Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 ✝ Haukur Guð-jónsson fæddist í Reykjavík þann 1. nóvember 1921. Hann lést á heimili sínu 11. október 2010. For- eldar hans voru Guð- jón Guðjónsson, f. 11.5. 1884, d. 27.7. 1971, og Sveinbjörg Jónsdóttir, f. 31.8. 1888, d. 30.6. 1972. Systkini: Jón, f. 1910, d. 1992, Sveinn Ing- ólfur, f. 1913, d. 1938, Unnur, f. 1917, d. 2006, og Bragi, f. 1928. Þann 1.7. 1950 giftist hann Guð- dóra, f. 2002. Arnar Sævarsson, f. 1970, maki Hrund Einarsdóttir, f. 1977, börn þeirra Sturla, f. 1999, Soffía, f. 2007, og Bjarni, f. 2009. 2) Hrefna, f. 1950, maki Mike Draper, f. 1953. 3) Sverrir Gísli, f. 1958, maki Kristín Guðmundsdóttir, f. 1958, barn Haukur Guðmundsson, f. 1986. Haukur útskrifaðist sem gull- smiður árið 1945 og rak lengi vel verkstæði og verslun í Reykjavík. Þegar hann varð fimmtugur ákvað hann að sölsa um og lærði múrvek. Hann vann síðan við að byggja arna og flísaleggja þar til hann settist í helgan stein. Haukur ólst upp á Grettisgötu 47 en bjó lengst af í Grænuhlíð 11, Reykjavík. Haukur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. rúnu Ásmundsóttur, f. 21.5. 1927, d. 2.9. 1980. Foreldrar henn- ar voru Helga Guð- björg Helgadóttir, f. 22.6. 1891, d. 11.9. 1944, kjörfaðir Ás- mundur Gestsson, f. 17.6. 1873, d. 11.2. 1953, faðir Jón Páls- son, f. 10.4. 1904, d. 1.9. 2000. Börn þeirra: 1) Hildur Rúna, f. 1946, hennar börn eru Björk Guðmunds- dóttir, f. 1965, maki Matthew Barney, f. 1967, hennar börn, Sindri Eldon, f. 1986, og Ísa- Kæri vinur. Sárt að þú ert dáinn, ég hélt að þú myndir lifa að eilífu, en svona er að verða gamall, ég kynntist þér á skrýtnum stað. Þá leið mér ekki vel og þú varst svolítið hræddur um sjálfan þig, en þú gafst mér von. Von sem er núna í mér. Ein falleg rós handa konu. Og allar hinar konurnar líka. Sem þú gafst von. Líka hvað við ræddum um listir, hvað ég man þegar þú varst að velta fyrir þér hvað listamenn væru að gera, hvort þeir væru að gera grín, það fór svolítið í þig þeg- ar við vorum að ræða um það hvað væri gott fyrir listunnendur, og var ég sammála því að listamaður þarf að hafa eitthvað að segja. Þannig að áhorfandinn skilji hvað maður er að gera. Líka töluðum við um heimsmál og börn. Já. Hann skildi eftir til mín von um gott líf. Þegar ég hugsa til baka, þegar hann sótti mig á horni Skólavörðustígs og Laugavegar á hvítum stationbíl með ljósi á toppi bílsins var hann eins og maður sem kæmi annars staðar frá. Á þessum tíma var ég hrædd við fólk og staði. En ég vissi að ég gat hringt í Hauk. Hann bauðst til að hjálpa mér. Og hann leiddi mig áfram í nýtt líf. Upphaf hjá mér að nýju lífi. Takk, Haukur, fyrir vonina og vináttuna. Rósin sem þú sendir til mín, og rósirnar sem þú sendir öllum hin- um konunum, ég mun ekki gleyma því. Þetta var mögnuð stund. Kveðja, þín vinkona, Hulda Vilhjálmsdóttir listakona. Haukur Guðjónsson var afar skemmtilegur maður. Þegar ég sem unglingur bjó hjá honum í eitt ár sagði hann mér oft sögur af sjálfum sér sem ungum manni. Sögur sem oftar en ekki snerust um einhverskonar