Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 ✝ Hörður Ingvalds-son var fæddur í Kópavogi 12. október 1960. Hann lést af slysförum í Reykjavík 18. desember 2010. Foreldrar Harðar eru Ingvaldur Rögnvalds- son, f. 1931, og Helga Hafdís Gústafsdóttir, f. 1937. Systkini Harðar eru Þóra, f. 1957, Haukur, f. 1959, Barði, f. 1962 og Ey- rún, f. 1967. Eiginkona Harðar er Sigrún Hallsdóttir, f. 1960. Móðir Sigrúnar er Anne Marie Hallsson, f. 1923, faðir Sigrúnar var Hallur Hallsson, f. 1920, d. 1980. Börn Harðar og Sigrúnar eru: Tinna Harðardóttir, f. 1981. Sambýlis- maður hennar er Brynjar Þór Bjarnason, f. 1975, og börn þeirra eru tvö, Emma Sif Brynjarsdóttir, f. 2008, og Arnar Freyr Brynjarsson, f. 2009. Sonur Harðar og Sigrúnar er Jens Harðarson, f. 1984. Sam- býliskona hans er Aleksandra Pantic, f. 1987. Hörður var kjötiðn- aðarmeistari að mennt og vann fram- an af við þá iðn, gerð- ist síðar versl- unarmaður og starfaði seinni hluta ævinnar sem slíkur. Hörður var mikill úti- vistarmaður og ferð- aðist mikið um landið, jafnt byggðir þess sem fjöll og firnindi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann hóf nám í ferðamálafræði við Endurmenntun Háskóla Íslands nú í haust. Hörður var byltingarsinni og ötull baráttumaður fyrir frelsi og mannréttindum. Hann tók mjög virkan þátt í þeirri miklu rétt- indabaráttu alþýðunnar sem staðið hefur undanfarin ár. Útför Harðar verður gerð frá Neskirkju í dag, 28. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku Hörður. Svo blíður Svo góður Svo réttsýnn Svo hugrakkur Svo kraftmikill Svo heiðarlegur Svo skemmtilegur Minn besti vinur Hetjan mín Ég var þín og takk fyrir að vera minn Sofðu rótt Lukka Sigrún Hallsdóttir. Elsku pabbi minn. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér. Tilfinningin er svo yfirþyrm- andi að ég get varla hugsað. Ég er föst í tímalykkju þar sem síminn hringir stöðugt og á hinni línunni er mamma að biðja mig að koma niður á Borgarspítala. Ég man ekki hvað gerðist eftir það fyrr en ég sit og það er læknir að segja okkur að þú sért farinn. Eftir það suðar bara í eyrun- um. Gatið sem þú skildir eftir í lífi okk- ar er svo stórt að ég veit ekki hvernig við eigum nokkurn tímann að geta stoppað í það. Hvert sem litið er sjást ummerki um þann stórkostlega mann sem þú hafðir að geyma og þann yndislega föður sem þú varst. Þú varst mér svo mikil fyrirmynd þó svo að ég hafi ekki sagt þér það nógu oft. Þú hvattir mig alltaf til dáða og sást hæfileika í mér sem ég kom ekki auga á sjálf. Þú gerðir kröfur til mín en ætlaðist aldrei til of mikils. Þú varst stoltur af mér, og það er ég líka svo óendanlega af þér. Þú varst svo skrítinn karl, sérvitur með eindæmum en það var bara það sem gerði þig svo frábæran. Þú áttir það til að leggja þig í miðju matar- boði eða fara bara inn í stofu að spila á gítarinn. Þú varst alltaf uppfullur af alls konar fróðleik sem þú þreyttist aldrei á að deila með okkur hinum hvort sem við nenntum að hlusta á það eða ekki. Svo varstu líka svo fyndinn. Þú varst sá eini sem hlóst alltaf að langsóttu bröndurunum mínum sem enginn annar fattaði. Þá langaði mig alltaf að teygja mig yfir borðið og knúsa þig fast. Að kveðja þig þennan hræðilega dag var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég reyndi að banna þér að fara en þú svaraðir ekki, sama hvað ég kallaði. Höndin þín sem var alltaf svo hlý og mjúk kreisti mína ekki til baka. Ég sakna þín svo hræðilega mikið, elsku pabbi minn. Tinna. Elsku pabbi. Ég elska þig svo óendanlega mikið og ég vildi að ég gæti bara haldið utan um þig og sagt þér allt sem ég er að hugsa. Ég á svo margar góðar minningar frá því sem við gerðum saman og ég mun geyma þær innst í hjarta mínu þangað til ég dey. Erfiðast fyrir mig