Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 33

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 33
T HAMAR 33 St. Jósefsspítali. (Lfósm. Amatör G. Ásg.) Hverfisgatan lögð og þurfti mik- ið að sprengja til að koma fyrir vatnslögn í bana. Var þá sam- þykkt í bæjarstjórninni að koma þar um leið fyrir holræsi og fenginn verkfræðingur úr Reykjavík til að sjá um verkið. Leiðsla þessi var að vísu ónot- hæf fyrstu árin en hún varð vafalaust til þess að flýta fyrir holræsagerðinni í bænum. Það var ekki fyrr en St. Jósefssystur höfðu reist sjúkrahús sitt og bærinn hafði fengið sinn eiginn verkfræðing, að verulegur skrið- ur komst á holræsagerðina. Nær hún nú til flestra húsa í bænum. Sá galli er þó á, að holræsin opnast öll innan hafnarinnar og er sennilega erfitt að koma því öðruvísi við. Að vísu er hér tölu- verður munur flóðs og fjöru og því nokkur straumur í höfninni og eins gerir lækurinn sitt til að auka þann straum, en samt verður að stefna að því að bæta úr þessu t. d. með því að sam- eina sem flest holræsaopin í miðju fjarðarins og gera þar stóra rotþró, én láta opin annars opnast utan garðanna. hér inn, hvort ekki myndi hag- kvæmara öllum aðilum, að leggja götuna með sinni vatns- og holræsalögn, áður en byggt er við hana og skylda þá, sem vildu byggja, að reisa hús sín við þá götu án tafar. Hinir, sem annars staðar vildu byggja, yrðu þá að bíða seinni tíma, eða lcggja fram fé eða vinnu að láni til að framkvæma verkið. Sjúkrasamlag og heilsuvernd. Sjúkrasamlag var stofnað hér í byrjun ársins 1914 og náði yf- ir Hafnarfjörð og Garðahrepp. Það var alltaf fámennt og þeir, miklu fleiri meðal þátttakenda, sem gerðu það í hagnaðarskyni að gerast meðlimir, en þeir færri er vildu leggja góðu málefni lið, án þess að búast við að þurfa á aðstoð þess að halda. Fjárhagur þess var því ætíð mjög þröng- ur, en þó starfaði það frekar vaxandi en hitt, þar til almanna- tryggingarnar gengu í gildi 1937. (Framháld á hls. 35) Hafnarfjörður um 1890. Hamarskotslækur og malarkampurinn milli hans og sjávar. Lengst til vinstri er Brúar- hraunsklettur. Við brúna sjást konur við þvott. Fyrir rúmum 50 árum. Árið 1903 settist fyrsti læknir- inn að hér í Hafnarfirði. Bærinn var þá ekki sérstakt læknishérað, heldur var þessi læknir aðstoð- arlæknir héraðslæknisins í Reykjavík og hélzt sú tilhögun næstu 5 árin. Á þessu sama ári var barist á Alþingi um það, hvort bærinn ætti að fá kaupstaðarréttindi, en hann tilheyrði þá Garðahreppi. Var þá m. a. lagt þar fram mál- inu til stuðnings, bréf frá hér- aðslækninum í Reykjavíkurhér- aði, Guðmundi Björnssyni, síðar landlækni og segir þar: „Síðan ég varð héraðslæknir í Reykjavíkurhéraði, haustið 1895, hef ég haft náin kynni af Hafnarfirði, þar hefur jafn- an verið margt um framtaks- sama menn, sem hafa haft full- an vilja á því, að efla framfar- ir bæjarins; en þeir hafa litlu v sem engu fengið áorkað vegna mótspyrnu utanbæjarmanna í Garðahreppi. — Þar er mikil þörf á alls konar heilsubótar- og þrifnaðarráðstöfunum: Milli húsa eru víðast engar götur og engin frárennsli frá húsunum. Neyzluvatn sækja bæjarbúar í læk, sem rennur gegn um miðjan bæinn; en ^ vatnsvegurinn langur frá flest- um heimilunum, vatnið skol- mórautt í leysingum og engin trygging fyrir því, að óhrein- indi ekki geti borizt í lækinn frá næstu húsum. Hreppurinn í heild sinni vill ekki leggja fram fé til vatnsveitu eða brunna, hins vegar engin heimild til að jafna slíkum kostnaði á bæjarbúa eina sam- an. Ef taugaveiki kæmi í bæ- inn, er við búið að hún yrði að voða faraldri. Húsaskipan er þar mjög ábótavant, þau hús flest illa gerð, sem reist hafa verið á síðari árum og sett niður án nokkurs skipulags." Ári síðar, skrifaði aðstoðar- læknirinn, Þórður Edilonsson, hreppsnefndinni bréf, þar sem hann vakti athygli nefndarinn- ar á því, „að bráðnauðsynlegt væri að ráða einhverja bót á vatnsbólinu í Hafnarfirði. Sam- tímis skoraði hann á hrepps- nefndina, að hún sæi um, að engin óhreinindi (t. d. úldinn fiskur eða mykjuhaugar) væru látnir vera á víð og dreif í Hafn- arfirði og rotna þar.