Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 7
Sigríður Kristrún Guðjónsdóttir Svínanesseli í Múlasveit Guðrún Guðvarðardóttir frá Súðavík, Vestfjarðakona Rannveig Jónsdóttir frá Efri-Miðvík í Aðalvík Guðrún Anna Magnúsdóttir heitkona Magnúsar Hj. Magnússonar Hulda Valdemarsdóttir Ritchie frá Hnífsdal María Bóthildur Jakobína Pétursdóttir Maack frá Stað í Grunnavík Rannveig Tómasdóttir frá Ísafjarðardjúpi Kristrún í Hamravík Þorbjörg hin digra í Vatnsfirði í Djúpi Sigríður Magnúsdóttir stórráða frá Skáleyjum Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir í Kjós í Jökulfjörðum Ingibjörg Júlíusdóttir á Melanesi á Rauðasandi Guðrún Anna Magnúsdóttir, heitkona Magnúsar Hj. Magnússonar: Þau hrekjast úr einum stað í annan og lifa við sárustu fátækt. Ægilegastar eru aðstæðurnar hörmungaveturinn 1910 þegar þau búa í Skálavík þar sem Magnús Hjaltason er barnakenn- ari Skálvíkinga. Bónarför Magnúsar Hjaltasonar til Bjarna bónda á Breiðabóli að selja sér mótunnu komst í annála. „Nei, nei, nei, djöfull þá flöguna ég læt. Þeir sem ekki geta haft að sér á haustin, þeir verða að drepast þar sem þeir eru komnir. Nei, djöfull þá flöguna ég læt.“ Ný bók að vestan Hulda Valdemarsdótt- ir Ritchie, fyrsta íslenska stríðsbrúðurin: „Þeir klæddu sig upp á og komu á ballið en þorðu ekki að bjóða upp neinni íslenskri stúlku. Sátu bara eins og þvörur.“ „Ég var að dansa þarna á gólfinu, ég held við Leif Páls og segi við Sam: Af hverju dansarðu ekki? Why don´t you dance? Fannst þeir umkomulausir, grey- in. Hann lét ekki segja sér það tvisvar og bauð mér upp í næsta dans. Svona byrjaði það.“ Sigríður Magnúsdóttir stórrráða frá Skáleyjum: Mikið orð fór af Sigríði Magnúsdóttur eftir að hún kom til Austfjarða. Hún var kvenna vænst og bar sig vel. Var betur menntuð en flestar aðrar konur og gat valið úr vistum. Hún ræðst til þeirra hjóna Sigurðar Jónssonar og Ástríðar Vernharðsdóttur í Möðrudal. Ber heimildum saman um að bústjórn Sigríðar hafi verið með miklum myndarbrag. Hún var hins vegar slíkum annmarka háð að vilja „taka allt yfir“ þar sem hún var á vettvangi. Guðrún Guðvarðar- dóttir Vestfjarðakona: Guðrún starfaði löngum á dagblaðinu Þjóðviljanum við að skrá auglýsingar og jafn- framt að herja þær út úr kaupmönnum og kaupfé- lögum. Þar var náttúrlega við ramman reip að draga eins og gefur að skilja á blaði sem alltaf beitti upp í vindinn. Fljótlega kom í ljós að Gunna Guðvarðar var í sérstöku sambandi við fólk fyrir vestan og flokkslínur flæktust nú ekki fyrir fótum hennar. Hún hringdi í hann Einar sinn Guðfinnsson í Bolungarvík og lauk þeim sím- tölum alltaf með kveðju eða auglýsingu frá Einari hennar. kr. 1.980- Þessi bók er gefin út til heiðurs vestfirskum konum. Vonandi koma fleiri í kjölfarið. Fæst í bókaverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.