Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sannkallað fjölskyldumenning- armafíukvöld var haldið í Rósen- berg-kjallaranum á sunnudags- kvöldið þegar söfnuðust saman meðlimir Megas- ar- og Þórunnar Erlu-Valdimars- fjölskyldunnar og skemmtu áhorf- endum með lestri og söng. Lesið var upp úr fjórum bókum sem eru í bókaflóðinu um þessi jól, Mörg eru ljónsins eyru hennar Þórunnar, Degi kvennanna sem Þórunn og Megas sömdu saman, Köttum til varnar sem Gunnar sonur Þórunnar skrif- aði og Tregðulögmálinu sem Yrsa, tengdadóttir Þórunnar, samdi. Þórð- ur, sonur Megasar, spilaði lög föður síns með kvartettnum sínum og Lilja, systir Þórunnar, spilaði með henni. Svo spilaði Gunnar með hljómsveitinni sinni Malneirophre- niu sem er loksins að gefa út plötu núna fyrir jólin. Eftir þeirri plötu hefur lengi verið beðið enda hefur hljómsveitin verið starfrækt í mörg ár. Ofan á allt þá eru synir Þórunnar og Megasar svilar, þar sem syst- urnar flinku Yrsa og Bryndís Halla sellóleikari eru með þá í fanginu á sér. „Já, það er gaman að Gunnar tengist bóka- og músíkfjölskyldu,“ segir Þórunn, „og að synir okkar Megasar eigi konur sem eru systur. Þetta er svona eins og sonur skó- smiðs finni dóttur skósmiðs, það er ekki óalgengt. Pakk vill pakk, eins og danskurinn segir,“ segir Þórunn. Á bleiku marsípanskýi Aðspurð hvernig stemningin hafi verið um kvöldið svarar Þórunn: „Stemningin var mjúk eins og bleikt marsípanský, allir ljómandi. Yrsa syngur jafn vel og systir hennar spil- ar á sellóið, það var himneskt. Heil- agt var þegar Megas söng með eð- alkvintett úr Melabandinu, maður var klökkur að svo fínir listamenn kæmu fyrir vini sína. Tríó Gunnars Malneirophrenia vissi ég að sviki ekki, en hissust var ég á því þegar ég söng og djassaði á píanóið (með Lilju systur á horn) að míkrófónninn var úr gulli. Ekkert klikkaði, húsið lyft- ist. Vala Þórsdóttir las og kynnti svo fallega. Þetta var besta kvöld í heimi. Allir jólasveinar. Grýla södd,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort þau hafi verið að fram eftir kvöldi eða hvort hún hafi rekið krakkana sína snemma í háttinn eftir að þau voru búin að lesa og spila, svarar Þórunn: „Maður leyfir lausagöngu katta.“ Bóka- og tónlistarklan heldur menningarkvöld  Pakk vill pakk, segir Þórunn  Ný menningarmafía að myndast þar sem allir meðlimir fjölskyldunnar eru lista- menn  Þau skapa ýmist með penna eða hljóðfæri Menningarvaka Þó nokkur fjöldi gesta mætti um kvöldið til að berja menningarmafíuna augum. Allir höfundarnir komu líka með tónlistaratriði eftir að hafa lesið uppúr bók sinni, meira að segja Megas. Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir Sonurinn Gunnar Eggertsson las uppúr bók sinni Köttum til varnar. Morgunblaðið/Eggert Jólaljósmyndakeppni Canon og mbl.is er nú í fullum gangi en hún hófst í byrjun mánaðarins. Sigurmynd þessarar viku kall- ast „Fyrstu jólin“ og var tekin af Hildi Lind Sævarsdóttur. Keppnin stendur til 6. janúar nk. en þá fer skipuð dómnefnd yf- ir innsendar myndir og velur þrjár bestu til verðlauna en í verðlaun eru myndavélar frá Ca- non. „Fyrstu jólin“ Jólaljósmyndakeppni Canon og mbl.is http://mbl.is/folk/ljos- myndakeppni/ Ein áhrifamesta forspá dægurtónlistariðnað- arins ef svo mætti kalla er listi BBC, The so- und of …, sem er birtur í upphafi hvers árs. Listi yfir fimmtán listamenn sem þykja lík- legir til stórræða hefur nú verið birtur á heimasíðu BBC en áhrifafólk úr breskum tón- listariðnaði, alls 160 manns, sér um að velja á listann. Efstu listamennirnir fimm verða svo kynntir sérstaklega í janúarbyrjun. Ellie Goulding þótti líklegasta stjarnan í fyrra en listamenn sem hafa verið nefndir í samantektinni í níu ára sögu hennar eru t.d. Little Boots, Adele, Mika, Corinne Bailey Rae og Keane. Í ár eru söngvaskáld eins og Anna Calvi, Daley og Clare Maguire nefnd en einnig poppstirnið Jessie J og græm-listamaðurinn Wretch 32. Rokksveitirnar Mona, The Vacc- ines (sem hefur á að skipa Íslendingnum Árna Hjörvari), Esben and the Witch, Warpaint og Yuck eru líka nefndar. BBC kynnir „Hljóm 2011“ Listinn * James Blake * Anna Calvi * Daley * Esben & the Witch * Jessie J * Clare Maguire * Mona * The Naked & Famous * Nero * Jai Paul * The Vaccines * Warpaint * Jamie Woon * Wretch 32 * Yuck Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma Aðsóknar- mesta myndin á Íslandi í dag SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH „THE BEST ROMANTIC COMEDY OF THE YEAR!“ - GREG RUSSELL, MOVIE SHOW PLUS „HIN FULLKOMNA STEFNUMÓTAMYND.“ - BONNIE LAUFER, TRIBUTE CANADA „KATHERINE HEIGL AND JOSH DUHAMEL SIZZLE IN A COMEDY THAT’S SURE TO WIN YOUR HEART.“ - JEANNE WOLF, PARADE „SPRENGHLÆGILEG.“ - ALI GRAY, IVILLAGE.COM „HEIGL AND DUHAMEL ARE THE BEST ON-SCREEN COUPLE OF THE YEAR.“ - JOAN ROBBINS, ENTERTAINMENT STUDIOS „YOU’LL FALL IN LOVE WITH ‘LIFE AS WE KNOW IT.’“ - MARIA SALAS, THE CW „FUNNY, SEXY AND SURPRISINGLY SWEET!“ - SAINT BRYAN, NBC-TV SÝND Í KRINGLUNNI „EXCELLENT. A ZEITGEIST FILM.“ - RICHARD CORLISS, TIMES „SHARP, TIMELY AND VERY FUNNY.“ - KAREN DURBIN, ELLE GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 700 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSKÖLL, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil BESTA SKEMMTUNIN LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 10 RED kl. 8 - 10:20 12 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 VIP KONUNGSRÍKI UGLANNA kl. 5:50 ísl. tal 7 / ÁLFABAKKA LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 8 - 10:10 10 HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9 10 ÆVINTÝRI SAMMA - 3D kl. 6 ísl. tal L / EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.