Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 25
HAMAR
25
'jér Gildi iðnaðarins.
Lega Hafnarfjarðar í hraun-
in við hinn fagra fjörð og fisk-
veiðar — aðalatvinnuvegur bæj-
arbúa um áraraðir — hafa mót-
að og sett sinn svip á atvinnu-
4 og bæjarlíf kaupstaðarins, sem
nú minnist þess, að 50 ár eru
liðin, frá því að hann öðlast
kaupstaðarréttindi. A fyrstu ár-
um hans, þegar fiskurinn var
lítt eða ekkert unnin í landi, en
fluttur með togurum kaupstað-
arins beint á erlendan markað,
eða eingöngu saltaður og þurrk-
^ aður, var lítill grundvöllur fyrir
þá tegund iðnaðar, sem mest
Guðmundur H. Garðarsson.
gildi hefur fyrir íbúa útvegs-
bæjar, þ. e. fiskiðnað. Því að
frumskilyrði þess, að iðnaður
geti blómgast, er, að fyrir hendi
séu nægileg hráefni, orka og
vinnuafl, auk annarra þátta, sem
verka eins og hvatar í þá átt
að ýta undir og flýta fyrir iðn-
þróuninni. Meðal þeirra þátta
^ mætti nefna fjármagn, þekk-
ingu, skipulag og réttsýnan
skilning bæjaryfirvaldanna á
þörfum atvinnuveganna, hvort
sem um er að ræða einkarekstur
eða opinberan rekstur.
Segja má, að iðnaður á Is-
landi hafi verið afleidd atvinnu-
grein af sjávarútvegi og land-
búnaði fram til þess tíma, er
fallvötnin voru beizluð og raf-
^ orkan hélt innreið sína. Við hin-
ar miklu virkjanir á Suðurlands-
undirlendi fyrir tæpum tveim
áratugum verða þáttaskil í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Grund-
völlurinn fyrir iðnað, sem sjálf-
stæða atvinnugrein var lagður
með þessum merka áfanga, og
er nú svo komið, að hann skipar
fremsta sess allra atvinnugreina
í verðmætasköpun þjóðarbús-
ins. Samkvæmt þeim upplýs-
*'■ ingum, sem til eru um þjóðar-
tekjur (þjóðarframleiðslu) ís-
lendinga á síðustu árum, en þær
eru frá árinu 1950, var hlut-
'leild hinna þriggja höfuðat-
vinnugreina í myndun þjóðar-
teknanna sem hér segir( í miljj.
króna):
IðnaðuT ................. 392 28«
Sjavarútvegur ........... 305 22%
Landbúnaður ............. 204 15%
^ Aðrar atvinnugreinar ... 476 35%
Þjóðartekjur á fram-
leiðsluverði ............ 1377 100%
Tölur þessar byggjast fyrst og
fremst á áætlunum og eru lík-
lega of lágar, en samkvæmt
Hafnarfjörður nútímans. Á miðri myndinni sézt hið nýja Fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
sönnunar að benda á, hvernig
Rvíkurbær hefur ætíð kappkost-
að búa athafnamönnum góð
starfsskilyrði á þessu sviði sem
öðrum og eflt þannig athafna-
lífið til mikilla muna.
Quðmundur H. Qarðarsson viðskipta^rœðingur:
voru reistar, allt til ársins 1937,
þegar fyrstu virkjun Sogsins
lauk. Jóhannes var langt á und-
an sinni samtíð í þessu máli,
eins og bezt sést á því, að það
er ekki fyrr en 15 árum síðar,
Tðnnðurinn
í Hnfnnrfirði
þeim var hlutdeild iðnaðarins
meiri í sköpun þjóðarteknanna
en hlutdeild sjávarútvegsins og
landbúnaðar hvors um sig. A
þessu ári fór einnig fram alls-
herjar manntal. Samkvæmt því
höfðu framfæri sitt af iðnaði
30.206 manns, 14.392 af bygg-
ingum og vegagerð, en 2.218 af
vinnu við rafmagns-, gas og
vatnsveitur. Á manntalsárinu
var íbúðaf jöldi alls landsins
143.975. Af þessu sést, að 46.816
manns höfðu framfæri sitt af
iðnaði, eða 32,% landsmanna. Á
sama tíma höfðu 28.695 manns
eða 19% landsmanna framfæri
sitt af landbúnaði og af fisk-
veiðnm 14.523 eða 10,8%. Þeir.
sem vinna við vinnslu fiskjar í
landi, eru taldir starfa að iðn-
aði. Er það í samræmi við hag-
fræðilegan skilning á skiptingu
atvinnuveganna. Tölur þessar,
sem nefndar eru hér að fram-
an, sýna glöggt gildi iðnaðarins
í þjóðarbúskapnum. Síðan þær
voru teknar saman, eru liðin
átta ár, og hefur iðnaður á Is-
landi aukizt mikið á þeim tíma.
Upp hafa risið stór orkuver,
verksmiðjur, hraðfrystihús og
smærri iðnfyrirtæki. Hlutdeild
Hafnarfjarðar í þessari þróun
hefur verið mikil, eins og kem-
ur fram í yfirlitstölunni hér á
eftir. Af töflunni sést einnig, að
mikilvægi atvinnuveganna hef-
ur gjörbreytzt síðastliðna ára-
tugi:
Árið 1930 höfðu 47,4% bæjar-
búa framfæri sitt af sjávarút-
vegi, en árið 1950 22,2%. Á þessu
tímabili víkur sjávarútvegurinn
úr fyrsta sæti, en í staðinn kem-
ur iðnaðurinn með 42,3%. Þessa
þróun má fyrst og fremst rekja
til hinna breyttu framleiðslu-
hátta í verkun og hagnýtingu
fiskjar, eins og síðar mun verða
minnzt á. Á þessu tímabili hefði
þó verið unnt að skapa enn fjöl-
breyttari iðnað, ef einkafram-
takinu hefði verið sköpuð betri
athafnaskilyrði af hálfu bæjar-
yfirvaldanna. Nægir því til
Kaflar þeir, sem hér fara á
eftir úr iðnsögu Hafnarfjarðar
síðastliðin 50 ár, sýna ljóslega,
hverjir hafa komið mest við
sögu í uppbyggingu þessarar
mikilvægu atvinnugreinar.
