Morgunblaðið - 15.10.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.10.2010, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 ✝ Haukur Krist-jánsson fæddist í Leyningi í Eyjafirði 17. apríl 1953. Hann varð bráðkvaddur 1. október síðastliðinn. Haukur var sonur hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur, f. 1923, d. 2009, og Kristjáns Hermannssonar, f. 1920, d. 1986, sem þar bjuggu. Systkini hans eru Áslaug, f. 1950, gift Gunnari Frí- mannssyni, Petra Benedikta, f. 1952, Erlingur Örn, f. 1957, Grétar, f. 1959, d. 1959, Indr- iði, f. 1963, d. 1992, og Vilhjálmur Geir, f. 1966, kvæntur Pollý Rósu Brynjólfsdóttur. Haukur kvæntist árið 1978 Mar- gréti Hólmsteinsdóttur skrifstofu- manni, f. 1954. Foreldrar hennar voru Margrét Sveinbjörnsdóttir og Hólmsteinn Egilsson, forstjóri á Akureyri. Dætur Hauks og Mar- grétar eru: 1) Sigríður Helga hönn- uður, f. 1972, fv. maki Torfi Þór- hallson, f. 1964. Þau eiga þrjú börn, Egil, f. 1997, Ragnheiði, f. 2000, og Vilmund, f. 2001. 2) Hafrún verk- fræðingur, f. 1977, maki Guð- mundur Harðarson, f. 1978. Þau uppsetningu fjarvarmaveitu á Seyðisfirði og fleiri verkefnum á vegum Verkfræðistofu Austurlands á Egilsstöðum. Haukur fluttist aft- ur til Akureyrar og starfaði fyrst í fimm ár hjá Teiknistofunni sf. við hönnun húsa og eftirlit með fram- kvæmdum. Árið 1987 hóf hann störf hjá Möl og sandi hf. við hönn- un steinsteyptra húseininga, gæða- eftirlit í steypustöð, mælingar og umsjón með verklegum fram- kvæmdum. Árið 2000 flutti Haukur til Reykjavíkur og tók upp starf sem bæjartæknifræðingur á Sel- tjarnarnesi. Þar hafði hann m.a. umsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi á gatnakerfi, sjávarvarn- argörðum, vatns- og fráveituvirkj- um bæjarins. Síðustu árin vann Haukur hjá Reykjavíkurborg á framkvæmdasviði. Haukur hafði í arf frá æskuheimili sínu yndi af hestum og reiðmennsku sem hann stundaði með fjölskyldunni. Hann stóð ásamt móður sinni og syst- kinum að stofnun gróðurreits í Leyningi. Haukur var mikið nátt- úrubarn og tóku þau Hildur af krafti þátt í starfsemi ferðafélags- ins Útivistar, ferðuðust innanlands sem utan, stunduðu skíði og hesta- mennsku. Auk þess var Haukur áhugamaður um skák og spila- mennsku. Útför Hauks fer fram frá Nes- kirkju í dag, 15. október 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. eiga eina dóttur, Kötlu Maríu, f. 2002. Haukur og Margrét skildu 1998. Eftirlif- andi maki Hauks er Hildur Hafstað skóla- stjóri, f. 1952. Dætur Hildar af fyrra hjóna- bandi eru Ragnheiður og Þórkatla Hauks- dætur. Haukur ólst upp í Leyningi og starfaði þar ásamt foreldrum sínum og systkinum að búskap og upp- byggingu jarðarinnar. Hugur Hauks stóð til mennta og að loknu landsprófi í Reykholti hóf hann nám við undirbúningsdeild Tækni- skóla Íslands sem þá var á Akur- eyri. Haukur lauk námi í bygging- artæknifræði frá Tækniskóla Íslands í Reykjavík vorið 1977. Á námsárunum vann Haukur við mælingar hjá Tæknideild Akureyr- arbæjar, en sumrin þar á undan við brúarsmíði. Nýútskrifaður tækni- fræðingur réðst Haukur til starfa við Hitaveitu Akureyrar. Hann vann þar næstu fjögur árin að fjöl- breyttum verkefnum á mesta fram- kvæmdatíma hitaveitunnar. Vet- urinn 1981-82 starfaði hann að Nei, það getur ekki verið satt. Bróðir minn tekinn frá okkur án við- vörunar. Blóðið frýs í æðum mínum, ég verð reið og spyr af hverju? Þú