Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  303. tölublað  98. árgangur  ÞARF OFT NOKKR- AR TILRAUNIR TIL AÐ HÆTTA VALDAGRÆÐGI, OFLÆTI, SVIK OG UPPLAUSN GILLZENEGGER, JÓN STÓRI OG HRINGEKJAN LÉR KONUNGUR 29 KJÁNAHROLLUR ÁRSINS 30HJÁLPAR REYKINGAFÓLKI 10 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Innbrotahrinan sem gekk yfir höf- uðborgarsvæðið um jólahelgina þarf ekki endilega að vera tengd hátíð- unum að sögn lögreglu, þótt fólk sé þá stundum á faraldsfæti og grun- semdir séu uppi um að þjófar fylgist með heimilum fólks úr fjarlægð. Í miðborg Reykjavíkur og vestan Snorrabrautar hefur innbrotum t.a.m. fækkað mikið og segir Ómar Smári Ármannsson stöðvarstjóri lík- legt að það megi rekja til þess að fækkað hefur í hópi síbrotamanna sem eru búsettir á svæðinu, en svo virðist sem mest sé um að menn brjótist inn í sínu nærumhverfi. „Þetta eru mjög fáir brotamenn orðið á okkar svæði, það eru helst tveir sem við höfum augastað á sem hafa takmarkaða virðingu fyrir eig- um annarra. Athyglinni er sérstak- lega beint að þessum virkustu með það fyrir augum að stoppa ferilinn.“ Sömu menn oft á ferðinni Sigurbjörn V. Eggertsson stöðv- arstjóri í Kópavogi segir algengt að sömu menn standi að baki mörgum innbrotum, því fari hrinurnar gjarn- an mikið eftir því hvaða síbrota- menn séu lausir hverju sinni. Þrjú innbrot voru framin í Kópavogi um helgina. Þjófar hafa hinsvegar verið af- kastamestir í Hafnarfirði þar sem innbrot eru orðin yfir 20 talsins síð- an í nóvember, þar af rúm 15 í heimahús. Þrír menn hafa verið handteknir en rannsókn stendur enn yfir og of snemmt að álykta hvort sömu menn standi bak þeim öllum. Síbrotamenn oftast á ferð  Innbrotahrinur tengjast því oft hvort síbrotamenn ganga lausir í hverju hverfi  Í Hafnarfirði hefur innbrotum í heimahús fjölgað mjög  Hvatt til grannagæslu Morgunblaðið/ÞÖK Bíræfið Innbrotsþjófar sátu ekki auðum höndum þessa jólahátíð. Alvarlegt umferðarslys varð í Langadal í Húna- vatnssýslu um kl. 19 í gærkvöld er tengivagn flutningabíls á leið norður lenti á flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður síð- arnefnda bílsins var fluttur mikið slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Blönduósi til Reykjavíkur. Slysið varð í brekku á hringveginum vestan við Bólstaðarhlíðarbrekku. Ekki er fullljóst hver orsökin var en annaðhvort hefur tengivagninn losnað aftan úr bílnum eða hinn bíllinn lent á tengivagninum. Á honum voru steypurör sem dreifðust um veginn á 300-400 metra kafla. Umferð var beint um Þverárfjallsveg í gær- kvöldi. Að sögn lögreglu á Blönduósi var ekki búist við að hægt yrði að opna veginn á ný fyrr en liði á nóttina. Þar sem slysið varð er víravegrið og lenti ann- ar flutningabíllinn á því. Að sögn sjónarvotta slitnaði annar vírinn en hinn kom í veg fyrir að bíllinn færi út af veginum. Alvarlega slasaður eftir árekstur vöruflutningabíla í Langadal Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á slysstað í Langadal Við áreksturinn valt annar bíllinn út af veginum en tengivagn hans varð eftir. Hinn bíllinn hafnaði á víravegriði. Fimm daga vist- un á frístunda- heimili í borg- inni með síðdegis- hressingu mun hækka á næsta ári úr 10.515 krónum í 12.940 eða um 23%. Minni hækkun verður á 8 stunda vistun fyrir börn í leik- skóla. Hins vegar mun matar- áskrift í grunnskóla hækka um 10%, úr 5000 í 5500 krónur á mánuði. »4 23% hækkun á frístundaheimilum Hátíð Krakkar í kassabílaralli. Í Hafnarfirði fjölgaði innbrotum um 53% frá 2007 til 2009. Fyrstu 10 mánuði ársins 2010 stefndi hinsvegar í fækkun en það gæti breyst eftir þá hrinu sem gengur nú yfir. Mest munar um aukin innbrot í heimahús, að sögn Margeirs Sveinssonar lög- reglufulltrúa. Hann segir mörg dæmi þess að fólk loki ekki nógu vel þegar það fer að heim- an, en öflug nágrannavarsla hafi margsannað sig. Fólk er hvatt til að tilkynna lögreglu grunsamlegar mannaferðir. Heimilin vöktuð FLEST INNBROT SÍÐLA ÁRS Róbert Marshall, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir skort á póli- tískri forystu í því ástandi sem skap- ast hefur í Landeyjahöfn. „Samgönguráðherra þarf að stíga inn í þetta mál af myndugleik og taka utan um þessa atburðarás. Ef Siglingastofnun stendur sig ekki í því að hafa tiltækt dæluskip til þess að vinna á meðan hægt er að vinna í að halda höfninni opinni þá þarf samgönguráðherra að tryggja að það sé gert,“ segir Róbert í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki ásættanlegt að það sé ákvarðanataka í Siglingastofnun um að loka þessari meginsamgönguleið Eyjamanna í þrjár vikur vegna þess að eitthvert skip þarf að fara í skoð- un í Danmörku,“ segir Róbert sem kveður Siglingastofnun hafa átt að sjá vandamálið fyrir og tryggja lausn á því. Náttúruöflin hafa tekið völdin Ögmundur Jónasson samgöngu- ráðherra segir pólitíska forystu gagnvart Eyjafjallajökli eða vindátt- unum hafa afskaplega lítið að segja. „Ég veit ekki hvort hann ætlast til þess að ég fari að spjalla við nátt- úruöflin. Það eru þau sem hafa tekið völdin og við gerum það sem við get- um til að nýta það mannvirki sem þarna var reist. Um það hélt ég að væri bærileg sátt. Síðan vegum við það og metum þegar á það er komin reynsla hvernig best sé að snúa sér í málinu. Svona digurbarkalegar yf- irlýsingar breyta þarna engu,“ segir Ögmundur sem kveður stjórnvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera höfnina not- hæfa. jonasmargeir@mbl.is Skortur á pólitískri forystu Morgunblaðið/RAX  Þreyttur á bið eftir Landeyjahöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.