prakkarastrik og strákapör. Af þeim svipbrigðum sem sögunum fylgdi var deginum ljósara að Haukur varðveitti þenn- an unga mann í sér, og það gerði hann allt til dauðadags. Haukur var vanur að segja að þegar hann sæti og læsi Morgunblaðið, liði honum ávallt eins og 24 ára göml- um manni, sem reyndist síðan vera fastur í gömlum og lúnum líkama þegar hann stæði á fætur. Er ég hugsa til þess leit ég aldrei á Hauk sem gamlan mann. Að spila vist eða bingó var ekki fyrir hann og ekkert forðaðist hann eins og „gamlingjaspjall“. Samræður okk- ar snerust um málefni líðandi stundar þar sem Haukur þurfti oft- ar en ekki að útskýra fyrir mér hvað væri að gerast í landsmál- unum. Ungur lærði Haukur gullsmíði og rak verslun um árabil. Hann var alla tíð afar fær gullsmiður og við sérstök tilefni smíðaði hann og gaf sínum nánustu hálsmen, hringa og armbönd. En Haukur var ekki að- eins fær í hinum fíngerðu verkum gullsmíðinnar því hann var einnig lærður múrari og smíðaði arna, eða kamínur eins og hann sagði alltaf. Á jólum safnaðist fjölskyldan sam- an fyrir framan eina slíka sem hann smíðaði á heimili sínu í Grænuhlíð og opnaði jólagjafirnar með tilheyrandi gleði. Það sama gildir eflaust um þær fjölmörgu fjölskyldur sem Haukur smíðaði kamínur fyrir. Heima hjá Hauki var ávallt mik- ið af plöntum og blómum. Á sumrin ræktaði hann gladíólur og rósir á svölunum hjá sér. Þegar fólk bar að garði leysti hann það oftar en ekki út með blómvendi. Sama hvað það var, þá tókst Hauki alltaf að skara fram úr í því sem hann tók sér á annað borð fyrir hendur. Ég er ekki viss um að Haukur hafi trúað á líf eftir dauðann. Ég get bara ekki náð þeirri mynd úr huga mínum, að hann sitji nú ein- hvers staðar í hægindastól með kaffibolla og Morgunblaðið – og fyrir ofan höfuð hans hlykkjast reyktaumar sem virðast hverfa inn í eilífðina. Haukur Guðmundsson. Haukur Guðjónsson ✝ Carl Joel Bro-berg, yfirlæknir í Gautaborg, fæddist 18. janúar 1918. Hann lést í Gautaborg 5. október síðastliðinn. Foreldrar Carl voru Emil Broberg, verslunarmaður í Gautaborg og Selma Broberg. Árið 1951 kvæntist Carl Sigríði Broberg Sophusdóttur Blön- dal, f. 22. des. 1917. Sigríður var dóttir Ólafar Þorbjargar Hafliðadóttur, f. 10. des. 1894 á Siglufirði, hús- mæðrakennara í Reykjavík og Sophusar Auðuns Blöndals, f. 5. nóv. 1888 í Reykjavík, forstjóra á Siglufirði. Sigríður lést 24. jan. 1998 í Gautaborg. Börn Carl og Sig- ríðar eru 1) Ulla Kristina Broberg, f. 10. maí 1951, búsett í Gautaborg og á hún tvö börn. 2) Kerstin Annika Broberg, f. 18. feb. 1953, d. 5. okt. 1955. 3) Ingela Marg- areta Broberg, f. 5. sept. 1957, búsett í Gautaborg og á hún tvö börn. Börn Sigríð- ar og fósturbörn Carl eru 4) Bryndís Gunn- illa Erlandsson, f. 4. júlí 1941, búsett í Gautaborg og á hún eitt barn. 5) Gunnar Olof Sophus Broberg, f. 5. okt. 1944, búsettur í Singapúr og á hann sex börn. 6) Sigrún Agnes María Erlandsson, f. 6. mars 1946, búsett í Gautaborg og á hún tvö börn. Carl Joel Broberg læknir lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta- borg 5. október