Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Icesave-draugurinnbærir á sér. Undanfarnar vikur hefur farið fram lymskuleg- ur áróður fyrir málinu og ýmsir raftar verið á flot dregnir. Hafa sumir þeirra áður verið nefndir til sögunnar á þessum vettvangi. Einn sem var á ferðinni fyrr á árinu lætur nú enn til sín heyra. Framganga Per Sand- erud, forstöðumanns ESA, hefur verið með miklum ólíkindum. Sú stofnun er að reyna að taka málið til sín og þar með inn í Evr- ópukerfið þar sem allir vita að lagasjónarmiða mun ekki gæta við lausn þess. Langar leiðir sést að ESA er að láta misnota sig. Mál- ið er hins vegar tvíhliða deila á milli þjóða og fari það fyrir dómstóla verða það almennir dómstólar sem afgreiða það. Slíkir verða að lúta lögum. Það getur Per þessi Sanderud ekki hugsað sér, sennilega vegna þess að hann þykist vita hvernig því myndi lykta. Almennir dómstólar myndu aldrei una því t.d. að maður eins og Sand- erud, sem fyrirfram hefur gefið sér sömu niðurstöðu og rukkararnir og skýrt frá henni opinberlega með miklum derringi myndi teljast hæfur til að fjalla efnislega um málið eftir það. Innan Evrópukerf- isins gerir slík framganga ekkert til. Og undirlægju- háttur núverandi ráða- manna þjóðarinnar og al- kunnugt kjarkleysi í samskiptum við ESB og AGS gerir það að verkum að þeir bera því ekki einu sinni við að fordæma frá- leita framgöngu eins og þá sem Per Sanderud við- hefur, né að gera þá sjálf- sögðu kröfu að hann víki þegar úr núverandi stöðu vegna þess hæfisskorts, sem hann hefur ítrekað op- inberað. Í þeirri áróðurslotu, sem nú er hafin fyrir „nýjum“ Icesave- samningi er meg- intrompið sem er látið „berast út“ um samninga sem þingnefndir fá ekki einu sinni að sjá, að þeir séu 150-200 milljörðum króna betri en þeir samningar sem Steingrímur J. reyndi að koma í gegn síð- ast. Þá voru topparnir hjá ASÍ og SA á hlaupum fyrir hann, svo furðulegt sem það er. Hann fékk þannig framkvæmda- stjóra SA til að sitja yfir forystu Sjálfstæðisflokks- ins fram á nætur til að reyna að fá hana til að svíkja löglausar byrðarnar á þjóðina. Sem betur fer fór hann að lokum erind- isleysu. Og nú berast frétt- ir, að sami hafi aftur verið sendur af stað. Steingrímur J., Vilhjálmur og Gylfi Arn- björnsson sem hömuðust ásamt Seðlabanka landsins til að fá þjóðina til að sam- þykkja síðast sem nú er sagt að hafi verið 200 millj- örðum of í lagt eru þar með afhjúpaðir. Þeir standa berstrípaðir. Þeir höfðu all- ir lýst þeim skelfingum sem blasa myndu við fyrir ári ef Icesave yrði ekki sam- þykkt. Þjóðin tók ekkert mark á þessum hótunum. Og eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna styrktist staða Íslands. Og þar skipti miklu framganga forsetans í fjölmiðlum, þar sem hann á fáeinum dögum kom á framfæri sjónarmiðum Ís- lands, sem Jóhanna og Steingrímur höfðu svikist um að gera eða voru ófær um að gera. Og nú er við- urkennt að þótt núverandi samningstilboð sé vont hafi það sem þau börðust fyrir verið 150-200 milljörðum verra! Sá óhugnaður var að vísu stöðvaður. Það þurfti þjóðina sjálfa til. En það bætir ekki þeirra hlut, það gerir hann hálfu verri. Hef- ur það virkilega ekki flögr- að að neinum þessara manna að þeir hljóti að segja sig frá núverandi störfum ef þessar fréttir reynast réttar? Spárnar um hrun ef Icesave yrði fellt reyndust fleipur eitt. Og ef við það bætist að til hafi staðið að hafa af þjóð- inni 200 milljarða að ástæðulausu er málið orðið alvarlegt. Og meginmálið er að Icesave-krafan var alla tíð löglaus. Þjóðin hef- ur hafnað málinu og mun að sjálfsögðu gera það aftur. Icesave-framganga