Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 32

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 32
32 HAMAR - Iðnaðurinn (Framhald af bls. 26) fyrirtæki að gefa hafnfirzkum fjölskyldum kost á að leigja frystihólf fyrir matvæli, svo sem fisk og kjöt. Fyrir nokkrum árum hóf fyr- irtækið Steinull hf. framleiðslu á einangrunarefni fyrir hús. Eins og nafn fyrirtækisins bend- ir til, er aðalhráefni einangrun- arefnisins steinn. Eru aðeins tvö fyrirtæki hér á landi, sem fram- leiða slíkt einangrunarefni. ^ Annar iðnaður. Hér að framan hefur stuttlega verið drepið á meiriháttar iðn- að og iðnfyrirtæki, sem rekin eru í bænum. En auk þess er rekinn margvíslegur annar iðn- aður, og fjöldi minni iðnfyrir- tækja í tré-, byggingar-, prent-, og þjónustuiðnaði. Byggingarfélagið Þór lif., hef- ur látið mikið að sér kveða í byggingariðnaðinum á síðustu árum. Pípugerð Jóns Guðna- sonar hefur framleitt fyrir bæj- arbúa holræsapípur, niðurfalls- rör, gangstéttarsteina o. þ. h. Þá framleiðir fyrirtækið Hraun- steypan hf. múrsteina til húsa- gerðar. Þá má einnig geta þess, að í bænum eru nú 4 húsgagnavinnu stofur, 4 prentsmiðjur, 2 bílavið- gerðarverkstæði, 3 réttingar- og málningarverkstæði, 3 netagerð- ir og viðgerðarverkstæði fyrir rafmagns- og útvarpstæki. ^ Hvert ber að stefna. Islenzka þjóðin hefur á und- anförnum árum verið að vakna til meðvitundar um hina miklu þýðingu iðnaðarins í verðmæta- sköpuninni og hinum bættu lífs- kjörum. Frumframleiðslugrein- í Hafnarfirði arnar, sjávarútvegur og land- búnaður, hafa lagt til dýrmæt hráefni, sem iðnaðurinn hefur síðan ummyndað í meiri verð- mæti. Fjölbreytni í atvinnuhátt- um eykst og möguleikar þjóð- félagsþegnanna að sama skapi. Framundan er hið stóra átak að koma á stóriðju, sem getur framleitt verðmæti, sem íslenzk- ar hendur og íslenzk orka hefur skapað, til útflutnings á erlend- an markað. Hafnfirðingar geta lagt fram sinn skerf í þessu átaki og orð- ið virkir þátttakendur í sköpun samkeppnishæfrar stóriðju. Með gufuorkunni í Krýsuvík má ef til vill framleiða þungt vatn til út- flutnings. Það mál er enn ekki nægilega kannað, og ber að stefna að því, að rannsóknir séu gerðar á þeim möguleikum, sem kunna að vera fyrir hendi, á þungavatnsframleiðslu í Krýsu- vík, sem annars staðar á land- inu. Stefna ber að alhliða eflingu iðnaðar í Hafnarfirði. Skilyrði til slíkrar framkvæmda eru fyrir hendi. Nóg er af góðu vinnuafli, orku og þekkingu. Lega bæjar- ins er hin ákjósanlegasta, hafn- arskilyrði góð frá náttúrunnar hendi og skammar vegalengdir til mesta þéttbýlis í landinu og þá um leið stærsta markaðarins. Framtíðarlífskjör þjóðarinnar byggjast á auknum iðnaði. Hafn firðingar munu taka þátt í enn frekari uppbyggingu hans, sér og þjóðinni til heilla. Megi það vera afmælisósk allra bæjarbúa, að Hafnarfjörður verði mesti iðnaðarbær landsins í framtíð- inni. Þá mun börnum bæjarins við hinn fagra fjörð, Hafnar- fjörð, vel borgið. Guðm. H. Garðarsson. Aðalstræti 6 - Símar 19003 og 19004

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.