánsson, f. 1945.
Dætur Dóru: Jóhanna
Guðmundsdóttir og
Sigrún Helga Lund.
3) Svanhvít Eygló, f.
1954, sambýlism.
Guðmundur H. Jóns-
son, f. 1951. Sonur
þeirra er Örvar Blær.
Önnur börn Svan-
hvítar: Lára Bryn-
hildur Eiríksdóttir,
Einar Helgi Ármann
og Júlíus Rafn Ár-
mann. Barna-
barnabörnin eru 13.
Jóhanna fæddist í torfbæ á
Steinsmýri og tók á móti henni Jó-
hanna Einarsdóttir sem bjó á
næsta bæ. Hún ólst upp frá fæð-
ingu í góðu atlæti hjá Jóhönnu og
manni hennar Þorsteini Pálssyni
og lék sér við systkini sín á næsta
bæ. Þegar Jóhanna var 7 ára létust
þau hjón og fluttist hún með Einari
syni þeirra að Þykkvabæ í Land-
broti. Þar ólst hún upp hjá þeim
sæmdarhjónum Halldóru Eyjólfs-
dóttur og Þórarni Helgasyni með
yngri börnum þeirra Helga og
Ingu. Á Þykkvabæ var barnaskóli
og bókasafn. Þar var kennslukona
Það er ekki auðvelt að finna orð
sem hæfa þessari kveðjustund. Orð
sem geta lýst þeim tilfinningum sem
með bærast með manni á stundum
sem þessum eftir að Jóhanna tengda-
móðir mín hefur verið svo mikill hluti
af mínu lífi í meira en 40 ár. Hún var
svo mikið meira en bara tengdamóðir.
Hún var góður félagi og trúnaðarvin-
ur og aldrei komu mannkostir hennar
betur fram en þegar á brattann var að
sækja hjá fjölskyldunni.
Ég dáðist að mörgu í hennar fari og
þá sérstaklega því að sjaldan eða
aldrei heyrði ég hana tala illa um
nokkurn mann. Ekki aðeins það held-
ur hitt að hún mat þann eiginleika
öðrum fremri í fari annarra.
Jóhanna var mikil félagsmála-
manneskja og mjög pólitísk. Kom
enginn að tómum kofunum hjá henni í
þeim efnum og var oft unun að hlusta
á hana enda var hún rökföst og þoldi
engan aumingjaskap. Hún var
vinstrisinnuð og sósíalisti á yngri ár-
um en heillaðist af samvinnuhugsjón-
inni og fann farveg fyrir sínar skoð-
anir í Framsóknarflokknum sem hún
fylgdi síðan alla tíð. Störf hennar fyrir
æskulýðsráð og leikfélagið eru mörg-
um kunn og hún þreyttist aldrei á því
að segja frá frægri uppfærslu á
Hárinu í Glaumbæ enda um tíma-
mótasýningu að ræða. Dætur hennar,
Sigrún, Dóra Hlín og Svanhvít, hafa
alla tíð haldið svo þétt saman að unun
er að fylgjast með og undanfarin 14 ár
hafa þær haft fastan punkt í tilver-
unni, þ.e. að hittast í hverjum mánuð
með mömmu sinni og börnunum og
spila brids. Þessir fjölskyldufundir
voru ómetanlegir og var nánast öllu
öðru ýtt til hliðar. Verður þeim að
sjálfsögðu haldið áfram enda næsta
víst að Jóhanna verður ekki langt
undan.
Það var mjög gaman að fylgjast
með tengdamóður minni sem var
glúrin spilamanneskja og mikil
keppnismanneskja. Hún kallaði
stundum á mig og bað mig um að taka
við spilunum og gat maður þá gengið
að því sem vísu að hún hafði fengið lé-
leg spil.
Mér er ofarlega í huga á þessari
stundu þakklæti fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman og þá ekki síst
sögustundirnar sem hún átti með
börnum mínum og barnabörnum. Það
var mjög gaman að fylgjast með því
enda Jóhanna með eindæmum vel les-
in og víðsýn og hafsjór af þekkingu á
hinum ýmsu málefnum innanlands
sem utan. Það verður skrýtið að
kveðja árið án Jóhönnu en við Sigrún
höfum notið þeirra forréttinda að fá
að hafa hana hjá okkur flest gamlárs-
kvöld sem jafnframt er afmælisdagur
hennar.
