Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 15
I HAMAR 15 »• \ \. v. .? Þættir úr sögu útgerðarmála (Framhald af hls. 13) að miklum afskiptum og heilla- ríkum, sem þeir Þorsteinn og séra Þórarinn höfðu í sjávarút- vegsmálum Hafnfirðinga, á síð- ari hluta 19. aldar. Rétt um aldamótin eykst þil- skipaútgerðin mjög, enda bætt- ust í hóp útvegsmanna við Hafn arfjörð tveir ungir og framsýn- ir menn, sem áttu eftir að koma mikið við sögu atvinnumála í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldarinnar. Þessir menn voru þeir Ágúst Flygenring og Ein- ar Þorgilsson. Báðir hófu þeir störf sín sem skipstjórnarmenn, en færðu brátt út kvíarnar og hófu kaup- mennsku og útgerð í stórum stíl, m. a. þilskipaútgerð. Starfa sum þeirra fyrirtækja, er þeir stofn- settu, enn þann dag í dag. Auk þeirra fjögurra manna, sem hófu starfsemi sína hér fyr- ir og um aldamótin, má minnast á Pétur J. Thorsteinsson, er flutt ist til Hafnarfjarðar um alda- Ágúst Flijgenring. mótin, og keypti eignir Þorsteins Egilssonar kaupmanns og hóf þar umfangsmikla þilskipaút- gerð. Ennfremur má minnast á J. P. T. Bryde etatsráð, sem gerði um aldamótin 4 þilskip út frá Hafnarfirði. Þilskipaútgerðin hlaut að ryðja sér til rúms hér, eins og annars staðar, annað hefði verið óeðlilegt. Stærri og betri skip, sem gátu sótt mun lengra á mið- in og borið meiri afla, komu i stítð opnu bátanna, sem hér höfðu verið notaðir öldum sam- an. Eins og áður er getið, urðu töluverðar breytingar á veiðar- færum, svo og fiskverkun á þ>il- skipatímanum. Netaveiðar voru teknar upp og olli það að sjálfsögðu mikl- um breytingum. Netin voru mjög fiskisæl og gekk svo langt, að Hafnfirðingum þótti nóg um veiðina og voru þ»ví settar regl- ur um netaveiðar á Hafnarfjarð- armiðum. Var lagaboð um þetta efni gefið út 8. apríl 1782. í laga boði þessu var m. a. bannað að leggja þorskanet á Hafnarfjarð- armiðum, fyrir 21. marz ár hvert. Fiskverkun á þessum tíma var einnig bætt mikið. Eins og fyrr getur hóf Skúli fógeti saltfisk- verkun og útflutning og upp frá því voru reistar söltunarstöðv- ar víðsvegar við verstöðvarnar, og gerði það útvegsbændum hægara um vik. Þurftu þeir ekki Einar Þorgilsson. að eyða tíma sínum í fiskflutn- inga og varan varð að sjálfsögðu miklu betri. Þilskipin voru fram yfir alda- mót eingöngu búin seglum, og voru ýmsar tegundir þilskipa notaðar hér. M. a. má nefna húkkorturnar, sem mikið voru notaðar á 18. öld, en á 19. öld voru kútterarnir og jaktirnar al- gengustu þilskipin. Þilskipaútgerð í Hafnarfirði lauk 1922. Þá var kútter Sur- prise, sem Einar Þorgilsson átti. gerður út í síðasta sinn. UPPHAF STÓRÚTGERÐAR. Enda þótt 19. öldin ylli straumhvörfum í útgerðarmál- um Islendinga, þá hafa í alla staði, það sem af er 20. öldinni, verið enn þá meiri byltningar- tímar, hvað snertir sjávarútveg- inn. Þilskipaútgerðin íslenzka var enn á þróunarstigi í byrjun 20. aldarinnar og hafði ekki náð þeirri fullkomnun, sem annars staðar, þcgar ný skip erlendra útgerðarmanna eru farin að sækja íslenzku fiskimiðin. Þróunin hélt áfram. Samfara því að tækninni fleygði ört fram, gjörbreytast allir útgerðarhætt- ir og uppgötvanir 18. og 19. ald- arinnar eru teknar í þjónustu útgerðarinnar. Vélknúin skip koma til sögunnar. Vélar eru settar í skipin og dagar segl- skipa og árabáta, sem fiskiskipa, eru taldir. Að vísu var sumum seglskipum og árabátum breytt, og í þau settar hjálparvélar og notuð síðan þannig áfram um stuttan tíma. í byrjun 20. aldarinnar koma til sögunnar, auk þilskipanna, sem fyrir voru, línubátar, tog- arar svo og vélbátar. Upp úr aldamótum fara línu- veiðarar að verða töluvert al- gengir við fiskveiðar hér við land. Sá er fyrstur hóf útgerð línu- veiðara frá Hafnarfirði, var norskur maður, að nafni H. W. Friis, er keypt hafði Svendborg af Ágúst Flygenring og hóf hann útgerð línubáta þar 1906 og rak hana í nokkur ár. Útgerð Friis kom Hafnfirð- ingum í kynni við línuveiðara og varð það til þess að þeir hófu línuveiðaraútgerð. Ágúst Flyg- enring hóf fyrstur Hafnfirðinga þessar