Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Harpa Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna frágangs við lóð tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á þessu og næsta ári er áætlaður 286,8 milljónir króna, en tónarnir byrja að hljóma í vor. Eggert Nú liggur fyrir að það hef- ur áhrif á næsta nágrenni ef virkjað verður á Þeistareykj- um og álver reist á Bakka. Þessi er niðurstaða Skipu- lagsstofnunar. Stofnunin er mjög nákvæm í mati sínu. Mannvirki, vegir og hafnir, flutningur fólks milli byggð- arlaga og ný íbúðahverfi hafa áhrif á umhverfið, líka ef býli eða þorp fara í eyði. Mað- urinn hefur alltaf áhrif á umhverfi sitt, hvort sem hann er eða fer. Meira að segja golfvellir hafa áhrif á umhverfið. Þess vegna lagðist hin opinbera nátt- úruvernd gegn því að Keldhverfingar mættu leika golf á túninu í Ási, eftir að jörðin var afhent þjóðgörðunum. Þegar ég var samgönguráðherra beitti ég mér fyrir uppbyggingu veg- arins milli Akureyrar og Egilsstaða. Umdeilt var hvar línan yrði dregin frá Hólsfjöllum í Jökuldal. Vernharður í Möðrudal vildi vera í þjóðbraut og að nýr vegur yrði lagður eins og hann hafði legið. Bragi á Grímsstöðum vildi fara Háreksstaðaleið. Það varð niðurstaðan, enda styst og ódýrast og ekki yfir fjall- garð að fara. Veglínan var síðan lögð í umhverfismat. En það var ekki eins auðsótt og sýnd- ist. Skipulagsstofnun lítur á sig eins og hún sé systir Velvakanda og bræðra hans. Hún vildi ekki stystu leiðina, hún vildi fá samanburð, og samanburðurinn var veglína, sem dregin yrði frá Möðru- dal í Vopnafjörð og síðan um jarðgöng undir Hlíðarfjöll til Egilsstaða. Þetta er svolítið flókið, en kosturinn var sá að á leið Skipulagsstofnunar var ekkert mýr- lendi, en það var einmitt mýrlendið sem hafði gert Háreksstaði og kotin þarna á heiðinni byggileg. Þessi nýja veglína Skipulagsstofnunar var samhljóða þingsályktun- artillögu Hjörleifs Gutt- ormssonar og Stein- gríms J. Sigfússonar. Þar var í greinargerð reifaður sá kostur að vegurinn frá Akureyri til Egilsstaða lægi um Að- aldal og Reykjaheiði og síðan um Öxarfjarðarheiði í Þistilfjörð og þaðan um jarðgöng undir Hlíðarfjöll til Egilsstaða. Það vekur athygli að þeir félagar vildu krækja fram hjá Húsavík og að vegur um Hólaheiði og Hófaskarð var ekki inni í þeirra þanka. Svo fjarri voru þeir nútímalegri hugsun og þörfum á þessum tíma! Sem ég var að skrifa þetta brá ég mér yfir á ruv.is. Þar blasti við mér feitletruð fyrirsögn: „Ekki unnt að reisa álver á Bakka“ og brosandi kona, Þórunn Svein- bjarnardóttir, fyrrum umhverf- isráðherra, heilsaði mér. Þetta var falleg mynd og ég sagði við hana: „Af hverju léstu ekki gera umhverfismat á atvinnu- lausu fólki, sem verður að skilja allt sitt eftir fyrir norðan til að hafa lifibrauð?“ En hún svaraði mér ekki af því að hún heyrði ekki hvað ég sagði. Eftir Halldór Blöndal » Atvinnulaust fólk hefur enga rödd og ekkert umhverfi. Og Skipulags- stofnun leggur ekki mat á það sem ekkert er. Höfundur var þingmaður Þingeyinga. Atvinnulaust fólk og Skipulagsstofnun Halldór Blöndal Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala um að atvinnu- málin séu í góðu lagi og að verið sé að greiða fyrir er- lendri fjárfestingu í íslensku atvinnulífi, hljómar það eins og órar veruleikafirrts fólks. Alvarlegast er að þau sem þannig tala virðast trúa þessu sjálf og því ekki von á að ástandið sé betra en raun ber vitni. Nýlega gerði Pricewaterhouse Coopers í Hollandi könnun á