Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Þetta eiturlyfjamál gæti valdið honum vandræðum á tónleika- ferðalögum með hljómsveit- inni 31 » Bjarni massi er átjándi listamaðurinnsem kynntur er í D-sal Hafnarhúss-ins í Listasafni Reykjavíkur. Hannsýnir myndbandsverk og uppstopp- aða máva undir yfirskriftinni „Allir um borð“. Auk sjálfstæðrar listsköpunar hefur Bjarni unnið töluvert við gerð stuttmynda og heimildamynda og ber myndbandsverkið nú vott um það. Hann hefur gott vald á tæknibrögðum og kann að búa til hrynjandi í frásögn myndarinnar. Þar sjást mávar gæða sér á því sem er á gnægtaborði sjáv- ardýra (aðallega fiskinnyflum) í forgrunni. Borð þetta er á vaggandi skipi úti fyrir landi og því er vel við hæfi að heyra lög eins og Á sjó og Stolt siglir fleyið mitt hljóma í takti við ölduhreyfingar. Slíkir textar tengjast sjómennsku og mannlífi við sjávarsíðuna og þannig vísar Bjarni í senn til dægurmenningar, undirstöðuatvinnu- greinar og íslenskrar menningarsögu í stærra samhengi. Taktur gamalla lífshátta er á vissan hátt rofinn af hinni óvenjulegu uppákomu þegar mávunum býðst skyndi- lega ofgnótt og þeir taka að berjast um bit- ana, eflaust furðu lostnir yfir þessu öllu saman. Sjá má hliðstæðu við hegðun þeirra í atferli manna hér á landi fyrir skemmstu, ætla má að verkið vísi einnig til tækifær- ismennsku og skammsýni sem greip þjóðina á síldarárum áður fyrr. Í rýminu er leikræn sviðsetning á þremur uppstoppuðum máv- um sem allir virðast í þann veginn að hremma bráð. Það er kaldhæðin kímni í þessum verk- um. Vinnsla myndbandsins er góð en áhersla á „effekta“ afhjúpar inntak sem er fremur rýrt. Samlíkingin við máva er skemmtileg en eintóna til lengdar. Morgunblaðið/Ernir Bjarni „... kaldhæðin kímni í þessum verkum.“ Bjarni massi – Allir um borð bbbnn Til 9. janúar 2011 í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Yean Fee Quay. ANNA JÓA MYNDLIST Ginnkeyptir og gráðugir Þrátt fyrir að flestir tónlistarunn- endur kannist best við New York Philharmonic-hljómsveitina og hljómsveit Metropolitan-óperunnar, þegar talið berst að stórum klass- ískum hljómsveitum í New York, þá hafa engu að síður um áratuga skeið verið starfræktar mun fleiri sinfóníuhljómsveitir í borginni og nærsveitum. Nú fækkar þeim hins vegar óðum, eins og kom fram í The New York Times í gær, og fer at- vinnumöguleikum hljófæraleikara í lausamennsku fækkandi. Er efna- hagskreppu síðustu ára einkum kennt um, og breyttum áherslum í tónlistarlífinu, til að mynda í leik- húsunum á Broadway. „The Brooklyn Phil“ hætt Samningar fjölmargra hljóðfæra- leikara í sinfóníuhljómsveitum borgarinnar runnu út í september síðastliðnum og fer síðan lítið fyrir starfi þeirra. The Brooklyn Phil- harmonic, sem var stofnuð árið 1954, hefur hætt að leika. Á efnis- skrá The Long Island Philharmonic eru einir tónleikar í vetur. The Opera Orchestra of New York frestaði öllum tónleikum á síðasta starfsári en leikur á tvennum í vet- ur, og The American Composers Orchestra, sem lék venjulega á fimm tónleikum á vetri í Carnegie Hall, kemur einu sinni fram í vetur. Þá hefur The Queens Symphony fækkað hljóðfæraleikurum úr 65 niður í 17 til 36, eftir verkefnum, og The Westchester Philharmonic, sem stórstjarnan Itzak Perlman stjórnar, skuldar stórfé og á í vand- ræðum með að greiða laun. Allar þessar hljómsveitir hafa þurft að reiða sig á stuðning einka- aðila og óreglulega og litla opin- bera styrki. Slökkt á hljóm- sveitum  Sinfóníuhljóm- sveitum fækkar á New York-svæðinu Á sviði Í Carnegie Hall í New York. Morgunblaðið/Einar Falur Á laugardaginn var var opnuð í húsnæði Samhjálpar, Borgar- túni 1, ljósmyndasýning sem listnemar í Listaháskóla Ís- lands unnu í samstarfi við fólk sem upplifir fátækt eða fé- lagslega einangrun. Verkefnið er samstarfsverk- efni LHÍ og Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri ein- angrun, en auk þeirra komu Hlutverkasetur, Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Kvennasmiðjan að fram- kvæmdinni. Verða fimm ljósmyndanna einnig gefnar út á póstkortum. Kennari á námskeiði þeirra sem tóku þátt var Eric Wolf. Sýningin er opin fram yfir áramót. Myndlist Ljósmyndir list- nema hjá Samhjálp Frá opnun sýningarinnar Kammerkór Reykjavíkur verð- ur með tónleika í Kristskirkju (Landakotskirkju) þriðjudag- inn 7. desember kl. 20. Frum- flutt verður