stjórnarflokkanna og hlaupadrengja þeirra verður sífellt alvarlegri} Draugagangur á ný M argir hafa mælt með því að við Íslendingar tökum upp evru. Rökin sem færð hafa verið fyr- ir því eru helst þau að með þann gjaldmiðil komumst við hjá gengissveiflum og njótum betri vaxtakjara. Til að átta sig á þessu álitamáli og mynda sér skoðun á því er rétt að skoða fyrirbærið papp- írspeninga, svokallaða „fiat“-mynt. Í einfölduðu máli má segja að ríkisgjaldmiðlar þjóni skapara sínum – ríkisvaldinu – á kostnað almennings. Viðvarandi hallarekstur ríkisins er fjármagn- aður með því að prenta nýja peninga. Þannig eru þeir, sem skikkaðir eru til að nota gjaldmiðilinn, látnir fjármagna óráðsíuna og hallareksturinn, því hver peningaseðill missir kaupmátt þegar þeim er fjölgað. Hann verður ávísun á minni verðmæti en áður. Þeir sem fá nýju peningana fyrstir, ríkisvaldið og fjár- málastofnanir, fá þá hins vegar á þeim kaupmætti sem gild- ir á þeim tíma sem þeir eru prentaðir. Svona eru þjóðir skattlagðar, til að fjármagna skuldsetningu og tekjuhalla ríkja og bankakerfa. Þetta kerfi byggir á því að ríkisfjármál og stjórn peninga- mála (yfirráð yfir prentvélinni) séu á sömu hendi. Í Evrópu- sambandinu er því ekki þannig farið. Þess vegna er stöðug og kraftmikil evra dauðadæmd sem gjaldmiðill. Eins og við höfum séð hafa mörg ríki sambandsins verið rekin með gríðarlegum halla. Hvert einstakt ríki hefur lítið um mynt- sláttuna að segja og getur því ekki prentað sig út úr vand- ræðunum. Þau ríki sem hafa staðið sig best í ríkisfjármálum – fyrst og fremst Þýskaland – hafa ekki leyft Evrópubankanum að setja prentvélarnar í fimmta gír (þótt einhverjar vís- bendingar séu um að það hafi nú loksins gerst á síðustu dögum), því með því þynnist gjaldmiðill- inn út og þeirra eigin kaupmáttur minnkar. Evran er þess vegna dauðadæmdur gjald- miðill. Annaðhvort deyr hún með því að Þjóð- verjar og aðrar sterkari þjóðir kljúfa sig úr sambandinu eða með því að Evrópubankinn setur allt á fullt og eyðileggur myntina með of- framboði. Hallarekstur ríkissjóða hefur reyndar gert að verkum að langflestar ríkismyntir eru ónýt- ar. Dollarinn er ónýtur – Bandaríkjamenn skulda svo stjarnfræðilega háar upphæðir að þeir hafa enga lausn séð aðra en að prenta sig út úr þeim vandræðum. Þessa hnignun ríkisgjaldmiðla sjáum við á síhækkandi verði annarra vara – sérstaklega þeirra sem hægt er að nota sem gjaldmiðil, en ekki er auðvelt að framleiða. Verð á góðmálmum eins og silfri og gulli hefur aldrei verið hærra. Rétta lausnin í gjaldmiðilsmálum Íslendinga er þess vegna að leyfa þeim að velja sér sinn eigin gjaldmiðil. Gjald- eyrishöftin, sem núna eru við lýði, banna almenningi að kaupa gull og silfur. Þau koma í veg fyrir að Íslendingar geti varið sig fyrir þeirri kaupmáttarrýrnun og fátækt, sem fylgir því þegar pappírsgjaldmiðlar missa verðgildi sitt. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Höfum myntina valfrjálsa STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þ að er við hæfi að fyrsti áfangi hitaveitunnar frá Hellisheiðarvirkjun hafi verið tekinn í notkun um helgina, í miðju kulda- kasti. „Þetta passaði eins og flís við rass,“ segir Ingólfur Hrólfsson, sviðs- stjóri nýrra virkjana hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Frá Hellisheið- arvirkjun renna nú um 300 lítrar af heitu vatni á sekúndu en þegar hita- veitan verður fullbyggð getur hún veitt um 2.400 lítrum af 85°C heitu vatni á sekúndu til höfuðborgarsvæð- isins. Hitaveitan frá Hellisheiði verður sú stærsta á landinu, þegar litið er til framleiðslugetu. Í