við- horfi og stöðu mála gagnvart beinni erlendri fjárfestingu hér á landi og bar saman við starfsum- hverfi hliðstæðrar starfsemi í nokkrum öðrum löndum. Fjöl- mörg mikilvæg atriði voru tekin til skoðunar og er niðurstaðan al- varlegur áfellisdómur yfir stöðu mála og viðhorfi núverandi stjórnvalda. M.a. kom fram að skilningi ríkisstjórnar á mik- ilvægi og stuðningi við beina er- lenda fjárfestingu væri verulega ábótavant. Þrátt fyrir áherslur stjórnarsáttmálans á mikilvægi beinnar erlendrar fjárfestingar í atvinnulífinu væri skortur á skiln- ingi á málefninu og mikill ágrein- ingur um málið. Bent var á að viðskiptahindr- anir væru til staðar og vitnað til aðgerðarleysis fjármálaráðuneyt- isins við að laga rekstrarumhverfi gagnavera hérlendis. Framan af ári voru þau helsta fjöður í hatti Vinstri grænna þegar rætt var um nauðsyn eflingar atvinnulífs. Nú er stórhætta á að þeir er- lendu aðilar sem sýnt hafa áhuga á viðskiptum við fyr- irhuguð gagnaver hérlendis muni snúa sér annað. Ástæðan er einföld: Stjórn- völd stuðla ekki að samkeppnishæfu regluverki þrátt fyr- ir ítrekaðar yfir- lýsingar um annað. Í skýrslunni kem- ur fram að stefnu- mótun gangvart beinni erlendri fjárfestingu er ekki fyrir hendi og hvorki lang- tímahugsun né forgangsröðun til staðar. Þá var gagnrýnt að fyr- irkomulag skipulagsmála dragi verulega úr samkeppnishæfi iðn- aðarsvæða, umhverfismat taki of langan tíma og skilgreind iðn- aðarsvæði vanti. Ný lög um íviln- anir gangi of skammt og ekki sé mögulegt vegna stefnuleysis stjórnvalda að tryggja orku til verkefna sem talist geta verulega þjóðhagslega hagkvæm. Gagn- rýnt er að fullur stuðningur yf- irvalda við lykilstofnanir, s.s. fjár- festingastofu, sé ekki fyrir hendi, að stjórnsýslan sé veik og sein til svars og ákvarðana. Mörg önnur atriði eru nefnd í þessari skýrslu en þessi upptalning sýnir svo ekki verður um villst af hverju staðan í atvinnulífinu er jafn slæm og raun ber vitni. Alvarleg- ust er þó sú staðreynd að ekki er hægt að skilja ráðherra rík- isstjórnarinnar öðruvísi en svo að þeir trúi því sjálfir að staðan sé miklu betri en hún er. Lítið er gert úr víðtækri gagnrýni á ástandið, m.a. frá aðilum vinnu- markaðarins og stjórnarandstöð- unni. Svo virðist að skýrslan hafi engin áhrif á stefnu ríkisstjórn- arinnar. Ekki er annað að heyra á mönnum eins og Ögmundi Jón- assyni og fleiri að hér sé allt á réttri leið og bjart framundan. Staðreyndin er sú að hópur þing- manna VG heldur í raun rík- isstjórninni í gíslingu þegar kem- ur að hugmyndum um eflingu atvinnulífs. Nýlega héldu stjórnvöld kynn- ingarfundi í ráðhúsi Reykjavíkur í samvinnu við evrópskar at- vinnumiðlanir. Þar var verið að kynna almenningi atvinnutæki- færi erlendis, í raun verið að hvetja fólk til að flytja af landi brott. Þegar svo er komið er ekki hægt að túlka það með öðrum hætti en að uppgjöf stjórnvalda sé algjör. Tjónið sem af hlýst fyr- ir íslenskt samfélag er stórkost- legt og ábyrgð þeirra þingmanna sem verja þessa stefnu eða þetta stefnuleysi er mikil. Við slíkt verður ekki unað lengur. Tæki- færin og auðlindir okkar eru til staðar til að blása til sóknar í ís- lensku atvinnulífi með tilheyrandi verðmætasköpun. Eftir Jón Gunnarsson. » Fjölmörg mikilvæg atriði voru tekin til skoðunar og er nið- urstaðan alvarlegur áfellisdómur yfir stöðu mála og viðhorfi nú- verandi stjórnvalda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi. Falleinkunn Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.