Á þessum degi er til moldar borin
móðir, tengdamóðir, amma og
langamma sem hefur vakað yfir fjöl-
skyldunni í marga áratugi. Að sjálf-
sögðu er harmur kveðinn og söknuð-
ur sár en eftir sitja minningarnar um
góða og hjartahlýja konu sem alltaf
gaf sér tíma fyrir aðra og setti ávallt
hagsmuni fjölskyldunnar á undan sín-
um eigin. Ég tel mig gæfumann að
hafa kynnst Jóhönnu Bjarnfreðsdótt-
ur og get aldrei nógsamlega þakkað
fyrir allt sem ég fékk af kynnum mín-
um og samvistum við hana. Guð blessi
minningu hennar.
Einar Gunnar Bollason.
Mjög ungur heyrði ég talað um
geysistóran systkinahóp, 20 stykki, í
heimi vatna og sanda. Einn þeirra var
Guðjón, skólabróðir og herbergis-
félagi föður míns í Flensborgarskól-
anum. Einnig Vilborg, ráðskona hjá
afa mínum í Gaulverjabæ. Seinna hitti
ég Aðalheiði, verkalýðsfrömuð og
skynjaði þar sterka persónu.
Jóhönnu kynntist ég fyrir átta ár-
um þegar við Dóra Hlín, dóttir henn-
ar vorum að þróa okkar samband. Þá
var Jóhanna á áttugasta aldursári.
Hún tók mér vel sem ég tel engan
veginn sjálfgefið. Hún og hennar af-
komendur sem flestir eru af hinu
„sterka kyni“ þ.e. konur, höfðu stofn-
að með sér félagsskap sem heitir Vin-
konubrids. Í þeim félagsskap líðst
ekkert þras og þref eins og hjá „veik-
ara kyninu“ þ.e. karlkyninu sem oft er
uppfullt af fótboltaæði og endalausu
fjasi um keisarans skegg. Þennan fé-
lagsskap sá Jóhanna sem hugarleik-
fimi og vörn gegn hrumleika og auk
þess til styrkingar á félagslegum
tengslum stórfjölskyldunnar.
Jóhanna hafði fastar skoðanir í
stjórnmálum eins og æskan hafði
mótað hana. Réttlætiskenndin var af-
ar sterk. Menningaráhugi hennar var
mikill, sérstaklega bókmenntir og
myndlist. Henni hugnaðist ekki yfir-
drifin viðkvæmni en átti sínar góðu og
slæmu stundir. Síðasta árið bjó hún á
fögrum stað í Boðaþingi 5 þar sem sér
yfir Elliðavatn, æskuheimili Einars
Ben. Hún lést óbuguð með reisn 4.
október sl. Með þökk fyrir góð kynni
og góðri kveðju til hennar fólks.
Erlingur Kristjánsson.
Elsku amma, þegar þú áttir afmæli
var flugeldasýning og fólk strengdi
þess heit að verða betri manneskjur.
Elsku amma, það er mér sárt að
kveðja þig, þó veit ég í hjarta mínu og
er þess fullviss að þú hefur fengið frið
og brosir til mín með englum himins-
ins. Við áttum stóran stað hvor í ann-
arrar hjarta, ég og þú. Stundum
spurðir þú: „Hvar er stóra hjartað
mitt?“ og ég svaraði um hæl: „Ég er
hér.“ Og ein minning um þig, elsku
amma, er lýsandi fyrir þinn karakter.
Ég var 5 ára og á leiðinni með þér í
vinnuna á Bæjarskrifstofum Kópa-
vogs. En á leiðinni gerði aftakaveður,
þú hélst á mér, svo bókstaflega fukum
við og tókumst á loft og þú lentir á bíl,
gömlum Skoda minnir mig, og stór
dæld myndaðist í bílinn við höggið
þegar við lentum og þú með marblett
niður allt lærið, en ekki skráma á mér.
Elsku besta amma mín, svo man ég
alltaf eftir Grámanni í garðshorni sem
þú hafðir þolinmæði til að segja mér
aftur og aftur þegar við lögðumst til
hvílu á kvöldin ásamt fleiri sögum.
Aldrei hækkaðir þú róminn þegar
mér varð á, heldur útskýrðir fyrir
mér afleiðingarnar og komst fyrir
mig vitinu, enda bar ég ótakmarkaða
virðingu fyrir þér og geri alltaf. Þú
sagðir oft við mig: „Þolinmæði þrautir
vinnur allar,“ en hún var ekki mín
sterka hlið. Og þú talaðir líka oft um
fyrirgefninguna og að í henni fælist
lækning. Elsku amma, þú kenndir
mér svo margt með þinni visku, og
plantaðir í mig góðu sæði, sem ég
vona að falli í góðan jarðveg.
