Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 26

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 26
26 HAMAR Ilin fjillkomnu soðvinnslutæki, sem fiskimjölsverksmiðjan Lijsi írMjöl hf. tók í notkun árið 1954. nýtir þann fiskúrgang, er til fellur í fiskvinnslustöðvum bæj- arins, auk þess sem það kaupir karfa og aðrar fisktegundir til beinamjölsvinnslu. Arið 1954 var tekið í notkun hjá Lýsi & Mjöl hf. fyrsta soðvinnslutækið í verksmiðju hér á landi. Var það merkisatburður. Lýsi & Mjöl hefur ætíð verið farsællega rekið og veitt mörgum góða at- vinnu, en framkvæmdastjóri þess er — og hefur frá upphafi verið Olafur Elísson. Vinnslustöðvar eingöngu fyrir saltfisk og skiæið hafa verið starfræktar um áraraðir í Hafn- arfirði og margir komið þar við sögu. Má nefna vinnslustöðvar, sem starfræktar eru á vegum fyrirtækjanna Einars Þorgilsson- ar & Co., Venus hf., Asar hf. og svo nokkurra einstaklinga. Flest þeirra fyrirtækja, sem að fram- an greinir, hafa einnig með höndum síldarsöltun, sömuleiðis hraðfrystihúsin, sem einnig frysta síld. Hraðfrystihúsin í Hafnarfirði og vinnslustöðvarnar eru með þeim fullkomnustu, sem þekkj- ast hér á landi. Hafa þau tekið tæknina í þjónustu sína og eru í þeim nýtízku flökunarvélar, færibandakerfi, hraðvirk frysti- tæki o. s. frv. Framtíð Hafnarfjarðar og íbúanna er undir því komin, að vel sé fylgzt með tækniþróun- inni og hlúð að fyrirtækjum í þessari grein, því að starfsemi þeirra eykur til mikilla muna. verðmæti þess fiskjar, sem hafnfirzkir sjómenn afla. ^ Véla- og verksmiðju- iðnaður. Við hlið fiskiðnaðarins og í sambandi við sjávarútveginn blómgast margs konar annar iðnaður í Firðinum. Veitir hann fjölda manns vinnu allt árið um kring. Tvær stórar vélsmiðjur, Vél- smiðja Hafnarfjarðar hf., og Klettur hf., veita skipum bæjar-1 ins og hraðfrystihúsunum nauð- synlega viðgerðarþjónustu, auk þess sem þær fást nokkuð við nýsmíði og fullnægja þörfum bæjarbúa í járnsmíði. Vélsmiðja Hafnarfjarðar er með elztu iðn- fyrirtækjum bæjarins, en hún var stofnuð árið 1918. Var smiðj- an í upphafi aðeins eldsmiðja, en hefur með árunum aukizt að húsrými og vélakosti. Vélsmiðjan Klettur, áður Járn- smiðja Guðmundar Hróbjarts- sonar, er einnig gamalt og gró- ið fyrirtæki. Rak Guðmundur járnsmiðju um langan tíma, en síðan tóku við synir hans og reka fyrirtækið nú. Ein stærsta verksmiðja lands- ins er staðsett í Ilafnarfirði. Er það Raftækjaverksmiðjan hf., sem stofnuð var árið 1936. Var hún stofnuð í því skyni að fram- leiða raftæki, einkum eldavélar til heimilisnota, en með árunum hefur hún fært út starfssvið sitt og framleiðir nú einnig þilofna, alls konar tæki til húshitunar, þvottapotta, kæliskápa, spennu- breyta, flúrskinslampa o. fl. Raf- tækjaverksmiðjan er orðin þjóð- kunn undir nafninu RAFHA, og hafa margir Hafnfirðingar unn- ið gott verk við uppbyggingu þessa merka iðnfyrirtækis. Framkvæmdastjóri Raftækja- verksm. er Axel Kristjánsson. Haustið 1954 hófst framleiðsla á rafmótorum í húsakynnum Raftækjaverksmiðjunnar. Var það á vegum nýstofnaðs fyrir- tækis, sem heitir Rafmótor hf. Þá er og starfandi í bænum fyr- irtæki, sem framleiðir rafgeyma. Elzta iðnfyrirtæki bæjarins er trésmíðaverksm. Dvergur, sem fyrr er getið. Hefur fvrirtækið ætíð annazt trésmíði, auk um- fangsmikillar timburverzlunar. Annað gagnmerkt fyrirtæki í trésmíðaiðnaði hefur í fjölda ára verið rekið við útjaðar bæjarins, en það ér Timburverksmiðja Reykdals hf., sem staðsett er í Garðahreppi, en svo nátengd er verksmiðjan hafnfirzku atvinnu- lífi, að flestir líta á hana sem hafnfirzkt fyrirtæki. Ilér má geta þess, að rétt við verksmiðj- una er Ishús Reykdals, sem framleiðir ís fyrir togara bæjar- ins. Fyrir nokkrum árum var sú nýlunda tekin upp hjá þessu (Framhald á bls. 32) Vinnuflokkur við byggingu nýju hafskipabryggjunnar árið 1930. Þorbjörn Klemensson trésmíðameistari var yfirsmiður við bryggjusmíðina. flestir hafnfirzkir iðnaðarmenn, en félagsmenn eru nú 116. Eru það húsa- og húsgagnasmiðir, skipa- og bátasmiðir, rennismið- ir, vélvirkjar, eldsmiðir, pípu- lagningamenn, blikksmiðir, klæð skerar, múrarar, skósmiðir, prentarar, bókbindarar, rakarar. rafvirkjar, bifvélavirkjar, málar- ar, úrsmiðið, myndasmiðir, bak- arar og gullsmiðir svo að hinar helztu fagstéttir séu