Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Á morgun, miðvikudag, verða „íþróttakona og íþróttakarl Hafn- arfjarðar 2010“ og „íþróttalið Hafnarfjarðar“ krýnd á viðurkenn- ingarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á há- tíðinni verða einnig veittar við- urkenningar til allra hafnfirskra íþróttamanna sem hafa unnið meistaratitla á árinu. Sá hópur er fjölmennur en alls hafa 474 Hafn- firðingar unnið Íslandsmeist- aratitla á árinu, 14 hópar hafa unn- ið bikarmeistaratitla og 4 einstaklingar hafa orðið Norð- urlandameistarar. Þá verða veittir styrkir í viðurkenningarskyni frá Hafnarfjarðarbæ til þeirra íþrótta- félaga sem hafa unnið Íslands- eða bikarmeistaratitil í efstu flokkum, en það eru alls þrettán hópar sem fá úthlutað alls 3,9 milljónum króna. Íþróttamenn ársins í Hafnarfirði Um þessar mundir eru 40 ár frá því að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson kom nýtt til landsins. Í gegnum árin hefur skipið þjónað fjölþættum rannsóknum og reynst vel við íslenskar aðstæður. Skipið var smíðað af Schiffbau- Gesellschaft Unterweser-skipa- smíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi. Smíðasamningur var undirritaður 11. mars 1969 og var skipinu hleypt af stokkunum 27. apríl 1970. Til Reykjavíkur kom það hinn 17. desember 1970. Skipið ber nafn Bjarna Sæmundssonar, brautryðjanda í íslenskum haf- og fiskirannsóknum. Morgunblaðið/Sverrir Haldið upp á 40 ára afmæli Bjarna STUTT Síðastliðin ár hefur Íslands- póstur læst póstkössum sem staðsettir eru utanhúss á Reykjavík- ursvæðinu yfir áramót. Þetta er gert vegna ítrekaða skemmdaverka sem unnin eru á póstkössunum á þessum árstíma. Hægt verður að koma einu bréfi ofan í kassana í einu en ekki verður hægt að opna þá það mikið að hægt sé að koma þykkari bréfum ofan í. Við- skiptavinum er bent á næstu póst- hús eða póstkassa sem staðsettir eru innandyra t.d. í verslunarmið- stöðvum. Hægt er að finna upplýs- ingar um pósthús og póstkassa á vef fyrirtækisins, www.postur.is. Kössunum var læst í gær, mánudag, og verða þeir opnaðir aftur um miðjan janúar. Póstkössum verður læst yfir áramót Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Niðurstöður í nýlegri könnun gefa tilefni til að ætla að í eðlilegu ár- ferði tapi fyrirtæki og stofnanir 5% af árlegum tekjum sínum vegna misferlis. Séu þessir útreikningar yfirfærðir á Ísland, og miðað við árið 2009, myndi tap vegna misferl- ismála nema um 75 milljörðum króna. Þetta kemur fram í grein eftir Jóhann G. Ásgrímsson í nýútkom- inni Tíund, blaði ríkisskattstjóra. Með hugtakinu misferli á Jóhann við (fjár)svik, blekkingar og mis- notkun, óháð því hvort um sé að ræða refsiverðan verknað – þótt gera megi ráð fyrir að svo sé í flestum tilvikum. 