Hamar - 01.06.1958, Page 35

Hamar - 01.06.1958, Page 35
I HAMAR 35 Þróun heilbrigðismála í Ilafnarfirði (Framhald af bls. 33) Heilsuverndarstarfsemi eins og er í Rvík og sumum öðrum kaupstöðum, hefur verið hér af mjög skornum skammti. Læknarnir, og þá aðallega hér- aðslæknirinn, hafa annast bólu- setningar við ýmsum næmum sjúkdómum. Læknir hefur ver- ið við barnaskólann í rúm 20 ár og aðallega unnið tannlækn- isstörf. Lögboðin skólaskoðun er framkvæmd við barnaskólana á hverju hausti og sömuleiðis við framhaldsskólana. Síðustu árin hefur eftirlit með vanfærum konum verið á St. Jósefsspítal- anum og Sólvangi, en flestar hafa þær leitað til heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur og svo er um aðra þætti heilsuverndar þar, að Hafnfirðingar hafa not- ið þar góðs af, enda stutt að fara og góðar samgöngur á milli bæjanna. Sjúkrahús. Skömmu eftir að læknir varð búsettur hér í bænum, var farið að ræða um nauðsyn á sjúkra- skýli (sjúkrahúsi) fyrir bæinn, Undirtektir voru dræmar a. m. k. hjá forráðamönnum bæjar- málanna og mun nálægðin við Reykjavík hafa valdið þar miklu um. Um 1921 reisti Hjálpræðisher- inn steinsteypt hús við Austur- götu fyrir starfsemi sína. Gerði hann bænum tilboð um, að hafa 2 sjúkraherbergi í kjallara húss- ins mót því, að nokkur styrkur fengist úr bæjarsjóði. Þessi tvö herbergi komu strax að góðum notum, þó lítil væru. Voru þar framkvæmdar nokkrar skurðað- gerðir, þó aðstæður allar væru erfiðar, og lánuðust þær vonum fremur. Nokkrum árum síðar var mikill hörgull á sjúkrarúm- um fyrir berklaveika sjúklinga. Var þá allt húsið tekið í notkun fyrir slíka sjúkhnga, en Hjálp- " ræðisherinn flutti trúboðsstarf- semi sína í annað liús. Var for- ráðamönnum hans um eitt skeið það mikið áhugaefni, að gera húsið að sjúkrahúsi fyrir bæinn, þó það væri mjög óhentugt til slíkrar starfsemi. Árið 1922 hafði kaþólska trú- boðið keypt Jófríðarstaðaeign- ina með það m. a. fyrir aug- um að reisa hér sjúkrahús og skóla. Var því leitað til systr- anna í Landakoti, að þær hefðust handa um byggingu sjúkrahúss í bænum og sam- þykkti bæjarstjórnin að lána systrunum nokkurt fé til bygg- ingarinnar um ákveðinn tíma. Var svo hafizt handa um bygg- ingu sjúkrahússins og það vígt 5. september 1926. Það sýndi sig brátt að lítt hafði verið hugsað um starfsfólkið og hagkvæm vinnuskilyrði þess er sjúkrahús- ið var byggt. Var því bygging- unni breytt að nokkru og hún stækkuð fyrir fáum árum síðan og er hún nú mjög þægileg og vistleg, jafnt fyrir sjúklinga sem starfsfólk. Sjúkrarúm eru 44 áuk skurðstofu og rannsóknarstofu, röntgenherbergis, ljóslækninga- stofu og dvalarstaða fyrir sjúkl- inga, sem hafa fótavist. Eins og að líkum lætur, markaði þessi stofnun á sínum tíma, tímamót í heilbrigðismálum bæjarins og hefur hún verið bæjarbúum til ómetanlegs gagns. Sjúkrahús þetta hefur ekki notið nokkurs styrks úr bæjarsjóði fyrr en nú síðustu tvö árin. Þegar Hjálpræðisherinn . var hættur sjúkrahússrekstri sínum, ið hér síðan smáfjölgandi. Nú eru auk héraðslæknisins starf- andi við sjúkrahúsin og sjúkra- samlagið 7 læknar. Eru tveir þeirra sérfræðingar, annar í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp og hinn í alm. skurðlækn- ingum. Auk þess er hér búsett- ur sérfræðingur í barnasjúkdóm- um, en hún vinnur nær ein- göngu í Reykjavík. I nokkur ár var hér sérfræðingur í háls- nef og eyrnasjúkdómum og saknar fólks þess mikið, að hafa ekki slíkan sérfræðing. Sömuleiðis nokkru þessi mál. Æskilegt væri að mínum dómi. að þetta starf væri sameinað héraðslæknis- starfinu eða þá, að ungur og áhugasamur maður væri sendur út, t. d. til Stokkhólms á níu mánaða námskeið þar og hefði svo heilbrigðisfulltrúastarfið sem aðalstarf, þegar heim væri komið. Sé starf þetta vel rækt, þá er það mikilvægur liður í heilsuvernd. Ræjarhjúkrunarkona hefur verið hér síðan 1924. Hefur hún bæði hjúkrað sjúklingum og ellihrumu fólki á heimilum og auk þess aðstoðað lækna við skólaeftirlitið. Auk þessa starfa vitanlega lærðar hjúkrunarkon- ur við bæði sjúkrahúsin. Þessi mynd er tekin af Hafnarfirði uppi hjá Setbergi og sýnir bæinn að norðaustan. Stóra húsið fremst á nujndinni er Sólvangur, hin nýja elli- og sjúkrahúsbygging Hafnfirðinga. leigði