bú- inn að finna hamingjuna með Hildi sem þér þótti svo vænt um og áttir svo margt sameiginlegt með. Búið ykkur til hlýlegt og fallegt heimili á Aragötunni þar sem naut sín fortíð ykkar beggja, þar hlúðuð þið að dætrum og barnabörnum ykkar sem þið voruð svo stolt af. Haukur, þú varst einstakur maður sem hafði allt sem prýðir góðan mann, dagfarsprúður, kærleiksríkur og sagðir aldrei styggðarorð um nokkurn mann. Þú dróst alltaf fram góðu minningarnar og kunnir að varðveita þær. Þú varst hlýr, heil- lyndur og svo yfirvegaður og rólegur að stóru systur þótti nóg um og þá sagðir þú: „Áslaug mín, liggur eitt- hvað á?“ Margar minningar hafa komið upp í huga minn síðustu daga og þá sérstaklega þegar Erlingur fæddist, þá vorum við þrjú systkinin ég, þú og Petra. Þú bíður þögull og spyrð: „Er það eins og ég?“ og ljós- móðirin svarar: „Það er fæddur drengur.“ Mikið varðst þú glaður að þú værir ekki lengur einn á móti okk- ur systrum. Þegar Dagný Björg var 1 árs komst þú í afmælið beygður vegna þess að allt var lokað í bænum vegna vörutalningar og þú gast ekki mætt með pakka heldur bara einn bensín- stöðvarskafmiða. Það var skafið af miðanum og leyndist þar stór vinn- ingur, þú varðst svo glaður. Þegar þið Didda fluttuð á Egilsstaði fannst þér sjálfsagt að ég, Indriði og Villi leigð- um Furulundinn en þér fannst gott að vita að þar liði okkur vel. Oft ræddum við systkinin um hversu gömul sál þú værir, til dæmis þegar þú tókst tólgina og olíuna og sauðst saman til að bera á reiðtygin, svona eins og var gert í gamla daga. Talaðir um móður og föður en við sögðum mamma og pabbi. Þegar allir voru komnir með litasjónvarp þá spurði ég þig hvort þú ætlaðir ekki að fá þér nýtt tæki en þú sagðir glottandi: „Það er óþarfi, sauðarlitirnir eru fínir og það þarf ekki fleiri liti.“ Eftir að þú fluttir í burtu hlakkaði ég alltaf jafn mikið til að fá þig í heim- sókn. Svo komstu með Hildi þína sem þú varst svo stoltur af. Alltaf var jafn gaman að sitja fram eftir kvöldi og spjalla um allt sem á daga okkar hafði drifið frá því að við hittumst síðast, alveg sama þó við hefðum rætt það allt í síma áður. Ég trúi ekki að sím- inn hringi ekki oftar með tilkynningu um að þið séuð á norðurleið. Haukur, ég verð ævinlega þakklát fyrir hvatn- inguna sem þú hefur gefið mér í gegnum lífið og stuðninginn á erfið- um tímum. Ég er þakklát þér fyrir að gefa Heru þann tíma og umhyggju sem þú sýndir þeim þegar þau voru ein í borginni. Stórt skarð er nú höggvið í syst- kinahópinn með fráhvarfi þínu, elsku bróðir, mikill söknuður er meðal okk- ar allra og verður þín ávallt minnst með hlýju í hjarta og bros á vör. Elsku Hildur og dætur, Sigga, Hafrún og fjölskyldur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og við styðjum ykkur af öllu hjarta í gegnum erfiða tíma. Við viljum að þið vitið að til okk- ar eruð þið alltaf velkomin. Góða ferð, elsku vinur. Þín systir, Áslaug og fjölskylda. Föstudaginn 1. október hringdi Sigga frænka og sagði „Ég hef svo sorglegar fréttir að færa þér. Hann pabbi var að deyja.