2009 óvenjulegt ár á Íslandi og talan gæti því verið hærri „Hafa ber í huga að 2009 var mjög óvenjulegt ár á Íslandi og því mætti ætla að um talsvert hærri tölu gæti verið að ræða. Engar sér- stakar forsendur standa til þess að ætla að Íslendingar séu dyggðugri þjóð í fjármálum en aðrar,“ segir Jóhann í grein sinni. Rannsókn sem Jóhann vísar til var gerð af ACFE(Association of Certified Fraud Examiners, Inc) á 1.843 málum í meira en 100 löndum úr öllum heimsálfum. Jóhann segir að það sem geri þessa skýrslu ACFE athyglisverða sé hvað mis- ferlisbrot séu einsleit, hvort sem þau eru framin í Evrópu, Asíu, Afr- íku eða Ameríku. „Þó svo að svæðisbundin ein- kenni séu vissulega einhver eru megineinkenni brotanna þau sömu. Nálægðin við auðtekin verðmæti virðist jafn freistandi fyrir mann- skepnuna hvar sem hún dvelur á jarðarkringlunni. Menning, kyn- ferði, trúarbrögð og litarháttur virðast ekki skipta máli þegar að þessu kemur,“ segir Jóhann. Í nálægt 50% tilfella uppgötvast misferli annaðhvort fyrir tilviljun eða vegna ábendinga. Einnig vekur athygli að uppgötvun nær 11% mis- ferlismála á uppruna sinn hjá þriðja aðila, þ.e. utan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Fagaðilar eins og ytri endurskoðendur upp- lýsa misferli í tæpum 5% tilfella og innri endurskoðendur í tæplega 14%. „Þetta kann að koma einhverjum á óvart. Þó ber að varast að draga skyndiályktanir af þessu heldur spyrja frekar: Hvers vegna upp- götvast misferli í 50% tilfella ann- aðhvort fyrir tilviljun eða vegna ábendinga?“ segir Jóhann í grein sinni. Hann segir að þetta gæti bent til að hagsmunaðilar eigi e.t.v. að hlusta minna á „sérfræðinga“ en meira á starfsmenn og aðila í um- hverfi viðkomandi rekstrar. Þar gæti verið falinn fjársjóður. Rannsóknin leiddi í ljós að tíðni misferlismála er hæst hjá almenn- um starfsmönnum en lægst hjá yf- irstjórn eða eigendum. Því hærra sem menn eru sett- ir eru þeir stórtækari Alger umskipti verða á gerend- um þegar litið er til umfangs mis- ferlis. Því hærra sem menn eru settir þeim mun stórtækari eru þeir. Tækifærin skipta meira máli en nokkuð annað þegar hættan á misferli er metin. Menntun dregur t.d. ekki úr hættunni og benda nið- urstöðurnar frekar til hins gagn- stæða, segir Jóhann. Séu fjárhæðir færðar yfir í ís- lenskar krónur, miðað við að gengi á USD sé 116 ISK, þá er miðtala umfangs hvers misferlistilviks um níu milljónir kr. þegar gerendur eru almennir starfsmenn, 20 millj- ónir kr. hjá millistjórnendum og 90 milljónir kr. hjá yfirstjórnendum. „Rétt er að taka fram hér að rann- sókn ACFE nær ekki til „mega- misferlismála“ eins og þeirra sem við þekkjum úr bankahruninu. Rannsóknin nær einungis til þess misferlis sem viðgengst í „eðlilegu“ árferði. Allt sem tengist bankahruninu kæmi sem viðbót við þetta enda væri þar um að ræða fjárhæðir af allt öðrum toga. Ekki er fjallað um slíkar tölur hér. Ætla má að tölur úr bankahruninu séu hrein viðbót við þá 75 milljarða sem minnst er á í upphafi grein- arinnar,“ segir Jóhann. Tapast 75 milljarðar?  Niðurstöður í nýlegri alþjóðlegri könnun gefa tilefni til að ætla að í eðlilegu árferði tapi fyrirtæki og stofnanir 5% af árlegum tekjum sínum vegna misferlis Ríkið verður af tekjum » Misferlismál og skattsvik fara oftar en ekki saman, segir Jóhann. » Ríkið verði þannig auk þess af miklum tekjum sem annars myndu renna til samneyslu. »F élagslegt misrétti felist í því að hægt sé með skatt- svikum eða skattundandrætti að komast hjá því að standa undir sameiginlegum kostnaði samfélagsins en þiggja engu að síður sömu þjónustu og hin- ir sem kostnaðinn bera. Grétar Áss Sigurðs- son