nefndar. Iðnaðarmannafélagið er ekki kjarabaráttusamtök í eiginleg- um skilningi. Á þeim vettvangi starfa sérfélög iðnaðarmanna. Meginmarkmið þess er að efla menningu, menntun og sam- heldni iðnaðarmanna á félags- svæði sínu, gæta sameiginlegra hagsmuna og áhugamála hafn- firzkra iðnaðarmanna og styðja framfaramál iðnaðarins. í anda þessara markmiða hef- ur félagið ætíð starfað, m. a. með því að annast frá upphafi rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði, sem komið var á fót sem kvöld- skóla upp úr stofnun félagsins árið 1929. Fyrir tveimur árum var rekstursformi stærri iðn- skóla breytt verulega með lög- um, og tók ríkið þá við rekstri þeirra, og þ. á m. við rekstri Iðnskólans í Hafnarfirði. í skólanum voru síðastliðinn vetur um 90 nemendur. Til sam- anburðar má geta þess, að á fyrstu kennslunámskeiðum, sem haldin voru fyrir hafnfirzka iðnnema, en þau hófust í vetr- arbyrjun 1926, voru 24 nemend- ur. Aðalhvatamaður að stofnun Iðnskólans var Páll Jónsson járn smiður. Emil Jónsson alþingismaður kom mikið við sögu iðnaðarsam- takanna um þetta leyti, og var hann fyrsti skólastjóri Iðnskól- ans. Núverandi skólastjóri er Sigurgeir Guðmundsson. Guðjón Magnússon skósmið- ur, sem nú er formaður Iðnaðar- mannafélagsins, hefur mjög lát- ið að sér kveða í félags- og hags- munamálum iðnaðarins um ára- tugi. Hefur hann m. a. verið for- maður Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar á samtals tólfta ár, átt sæti í Iðnráði Hafnar- fjarðar, en það var stofnsett ár- ið 1930 og er með elztu iðn- ráðum landsins, átt sæti í stjórn Guðjón Magnússon Landsambands iðnaðarmanna og setið öll þing þess. Aður en skilið er við þenn- an stutta og ófullnægjandi kafla um iðnaðarmenn í Hafnarfirði, en um hið merka starf þeirra og forystumenn í ýmsum fram- faramálum væri unnt að skrifa langt mál, skal hér getið sérfag- félaga hafnfirzkra iðnaðar- manna, en þau eru: Trésmiða- félag Hafnarfjarðar, sem fyrr er getið, Málarameistarafélag Hafnarfjarðar, Skipasmiðafélag Hafnarfjarðar, Múrarafélag Hafnarfjarðar og Bifvélavirkja- félag Hafnarfjarðar. Ennfremur hafa hafnfirzkir iðnnemar með sér félag, Iðn- nemafélag Hafnarfjarðar og er félagatala þess 47. Þá er og starfandi í bænum Iðja, félag starfsfólks í verk- smiðjum. Fiskiðnaður. Ein mikilvægasta grein ís- lenzkrar iðnframleiðslu er fisk- iðnaðurinn, en það er sú iðn- grein, sem Islendingar virðast hafa bezt skilyrði til að stunda í samkeppni við aðrar þjóðir. Veldur því einkum það, að iðn- aður þessi byggist á hagnýtingu íslenzkra lnáefna, sem mikið er til af, og einnig, að framleitt er fyrir erlendan markað, þannig að hagkvæmni stórrekstursins getur notið sín. Fiskiðnaður í stærri stíl á sér ekki langa sögu, hvorki í Hafn- arfirði né annars staðar á land- inu, enda þótt útgerð væri orðin veigamikill liður í þjóðarbú- skapnum um síðustu aldamót mót. Saltfiskurinn var fram til 1930 langstærsti liður fiskiðn- aðarins, en vegna áhrifa frá heimskreppunni urðu Islending- ar að huga til breytinga í fram- leiðsluháttum á sviði fiskafurða. Er það þá, sem frysting fiskjar hefst með útflutning fyrir aug- um. Er þróunin í fyrstu hægfara og líða 13 ár frá því, er fyrsta hraðfrystihúsið á Islandi tók til starfa, að Hafnfirðingar eign- ast sitt eigið hraðfrystihús. Var það hraðfrystihús fyrirtækisins Frost hf., sem hóf starfrækslu árið 1943. Framkvæmdastjóri þess og upphafsmaður er Jón Gíslason útgerðarmaður. Með stofnsetningu þessa hrað frystihúss er stigið stórt og merkilegt spor í atvinnusögu Hafnarfjarðar, sem bezt má sjá af því, að nú eru starfrækt fjög- ur frystihús í bænum og veita þau hundruðum manna vinnu. Fyrirtækin er, auk Frosts hf., Ishús Hafnarfjarðar hf., sem tók til starfa árið 1945, en áður hafði einkafyrirtæki undir sama nafni starfrækt íshús í fjölda ára. Var þar framleiddur ís fyr- ir togara og fyrir húsið til kæl- ingar á geymsluklefum fyrir kjöt og önnur matvæli. Fiskur hf., Jón Gíslason. sem tók til starfa í ársbyrjun 1947 og Fiskiðjuver Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar á síðast- liðnu ári. I sambandi við frystihúsin og útgerðarfyrirtæki bæjarins var árið 1945 stofnað fyrirtækið Lýsi & Mjöl hf. Er það síldar- og fiskimjölsverksmiðja, sem

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.