er að hugsa um allt það sem við áttum eftir að gera saman, því þegar við vorum öll fjölskyldan saman að veiða eða bara að eiga notalega kvöldstund heima þá leið mér best. Hvernig þú hjálp- aðir mér í gegnum erfiða tíma og hvernig þú varst alltaf til staðar þeg- ar ég þurfti á þér að halda er mér dýrmætt. Ég vil reyna að vera eins góður maður og þú varst og hjálpa mömmu minni og systur í gegnum þessa erfiðu tíma sem eru framundan því ég veit að það er það sem þú værir að segja við mig að gera ef þú gætir talað við mig núna. Þú ert hetjan mín og fyrirmynd og ég mun alltaf minn- ast þín sem manns sem gerði allt fyr- ir fjölskyldu sína, vini og þá sem þurftu á aðstoð að halda, eins og þú sýndir margoft í verki. Ég er svo endalaust stoltur og hreykinn af því að vera sonur þinn og ég mun monta mig af því að hafa verið pjakkurinn þinn um alla ævi. Jens. Elsku besti Hörður frændi minn. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér og ég trúi að þú verðir ein- hvers staðar hérna hjá okkur þótt við sjáum þig ekki og að þú vakir yfir okkur fjölskyldunni þinni og vinum. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér, bæði hvernig maður á að koma fram og fullt af fleiri skemmtilegum hlutum eins og að gera veiðiflugur, mæla pundin í dekkjum, opna kampavínsflöskur og í flestum óskum mínum sem hafa ræst hefur þú átt hlutdeild. Margar stelpur vilja vera prinsessur og það fékk ég að vera þegar við fórum til Frakklands í kastalann; fara í jeppaferðir á flotta jeppanum þínum, horfa á alvöru eld- gos, veiða, fara í útilegur og þegar við vorum að keyra hvort á sínum bílnum vorum við oft með talstöðvar og svona get ég haldið áfram endalaust. Ég var að hugsa um það hvað ég var fegin að ég fór með ykkur Sig- rúnu á skíði um seinustu páska þótt ég nennti ekki þegar þú spurðir mig en ég ákvað að drífa mig með og það var svo æðislega gaman. Þið voruð svo dugleg að koma til okkar í heim- sókn og það þykir mér svo vænt um. Núna á þriðjudaginn vorum við pabbi að keyra í ófærð og vorum næstum því búin að festa bílinn og það fyrsta sem ég hugsaði þá var að núna væri Hörður sko til í að vera með okkur. Takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér, þú varst svo æðisleg persóna og svo yndislegur og góður maður og út af því ert þú ein af fyrirmyndunum mínum. Þótt þú og Sigrún væruð eldri en ég fannst mér þið oft vera jafnaldrar mínir því þannig voruð þið alltaf og þannig á ég alltaf eftir að muna eftir þér. Minningarnar um þig eiga alltaf eftir að lifa í hjartanu á okkur öllum sem þekktum þig og við eigum öll eftir að sakna þín svo mikið. Ég elska þig svo mikið. Þín frænka, Avantí Ósk Pétursdóttir. Það er óraunverulegt að vita að þú sért farinn Hörður, hrifinn burt án fyrirvara. Ég hef aðeins þekkt þig í nokkur ár en nógu lengi til fá að þakka fyrir að hafa eignast góðan vin. Þú varst ótrúlegur karakter, hreinskiptinn og sagðir þína mein- ingu umbúðalaust og stóðst við þína sannfæringu og það eru eiginleikar sem gera mann ekki allra. Hafðir ein- staklega skemmtilegt skopskyn, varst með afbrigðum uppátækjasam- ur, bévítanum duglegri til allra verka. Þann tíma sem við unnum saman þá sýndirðu útsjónarsemi og gast nálgast verkefnin frá nýjum sjónar- hornum og áttir einstaklega gott með að vinna viðskiptavinina á þitt band með fagmannlegum rökum. Þú varst mikill náttúrunnandi og elskaðir að ferðast um landið þitt með Sigrúnu þinni, varst hrókur alls fagn- aðar í góðum hóp. Ég hef fáa þekkt sem voru jafn miklir matgæðingar og þú og gilti þá einu hvort við vorum að borða hreindýr veitt og eldað af þér, spriklandi sushi í Veiðivötnum, kobe- naut á glæsihóteli í Shanghai eða ind- verskar dásemdir í London, svo hafð- irðu líka merkilega gott nef fyrir rauð- víni. Ef til