viðskiptafræð- ingur andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut miðviku- daginn 22. desember, 75 ára að aldri. Grét- ar fæddist í Reykja- vík 22. október 1935 og voru foreldrar hans Guðfríður Lilja Benediktsdóttir kaupkona, f. 26. maí 1902, d. 12.2.1990, og Sigurður Björnsson brúarsmiður, f.16.5.1890, d. 22.9.1964. Systkini hans samfeðra voru Benedikt Bjarni f. 9.10.1923 og Björn Leví f. 24.9.1926, d. 15.1.1995. Móðir þeirra var Ása Benediktsdóttir, f. 1.7.1897, d. 4.5.1933. Grétar kvæntist Sigrúnu And- rewsdóttur, kennara frá Flateyri, 10. júní 1965. Börn Grétars og Sigrúnar eru 1) Sigurður Áss, verkfræðingur, f. 1.10.1965, kvæntur Árelíu Eydísi Guð- mundsdóttur, 2) Andri Áss, við- skiptafræðingur, f. 6.1. 1969, kvæntur Maríu Árdísi Gunn- arsdóttur, 3) Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingismaður, f. 10.1. 1972, í sambúð með Stein- unni H. Blöndal, 4) Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, f. 18.2. 1977, í sambúð með Ólöfu Ingvarsdóttur. Grétar varð stúd- ent frá Verzl- unarskóla Íslands ár- ið 1956 og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands vorið 1963. Hann hóf þá störf í hagfræðideild Seðlabanka Íslands og starfaði þar til vors 1969 er hann tók við starfi ríkisbókara. Tók hann við emb- ættinu þegar verið var að fram- fylgja í fyrsta sinn nýjum lögum um ríkisbókhald, gerð ríkisreikn- ings og fjárlaga og mótaði það starf í verulegum mæli. Hann sinnti embættinu samfellt til vors- ins 1984 en óskaði þá lausnar frá störfum í kjölfar krabbameins sem hann fékk og sinnti eftir það sjálfstæðum verkefnum. Grétar var formaður Taflfélags Reykjavíkur árið 1957 þegar Stórmót félagsins var haldið en það var þá öflugasta alþjóðamót sem haldið hafði verið á vegum félagsins. Börn Grétars eru kunn- ir skákmenn. Andlát Grétar Áss Sigurðsson Söfnun í borgarbrennur hefst á morgun, miðvikudaginn 29. desem- ber, og hætt verður að taka á móti efni þegar þær eru orðnar hæfilega stórar eða í síðasta lagi kl. 12.00 á gamlársdag. Áramótabrennur verða á níu stöðum í borginni, fjórar stórar og fimm minni. Þær verða á sömu stöðum og í fyrra. Brennurnar verða sem hér segir: 1) Við Ægisíðu, stór brenna. 2) Við Suðurhlíðar, neðan við Foss- vogskirkjugarð, lítil brenna. 3) Geirsnef, stór brenna. 4) Við Suð- urfell, lítil brenna. 5) Gufunes við gömlu öskuhaugana, stór brenna. 6) Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna. 7) Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna. 8) Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll, lítil brenna. 9) Fylk- isbrennan, við Rauðavatn, stór brenna. Á listanum eru fyrstu sex svokall- aðar borgarbrennur í umsjá fram- kvæmda- og eignasviðs. Starfs- menn hverfastöðvanna verða á vettvangi og leiðbeina þeim sem koma með efni. „Best er að fá hreint timbur og bretti á brennurnar,“ segir Þor- grímur Hallgrímsson, brennukóng- ur og rekstrarstjóri á hverfastöð framkvæmda- og eignasviðs. ,,Plast, gúmmí og unnið timbur á ekki erindi á brennurnar.“ sisi@mbl.is Söfnun Byrjað verður að taka á móti brennuefni á morgun. Söfnun í brennur hefst á morgun Morgunblaðið/Kristinn Ár slaufunnar 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.