sl. Hann starfaði lengst af sem yfirlæknir á barna- skurðdeild Sahlgrenska sjúkrahúss- ins í Gautaborg. Carl var seinni eiginmaður Sigríð- ar Blöndal, móðursystur okkar, sem fluttist til Svíþjóðar 1939. Þar hafði hún gifst og eignast þrjú börn en var fráskilin þegar hún hitti Carl. Hann gekk börnum hennar í föðurstað. Saman eignuðust þau þrjár dætur en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa eina þeirra, Anniku, tveggja ára gamla. Hin börnin fimm lifa for- eldra sína. Þau hjónin Calle og Sigga, eins og þau voru kölluð, komu í fyrsta skipti saman til Íslands árið 1961. Upp frá því fékk Calle mikinn áhuga á öllu sem snerti land og þjóð. Hann lærði íslensku án þess að dvelja nokkurn tímann langdvölum hér á landi og var mjög vel lesinn í Íslendingasög- unum og kunnugur landslagi og stað- háttum á Íslandi. Ef einhver hefur átt skilið að vera kallaður Íslands- vinur þá var það Calle, vegna ein- lægs áhuga hans á öllu íslensku. Eftir að Sigga lést árið 1998 flutti Calle til Sophusar og fjölskyldu, sem þá voru búsett í Malasíu. Hjá þeim leið honum mjög vel og ætlaði hann að eyða ellinni þar, en þegar heilsan fór að bila sótti hugurinn heim til Svíþjóðar og fór svo að hann flutti þangað aftur eftir nokkurra ára dvöl í Asíu. Hann flutti heim á Billdal sem er í skerjagarðinum fyrir utan Gautaborg. Þar höfðu þau hjónin bú- ið sér smekklegt heimili og áttu þau mjög fallegt safn íslenskra málverka. Calle bjó þar til dauðadags. Frá árinu 1961 komu Sigga og Calle því sem næst árlega í heimsókn til Íslands og bjuggu þá alltaf heima hjá okkur á Ásvallagötu 4 og voru þar afar kærkomnir gestir. Með ár- unum varð Calle góður vinur okkar allra og síðar meir líka eiginmanna okkar og var okkur öllum mjög kær. Þau hjónin áttu líka marga vini hér á Íslandi því ungir læknar, sem voru við framhaldsnám í Gautaborg, áttu góðan samastað hjá þeim. Eftir lát foreldra okkar og Siggu frænku hefur Calle haldið góðu sam- bandi við okkur. Hjá honum var það föst venja að hringja til okkar alla merkisdaga. Hann tileinkaði sér líka nýjungar og talaði oft við okkur á Skype og hann notaði einnig Facebo- ok talsvert. Árin 2002 og 2003 kom hann með öll börnin sín hingað til Ís- lands því hann vildi sýna þeim fæð- ingarstað mömmu þeirra, Siglufjörð. Við fórum með þeim í þessar Siglu- fjarðarferðir. Árið 2001 fóru tvær okkar systra ásamt eiginmönnum í ógleymanlega heimsókn til þeirra feðga í Malasíu og höfðum auk þess margsinnis farið í heimsókn til Gautaborgar. Eftir á að hyggja er það Calle sem gætti þess að við frændsystkinin og fjölskyldur okkar kynntumst betur á fullorðinsárum. Við kveðjum Calle með söknuði. Hugurinn er hjá frændfólki okkar í Gautaborg. Megi Calle hvíla í friði. Blessuð sé minningin um góðan mann. Ólöf, Soffía og Helga Kjaran. Carl Joel Broberg 24. útdráttur 14. október 2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 2 0 7 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur 2 9 0 3 1 1 7 2 8 4 4 2 5 9 4 7 0 4 0 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 29410 33650 41239 52845 