Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 30.11.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 10,4% 100%RÍKISTRYGGING ÁRLEGNAFNÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Dagana 7.- 3. desember nk. ætla vinir Sólheima að halda úti jóla- markaði í kjallaranum á Iðu í Lækj- argötu. Markaðurinn verður opinn kl. 13:00-18:00 alla daga. Á markaðnum verða til sölu mat- vara og munir sem íbúar Sólheima búa til sjálfir en að auki gefa fjöl- margir vinir Sólheima vörur sem verða til sölu á markaðnum. Sjálf- boðaliðar sjá um sölu á markaðnum auk þess sem listamenn gefa verk eða troða upp með skemmtiatriði. Íbúar Sólheima verða á sveimi á markaðnum og mun Sólheimakór- inn troða upp með nokkur lög. Morgunblaðið/Kristinn Undirbúningur Unnið að kertagerð í Sól- heimum í Grímsnesi. Markaður Sólheima Í gær var síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu. Síðasti öruggi dag- urinn til að senda jólakort til landa utan Evrópu er næsta föstudag, 10. desember. Til að vera viss um að jólapakkar og jólakort innanlands skili sér fyr- ir jól er mánudagurinn 20. desem- ber síðasti öruggi skiladagur. Pósturinn tekur að sjálfsögðu á móti jólapósti eftir 20. desember en öruggast er að senda pakkana og kortin fyrir ofangreindar dagsetn- ingar. Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum en til að auka þjónustu fyrir jólin verða opn- uð jólapósthús í Kringlunni, Smára- lind og á Glerártorgi á Akureyri. Síðustu öruggu skiladagar jólakorta og jólapakka Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands fagnar nýrri þingsályktunartillögu um að auka sögukennslu og að útbúið verði fjölbreyttara námsefni til slíkrar kennslu. „Aukinn námstími og námsefni í sögu á öllum skólastigum væri mik- ið fagnaðarefni. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að auka stuðning og styrki til útgáfu hvers kyns námsefnis á öllum skólastigum en að sama skapi er mjög áríðandi að hlúð sé að rannsóknum á fortíð- inni,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Meiri sögukennslu STUTT FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tófur gera sig heimakomnar í jaðarbyggðum höf- uðborgarsvæðisins. Þeirra hefur t.d. orðið vart í upphæðum Kópavogs, á svæðum hestamanna- félaganna Gusts og Andvara, við IKEA í Garðabæ og Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Villtum refum hefur fjölgað nánast um allt land, að sögn Guðbrands Sverrissonar, bónda á Bassastöðum í Strandasýslu og stjórnarmanns í Bjarmalandi – Félagi atvinnuveiðimanna á ref og mink. „Rjúpnaskyttur sem eru á ferðinni víða á landinu, sjá gríðarlega mikið af tófuslóðum,“ sagði Guðbrandur. „Við heyrum meira af dýrbítum í haust en verið hefur undanfarið.“ Ljótar sögur og myndir af dýrbitnu fé hafa borist víða úr Borgarfirði í haust. Fréttavefurinn Skessuhorn greindi frá því 20. október sl. að fólk sem var statt í Odda, í landi Húsafells, hefði séð þegar hvít tófa lagðist á lambhrút í landi Kal- mannstungu. Hún murkaði lífið úr hrútnum og var búin að éta framan af hausnum og allt hold upp að eyrum þegar að var komið. Fólkið gat ekk- ert aðhafst því Hvítá skildi á milli þess og dýrbíts- ins. Tófan vílar ekki fyrir sér að ráðast á fé þótt það sé heima við bæi. Í vor sem leið gerðust refir t.d. nærgöngulir við lambfé við bæ í Skagafirði. Refurinn ræðst oftast framan að kindinni. Dauða- stríðið er langt og erfitt og stundum nær tófan ekki að drepa kindina. „Við höfum heyrt af kind- um sem eru að koma heim núna talsvert nagaðar á nösum og varirnar jafnvel rifnar af,“ sagði Guð- brandur. Hann sagði slíkar sögur heyrast nánast um allt land. En það er ekki bara sauðfé sem verð- ur fyrir tófunni. Morgunblaðið frétti af ref sem réðst á heimilishund á bæjarhlaði nálægt Laug- arvatni fyrir rúmri viku. Hundurinn slapp klór- aður og krafsaður á trýninu eftir viðureignina. Guðbrandur