Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 31

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 31
T HAMAR 31 X Suðurbærinn. Byggingin, sem liæst gnæfir á miðri myndinni er Flensborgarskóli. Lengst til vinstri sézt Hafnar- fjarðarkirkja, en lengst til hægri st. Jósefsspítali. Þættir úr menningarmálum Hafnarljarðar (Framhald af 29. síðu) Nemendur sl. vetur voru rúm- ir 60. Skólinn hefur verið rek- mn af Tónlistarfélagi Hafnar- fjarðar, en það var stofnað ár- ið 1946 í þeim tilgangi að efla tónlistarlíf í bænum. \ Auk framangreindra skóla liafa einstaklingar oft skapað börnum og unglingum mögu- leika til náms í einstökum grein- um eða almennt og á þann hátt unnið nytsöm störf í þágu menntunar og menningar. ★ Mikill áhugi vaknaði hér í bæ fyrir því að koma upp hús- mæðraskóla og stofnuðu konur ' fjölmennt félag, Húsmæðra- skólafélag Hafnarfjarðar, til að vinna að framgangi málsins. — Þrátt fyrir rösklegt starf kven- fólksins hefur enn sem komið er ekkert orðið af framkvæmd- um og verður það tæpast talið vansalaust fyrir bæjarfélagið að málið falli algerlega niður. ^ Blaðaútgáfa og bókasafn. Blaðaútgáfa hefur átt erfitt uppdráttar hér í bænum og á það ennþá. Er það helzt að póli- tísk blöð hafa komið út og oft- ast ekki að staðaldri. Prentsmiðja kom fyrst hér í bæinn árið 1907. Þá var farið að prenta blaðið Fjallkonuna í henni, en útgáfa hennar var skammvinn. Blaðið „Kvásir“ hóf t göngu sína 1908 og Skuggsjá 1910, en urðu bæði mjög skamm líf. Árið 1928 kom Brúin fyrst m út, en í marz 1931 var útgáfu hennar hætt, en síðar á því ári hóf blaðið Hamar göngu sína og var pólitískt blað. Síðan hafa nær eingöngu komið út pólitísk blöð hér í bæ og þá eínkum í sambandi við kosningar. Þó hef- ^ ur Hamar komið út nokkurn veginn stöðugt síðan 1949. Með stækkun bæjarins ætti að skapast betri grundvöllur en áður til að halda úti blaða- kosti. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að stofna bókasafn árið 1921 og hefur safnið starf- að síðan og aukizt jafnt og þétt. Áður en bókasafnið hér tók til starfa voru lestrarfélög í bæn- um, en þau voru fremur þrótt- lítil, en eignuðust þó nokkurn bókakost. Bókasafnið keypti bækur lestrarfélagsins „Fram- för“, sem þá lagðist niður. Nú á 50 ára afmæli Hafnar- fjarðarkaupstaðar verður tekið til afnota nýtt húsnæði fyrir bókasafnið og batna þá öll skil- yrði til starfrækslu þess og gest- ir safnsins fá góða möguleika til að nota það. Félagslíf. N Félagslíf hefur verið talsvert hér í bæ og er nú svo komið að flest mál sem áhugafólk vinn- ur að hafa einhver félög eða félagssamtök að baki sér. Sá félagsskapur sem var einna rismestur um það leyti, sem Hafnarfjörður öðlaðist kaup- staðarréttindi. var góðtemplara- reglan. Fyrsta stúkan var Morg- unstjarnan nr. 11 stofnuð árið 1885 og strax árið eftir réðist reglan í það að reisa samkomu- hús hér í bænum og var það myndarlegt átak, sem hafði mikil áhrif á félags- og skemmt- analífið. I húsi þessu mun fyrsti bæjarstjórnarfundurinn hafa verið haldinn. Hús þetta stendur ennþá, en það hefur verið stækkað. Yms félög hafa verið stofnuð sem unnið hafa að margvísleg- um menningar- og mannúðar- málum. Má þar nefna Mál- fundafélagið Magna, sem kom- ið hefur all mjög við sögu þessa bæjar með ræktun Hellisgerðis o. fl. Skógræktarfélag starfar í bænum og hefur unnið allmik- ið að skógrækt. Fegrunarfélag hefur snúið sér að fegrunarmál- um í bænum. íþróttafélög stuðla að aukinni íþróttamennt bæjar- búa og hafa stundum borið hróður bæjarins hátt. Skátar liggja ekki á