tengslum við hana var jafnframt reist stærsta vatnsveita landins þegar ferskvatni var veitt frá Engidalskvísl yfir í vatnstank fyrir ofan Hellisheiðarvirkjun. Vatnsveitan getur flutt um 2.000 sekúndulítra af köldu vatni sem er verulega miklu meira en öll kaldavatnsnotkun á höf- uðborgarsvæðinu. Úr vatnstanknum rennur kalda vatnið niður í Hellisheiðarvirkjun þar sem það er fyrst hitað upp í 40°C með gufu sem notuð er við raforkufram- leiðslu í virkjuninni og loks er kynt undir því með heitu vatn úr iðrum Hengilsins þangað til hitastigið hefur náð 85°C. Þá er heita vatninu veitt í gegnum 19,5 km langa og 90-100 cm breiða hitaveitulögn að stjórnstöð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynis- vatnsheiði. Þrýstingurinn á vatninu nægir til að fleyta því alla leið og þarf því ekki að ýta á eftir því með dælum. Kostar 15 milljarða Fyrsti áfangi hitaveitunnar er 133 MW en fullbyggð verður hún 400 MW. Til samanburðar eru í Nesja- vallavirkjun framleidd 300 MW í varmaorku. Beinn útlagður kostnaður við hitaveituna er um níu milljarðar króna, að sögn Ingólfs Hrólfssonar, sviðsstjóra nýrra virkjana hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Þá er þó ekki allt upptalið því hitaveitan þarf að standa undir hluta 27% af kostnaði við bor- anir og rannsóknir sem einnig nýtast til raforkuframleiðslu. Samtals nem- ur kostnaður við fyrsta áfanga um 15 milljörðum. Ekki þarf að stækka vatnsveituna eða hitaveitulögnina frá virkjuninni fyrir síðari áfanga og verða þeir því hlutfallslega ódýrari en sá fyrsti. Hellisheiðarvirkjun sækir orku í um 20 borholur af þeim 55 sem boraðar hafa verið. Fleiri verða teknar í notkun þegar næsta áfanga raforkuframleiðslunnar lýkur. Komið að þolmörkum Ingólfur segir að vissulega sé þörf fyrir allt þetta heita vatn. Orkuveitan vilji eiga nóg af heitu vatni til að kynda á frostavetrum. „Sjálfsagt hefðum við getað skrimt í kannski eitt eða tvö ár í viðbót, þótt maður viti það aldrei fyrir víst,“ seg- ir Ingólfur. Hægt hefði verið að bregðast við frosthörkum, tíma- bundið, með öðrum hætti en að auka framleiðsluna, t.d. með því að loka sundlaugum. Slíkt hefði þó ver- ið skammgóður vermir því þörfin fyrir heitt vatn eykst jafnt og þétt. Upphaflega átti að taka hitaveituna í notkun árið 2007 en því var frestað, m.a. vegna hagstæðs tíðarfars. Ingólfur segir að vart hefði verið hægt að fresta hitaveitunni frekar, þol- mörkin hafi verið farin að nálgast. Hann segir erfitt að meta hversu lengi nýja hitaveitan dugi. Þegar lagt var af stað var talið að hún dygði næstu 15-20 ár. Fyrsti áfangi ætti að duga í um 10 ár. Gátu skrimt með því að loka sundlaugum Ljósmynd/OR Rör Enn er verið að prófa hitaveituna. Á næsta ári mun rennslið frá 1. áfanga aukast úr 300 í 800 sekúndulítra. Allt fer vatnið um þetta rör. Vatn úr borholum á háhitasvæð- um, líkt og í Henglinum, inni- heldur mikið af uppleystum efn- um, ekki síst kísli. Slíkt vatn er ekki hægt að setja í hitaveitur enda myndu útfellingar fljót- lega stífla rör og ofna. Vatnið er þó ekki eitrað en afskaplega bragðvont og af því er mun meiri hveralykt en flestir eiga að venjast. Þess í stað er ferskt, kalt vatn hitað upp og sett inn á kerfið. Til að losna við súrefni úr ferskvatninu er blandað út í það dá- litlu af gufu sem inniheldur brenni- steinsvetni. Gufan eyðir súrefninu úr vatninu og kemur þannig í veg fyrir tær- ingu. Afleiðingin er einnig sú að jafnvel þótt fersk- vatn sé leitt inn á kerf- ið er af því heitavatns- bragð og -lykt. Ekki eitrað en bragðvont HÁHITAVATNIÐ STÍFLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.