veiðar og gerði út línu- veiðarann „Leslie“. Fyrsta ís- lenzka skipið, sem fór á síldveið- ar til norðurlands með herpinót var einmitt ,,Leslie“ og var J)að um 1906. TOGARAÚTGERÐ. Auk þeirra Hafnfirðinga, sem ráku útgerð í byrjun 20. aldar- innar, koma nokkuð margir út- lendingar við sögu, en Jjeir höfðu mikla útgerðarstarfsemi hér fyrstu þrjá áratugi Jiessarar aldar. Fyrstu tilraunir, sem gerðar voru með botnvörpu hér við land, voru gerðar af þýzkum manni árið 1889, en Englend- ingar hófu hér veiðar með botn- vörpum 1891. Frá Hafnarfirði er fyrst gerð tilraun með botnvörpuveiðar af brezkum fiskikaupmanni, Pike Ward að nafni, árið 1899, en togarinn nefndist „Utopia“. Þessi útgerð stóð aðeins Jietta eina ár og varð Ward að hætta henni vegna ýmissa erfiðleika. Erlendum togurum, knúnum gufuafli, fjölgaði nú við strend- ur landsins, og voru Jæir mjög fengsælir. Islendingar tóku brátt að gera tilraunir með útgerð togara, en þær misheppnuðust flestar í byrjun. Þá var Jiað árið 1904, að nokkr ir íslenzkir útvegsmenn og kaup menn tóku sig saman og réðust til kaupa á litlum og nokkuð gömlum enskum togara, sem bar nafnið „Coot“. Þeir voru Arinbjörn Ólafsson, Keflavík, Björn Kristjánsson, Reykjavík, Guðmundur Þórðarson, Gerð- um, Þórður Þórðarson, Reykja- vík, Indriði Gottsveinsson, Reykjavík, sem varð skipstjóri á Coot og Einar Þorgilsson, Ós- eyri, sem jafnframt varð fram- kvæmdarstjóri fyrir félaginu. Var Jietta fyrsta íslenzka tog- araútgerðin, sem heppnaðist og var Coot gerður út frá Hafn- arfirði. Útgerð Jiessi stóð nokk- uð skammt, Jiví Coot strandaði við Keilisnes í desember 1907 og var þá að koma úr viðgerð í Reykjavík. Islenzkir togarar eru ekki gerðir út frá Hafnarfirði, frá því Coot ferst, Joar til 1915. Þá eru smíðaðir í Þýzkalandi tveir tog- arar, Ymir og Víðir, sem voru eign samnefndra hlutafélaga, en Ágúst Flygenring veitti því fyrra forstöðu, en Þórarinn Böðv arsson því síðara. Með tilkomu Jiessara tveggja togara til Hafnarfjarðar, hefst raunverulega innlend stórút- gerð hér. Hefur innlend togara- útgerð verið rekin í Hafnarfirði stöðugt síðan 1915. Erlendir aðilar höfðu tölu- verða togaraútgerð hér framan af þessari öld, þó með nokkrum hvíldum. Höfðu flestir Jieirra að setur í „Svendborg“, en hinir síðustu hurfu héðan um 1929. Var J)að firmað Hellyer Brotliers Ltd., Hull, sem gerði út 6 tog- ara frá Hafnarfirði á árunum 1923—1929. Hafnfirzkir útgerðarmenn juku á næstu árum botn- vörpuskipastól sinn mjög mik- ið og voru flestir gerðir út 12 íslenzkir togarar frá Hafnarfirði, en í dag eru gerðir út 6, og eru það að sjálfsögðu allt ný- sköpunartogarar. Árið 1931 hóf Bæjarútgerð Hafnarfjarðar starfrækslu sína og festi kaup á togaranum Maí. Hefur Bæjarútgerðin verið starf- rækt síðan og gerir nú út 3 tog- ara og 1 mótorbát. Forstöðumaður Bæjarútgerð- arinnar var ráðinn Ásgeir G. Stefánsson, og hefur hann kom- ið töluvert við sögu útvegsmála í Hafnarfirði síðan. Hafði hann áður haft töluverð afskipti af vélbátaútgerð hér í bæ. Aðrir togarar sem gerðir eru út frá Hafnarfirði í dag, eru Röðull, sem Venus h.f. gerir út, Surprise, sem Einar Þorgilsson & Co. h.f. gerir út og Bjarni riddari, sem Hrafnaflóki h.f. gerir út. Eftir síðari heimsstyrjöldina var allur skipastóll togaraút- gerðarinnar í Hafnarfirði end- urnýjaður. Er nú svo komið, að engir af hinum gömlu togurum eru gerðir hér út lengur. Fyrsti nýsköpunartogarinn, sem kom til Hafnarfjarðar, var togarinn Bjarni riddari, er kom í september árið 1947. VÉLBÁTAÚTGERÐ. Upp úr aldainótum hefja Hafnfirzkir útvegsmenn útgerð á vélbátum. Ágúst Flygenring gerði út tvo báta um 1908, Barð- ann og Víking, og munu það vera fyrstu tilraunir, sem gerð- ar voru með vélbáta, en vél- bátaútgerðin hérlendis hófst skömmu eftir aldamótin. Fyrstu vélbátarnir voru mjög litlir, aðeins 5—10 tonna bátar, en fóru stækkandi eftir Jiví sem á leið. Frá 1908—1930 var Jx> nokkuð um vélbátaútgerð frá Hafnarfirði og margir sem feng- (Framhald á bls. 17) Saltfiskverkun.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.