vill var sterkasta karakter- einkennið þitt sú ótrúlega sterka rétt- lætiskennd sem þú bjóst yfir, þú þurftir ungur að árum að verða að manni og sú lífsreynsla hefur meitlað óharðnaðan strákling og um leið myndað skráp, þeir heppnu sem náðu að kynnast þér eignuðust félaga og vin sem hafði hjarta úr gulli og var traustur sem klettur. Þú sagðir mér stundum sögur af frænda þínum Axel sem var gamalt hörkutól og tók þátt í Gúttóslagnum á Austurvelli á sínum tíma, Axel kenndi þér að svara að sjómannasið auk ann- arra „góðra“ siða og þú fékkst bágt fyrir, smápatti í skóla, fyrir að nýta þér kunnáttuna. Og líkt og hann forð- um þá tókst þú virkan þátt í bylting- unni sem varð í Hruninu þar sem þú misstir vinnuna eins og þúsundir ann- arra. Þú hins vegar beittir ekki hnefa- réttinum en barðist engu að síður fyr- ir réttlæti þínu og ekki síður annarra sem hrunið lék grátt. Það sem hins vegar stóð hjarta þínu næst var fjöl- skyldan , Sigrún og börnin þín, Tinna og Jens, það leið nánast ekki sá dagur sem við unnum saman að þú minntist ekki á þau og þú sást ekki sólina fyrir Sigrúnu og þið voruð í raun eins og ein manneskja, einstaklega samrýmd og samhent. Það að þú hafir verið hrifs- aður burt er hræðilega óréttlátt og ég bið allar góðar vættir að vaka yfir Sig- rúnu og börnunum þínum í þeirri erf- iðu baráttu sem stendur yfir og fram- undan er við sorg og missi. Ég þakka fyrir að hafa fengið að rölta með þér smáspöl í lífsgöngunni og eftir situr ljúf og góð minning um einstakan dreng. Og eins og þú sagðir sjálfur, Hörður, „betra er að vera góður en vondur“, og það varstu sannarlega. Hvíl í friði Ásgeir Ólafsson. Brosandi á rigningardegi á Austur- velli, hlæjandi með vindil í sólskini fyrir framan Húsið, strangur á svip í Héraðsdómi Reykjavíkur, einbeittur að berja tunnur fyrir framan Alþingi, stríðinn á Íslenska barnum, dreyminn á svip að tala um landið sem hann unni, ábúðarfullur „fulltrúi“ með Dalla. Þannig var Hörður. Kvöldið sem hann lést spurði ég mig: „Hvaða orð lýsa Herði best?“ Upp í huga minn komu lýsingarorðin: réttsýnn, hlýr, brosmildur, kjarkaður, traustur og samfélagslega meðvitað- ur. Það var samfélagslega meðvit- undin sem skilaði Herði á Austurvöll haustið 2008 vegna þess að hann skynjaði að fram undan væri áður óþekkt samfélagsástand. Hann átti sér hugsjón um réttlátt, óspillt og heilbrigt samfélag fyrir fjöldann og leit á það sem samfélagslega skyldu að uppræta sóðaskap spilltra emb- ættis- og stjórnmálamanna þegar þeir loksins misstu grímuna. Á Austurvelli hitti hann og kynntist öðrum sem deildu með honum hug- sjóninni. Þegar leið að jólum 2008 höfðu sum þeirra kynnst betur en önnur og ljóst að sum myndu hafa lengra úthald en önnur. Hörður bjó yfir bæði úthaldi og þreki: Hann var kominn til að vera og á Austurvelli stóð hann lýðræðisvaktina síðustu tvö árin sín. Hann varð ein mikil- vægasta stoðin í grasrótarhreyfingu Austurvallar. Hann var grasrót sem Austurvöllur ól, fóstraði og nærði. Hann var Austurvellingur! Það mátti treysta því að Hörður tæki þátt í aðgerðum og viðburðum Austurvellinga, jafnt smáum sem stórum: Í samvinnu við aðra ræktaði hann kartöflur á Austurvelli, sló þar upp tjaldborg heimilanna og bauð gestum og gangandi á uppskeruhá- tíð. Hann var virkur félagi í Siðbót, Alþingi götunnar, Heimavarnarlið- inu og Íslandsdeild Attac. Hann var auðvitað fremstur í flokki 30. nóv. sl. á Austurvelli þegar Attac vakti at- hygli á því að ríkisstjórnin fram- lengdi völd AGS yfir Íslandi fram á haustið 2011. Hörður stóð vaktina gegn Icesave í sumri og sól jafnt sem nístingskulda og frosti og kom að undirbúningi blysfararinnar á Austurvelli og síðar á Bessastöðum. Hann sá strax valdníðsluna sem felst í kæru og ákæru á hendur 9- menningunum og studdi þá opinber- lega. Hörður bað ekki um athygli þótt hann stillti sér upp í fremstu röð. Á aðventunni var Austurvelling- um boðið á opnunarhátíð sýningar- innar Falsbókmenntir eftirhrunsár- anna. Ég gekk um sali og hugsaði: „Hvar eru Hörður og Sigrún? Hvað tefur þau?