verkið „Barna- bænir“ eftir Oliver Kentish og lagið „Jólanótt“ eftir Sigurð Bragason við ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Einnig verða flutt verk eftir Árna Thorstein- son, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson og Hafliða Hall- grímsson. Í lok tónleika flytur kórinn Missa Brev- is eftir Jacob de Haan. Stjórnandi er Sigurður Bragason og orgelleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Tónlist Kammerkórinn í Kristskirkju Oliver Kentish Mannræktar- og mann- úðarsamtökin Höndin halda sinn árlega jólafund annað kvöld kl. 20:30 í neðri sal Ás- kirkju. Dagskráin verður fjölbreytt, með áherslu á bókmenntir og listir. Meðal annars lesa Guð- rún Ögmundsdóttir og Einar Kárason upp úr nýjum bókum sínum, Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra, fer með gamanmál með alvarlegu ívafi og Gunnar Páll Ingólfsson flytur nokkur lög. Hugvekju annast sr. Pálmi Matthíasson. Fundurinn er öllum opinn og allir hjartanlega velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Fundur Upplestur og gam- anmál hjá Hendinni Einar Kárason Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Vetur í Rjúpuskógi er fimmta barnabók Atla Vigfús- sonar, bónda á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, og fjallar um rjúpusystur sem læra á lífið og veturinn með aðstoð forystusauðarins Bíldurs og Snæuglu. Sextán ár eru lið- in frá því að Atli gaf síðast út bók en allar fjalla þær um íslensku dýrin og eru ríkulega myndskreyttar af Hólm- fríði Bjartmarsdóttur myndmenntakennara. Íslensk náttúra og dýralíf eru Atla augljóslega mjög hugleikin enda er hann uppalinn í sveitinni þar sem þrjár kyn- slóðir bjuggu á sama bæ og hann hafði dagleg samskipti við afa og ömmu sem voru dugleg að segja honum gaml- ar sögur. „Ég hafði mikinn áhuga á dýrasögum þegar ég var barn og þá sérstaklega þegar þær fjölluðu um húsdýr, t.d. forystukindur sem höfðu lent í hremmingum og bjargað sér og fjárhópnum heim í vondum veðrum og jafnvel fólki líka. Mér fannst það mjög heillandi hvað dýrin eru lík okkur að mörgu leyti og hafa tilfinningar og sjálfsbjargarviðleitni.“ Börnin að fjarlægjast dýrin og náttúruna Atli tekur undir það að bækurnar hans séu dálítið „gamaldags“ í bestu merkingu þess orðs en sögur af ís- lenskum húsdýrum og hlýlegar teikingarnar sem prýða bókina eru frábrugðnar þeirri skæru og hrópandi lita- dýrð sem finna má í flestum barnabókahillum verslana í dag. Hann segist sakna íslensku dýranna í nýjum barna- bókum og hefur enn fremur áhyggjur af því að börn í dag, sérstaklega í þéttbýlinu, séu að missa tengslin við sveitina. „Það er mjög mikið um þýddar bækur um dýr, sem fjalla um fíla og gíraffa og þvíumlíkt, en mér finnst að við ættum að vinna meira úr okkar dýralífi hér á Íslandi og gera það spennandi. Það er umhugs- unarefni að mörg börn í dag hafa ekki greiðan aðgang að íslenskum dýrum og náttúru. Flest hafa þau mikinn áhuga á dýrum og dýralífi og það ætti ekki að þurfa að vera þeim óaðgengilegt eða fjarlægt.“ Atli hefur einnig áhuga á því að kynna útlendingum íslensk dýr og náttúru. „Það væri til dæmis gam- an að gefa út bók um vetrarríkið á Íslandi, eitthvað sem væri áhuga- vert fyrir gesti að taka með sér heim.“ Dálítið gamaldags  Gefur út myndskreytta barnabók um rjúpusystur og vini þeirra  Vill að börnin fái að kynnast íslenskum dýrum og náttúru Íslensk dýr Það er bókaútgáfan Tindur sem gefur út fimmtu barnabók Atla Vigfússonar. „Ég mjólka 40 kýr og er með kindur og íslensk hæsni og hund og kött og alls staðar eru fuglar, og allt eru þetta persónur,“ segir Atli um söguhetjurnar sínar. Hann segist ganga lengi með sögurnar í höfðinu áður en hann fullklárar þær og vinnur þær meðfram bústörfunum. „Bóndinn er oft að vinna einn og maður er ekkert endilega með útvarpið á allan daginn. Þá er gott að hugsa málin og svo er maður gjarnan með blað í vasanum ef manni dettur eitthvað í hug.“ Hjá Atla verða persónurnar til á undan sögunum og það á einnig við um rjúp- urnar ungu og vini þeirra í Vetur í Rjúpuskógi. „Ég átti þessar rjúpur en vantaði fyrir þær félaga. Svo átti ég þennan forystusauð Bíldur og ugluna sem var búin að vera að þvælast fyrir mér. Svo komst ég að því að þau búa í skóginum hérna í dalnum, og þá gekk þetta upp.“ Sögurnar verða til í fjósinu PERSÓNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.