Morgunblaðið - 17.12.2010, Qupperneq 19
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Stöðugt er deilt um stöðu mála í Afg-
anistan, hvort erlenda herliðið sé búið
að tapa stríðinu við talíbana eða sé í
reynd að sigra. Ljóst er að stefna yf-
irmanna herliðs Atlantshafs-
bandalagsins og stuðningsríkja þess
er að halda talíbönum og hópum sem
berjast með þeim í skefjum þar til afg-
anski herinn er orðinn nógu öflugur.
Ef til vill er rétta lýsingin að nú
ríki hálfgert þrátefli, hvorugur aðilinn
sé að sigra. Baráttuviljinn fer þó dvín-
andi meðal almennings í mörgum vest-
rænum ríkjum, það sést í könnunum.
Talíbanar hafa auk þess síðustu vikur
og mánuði fært sig upp á skaftið í
norðurhéruðunum þar sem þeir hafa
annars lítið látið á sér kræla vegna
þess að þar er fátt um Pastúna. Þorri
talíbana er úr röðum þessa fjölmenn-
asta þjóðarbrots Afganistans.
Jákvæð þróun
En ekki eru öll tíðindi neikvæð
fyrir andstæðinga talíbana. Sem fyrr
styður mikill meirihluti Afgana veru
erlenda liðsins ef marka má kannanir.
Nokkrar þjóðir hafa að vísu dregið á
brott her sinn eða hyggjast gera það
en Bandaríkjamenn fjölguðu á árinu í
sínu herliði. En sænska þingið sam-
þykkti í vikunni með þorra atkvæða að
framlengja dvöl nokkur hundruð her-
manna landsins í Afganistan.
Fram kemur í The New York
Times í gær að óbreyttir borgarar á
átakasvæðunum séu orðnir vonbetri
en áður og þori því að taka afstöðu
gegn talíbönum. Andrúmsloftið hafi
m.a. breyst eftir að erlenda herliðið og
afganski herinn náði yfirráðum í Kan-
dahar og nágrenni hennar en þar var
áður eitt helsta vígi talíbana. David
Petraeus, yfirmaður NATO-liðsins,
hefur einmitt lagt áherslu á að tryggja
að meirihluti Afgana fái á tilfinninguna
að talíbanar muni tapa.
„Afgönsku öryggissveitirnar okk-
ar lofa okkur því að þær muni verða
hér áfram og það gefur okkur von,“
segir Hajji Agha Lalai, héraðsstjórn-
arfulltrúi í Panjwai.
Baráttuþrek talíbana
sagt fara dvínandi
Margir liðsforingjar þeirra fallnir eða flúnir til Pakistans
Reuters
Árás Uppreisnarmenn úr röðum talíbana kveiktu í gær í eldsneytisbíl
NATO-herliðsins í Behsud í Nangarhar-héraði.
SMÁRALIND
Jakki
9.500
Ali blúndutoppur 2990
Bear peysa 7990
Full verslunaf fallegumfatnaði tiljólagjafa
Femme blúndutoppur
3490
Dream peysa 3990
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010
Stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, var leystur úr haldi í gær gegn
tryggingu og kvaðst vonast til þess að geta haldið starfi sínu áfram hjá
uppljóstrunarvefnum. Hann kvaðst einnig vera staðráðinn í því að sanna
sakleysi sitt en hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur
konum í Svíþjóð.
Assange og lögmaður hans sögðust vera sannfærðir um að framsals-
krafa sænskra yfirvalda væri af pólitískum rótum runnin.
Assange þakkaði öllum þeim sem hafa haft trú á honum og hafa stutt
fólkið á bak við WikiLeaks á meðan hann sat í fangelsi í níu daga. Stuðn-
ingsmenn Assange og WikiLeaks greiddu trygginguna, alls 240.000 pund
(rúmar 43 milljónir króna).
Reuters
Assange leystur úr haldi
Þýsk fráskilin
kona höfðaði ný-
lega mál til að
fá staðfestan
umgengnisrétt
við hund sem
hún og fyrrver-
andi eiginmaður
hennar áttu og
er í miklu uppá-
haldi. Þau sömdu á sínum tíma um
að maðurinn ætti hundinn en kon-
an fengi að hitta hann tvisvar í
viku, nokkrar stundir í senn.
Það fannst konunni þegar á leið
ekki nóg, hún vildi skipta forræð-
inu jafnt til að geta verið oftar
með hundinn. En áfrýjunardóm-
stóll í borginni Hamm úrskurðaði
að þótt maki ætti rétt á sann-
gjörnum hluta búsins við skilnað
merkti það ekki sameiginlegt for-
ræði yfir gæludýri.
„Reglur um heimsóknarrétt
vegna barns eiga ekki við hér,“
sagði í úrskurðinum. „Þá er fyrst
og fremst hugsað um velferð
barnsins en ekki tilfinningalegar
þarfir hins makans.“ kjon@mbl.is
En hver fær
þá hundinn?
Blaðið vitnar í símaviðtal við
ónafngreindan liðsforingja talíb-
ana sem lýsir útbreiddri örvænt-
ingu og hræðslu vegna þess að
margir leiðtoganna hafi fallið í
bardögum eða flúið til Pakist-
ans. Og almenningur sé að snú-
ast. „Fólkið er ekki ánægt með
okkur … það leyfir okkur ekki að
gista, gefur okkur ekki mat.“
Uppreisnin
óvinsælli
ALMENNINGSÁLITIÐ
Gerð verður sakamálarannsókn á
aðdraganda slyssins við Jólaeyju,
norðan við Ástralíu, þar sem a.m.k.
28 manns fórust í fyrradag í ofsa-
roki og miklum sjó. Rannsóknin
fer fram á grundvelli laga um
mansal. Eyjan tilheyrir Ástralíu.
Julia Gillard, forsætisráðherra
Ástralíu, segir hugsanlegt að
meira en 70 manns hafi verið um
borð í trébátnum sem brotnaði í
stórgrýti við eyjuna. 42 var bjarg-
að.
Talið er að báturinn hafi lagt af
stað frá Indónesíu. Æ fleiri inn-
flytjendur og hælisleitendur frá Srí
Lanka, Íran, Írak og Afganistan
hafa á síðustu árum reynt að kom-
ast til Ástralíu á bátum sem smygl-
arar útvega þeim gegn greiðslu.
kjon@mbl.is
Ástralar rannsaka
aðdraganda slyssins