“ kaupstað, nær héraðið nú ein- ungis yfir Garða- og Bessastaða- hrepp auk kaupstaðarins. Heilbrigðissamþykkt var sam- in af bæjarstjórn þegar í ágúst sama ár og bærinn fékk kaup- staðarréttindi og gekk í gildi 1. september. Var hún að mestu sniðin eftir heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur. Um sama leyti var heilbrigðisnefnd skipuð og eiga sæti i henni héraðslæknir og bæjarfógeti, sjálfkjörnir og einn kjörinn af bæjarstjórn. Var búið að þessari samþykkt þar til nú fyrir 2 árum, að ný heilbrigðissamþykkt gekk í gildi. Framkvæmdarstjóri heil- brigðisnefndar er heilbrigðis- fulltrúinn og verður nánar að honum vikið síðar. Vatnsveitan. Fyrsta umbótin, sem gerð var í heilbrigðismálunum var lögn vatnsveitunnar. Slæmir tauga- veikisfaraldrar( var einn þeirra svo magnaður að taka varð til leigu íbúðarhús uppi á Hamri til hjúkrunar og einangrunar á kaupstaðarins og að nokkru um hann sjálfan. Var allt af van- efnum fyrst til að byrja með, enda ekki búist við jafn örum vexti bæjarins og aukningu vatnsneyzlunnar eins og raun varð á. Er ekki rúm hér til að rekja þær ýmsu breytingar, sem gerðar hafa verið á vatnsveit- unni. Stærsta átakið var gert fyrir sjö árum er vatnsæð var lögð alla leið úr Kaldárbotnum til kaupstaðarins og jafnframt bætt stórlega allt innanbæjar- kerfið. Má segja að sæmilega sé séð fyrir vatnsþörf bæjarbúa eins og stendur, þó sum ný- byggðu bæjarhverfin séu enn vatnslaus, en slíkt verður vafa- laust ekki nema stuttan tíma. Gæði vatnsins munu vera mjög svipuð og í Reykjavík, sem ann- áluð er fyrir gott vatnsból. Það myndi þó vera til mikilla bóta, að mínu áliti, ef hægt væri að minnka flatarmál uppistöðunn- ar, en sennilega yrði þá að dýpka hana til að haldaxnauð- synlegu vatnsmagni til nægjan- legs aðrennslis að bænum. Slíkt var heilbrigðisástandið hér í bæ fyrir rúmum 50 árum og mun svipað ástand hafa ver- ið ríkjandi í fleiri kauptúnum hér á landi í þá daga. Bærinn fær kaupstaðar- réttindi. Árið 1908 fékk svo bærinn kaupstaðarréttindi og fyrr á ár- inu var Hafnarfjarðarlæknishér- að stofnað. Náði það yfir Garða- og Bessastaðahrepp, Kópavog (Seltjarnarneshrepp) Mosfells- sveit, Kjalarnes og Kjós, auk kaupstaðarins. Var héraðið því mjög mikið yfirferðar og sat héraðslæknirinn í öðrum enda þess. Eftir að Álafosshérað var stofnað og Kópavogur gerður að © * © * © * © * © * © * © * © * © * © * © * © sjúklingunum) hafa vafalaust átt sinn þátt í því, að opna augu bæjarbúa fyrir brýnni nauðsyn þessa máls. Lét bæjarstjórnin þegar á fyrstu árunum leggja vatnspípur úr Lækjarbotnum til Bjartti Snctbjömsson lœknir: ÞR01N HEILBRIOÐISMALA í HALMRLIRÐI Holræsagerð. Hraunið, sem bærinn að veru- legu leyti er reistur á, hefur vafalítið freistað til þess ósiðs, sem hér ríkti lengi, að menn létu skolpræsi frá húsunum falla niður í gjótur við þau eða jafn- vel undir þeim. Vanhús voru utanhúss, köld og óvistleg eins og víða annars staðar. Bæjar- stjórnin kom að vísu á sorp- og salernahreinsun og var samið við sérstakan aðila um að ynna það verk af hendi, en ýmsar kvartanir og leiðindi voru því samfara. Um 1923 voru gerðar rotþrær við nokkur hús, sem þá voru í smíðum, til þess að hægt væri að koma þar fyrir vatns- salernum. Um svipað leyti var ® * ® * ® * ® * ® * ® * ® * ® * ® * ® * ® * * » mcu vctui;>veiLU og holræsum er hér afar kostnað arsöm, en bæjarbúar skilja vel, hve mikil þægindi og hollusta er. þessu samfara og eru þeirrar skoðunar, að því fé sé vel varið, sem fer til þessara hluta. Húsbyggingar. Eins og getið var um hér að framan í bréfi Guðmundar Björnssonar, þáverandi héraðs- læknis, þá var húsbygging hér skipulagslaus og húsakostur lé- legur. Þetta breyttist til batnað- ar, er bærinn hafði fengið sín kaupstaðarréttindi og þó enn þá meir, er byggingarsam- þykkt fyrir bæinn hlaut við- urkenningu stjórnarráðsins þ. 1. janúar 1917. Fram að 1920 voru nær eingöngu reist timburhús klædd bárujárni, en síðan hef- ur steinsteyptu húsunum farið jafnt og þétt fjölgandi og er nú að kalla viðburður, ef timburhús er reist. Skipulagsuppdráttur fyrir bæinn var samþykktur 1933 og hefur hann gert sitt til að gefa bænum þann svip, sem hæfir sérkennilegu og marg- breyttu bæjarstæði. Húsakostur hefur alla tíð verið hér frekar góður, sáralítið um heilsuspill- andi íbúðir eða braggabústaði. I þessu sambandi vildi ég skjóta

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.