Lára Brynhildur Eiríksdóttir.
Það er sárt að kveðja jafn yndislega
konu og ömmu okkar en hennar tími
var kominn. Við erum þakklátar fyrir
að hafa náð að kveðja hana og að
hennar nánustu voru hjá henni allt til
enda. Það eru margar og kærar minn-
ingar sem við eigum um ömmu. Þar
má fyrst nefna óendanlega upp-
sprettu af ævintýrum og sögum sem
hún hafði alltaf tíma til að segja okkur
frá. Hún var mjög vel lesin, elskaði
ljóð og Íslendingasögurnar og var fús
að deila þeim fróðleik með okkur. Það
var alltaf svo gaman að heimsækja
ömmu, hvort sem var í Vogatunguna,
Hamraborgina, Bæjarskrifstofurnar
eða á Bókasafn Kópavogs. Hún gaf
sér alltaf tíma fyrir okkur. Hún fylgd-
ist vel með nýjustu bókunum og vissi
upp á hár hvaða bækur okkur þóttu
skemmtilegar. En ekki síst gat hún
alltaf komið okkur til að hlæja.
Amma naut þess að fræðast um
ólíka menningarheima og hafði hún
ekki einungis vitneskju sína úr bók-
unum því hún var óhrædd við að
leggja land undir fót og ferðast á
framandi staði. Hún heimsótti allar
heimsálfur nema Suður-Heimskautið
og fór m.a. til Kína og Sovétríkjanna.
Ævintýraþráin var aldrei langt undan
og hóf hún t.d. flugnám áður en hún
eignaðist dætur sínar.
Amma fæddist í sárri fátækt en það
skipti ekki máli, hún lét aldrei af
þeirri trú sinni að allt væri mögulegt
ef fólk væri tilbúið að leggja eitthvað
á sig. Hún trúði því staðfastlega að
allir menn væru fæddir jafnir og að
allir ættu að hafa jöfn tækifæri. Hún
taldi að hver einstaklingur skipti máli
enda trúði hún ávallt á það góða í
manneskjunni. Hún var sannarlega
góð fyrirmynd og átti sinn þátt í því
góða samlyndi og samstöðu sem ríkir
á milli dætra hennar og þeirra fjöl-
skyldna. Sýn hennar á lífið hefur mót-
að okkur mikið og við vonum að við
getum miðlað henni áfram til okkar
barna.
Amma var mjög vel gefin, hógvær,
umburðarlynd og mikill húmoristi.
Hún vandaði ávallt orð sín og var ekki
gefin fyrir óþarfa blaður. Síðustu 14
árin höfum við alltaf hitt ömmu a.m.k.
einu sinni í mánuði í vinkonubridsi.
Þær stundir eru algjörlega ómetan-
legar. Þar komu kynslóðirnar saman;
ættmóðirin, dætur hennar, þeirra
börn og barnabarnabörnin. Það er
hætt við að spilin sækist seint í vin-
konubridsinu hér eftir enda sá hún öt-
ullega um að halda okkur við efnið og
spilamennskuna. Hennar verður sárt
saknað en við vitum að hún verður
ávallt hjá okkur.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Hjördís, Bryndís og
Svandís Dóra Einarsdætur.
Margar minningar leita fram í hug-
ann þegar leiðir okkar Hönnu systur
skiljast um skeið. Þær ná allt aftur til
bernskunnar þegar það ljós rann upp
fyrir litlum snáða sem var alinn upp
eins og einbirni að hann átti stóra
systur er alin var upp í nágrenninu og
ósköp var skrítið að skynja að hún
væri áttunda í röðinni og hann sex-
tándi í enn stærri systkinahópi. Þótt
nú taki aðeins nokkrar mínútur að
aka milli bæjanna okkar og bæjarins
þar sem foreldrar og flest öll systk-
inin áttu heima var þá heilmikið mál
að ferðast á milli, þannig að í raun var
hún eina systkinið sem ég kynntist í
bernsku og fram eftir æskuárum.
Hún hleypti fyrr heimdraganum en
ég, en svo lágu leiðir okkar saman á
ný er ég fór að venja komur mínar til
höfuðborgarinnar. Þá stóð heimili
hennar mér alltaf opið, hvert sem til-
efnið var, fyrst í Drápuhlíðinni, svo á
Víghólastígnum í Kópavogi, þar sem
hún og Ingólfur höfðu reist sér hús.