63159 65315 31753 39438 49048 58108 64273 65844 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 0 8 8 1 0 0 3 9 2 1 4 0 4 2 9 6 8 8 4 3 2 3 5 4 9 2 3 4 6 0 4 6 2 7 1 6 4 3 1 7 0 5 1 1 5 4 7 2 2 5 4 5 3 0 0 1 3 4 4 1 2 8 4 9 9 6 4 6 0 5 2 6 7 4 0 2 0 1 9 1 8 1 2 3 4 6 2 2 6 1 0 3 3 9 0 4 4 4 9 4 8 5 0 3 2 1 6 1 7 9 0 7 4 0 3 7 2 2 4 2 1 2 4 2 0 2 2 6 6 6 3 5 6 2 4 4 5 0 5 7 5 1 0 0 7 6 2 1 0 4 7 5 0 2 7 3 3 9 9 1 5 4 5 8 2 5 6 1 1 3 6 8 2 8 4 6 7 0 4 5 1 2 0 4 6 2 2 1 3 7 5 6 1 5 3 7 3 7 1 8 0 2 9 2 6 4 0 1 3 9 3 5 8 4 6 7 2 4 5 4 9 0 2 6 3 2 6 3 7 5 6 5 3 4 4 4 4 1 8 6 9 1 2 6 8 4 0 3 9 4 4 1 4 6 8 3 1 5 4 9 6 5 6 3 7 6 9 7 6 2 8 4 4 9 4 2 1 8 9 6 4 2 6 9 8 1 3 9 9 8 5 4 7 2 6 2 5 6 0 3 4 6 4 8 8 2 7 6 5 2 3 6 5 7 4 1 9 8 1 6 2 7 6 4 9 4 0 3 8 7 4 7 3 2 1 5 7 5 6 6 6 6 0 7 8 7 6 9 1 4 8 2 8 0 2 1 1 2 4 2 8 1 5 7 4 1 7 1 3 4 9 1 8 1 6 0 2 7 8 7 1 6 3 7 7 8 7 9 4 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 116 6316 12403 19573 26087 33981 41295 48962 56854 64136 72611 149 6319 12417 19642 26512 33989 41458 49012 56879 64140 72709 150 6367 12555 19697 26531 34102 41481 49219 56926 64262 72734 284 6383 12810 19726 26600 34259 41606 49300 56972 64337 72741 291 6422 12835 19740 26802 34489 41628 49323 57049 64781 72769 364 6510 12870 19770 27010 34580 41877 49346 57473 64896 72841 430 6579 12911 19882 27073 34608 41983 49363 57527 64927 73045 431 6688 13041 19973 27293 34682 42175 49388 57539 65004 73176 564 6715 13216 19977 27300 34932 42345 49418 57704 65227 73202 578 6922 13219 19988 27336 35005 42415 49474 58130 65808 73229 637 6996 13272 20049 27355 35384 42722 49554 58204 65914 73408 643 7089 13330 20112 27376 35400 42765 49568 58597 66023 73471 686 7295 13369 20184 27641 35406 42878 49613 58671 66177 73630 702 7431 13371 20195 27721 35434 42898 49789 58710 66900 73769 841 7479 13557 20352 27762 35447 42967 50063 58715 66984 73815 862 7528 13749 20437 27857 35608 42988 50125 58747 67073 73957 865 7606 13925 20462 27950 35647 42991 50150 58756 67115 74067 894 7659 13927 20603 27980 35770 43136 50276 58776 67177 74145 1018 7836 14221 20696 28031 35795 43325 50361 58791 67434 74216 1058 8165 14410 20733 28099 35797 43333 50391 58880 67443 74381 1161 8195 14455 20838 28162 36055 43374 50510 59027 67469 74466 1201 8421 14511 21225 28193 36114 43406 50566 59060 67649 74522 1283 8516 14700 21421 28224 36202 43438 50660 59218 67674 74903 1383 8649 14708 21526 28618 36208 43473 50678 59310 67680 75060 1600 8777 14830 21650 28757 36382 43482 51194 59447 67693 75234 1773 8855 14880 21778 28782 36600 43494 51325 59786 67702 75414 1775 8858 14881 21796 28817 36737 43559 51478 60040 67745 75427 1779 8893 14927 22032 28870 37179 43590 51530 60055 67896 75553 1890 8899 14965 22097 28935 37456 43636 51591 60098 68050 75556 2098 8921 14971 22158 29063 37485 43665 51663 60127 68108 75644 2291 8940 14982 22482 29322 37653 43790 52011 60377 68124 75681 2293 9058 15086 22618 29412 37720 44037 52046 60388 68637 75727 2376 9089 15101 22715 29562 37821 44083 52209 60395 68667 75757 2536 9325 15120 