hann bænum húsið til starfrækslu elliheimilis. Mun það hafa verið um 1935. Það kom samt brátt í ljós, að húsið var of lítið og óhentugt til starf- seminnar. Brátt vaknaði áhugi kvenna fyrir stofnun fæðingar- heimilis og hafði Verkakvenna- félagið þar forgöngu. Var það álit bæjarstjórnar, að heppileg- ast myndi vera a. m. k. fyrst um sinn að sameina hvorn tveggja þessa starfsemi í eina byggingu og varð það svo úr, að hið myndarlega og stílhreina elli- og hjúkrunarheimili Sólvangur var reist miðsvæðis í bænum, en þó dálítið útúr, á fallegum stað. Var starfsemin þar hafin seint á árinu 1953. Eru þar rúm fyrir rúma 100 vistmenn auk röntgen- og ljóglækningastofu, íbúðar fyrir starfsfólk og ann- arra hluta, sem nauðsynlegir eru til rekstursins. I þessari bygg- ingu og út af fyrir sig, er fæð- ingarheimili með plássi fyrir 10 mæður auk tveggja fæðingar- stofa og barnastofu. Læknar og lyfjabúð. Eins og fyrr segir settist fyrsti læknirinn hér að 1903 sem að- stoðarlæknir héraðslæknisins í Reykjavík. Árið 1908 var Hafn- arfjarðarhérað stofnað og sat héraðslæknirinn í Hafnarfirði. Árið 1917 settist hér að fyrsti embættislausi (praktiserandi) læknirinn og hefur læknum far- væri mjög æskilegt að sérfræð- ingur í lyflæknissjúkdómum væri starfandi hér við sjúkra- húsið. Fyrir um það bil þrjátíu ár- um, settist hér að eldri læknir, sem eingöngu gaf sig að tann- Nuddkona hefur verið starf- andi hér samfleytt í rúm 30 ár og tannsmiður í 15 ár. Starfsemi félaga. Ymis félagastarfsemi. bæði beint og óbeint eru tengd sem heilbrigðismálum bæjarins, eru hér starfandi, sérstaklega á síð- ari árum. Má þar til telja ýmiss konar íþróttastarfsemi og bygg- ing sundlaugar, barnaverndar- starfsemi og starfrækslu leik- valla fyrir börn, stofnun Krabba meinsfélags og Rauðakrossdeild ar. Kom sú síðastnefnda á sjúkra flutningum hér og fyrir ná- grennið og annast Rafveita bæj- arins reksturinn. Einnig hefur Fegrunarfélagið átt sinn þátt í að auka þrifnað og þrifnaðar- kennd bæjarbúa og síðast en ekki sízt var það til mikils þrifn- aðarauka, er stofnað var til reksturs verksmiðjunnar „Lýsi & Mjöl“, sem vinnur úr öllu slógi og öðrum fiskúrgangi, sem áður var látinn grotna í fjör- unni og í hrauninu til mikils óþrifnaðar. Nú er unnið úr þessu verðmæt útflutningsvara. Lokaorð. Þótt mikið hafi áunnist í heil- brigðismálum þessi 50 ár síð- an Hafnarfjörður fékk sín kaup- staðarréttindi, þá er, eins og von er til, margt enn ógert og margt gæti verið betur gert. Hefur verið drepið á sumt hér að fram- an. Bærinn hefur þanizt mjög út síðustu árin, t. d. ýmis gripahús, sem áður voru í út- jaðri bæjarins eða fyrir utan hann, eru nú komin með sínum mykjuhaugum inn í bæinn, inn á milli íbúðarhúsanna. Þarf þegar í stað að bæta úr þessu. Bærinn hefur öll skilyrði til að vera fyrirmyndarbær hvað þrifnað og hollustu viðvíkur og veðursældin hér er annáluð, enda er ég ekki í vafa um, að hún, ásamt yfirleitt góðum húsakosti bæjarbúa, hefur átt sinn mikla þátt í því, hve far- sóttir hafa oft farið hér mjúkum höndum um, í samanburði við mörg önnur byggðarlög. lækningum. Fimm árum síðar opnaði tannlæknir hér læknis- stofu, en hætti eftir nokkm- ár. Síðastliðin 10 ár hefur verið hér starfrækt tannlæknisstofa. Sérstök lyfjabúð var opnuð hér í apríl 1918. Var það bæjar- búum ómetanlegt happ, að hún var í fullum gangi er spænska veikin gekk hér. Aðrir starfsmenn heilbrigðismála. Árið 1909 ákvað bæjarstjórn að kaupstaðurinn skyldi vera sérstakt Ijósmóðurumdæmi. Einnig hefur ljósmóðirin í Garða- og Bessastaðahreppi ver- ið búsett hér. Síðan fæðingar- heimilið að Sólvangi tók til starfa, hafa verið þar fastar ljós- mæður og eru þær nú fjórar tals ins. Heilbrigðisfulltrúa hefur bær- inn haft síðan 1920. Starf þetta hefur verið lítið annað en nafn- ið tómt, enda lágt launað og hefur því ekki verið unnt að fá mann í það starf með nokkra sérþekkingu á því sviði. Að vísu mun núverandi heilbrigðisfull- trúi hafa verið nokkra mánuði í Reykjavík til að kynna sér að í tilefni 50 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar sendum við bæjarbúum beztu kveðjur og árnaðaróskir. B^sfgrln^arfélag: Alþýðu

x

Hamar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.