“ Mér fannst eins og tíminn stæði í stað, þetta gat ekki hafa gerst. Þessi sorgarfregn varð ekki tekin til baka, bróðir minn hafði kvatt þetta líf og enginn gat breytt því. Ég kvaddi þig og Hildi er þið vor- uð hjá mér fyrir norðan í byrjun ágúst og mér finnst það svo fjar- stæðukennt að sitja hér nú og skrifa minningar um þig. Þið vilduð flýta ykkur suður, vegna þess að það var margt sem þið þurftuð að gera. Þið voruð að vinna í íbúðinni og lóðinni, það var margt sem þið höfðuð skipu- lagt að gera áður en sumarfríi lyki. Við kvöddumst og var það okkar hinsta kveðja, elsku bróðir. Minningarnar um góðan dreng hrannast upp í hugann, þegar lífið var leikur og áhyggjurnar víðsfjarri. Þær fyrstu er við lékum okkur við lækinn sem rann við bæinn, bökuðum drullukökur, gerðum stíflur og fossa- .Við áttum hornabú og okkar haust- verk var að skipta með okkur þeim hornum sem pabbi færði okkur á haustin. Þetta var mikið vandaverk og skiptingin ekki alltaf jöfn. Þú varst rólegur og kurteis, en stóðst á þínu eins og þú gerðir ávallt í lífinu, lést mig ekki yfirtaka fallegustu hornin orðalaust. Ekki voru hrossa- leggirnir síður dýrmætir og breytt- ust í glæsta gæðinga eftir að bundið hafði verið í þá snæri. Bæ ég lítinn byggði þar og blómum utan skreytti. Yfir tún og engjarnar oft ég læknum veitti. Nú er ekkert eins og fyrr; á öllu sé ég muninn: löngu týndir leggirnir og litli bærinn hruninn. (Gísli Ólafsson.) Ég var árinu eldri og fannst það gefa mér það vald að ráða, en þú sást við því. Eitt haustið er við vorum að fara að smala vildum bæði fá sama hestinn til að fara á. Við gátum ekki samið og komist að niðurstöðu með þennan ágreining, þannig að við urð- um að slást. Ég náði af þér beislinu, en þú hljópst og náðir hestinum, hoppaðir á bak, slóst í og varst glað- ur með að hafa vinninginn. Ekki vildi betur til en svo að hesturinn fór und- ir girðingu, en þú yfir girðinguna. Það var ekki fyrr en löngu seinna að mamma sá ummerkin eftir vírinn. Þú varst harður af þér, kvartaðir aldrei yfir hlutunum. Jólum fylgdi mikil gleði og birta því ekki var kom- ið rafmagn. Það kom ekki fyrr en ár- ið 1963 og voru veturnir þá oft snjó- þungir og langir. Ein jólin eru mér þó minnisstæðari en önnur. Við höfð- um verið að leika okkur og upp kom einhver ágreiningur á milli okkar. Ég ýtti þér út úr rúminu með þeim afleiðingum að þú viðbeinsbrotnaðir og þurftir á vera á sjúkrahúsi yfir jólin. Epli og appelsínur voru ekki sjálfsagður varningur þá, var ein- ungis á borð borið um jól. Á sjúkra- húsinu borðaðir þú ekki sjálfur þetta góðgæti, heldur geymdir það til að færa okkur þegar þú komst heim. Enn finn ég fyrir því samviskubiti sem ég fann þá. En svona varst þú, alltaf að hugsa um aðra, umhyggju- samur, góður og vildir öllum vel. Það sem ég hef eftir núna eru margar góðar minningar um þig og þeim á ég ekki eftir að gleyma. Þín systir, Petra Kristjánsdóttir. Það haustar að í Eyjafirði, laufin falla til jarðar. Það var þó sem grösin sveigðu krúnu sína með sorgarrómi er fréttin af andláti Hauks bróður míns barst um fjörðinn. Haukur er stór partur af minningum frá æsku minni. Það að alast upp í stórri fjöl- skyldu í inndölum Eyjafjarðar var hreint ævintýri og margs að minn- ast. Haukur var elstur okkar strák- anna, var oft glatt á hjalla við hin ýmsu störf sem inna þurfti af hendi. Margt brallað, spilaður fótbolti, spil- að eða teflt. Á vetrum farið á skauta eða skíði. Um jólin var glatt á hjalla í spilamennskunni. Í stað þess að spila framsóknarvist spilaði Haukur sjálf- stæðisvist við okkur yngri bræðurn- ar. Snúið var að knýja fram sigur í slíku spili því reglurnar breyttust að geðþótta. Haukur var harðsnúinn andstæðingur í spilunum. Sérstak- lega í spilum sem gengu út á að snúa á náungann. Voru það fjörugar stundir. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Stundum fór Haukur með okkur bræður og Siggu Helga að veiða, það voru ævintýraferðir. Þá var sest upp í bjölluna hans Hauks og reynt við þann stóra í ám eða vötnum. Haukur hannaði og teiknaði nýtt hús sem skyldi reist yfir fjölskylduna í Leyningi. Allir stórir sem smáir lögðust á eitt við smíðina og smátt og smátt reis glæsilegt hús. Haukur hafði fyrir alllöngu flutt til Reykjavíkur, þar leið honum vel. Haukur hafði yndi af útiveru og á þeim vettvangi kynntist hann kon- unni sinni henni Hildi, það var mikil gæfa. Haukur og Hildur héldu heimili af mikilli smekkvísi á Aragötunni, voru nýflutt af Bergþórugötunni. Þar var öruggt skjól ef á þurfti að halda á ferðalögum okkar norðanfólks í borgina. Hildur, mikið var gaman að koma á ykkar fund, hlýja, kærleikur og virðing ykkar á milli. Guð gefi þér styrk í sorginni. Haukur, mikið er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig sem bróður. Yfirvegun, raunsæi ásamt hæfileikanum við að koma auga á hinar skoplegu hliðar lífsins voru m.a. þínir eiginleikar. Þú hafðir mikla sjálfsstjórn, skiptir aldrei skapi. Þegar hugsað er til baka sef- ast sorgin. Það að sjá myndina af þér í garðinum í Aragötunni, þú að rifna af monti með skófluna í höndunum, segir meir en þúsund orð. Þú varst sannarlega góður vinur og félagi. Hlý og björt minning um ferðina til Oxford lifir. Hestar og reiðmennska var þér, eins og okkur systkinum, í blóð bor- in. Þú áttir margar góðar stundir í samvistum við hestana. En læg nú sprettinn, Léttir, líttu á, við eigum brekku eftir, hún er há. (Hannes Hafstein) Það var óvænt að þú lægðir sprett- inn í þessu lífi, kæri bróðir. Ef til vill svindluðu himnafeðgarnir svolítið á þér. Nú eða það vantaði fjórða mann- inn í spilið í sjáfstæðisvistina í himna- ríki. Kæra þökk fyrir allt hið góða þar til næst. Hafrún, Sigga og fjöl- skyldur, Guð styrki ykkur í sorginni. Vilhjálmur G. Kristjánsson og fjölskylda Akureyri. Of stutt er síðan Haukur varð hluti af fjölskyldu okkar og allt of snemma hvarf hann á braut. Það var fyrir ein- um 8 árum að ég hitti Hauk Krist- jánsson fyrst eða þegar þau Hildur systir mín voru í tilhugalífinu. Því betur sem ég kynntist honum því betur kunni ég að meta kosti hans og persónuleika. Minningarnar streyma að. Minningar um Hauk sem nátt- úrubarn og göngumann, um Hauk sem samferðamann í hestaferðum, minningar um Hauk við spilaborðið, minningar um glaðan mann með mikil framtíðaráform og kannski ekki síst minningar um vandræða- lausan mann sem hafði einstakan hæfileika til að láta fólki líða vel í ná- vist sinni. Gaman var að fylgjast með sambandi þeirra Hildar systur minn- ar og Hauks. Þau voru hvort tveggja í senn einstaklega samrýmd og sam- taka, voru stöðugt að sinna áhuga- málum sínum saman, svo sem fjalla- ferðum, hesta- og skíðamennsku og mörgu fleiru og hins vegar mjög sjálfstæð í að sinna sínu, hvort sem var í starfi eða persónulegum áhuga- málum. Það er bæði hollt og gott að fá að fylgjast með slíku sambandi. Hans er og verður sárt saknað. Eitt af því sem hefur komið sterkt upp í hugann síðustu daga, þegar Hauks er minnst, er eftirfarandi ljóð eftir Böðvar Guðmundsson. Enginn þarf að spyrja hvar gröf þín er, því hún er þar, sem grasið er grænast. Þar er vetrarsnjórinn hvítastur, himinninn heiðastur og þar syngur vorfuglinn