22803 29609 37976 44216 52298 60475 68714 75896 2612 9401 15133 22824 29791 37999 44353 52370 60535 68734 75915 2676 9405 15182 22869 30142 38391 44627 52394 60547 68743 76164 2829 9454 15197 23240 30152 38406 44778 52414 60552 68774 76422 2864 9530 15272 23260 30287 38565 44860 52455 60886 68791 76449 2964 9677 15300 23382 30337 38595 44908 52511 60956 69013 76607 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 3102 9707 15460 23628 30355 38659 44927 52607 60975 69033 76874 3165 9809 15481 23639 30407 38815 45045 52779 61050 69373 76939 3242 9908 15531 23751 30465 38819 45092 52858 61099 69448 76963 3336 10059 15583 23771 30547 38903 45270 52915 61129 69484 77246 3367 10140 15644 23796 30554 38929 45482 52931 61189 69543 77365 3473 10266 15726 23855 30613 38979 45629 53114 61250 69557 77426 3497 10421 15727 23857 30621 38997 45664 53153 61405 69560 77462 3552 10475 15783 24091 30702 39101 45724 53241 61515 69585 77633 3562 10499 15809 24161 30955 39124 45873 53287 61574 69891 77777 3742 10551 15842 24177 31289 39131 46067 53439 61648 70031 77801 3763 10558 16003 24231 31552 39258 46101 53448 61689 70067 77842 3778 10559 16071 24321 31610 39498 46165 53480 61708 70089 78013 3828 10628 16265 24350 31692 39567 46178 53634 61728 70320 78078 3920 10697 16266 24461 31703 39569 46327 53824 61795 70327 78248 4051 10766 16331 24486 31855 39606 46373 54024 61870 70532 78316 4169 10879 16612 24498 31919 39616 46420 54060 62040 70683 78441 4211 10883 16798 24582 31948 39643 46680 54103 62109 70723 78802 4240 10927 16995 24589 31962 39655 46738 54167 62113 70839 78863 4287 10955 17124 24596 31978 39722 46752 54295 62205 71171 78883 4320 11139 17235 24603 31989 39750 46872 54438 62218 71282 79020 4346 11156 17262 24611 32008 39778 46944 54501 62227 71418 79156 4421 11228 17485 24635 32087 39816 47147 54568 62270 71450 79369 4543 11245 17492 24652 32110 39955 47197 54587 62283 71640 79468 4558 11282 17610 24673 32197 40052 47436 54684 62626 71759 79470 4643 11328 17916 24750 32386 40150 47521 54752 62690 71774 79500 4782 11375 18250 24757 32585 40210 47528 54835 63012 71893 79708 4934 11390 18427 24824 32631 40279 47664 55044 63289 71895 79832 5033 11497 18518 24943 32665 40340 47787 55255 63382 71995 79864 5112 11709 18643 25335 32726 40403 48002 55359 63681 72065 79872 5185 11727 18845 25566 32728 40413 48067 55751 63734 72185 79894 5203 11883 18891 25640 32770 40476 48224 55904 63736 72299 79978 5350 11911 19051 25665 32785 40530 48299 55965 63751 72320 5413 12002 19057 25773 32790 40571 48489 55998 63866 72386 5535 12011 19072 25836 33020 40589 48514 56061 63923 72406 5598 12047 19232 25841 33747 40687 48648 56122 63962 72518 5782 12072 19241 25959 33766 40692 48707 56427 63985 72527 5978 12233 19288 25993 33788 40762 48805 56518 63989 72538 6186 12335 19484 26009 33815 40852 48837 56726 64061 72545 6228 12350 19520 26071 33848 41194 48849 56804 64092 72554 Næstu útdrættir fara fram 21. október & 28. október 2010 Heimasíða á Interneti: www.das. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.