liði sínu við að örva unglingana til dáða. Slysa- varnafélög hafa verið styrk stoð í slvsavarnastarfsemi landsins. Líknarfélög eins og kvenfélagið Hringurinn, Berklavörn, Barna- verndarfélagið, Rauðakrossdeild in og Krabbameinsfélagið liafa unnið að áhugamálum sínum. Hin ýmsu stéttarfélög og fagfé- lög hafa auk þess að vera hags- munasamtök lagt all mikið til menningarmála. Þá hefur starf- að Taflfélag í bænum. Leikstarf- semi hefur oft verið talsverð hér í bæ og er nú slík starfsemi í höndum Leikfélags Hafnar- fjarðar. Tvö myndarleg kvikmynda- hús eru rekin í bænum og hafa þau verið snar þáttur í skemmt- analífi bæjarbúa. Söngstarfsemi hefur oft verið með talsverðum blóma, en leg- ið niðri á milli. 1 þeirri starfsemi hefur hæst borið á Friðriki Bjarnasyni tónskáldi, sem alið hefur mest allan starfsaldur sinn hér í bæ og helgað bæjar- búum krafta sína. Nú er starf- andi hér Karlakórinn Þrestir, en hann var stofnaður árið 1912. Hafa mjög skipst á skin og skúr- ir í starfsemi hans. Lúðrasveit er starfandi hér í bæ og hefur verið að undan- förnu. Áður hafa lúðrasveitir verið stofnaðar en þær lagst niður. Þá hafa verið stofnuð félög til að halda uppi starfi innan kirkjunnar eins og safnaðarfé- lög sem vinna fyrir kirkjur sín- ar, starfsemi K.F.U.M. og K., sem hefur verið með miklum blóma og fleiri trúarfélög hafa starfað í bænum. Ekki verður hægt að rekja fé- lagsstarfsemina ýtarlega hér en í heild hafa hin ýmsu félög áreiðanlega lyft stóru átaki í því að færa bæinn og bæjarbúa fram á við á braut menntunar, menningar og framfara. ★ Hafnarfjarðarkaupstaður á nú 50 ár að baki. Á þessari hálfu öld hafa verið einhverjar þær stærstu brevtingar sem um get- ur í sögu þjóðarinnar. Fólk hef- ur flutzt frá fátækt til bjarg- álna. Framkvæmdir með þjóð- inni hafa verið mjög stórstígar og gjörbreytt lifnaðarháttum fólks. I skóla- og fræðslumálum hefur æ verið meira löghoðið, en hvort það nær tilætluðum árangri er annað mál. Margir telja að því vafasaman ávinn- ing. Eflaust þarf umbóta við það er alltaf svo, en slík mál verða ekki tekin til meðferðar. hér. Það er gamall málsháttur, „að bókvitið verði ekki látið í askana.“ Já, það er nú svo, en hvenær hafa askarnir fyllst ef ekki eftir það að bókvitið óx, eftir það að fólk fékk þekking- una og tæknina í þjónustu sína? Framtíðin kallar á aukna þekkingu, aukna tækni, auknar framfarir. Menntunar- og menn- ingarmálin mega þá ekki verða útundan. Skilyrði til framþró- unar þeirra verða að aukast því ekki dugir annað en framfarir í þeim efnum verði jafn stór- stígar, og þó betur, en hinar efnislegu framfarir. Ef við lítum á menningar- málin í dag þá blandast engum hugur um það, að mikil verk- efni eru framundan til að búa vel í haginn hvað þau snertir. Skólahús þarf að byggja, íþrótta hús og leikvang, samkomuhús í bænum eru svo ófullkomin að furðulegt er í jafn stórum bæ og Hafnarfjörður er og fleira má nefna. Félagsstarfsemin á erfitt uppdráttar fyrir lélegan aðbún- að og svo mætti lengi telja. Á 50 ára afmælinu verður að brjóta nýtt blað hvað þetta snertir í sögu bæjarins. Það þarf meira en orð, það þarf fram- kvæmdir. Heildsölubirgðir: Brynjólfsson & Kvaran Sendum H afnfirð ingum beztu hamingjuóskir á 50 ára afmæli kaupstaðarins Verzlun Þórðar Þórðarsonar i'i'i'i'i','i'i'i','i'r'mi'i'i',',','i',','ifi'ififififi'i'ifi'i'i','i'i'ififi?ifimim‘ifif, DF. JOKLAR Skrifstofa Aðalstræti 6 — Sími 1 06 97 Símnefni: Jöklar KÆLISKIP: M.s. Vatnajökull M.s. Drangajökull # &

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.