Morgunblaðið - 17.12.2010, Page 11

Morgunblaðið - 17.12.2010, Page 11
Morgunblaðið/Eggert DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 Aðventan og vorið eiga þaðsameiginlegt að mætanemendum með prófum.Nemendur, sem flestir eru ungt fólk, setjast þá fyrir framan námsgögnin í þeirri von að kraftlest- ur næsta mánuðinn forði þeim frá ævarandi glötun. Það er stór- merkilegt að sjá þegar hver krókur og kimi háskólanna fyllist af fólki þegar prófatíðin hefst og hvert borð svignar undan þykkum mis- áhugaverðum námsbókum. Náms- fýsnin (eða stressið) er jafnvel svo mikil að sumir standa eldsnemma á morgnana í röð fyrir utan Þjóð- arbókhlöðuna til að tryggja sér gott sæti við lesturinn. Samtímis berast okkur til eyrna neikvæðar raddir fólks sem fullyrðir að íslenskt sam- félag stefni fjandans til og best sé að flytjast af landi brott og það helst í gær. Um slíka svartsýni nenni ég ekki eyða fleiri orðum. En nú er blessuðum prófunum að ljúka og gráir og guggnir nem- endur, þar með talinn ég sjálfur, gægjast upp frá bók- unum eftir að hafa legið með nefið nánast ofan í þeim í rúman mánuð með tilheyrandi auka- verkunum á illa lyktandi les- stofum. Það tek- ur á að hlaða þekkingu í toppstykkið. Andvöku- nætur eru margar og lítill tími gefst til að hirða sig. Sjoppufæði verður gjarnan fyrir valinu í mat- málstímum (og öðrum tímum) og óhófleg kaffidrykkja segir verulega til sín. Hreyfigeta verður sömuleiðis takmörkuð eftir langvarandi setu. Þrátt fyrir þetta spyr enginn náms- manninn hvort hann hafi fengið „um- saminn hvíldartíma í desember“ líkt og segir í ágætri auglýsingu frá VR. Nú um helgina halda flestir próf- bugaðir nemendur upp á próflok eft- ir langa þurrkatíð. Með öðrum orð- um þá fyllist miðbærinn af ölþyrstum afturgöngum. Flest er leyfilegt eftir prófatíð en ég ráðlegg engum að hefja umræður um prófin sjálf við félagana því markmiðið er jú að skemmta sér. En það eins með aðventuna og vorið að þau búa okkur undir betri tíð. Vorið með blóm í haga og aðventan undir jólin. Þessir föstu punktar gefa manni von um batnandi framtíð rétt eins og námsmennirnir sem einhverntíma munu bæta landið með þekkingunni sem þeir sópuðu andvaka til sín í erfiðum próf- atörnum.Takið því þreyttum námsmönnum fagnandi um helgina! Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is »Það tekur á að hlaðaþekkingu í topp- stykkið. Andvökunætur eru margar og lítill tími gefst til að hirða sig. Heimur Hjalta Geirs Að ganga um beina  Setjið það sem fylgir að- alrétti, sósu, grænmeti o.fl. fyrst á borðið og áhöld hjá.  Bjóðið frá vinstri hlið þess er situr við borðið. Haldið fatinu á vinstra armi, styðjið við það með hægri hendi.  Réttið fatið alveg niður að diskinum. Haldið svo áfram að bjóða þeim næsta, einnig frá vinstri hlið.  Gangið eins nærri borðinu og kostur er. Súpudiskar eru bornir frá hægri, einnig er hellt í bolla eða glös frá hægri. Fatalínan Ma- terial Girl, sem er hönn- uð af tónlist- arkonunni Ma- donnu og unglingsdóttur hennar Lourd- es Leon, er að fara í alþjóð- lega dreifingu. Línan kom út á þessu ári og er hugsuð fyr- ir ungar konur og innblásin af ungdómsárum Madonnu sjálfrar. Vor- lína Material Girl mun koma í yfir níutíu verslanir í Kanada. Er það í fyrsta skipti sem lín- an verður í boði fyrir utan Banda- ríkin. „Material Girl-merkið hefur sleg- ið í gegn í Bandaríkjunum og við erum mjög ánægð með að láta það ná yfir til Kanada,“ segir talsmaður merkisins. Það eru góðar fréttir að fatalínan hennar Madonnu sé í útrás og aldr- ei að vita nema hún komi til Evrópu næst. Tíska Madonna Klæðir sig stelpulega. Material Girl til Kanada Reuters Hreinsun á ofni Ef ofninn er óhreinn þarf meiri háttar hreingerningu á honum. Til eru ýmsar aðferð- ir og hreinsiefni en þau eru missterk og aðferðir breyti- legar. Notið þau með varúð og fylgið leiðarvísum. Hér skal bent á eina auð- velda aðferð við hreinsun á bakarofni. Borin er grænsápa vand- lega innan í ofninn og látin bíða nokkrar klukkustundir eða yfir nótt ef ofninn er mjög óhreinn. Ofninum er lokað og hitinn stilltur á 100°C. Ofninn er hitaður þar til sápan bráðnar og loftból- ur myndast í henni. Þá er slökkt á ofninum og hann látinn kólna dálítið. Síðan er ofninn þveginn úr hreinu vatni. Nauðsynlegt er að nota gúmhanska. Það er verið að sýna ungu fólki hvernig það getur mælt, vegið og bjargað sér við einföld- ustu heimilisstörf Cone toppur 3.990,- Kringlan | Smáralind Ricardo taska 6.990,- NÝJAR VÖRUR FRÁ VERY LÚXUSLÍNUNNI Amy skór 8.990,- Como silkikjóll Mikado samfesting Como silkiblússa Anti jakki 7.990,- Arena toppur 2.990,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.