telur að fjölgun tófunnar megi rekja til þess að mjög hafi dregið úr viðleitni til að takmarka stofnstærð refsins. Stærri sveitarfélög hafi ekki sinnt refaveiðum jafn markvisst og áður. „Þetta byrjaði fyrir um 30 árum þegar Sveinn heitinn Einarsson veiðistjóri hætti. Þá fór að halla undan,“ sagði Guðbrandur. Stofninn hefur tífaldast að stærð Páll Hersteinsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, sagði í samtali við Morgunblaðið 24. nóv- ember í fyrra að refastofninn hefði tífaldast á síð- ustu 30 árum. Hann taldi að þá væru um 10.000 refir á landinu. „Þegar refnum fjölgar svona gríðarlega þarf hann meira til að éta. Það kemur niður á öðr- um stofnum. Þetta leitar að einhverju jafn- vægi, en ekki endilega því sem við viljum sjá,“ sagði Guðbrandur. „Þetta eykur líka hættuna á að tófan leggist á sauðfé. Það þarf ekki nema eitt dýr að byrja og það kemur upp yrðling- um sem venjast við þetta fóður.“ Árferði hefur verið fremur hagstætt fyrir tóf- una undanfarna vetur. Hún grefur mikið æti yfir sumarið og sækir svo um veturinn. Þegar mikið fannfergi er og langvarandi frost verður erfiðara að ná ætinu en í snjóleysi og þíðviðri. Á árum áður var sveitarfélögum skylt að sinna refa- og minkaveiðum. Guðbrandur segir að fyrst þegar hann man eftir hafi ríkið endurgreitt 70% kostnaðarins og enginn virðisaukaskattur verið lagður á. Nú sé þetta komið niður í 30% end- urgreiðslu og veiðarnar virðisaukaskattsskyldar. Boðað hefur verið í fjárlagafrumvarpi 2011 að endurgreiðslur til sveitarfélaga upp á 17 milljónir vegna refaveiða falli niður. Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna minka- og refaeyðingar nam rúmlega 141 milljón kr. 2009 samkvæmt tölum hjá Sambandi sveitar- félaga. Þau fengu þjónustutekjur upp á tæpar 36 milljónir á móti og munar mest um endurgreiðslu kostnaðar frá ríkinu. Kostnaðurinn leggst einkar þungt á fámenn og dreifbýl sveitarfélög. Dæmi eru um að beinn kostnaður vegna minka- og refa- veiða nemi 15-16 þúsund kr. á hvern íbúa sveitar- félags. Guðbrandur telur að grenjavinnsla sé árang- ursríkasta og ódýrasta leiðin til að halda tófu- stofninum niðri. „Landstór sveitarfélög eru mörg fátæk og eiga erfitt með að sinna þessum veiðum. Mér finnst að styrking grenjaleitar sé mikilvæg- ust til að halda refnum í hæfilegri stofnstærð. Það er langt í frá að við í Bjarmalandi viljum útrýma tófunni. Við viljum halda henni í skefjum – að hún verði áfram til en tjónið af henni verði innan ein- hverra marka,“ sagði Guðbrandur. Dýrbítum virðist vera að fjölga víða um landið  Tófum fjölgar um leið og endurgreiðsla ríkisins vegna refaveiða minnkar Ljósmynd/Gunnhildur Birna Björnsdóttir Banasár Illa leiknar kindur eftir bit refa hafa komið af fjalli undanfarið og aðrar koma aldrei eftir tófubit. Tófur hafa einnig lagst á fé heima við bæi. Oft er ekkert annað hægt en að lóga kindinni. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og fleiri þingmenn úr öllum flokkum, nema Hreyfing- unni, hafa lagt fram frumvarp um að virðis- aukaskattur af þjónustu grenjaskytta við refa- og minkaveiðar verði endurgreiddur. Verkefnið er talið vera samfélagslegt því refur og minkur eru vágestir í náttúrunni, fuglalíf hefur látið undan og refir lagst á búfé. Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að dregið hafi úr kostnaðarþátttöku rík- issjóðs við þessar veiðar á árunum 2005- 2009. Virðisaukaskattur hefur hækkað sem hlutfall af fjárveitingum til mála- flokksins á þessu tímabili. Skatturinn var um 24% af fjár- veitingunni árið 2005 en um 33% í fyrra. Þetta þykir sýna að hlut- fallslegur kostnaður ýmissa sveitarfélaga vegna veiðanna hafi aukist því þau hafa ekki dregið úr veiðum þótt greiðslu- þátttaka ríkisins hafi minnk- að. Sveitarfélög fái skattinn til baka VIRÐISAUKASKATTSSKYLDAR VEIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.