Merkir brautryðjendur.
Það er eigi hægt að drepa á
þætti úr nútíma iðnsögu Hafn-
arfjarðar án þess, að farið sé
nokkuð aftur í tímann og þess
minnzt, að í Hafnarfirði var
unnið eitt hið merkilegasta
brautryðjendastarf í íslenzkri
iðnsögu fyrr og síðar, en það
var, þegar rafstöð Jóhannesar
J. Reykdals tók til starfa í des-
ember 1904. Þótt stöðin væri
ekki stór, markaði hún tíma-
mót og opnaði íslenzku þjóð-
inni nýjan, áður óþekktan heim.
Rafmagn þessarar fyrstu stöðv-
ar var að vísu eingöngu notað til
lýsingar, og var svo um rafmagn
annarra rafstöðva, sem síðar
að veruleg raforkuframleiðsla á
sér stað hjá öðrum aðilum. Nú
er svo komið, að rafmagnið er
undirstaða allra mikilvægustu
framleiðsluþátta íslenzku þjóð-
arinnar, auk þess sem það eyk-
ur vellíðan og þægindi fólksins
í híbýlum þess.
Jóhannes J. Reykdal má tví-
mælalaust telja föður raforku-
mála á Islandi og einn merk-
asta frumkvöðul iðnaðarins, því
auk þess, sem hann setti upp
fyrstu rafstöðina, reisti hann og
starfrækti fyrstu trésmíðaverk-
Jóhannes J. Reykdal.
smiðja hér á landi. Var það tré-
smíðaverksmiðjan Dvergur, sem
var fullgerð í júlí 1903. Er sú
verksmiðja ennþá starfrækt með
miklum blóma og á hún 55 ára
afmæli á þessu ári.
Annar merkisatburður í at-
vinnusögu þjóðarinnar átti sér
stað í Hafnarfirði árið 1803, er
fyrsta þilskipi Bjarna Sivertsen
var hleypt af stokkunum. Það
var fiskijakt, og nefndist hún
Havnefjords Pröven. Hafði
Bjarni komið sér upp skipa-
smíðastöð við fjörðinn. Var
þetta hin fyrsta skipasmíðastöð
á Islandi í þeirri merkingu, sem
nútímamaður leggur í það orð.
Nokkur skip voru smíðuð í þess-
ari skipasmíðastöð, auk þess sem
hún var notuð til viðgerða á
skipum.
Er ljóst, að Bjarni hefur gert
sér grein fyrir þýðingu þess,
að Islendingar gætu byggt sín
eigin fiskiskip í eigin skipa-
smíðastöðvum, þar sem jafn-
framt væri unnt að annast all-
ar viðgerðir skipa. Var það
Hafnfirðingum þeirra tíma mik-
ið happ, að slíkur athafnamað-
ur sem Bjarni skyldi reka at-
vinnustarfsemi sína í Hafnar-
firði. Góð og vönduð skip eru og
hafa alltaf verið Islendingum
lífsnauðsyn, og ekki hvað sízt
útgerðarbæ eins og Hafnarfirði.
Nú eru tvær skipasmíðastöðv-
ar, dráttarbraut og ein báta-
smíðastöð í Hafnarfirði, auk
margra annarar víðsvegar um
landið.
^ Hafnfirzkir iðnaðar-
menn og fagfélög
þeirra.
Hafnfirzkir iðnaðarmenn hafa
löngum verið þekktir fyrir af-
bragðs fagþekkingu og vand-
virkni. Á stétt þeirra sér merka
sögu í uppbyggingu bæjarins.
Þegar á dögum Bjarna Sivert-
sen er getið uin iðnaðarmenn,
svo sem skipasmiði, seglasaum-
ara, beyki, vefara, steinsmið og
skósmiði í Hafnarfirði. Um iðn-
aðarstétt er þó ekki að ræða
fyrr en um það leyti, sem Hafn-
arfjörður fær kaupstaðarrétt-
indi og útgerð eykst í bænum.
Rúmir þrír áratugir eru síð-
an elzta starfandi fagfélag iðn-
aðarmanna í Hafnarfirði tók til
starfa. Var það Trésmiðafélag
Hafnarfjarðar, sem stofnað var
árið 1925. Stofnendur þess voru
15 að tölu, en nú munu félags-
menn þess vera 61, og er félagið
fjölmennasta iðnfélag bæjarins.
Þrem árum síðar, eða árið
1928, var Iðnaðarmannafélagið
í Hafnarfirði stofnsett. í því eru
Hlutfallsleg skipting íbúa Hafnarfjarðar eftir
atvinnuvegum árið 1930, 1940 og 1950.
(Samkv. aðalmanntölum Hagstofu íslands).
Landbúnaður 2,7 2,7 1,7
Fiskveiðar 47,4 38,8 22,2
Iðnaður (meðtaldar byggingar,
vegagerð, rafmagn, vatnsveita
og fleira) 15,3 24,5 42,3
Verzlun 7,3 6,0 7,0
Samgöngur 14,2 9,8 8,7
Þjónustustörf 9,4 10,6 11,1
Eignir, lífeyri og ótilgreint .... 3,7 7,6 7,0
100,0 100,0 100,0
íbúafjöldi alls 3591 3686 5087