Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 11
t HAMAR 11 \ \ V l Timburverzlunin DVERGIIR HF. óskar öllum Hafnfirðingum gæfu og gengis í tilefni 1 50 ára afmælis kaupstaðarins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt bæjarstjóra, talið frá vinstri: Ámi Gunnlaugsson lögfræðing- ur, Kristján Andrésson framkvæmdastjóri, Kristinn Gunnarsson hagfræðingur, frú Þómnn Helgadóttir, Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri, Guðmundur Gissurarson forstjóri, forseti bæjar- stjórnar, Stefán Jónsson framkvæmdastjóri, Eggert ísaksson fulltrúi, frú Elín Jósefsdóttir og Páll V. Daníelsson viðskiptafræðingur. ÁVA R F> frá bœjarfullirúum Sjálfsiœðisflokksins Dagana 31. maí og 1. fúní minnast Hafn- firðingar, með margþættum hátiðahöldum, þess að 50 ár eru liðin síðan hær þeirra fékk kaupstaðarréttindi. A slíkum tímamótum, hvort lieldur eru i lífi einstaklinga, félaga, eða stærri sam- félagsheilda, er hollt og gagnlegt að horfa um öxl, virða fyrir sér farna áifanga, draga skynsamlegar ályktanir og lærdóma af reynslu liðinna ára, jafnt af sigrum sem ósigrum, því sem vel hefur tekizt og hinu sem miður hefur farið og hyggfa síðan á þeirri reynzlu framtíðarstörf og fyrirætl- anir til áframhaldandi vaxtar og eflingar hæfarfélagsins og til hagsældar horgurum þess, bornum og óbornum. Þeir Hafnfirðingar, sem lifað hafa þró- unarsögu hæfarins alla, þessi síðustu 50 ár, og þeir eru margir, munu áreiðanlega minnast margra merkra áfanga, er einkum marka tímamót í sögu bæjarins, og fafn- framt minnast ffölmargra horgara, er öðr- um fremur settu svip sinn á hæinn og mörk- uðu þá hraut er gengin hefur verið, og stuðluðu að margháttaðri uppbtyggingu í at- vinnuháttum, menningu, heilbrigðismálum, og uppeldismálum, svo nokkuð sé nefnt af þeim viðfangsefnum er orðið hefur að glíma við á liðnum áratugum og sem eru ævar- andi viðfangsefni allra tíma. Af því sem m. a. kemur í hugann, við slíka yfirsýn, má geta eftirfarandi: Kaupa á bæjarlandinu og síðar kaupin á Krýsuvík með þeim ffölþættu möguleikum, er eink- um eru tengdir hagnýtingu hinnar miklu hitaorku, sem þar er. Lagningu vatnsveitu til bæfarins og vatnsveitu- og holræsakerfis um bæinn. Byggingu og starfrækslu skóla, svo sem barnaskóla, gagnfræðaskóla, iðn- skóla og tónlistarskóla. Btjgging sundlaugar og sfúkrahúsa. Raflýsing bæfarins. Byggingu barnaleikvalla, dagheimilis og barnaheim- ilis. Byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir bókasafn bæfarins, sem tekið verður í notk- un á afmæli bæfarins. Að því er snertir atvinnulíf bæjarbúa, minnast menn vaxandi útgerðar með hin- um stórvirkustu tækfum, byggingar ffög- urra hraðfrystihúsa, auk ffölþættrar aðstöðu annarrar til hagnýtingar á fiskafla bæfar- búa, stofnun og starfrækslu síldar- og fiski- mjölsverksmiðfu, skipasmíðastöðva, drátt- arbrautar, hifreiðaiðnaðar, trésmiðfa, brauð gerðarhúsa, prentsmiðfa, raftækfaverk- Stefán Jónsson. Eggert ísaksson. smiðfu, auk margháttaðs annars iðnaðar og þjónustu. Þa minnast menn einnig þess, er áunnist hefur, að því er snertir hafnarbætur og að- stöðu fyrir skipastól bæfarbúa. Allt eru þetta, auk margliáittaðrar félags- málastarfsemi, þættir í framsókn bæfarbúa á liðnum tímum, til aukinnar hagsældar og menningar í vaxandi bæjarfélagi, en í- búum bæfarins hefur á þessu 50 ára tíma- bili fjölgað úr ca. 1500 í ca. 6500. Hér hafa verið dregnir fram nokkrir þætt- ir í þróun bæfarins, sem leitt hafa til stór- lega bætts hags og lífsaðstöðu þess fólks sem bæinn byggir og liefur byggt. Þrátt fyrir það þótt menn hafi á öllum tímum greint á um margt í viðfangsefnum líðandi stundar og ýmsum þótt þróunin ganga hægar en efni stóðu til, þá liefur öllum bæfarbúum verið það sameiginlegt áhugamál, að styðfa að heill bæfarfélags- ins og fafnan staðið saman að lausn knýf- andi verkefna. Hafnarffarðarbær er vel í sveit settur og býr yfir margháttuðum möguleikum til vaxt ar og þroska og bæjarstæðið er sérkenni- lega fagurt. Beri Hafnfirðingar gæfu til þess að sameinast um það að styðfa að hag og uppbyggingu bæfarins á sem flestum sviðum, þá hefur Hafnarfförður skilyrði til þess að verða einn fegursti bær á landi voru, biíandi borgurum sínum góða lífs- afkomu og aukna hagsæld. Það er ósk vor til Hafnarffarðar og Hafn- firðinga allra, á þessum merku tímamótum, að minningar og reynzla liðinna ára megi verða hvatning öllum bæfarbúum til dáð- ríkrar og drengilegrar baráttu fyrir sönn- um framförum og vaxandi velmegun. Við vonum að þeir, sem til forystu eru kvaddir liverfu sinni, megi liafa til að bera næga víðsýni til þess, að svo miklu leyti sem á valdi þeirra er, að búa þannig að borgurunum að það bezta í fari þeirra allra fái notið sín á ókomnum tímum, til fjöl- þættrar uppbyggingar, svo að bærinn okk- ar — Hafnarfförður — megi vera kær dval- arstaðar, er fafnan fullnægi í senn ríkust- um mæli réttlátum og eðlilegum kröfum gróandi þjóðlífs. Megi það vera í nútíð og framtíð hið mikla metnaðarmál allra góðra Hafnfirð- inga. Heill Hafnarfirði og Hafnfirðingum öll- um. Páll V. Daníelsson. Elín Jósefsdóttir.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.