Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 ✝ Bjarney Guð-mundsdóttir var fædd 23. október 1921. Hún lést 21. desember sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson, f. í Þor- leifskoti, Laug- ardælasókn 13. októ- ber 1892, d. 14. maí 1951, og Guðrún Pálsdóttir, f. í Hala- koti, Bræðratungu- sókn 4. september 1896, d. 3. ágúst 1982. Bjarney fæddist í Geirakoti í Sandvíkurhreppi og ólst upp í Maður hennar var Jón Ólafs- son, f. í Múla, Gufudalssveit 18. apríl 1916, d. 13. febrúar 1992. Synir þeirra eru: Páll Birgir, f. 4. janúar 1945, kona hans er Guð- rún Baldursdóttir, Guðmundur Rúnar, f. 10. júní 1948, kona hans er Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Valur, f. 4. júlí 1950, kona hans er Margrét Gunnarsdóttir, Ómar Jón, f. 5. júní 1956, kona hans er Valborg Röstad. Barnabörn, langömmubörn og langa- langaömmubörn eru allstór hóp- ur. Útför Bjarneyjar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 21. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 15. sveitinni ásamt systk- inum sínum Sigríði Guðrúnu, f. 2. október 1924, d. 17. nóvember 2008 og Einari Guð- mundssyni, f. 15. ágúst 1928, d. 22. apríl 1992. Bjarney flutti til Reykjavíkur og fékk vinnu í Álafossi, en þar kynntist hún Jóni Ólafssyni sem seinna varð maðurinn hennar. Þau byggðu sér heimili að Háteigsvegi 50, eignuðust fjóra syni og hún annaðist heimilið af mikilli kost- gæfni enda myndarkona. Bjarney Guðmundsdóttir er lát- in í hárri elli, 89 ára gömul. Alltaf var gaman að koma í eld- húsið á Háteigsveginum þar sem Bjarney og Jón bjuggu með sonum sínum. Nóg var af veitingum í boði og hægt að fá kaffisopa og jóla- köku, en þar var siður að baka á föstudögum og maður kom aldrei að kofanum tómum. Bjarney vann við ýmis störf, en lengst af vann hún á Prjónastof- unni Önnu ásamt Guðrúnu Jóns- dóttur (Gógó) sem var mikil vin- kona Bjarneyjar. Það var alltaf kátt á hjalla á prjónastofunni við Kársnesbraut og mikið prjónað og skrafað. Stundum kíkti ég við í heimsókn og þá brugðum við okk- ur upp í íbúð og fengum okkur kaffi, það voru ánægjulegar stund- ir. Bjarney starfaði mikið með kvenfélagi Háteigssóknar og voru þær duglegar að halda basara þar sem seldar voru kökur og annað góðgæti, og ekki má gleyma jóla- hlaðborðinu, en Bjarney sauð hangikjöt og bakaði alltaf heimsins bestu flatkökur fyrir jólamat Há- teigssóknar. Á jólahlaðborðið kom- um við Gógó alltaf og komu varla jólin án þess. Ekki má gleyma jólamatnum á Háteigsveginum á jóladag þar sem allt frændfólkið hittist. Þar var boðið upp á sviða- sultu, rófustöppu og hangikjöt með uppstúf, sem mér þótti skrítin samsetning, þekkti ég þetta ekki úr jólamatnum á mínu heimili. Uppfrá þessu borðaði ég sviða- sultu og rófustöppu, sem ég vildi ekki borða þar til ég kynntist þessu hjá tengdaforeldrum mínum. Mig langar sérstaklega að minnast þess þegar séra Tómas og Unnur kona hans buðu öllum eldri kvenfélagskonum í jólamat af miklum höfðingjaskap og var það mér mikil ánægja að fá að koma með Bjarneyju inn á heimili þeirra, og þakka ég fyrir það. Við eigum svo margar góðar minningar af tíma okkar með Bjarneyju, öllum bíltúrunum sem við fórum í á sunnudögum, í Kópavoginn og til Þingvalla, í heimsóknir til ástvina og ýmislegt annað. Bjarney og Jón fóru á hverju ári til sólarstranda og ferðuðust mikið og stunduðu sól- böðin og fórum við fjölskyldan með þeim tvisvar sinnum og var það yndislegur tími, við skemmt- um okkur vel og börnin eiga þessa minningu í sínu hjarta. Þótt erfitt sé, er nú komið að því að kveðja hana tengdamömmu og þótt sorgin sé mikil núna, þá mildast hún við minningarnar og þá vissu að nú er friðurinn yfir hana Bjarneyju kominn. Mig langar sérstaklega til að þakka öllu starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík sem annaðist tengda- mömmu með mikili natni og hlýju allt til dauðadags. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Margs er að minnast og margs er að þakka. Kveð ég þig með söknuði og vona að þú hvílist í friði. Margrét Gunnarsdóttir. Bjarney Guðmundsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÁGÚSTSSON frá Vík, Tjarnarási 9a, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju fimmtu- daginn 30. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög og orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Elín Guðrún Sigurðardóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Alfreð S. Jóhannsson, Þór Sigurðsson, Hallfríður Guðrún Einarsdóttir, Oddný Sigurðardóttir, Eiríkur Jónsson, Dagný Sigurðardóttir, Þorvaldur Jónsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ingjaldur Arnþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg föðursystir okkar, VALGERÐUR JÓNA ANDRÉSDÓTTIR fyrrverandi kaupkona, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 29. desember kl. 15.00. Katrín A. Magnúsdóttir, Unnur Magnúsdóttir, Þórhildur Magnúsdóttir, Andrés Magnússon. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, SIGURBJARGAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Höfða, áður Háholti 33, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða. Guðný Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Hugrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNATAN KRISTJÁNSSON málari, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Heiðargerði 27, Reykjavík, lést á Grund föstudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 11.00. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Sigurvinsson, Kristján Guðmundsson, Margrét Jóhannsdóttir, Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ERLENDSSON kennari og fv. framkvæmdastjóri HSÍ, Hraunbæ 103, áður Rauðalæk 67, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtu- daginn 30. desember kl. 11.00. Ingileif Jónsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Jóna Hauksdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð, Jón Erlendsson, Eva Úlla Hilmarsdóttir, Magnús Birgisson, Hrafnhildur Hjaltadóttir, Árni Birgisson, Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, Sigrún Eyfjörð, Þorsteinn Eyfjörð og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 17-21, Sandgerði, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði, miðvikudaginn 29. desember kl. 14.00. Steinunn Fríðhólm Friðriksdóttir, Gunnlaugur Sigmarsson, Sigurður Sævar Fríðhólm Friðriksson, Sólrún Bragadóttir, Rúnar Þórarinsson, Jón Fríðhólm Friðriksson, Alma Jónsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Marta Eiríksdóttir, Fanney Friðriksdóttir, Theodór Blöndal Einarsson, Heiður Huld Friðriksdóttir, Eiður Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR BJÖRNSSON múrari, áður til heimilis að, Hraunbæ 76, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 11.00. Jóna Guðný Þorsteinsdóttir, Guðný Baldursdóttir, Jón Þorsteinsson, Kristbjörg Baldursdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmundur Baldursson, Rut Magnúsdóttir, Björn Þór Baldursson, Guðrún Sigurpálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRID KARLSDÓTTIR, Mávahlíð 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 14. desember á öldrunar- lækningadeild Landspítalans í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.00. Garðar Sigurðsson, Sigurður Egill Garðarsson, Karl Friðrik Garðarsson, Áslaug Guðjónsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Gunnlaugur Garðarsson, Sigríður Halldórsdóttir, Kristín Fríða Garðarsdóttir, Ólafur Fannberg, Anna María Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.