Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 20

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 20
20 HAMAR ♦--------------------------------------------------------♦ HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstœðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: Árni Grétar Finnsson, Símar: 50228 og 50435. AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út hálfsmánaðarlega. Prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. „*pú kýri c^talnarljörÖur ...” Hér birtast ýmsar myndir frá Hafnarfirði. Margar þeirra eru orðnar nokkuð gamlar. Munu menn vonandi hafa fróðleik og skemmtun af að skoða þær. Ilrot líi* vorzlniiar sögii . . . (Framhald- af bls. 19) ingaverzlun, flest allt „skrifað" eins og kallað var, en smásam- an breyttist þetta og peninga- verzlun er nú ráðandi að mestu, enda öll laun greidd reglulega út í peningum og er slíkt til öryggis, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Þó kom það sér oft vel, þegar atvinna var stopul að vetrarlagi, að kaupmenn lán- uðu almenningi úttekt þangað til úr raknaði með vinnu og hægt var að greiða skuldir, en slíkt var algengt allt fram að síðasta ófriði, en síðan má segja að atvinna hafi verið hér stöð- ug og efnahagur því ólíkt rýmri en áður var. iskonar þarfa fyrst og fremst vegna húsabygginga og á þann hátt orðið fjölda manns að liði og aukið þannig verzlun og við- skipti til mikilla hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Á síðustu 50 ár- um hafa 2 ágætismenn verið forstöðumenn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, Guðmundur Helga- son frá 1908—1930 og Ólafur Böðvarsson frá 1930 og síðan. Er það mikið lán Hafnfirðinga að liafa notið forstöðu þessara manna fyrir Sparisjóð Hafnar- fjarðar, því það traust er spari- sjóðurinn nýtur, er fyrst og fremst þessum tveimur mönn- um að þakka. Sparisjóður Haínar- fjarðar. Ekki er hægt að skiljast svo við, að ekki sé getið um hlut- verk Sparisjóðs Hafnarfjarðar þegar rætt er um viðskiptalíf bæjarins. 1876 var stofnaður Sparisjóður Álftaneshrepps fyr- ir forgöngu Þórarins Böðvars- sonar prófasts í Görðum og C. Zimsens verzlunarstjóra. 1903 var sjóðurinn fluttur til Hafnar- fjarðar Og nefndist Sparisjoður Knattspymukappleikur milli „17. júní“ og ,,Fratnsóknar" árið 1920. Georg Hafnarfjarðar og hefur starfað Vilhjálmsson og Arni Matliiesen heyja einvígi um knöttinn. hér síðan. Til að gera sér grein fyrir vexti sjóðsins má bera saman innstæður og varasjóði sjóðsins á sl. 50 árum: Innstæður í árslok 1907 kr. 63.042.25. Varasjóður í árslok 1907 kr. 4.438.46. Innstæður í árslok 1957 kr. 34.609.677.51. Varasjóður í árs- lok 1957 kr. 4.145.190.28. Á þessum röskum 50 árum hefur Sparisjóðurinn lánað f jölda mörg fasteignalán og með því stuðlað að því að almenn- ingi hefur verið gert kleyít að eignast íbúðarhús. Einnig hefur hann lánað gegn víxlum til ým- Frá vígslu Hellisgerðis 1923. Börn í Barnaskóla Hafnatfjarðar ásamt kennurunum Hallsteini Hinriks- syni og Páli Sveinssyni. Myndin var tekin fyrir 2—3 áratugum. Hamarskotsmöl séð frá Fiskakletti. Myndin er frá því um 1900. Ilafnfirðingar hafa frá alda öðli byggt afkomu sína á sjósóknum og fiskiveiðum. Það er því skemmtileg til- viljun, að 50 ára afmæli kaupstaðarins skuli bera upp á sjómannadaginn. Myndin er frá sjómannadeginum í Hafnarfirði. Knattspyrnuliðið „Framsókn", sem hér kom mikið við sögu á árunum 1920—1930. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, Sig. T. Sigurðsson, Hinrik Auðunsson, Vigfús Magnússon, Haraldur Kristjáns- son. Aftari röð: William Hadden, Eyjólfur Marteinsson, Magnús Stef- ánsson (Örn Arnarson), Þorleifur Guðmundsson, Ólafur Flalldórsson og Georg Vilhjálmsson. Hin myndarlega síldar- og fiskimjölsverksmiðja Hafnfirðinga Ltýsi i? Mjöl lif. Fyrirtækið var stofnsett árið 1945 og liefur Ólafur Elísson verið framkvæmdastjóri þess frá uppluifi. Verksmiðjan er í fremstu röð hlið- stæðra fyrirtækja hér á landi.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.