skærast. Nei, enginn þarf að spyrja hvar gröf þín er. Hún er þar sem tár okkar þorna og orð okkar þagna. Ég vona að allar góðar vættir, góð- ar og sterkar minningar megi styrkja hans nánustu. Ingibjörg Hafstað mágkona. Ég sá Hauk Kristjánsson fyrst gægjast útundan dagblaði á Akur- eyrarflugvelli, þangað sem ég var kominn, námsmaður frá Þýskalandi, að vitja um Sigríði dóttur hans. Þetta hafði átt að vera leyniför, svo að mér þótti sýnt að ég yrði sendur með fyrstu vél suður aftur þegar ég heyrði að faðirinn væri mættur á flugvöllinn. Það fór á annan veg. Ég var settur niður við eldhúsborðið í Furulundinum, og með þeim orðum, að ljóst væri að dóttirin hefði skilið eitthvað eftir í Þýskalandi, var ég tekinn inn í fjölskylduna. Þau voru sex í heimili, Haukur og Didda, dæturnar tvær og tveir hest- ar, Gráni og Skjóni. Haukur var þó enginn hestamaður í skilningi bæjar- búa og ekki veit ég til að hann hafi farið í útreiðartúr með slíku fólki nema einu sinni. Hann hafði tekið Grána og Skjóna inn þegar móðir hans brá búi og hélt þeim á húsum síðan. Hestana gat enginn setið nema Haukur og ef til vill Hafrún dóttir hans. Þeir voru báðir ólíkindatól og skaphundar. Mat Haukur þá ekki minna fyrir það og þreyttist seint á að segja frá uppátækjum þeirra. Þótt Haukur hafi verið fæddur fyr- ir litlum 57 árum var hann alinn upp við olíuljós og hesta spennta fyrir sláttu- og rakstrarvélar. Það var eng- in dráttarvél í Leyningi á þeim árum og því síður drossía. Var Haukur því vanur að stökkva á bak næsta hesti til að spara sér sporin eða fara á kýrbaki yfir Eyjafjarðarána þegar hún var stríðari en stuttir fætur réðu við. Heyjað var með gamla laginu í Leyningi og hús byggð á höndum. Á sumrum svaf Haukur í tjaldi til að rýma fyrir kaupafólki. Þessi tími virðist svo óralangt frá okkur, sem al- in erum upp á mölinni, að okkur hættir til að telja hann til löngu lið- innar aldar. Haukur var af þeirri kynslóð sem vissi hvaðan hún kom og hvert hún vildi fara. Það er því ekki undarlegt að hann hafi lagt sig eftir betra lífi ut- an sveitar og ekki vílað fyrir sér að brjótast til náms. Líkt og faðir hans og afi byggði hann sjálfur yfir fjöl- skyldu sína, gekk þar í öll verk og leysti af stakri natni. Haukur treysti á sjálfan sig um flesta hluti; það var fátt sem hann gat ekki fundið ein- hverja lausn á og skipti þá litlu þótt verkfæri væru frumstæð eða engin. Haukur lét lítið yfir sér og heyrðist aldrei hæla sjálfum sér. Sagt var að Kristján faðir hans hefði einungis reiðst einu sinni og aldrei sá ég Hauk rjúka upp. Ekki heyrði ég hann held- ur hallmæla nokkrum manni eða eyða orðum í tilgangslaust þras. Hann gerði sér fremur far um að greiða úr málum manna og reyna að koma til móts við þá. Hefðu menn í frammi staðlausa stafi lét hann þá frekar komast að því sjálfa en að and- æfa þeim. Það er einkennandi fyrir ævi Hauks Kristjánssonar að lífið líkt og dauðinn sótti hann snemma. Liðlega fermdur var hann farinn að heiman til náms, fjölskyldufaðir tæplega tví- tugur og afi rúmlega fertugur. Hann var þó síður en svo saddur lífdaga, í fullu fjöri og nýfluttur á Aragötu með Hildi sinni. Við hefðum öll viljað eiga hann að miklu lengur. Votta ég Hildi, dætrunum og barnabörnunum dýpstu samúð við missinn. Torfi Þórhallsson. Haukur Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Hauk Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.