Þar kynntist ég öðrum systkinum
mínum og einnig systkinum Ingólfs
er saman kynntu heimóttarlegum
sveitastráknum furðuveröld þétt-
býlisins.
Þarna kynntist ég líka nýrri hlið á
systur minni, áhuga hennar á listum,
einkum bókmenntum og myndlist.
Það var með ólíkindum hvernig hún
gat romsað upp úr sér heilu köflunum
úr bókum. Mest dálæti held ég að hún
hafi haft á hnyttnum tilsvörum þeirra
sem hentu eitruð skeyti á lofti og
sendu aftur til föðurhúsa. Að ekki sé
nú minnst á ljóðin. Hún kunni heilu
ljóðabálkana utan að og vísurnar voru
óteljandi. Það veitti henni áreiðanlega
mikla ánægju að mega ljúka starfs-
ævi sinni á bókasafni meðal fólks með
svipuð áhugamál.
Leiðir okkar lágu einnig þétt sam-
an í félagsmálunum, enda bæði
sprottin úr svipuðum jarðvegi. Betri
félaga og ráðgjafa var ekki hægt að
hafa. Einkum voru henni hugleikin
æskulýðsmál og mál allra þeirra sem
henni fannst standa höllum fæti. Ef
ég ætti að lýsa helstu lyndiseinkunn-
um hennar þá yrði æðruleysi líklega
efst á lista, ásamt því hve orðvör hún
var. Ég held að hún hafi sjaldan sagt
vanhugsuð orð.
Fyrir vináttu hennar og samstarf
allt vil ég þakka að leiðarlokum.Þegar
Elli kerling knúði dyra og lagði sama
sjúkdóminn á herðar okkar varð hlé á
samfundum þótt bæði fylgdust með
hinu. Nú verður hlé um sinn.
Magnús Bjarnfreðsson
(Maggi bró.)
Jóhanna Bjarnfreðsdóttir var vin-
kona okkar hjónanna, þótt langt hafi
orðið milli funda á síðari árum. Kynni
okkar hófust innan vébanda Fram-
sóknarflokksins þegar fámennur hóp-
ur kom saman í Kópavogi vorið 1959
til að ræða hvort bjóða ætti fram sér-
stakan lista í Reykjaneskjördæmi.
Ný kosningalög höfðu gengið í gildi
og þóttust sumir eygja möguleika á að
styrkja stöðu flokksins í kjördæminu.
Flestir fundarmenn voru tiltölulega
ungir og mjög áhugasamir. Vitað var
að á brattann yrði að sækja í kjör-
dæmi þar sem flokkurinn átti engan
fulltrúa á Alþingi. Jóhanna hafði sig
nokkuð í frammi á fundinum og færði
skynsamleg rök fyrir sjálfstæðu
framboði í kjördæminu. Sú varð nið-
urstaða fundarins með nokkrum at-
kvæðamun.
Baráttan fyrir þingsætinu hófst og
var í senn krefjandi og skemmtileg.
Hún skilaði tilætluðum árangri og ég
settist á þing haustið 1959. Þetta sum-
ar og árin sem í hönd fóru voru tíma-
bil eldmóðs þar sem hópur fólks sem
trúði á manngildishugsjónir sam-
vinnustefnunnar lagði mikið af mörk-
um í flokksstarfi. Á þessum árum var
stjórnmálastarf persónulegt, tæknin
leyfði ekki fjöldasendingar og rafræn
boð – maður þurfti að ræða við mann.
Fundir þar sem mál voru skýrð og
rökrædd voru vel sóttir og skoðana-
skipti oft fjörug. Jóhanna stóð ætíð
styrk í stafni og tók að sér alls kyns
verkefni – hvort heldur þau tengdust
kvenfélagi, fulltrúaráði eða öðru.
Við minnumst Jóhönnu sem góðrar
og skemmtilegrar vinkonu, gegn-
heillar og vel að sér. Að leiðarlokum
viljum við þakka henni og votta dætr-
unum og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúð.
Jón Skaftason og
Hólmfríður Gestsdóttir.
Jóhanna
Bjarnfreðsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BORGHILD EDWALD,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 10. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sigrún Þórarinsdóttir,
Kristján Þórarinsson,
Bergsveinn Þórarinsson, Heiðdís N. Hansdóttir,
Ásta María Þórarinsdóttir, Garðar Þorleifsson,
barnabörn og langömmubörn.