“ Töfin verður eilíf því skammt frá varð Hörður fyrir bíl og það slokknaði á lífinu hans. Það er óhjákvæmilegt að einstak- lingur eins og Hörður var skilji eftir sig djúpt skarð. Ef til vill verður skarðið hans aldrei fyllt, frekar en mörg önnur. Hörður var útivistarmaður. Hann hafði gaman að því að ganga, skíða og reyna vel útbúinn bílinn. Hann þekkti landið sitt vel og naut feg- urðar og frelsis óbyggðanna. Kom- andi vor hefði hann útskrifast sem leiðsögumaður enskumælandi ferðamanna og hann hlakkaði til að leiðsegja náttúruferðamönnum í klæðskerasaumuðum ferðum á eigin bíl. Við leiðarlok þakka ég fyrir Hörð og sendi þér, elsku Sigrún mín, mín- ar hlýjustu kveðjur. Helga Garðarsdóttir. Hörður Ingvaldsson Það var sólbjartur fagur sumarmorgunn í Fram-Skorradal, 12. júlí 1936. Ég vaknaði í rúmi ömmu minnar undir suðursúð gömu torfbaðstofunnar í Vatns- horni. Sólin skein inn um guggann á austurstafni. Hafði vaknað við sársaukahljóð frá móður minni og var ekki slíku vön. – „Eitthvað stangar mömmu“ varð mér að orði. Nú kvað við annað hjóð. „Hvað Kristjana Höskuldsdóttir ✝ Kristjana Hösk-uldsdóttir fæddist í Vatnshorni í Skorra- dal í Borgarfjarð- arsýslu 12. júlí árið 1936. Hún lést á Droplaugarstöðum 5. desember 2010. Útför Kristjönu Höskuldsdóttur var gerð frá Neskirkju 20. desember 2010. me-ar nú?“, var mín áyktun. – Um vetur- inn hafði ég náð að heilsa upp á amal- ynda hrúta sem renndu á garðaband- ið úti í fjárhúsum þar sem ég gekk um garðann, í þeirri von að koma á mig höggi. – Handan við sundið milli rúmanna sat hann Bjarni afi minn og talaði hlýlega og róandi til mín og tjáði mér að hér myndu engir slíkir óvættir á ferð, heldur væri hér að kveðja sér hjóðs lítið systkini mitt. Það leið aðeins örstutt stund þar til Ásta ljósmóðir kom inn fyrir græna hengið sem skipti baðstofunni í tvö spil. Hún hélt á hvítum stranga í handarkrika sínum og upp úr þeim handklæðisreifum kíkti lítið barns- andlit með mikið dökkt hár á höfði. „Sjáðu hvað þú hefur eign- ast fallega litla systur,“ sagði Ásta og brosti sínu heillandi brosi. Hún litla systir mín óx og náði góðum þroska eins og blómskrúð dalsins. Kvik og síviljug til vika og verka. „Ég skal hlaupa“, var henn- ar viðkvæði. Ung var hún þegar hún leit á það sem heilaga skyldu sína að skúra gólfin um helgar. Margar á ég minningar frá því þegar við vorum að þrífa kjall- arann eða flytja upp á loft á vorin, eftir að við vorum flutt í nýja íbúð- arhúsið. Stinga upp garða og setja niður kartöflur. Lífið var æsku- glöðum unglingum leikur; fara í berjamó, vitja um silunganet, út- reiðartúrar og smalamennskur. Heyskapur, þegar vel viðraði. „Dalurinn ljúfi sem lokkar og seið- ir – gefðu mér bernskunnar unaðs- draum á ný,“ segir Jón frá Ljár- skógum. Hve allar mínar minningar um systur mína eru bjartar og hlýjar! Man hana fermingarbarn í Fitja- kirkju og þykka jarpa hárið henn- ar breiddist um herðar og bak og nam við bekkinn þar sem hún sat. Sautján ára var hún orðin fær um að leika tónlistina sem tilheyrði fermingarathöfn. Seinna átti hún svo eftir að mennta sig meira á því sviði og leika á fullkomnari hljóðfæri í stærri kirkjum. Man hana unga og glæsilega brúði í síðum hvítum kjól sem hún sjálf hafði saumað í Kvennaskólanum á Blönduósi. – Man hve heimili hennar í Melaleiti var ætíð snyrti- legt og fallegt og dæturnar vel klæddar í heimagerðum flíkum. Sami þokki var yfir heimili þeirra hjóna eftir að þau áttu sitt annað heimili á Tómasarhaga 40. Þar var afkomendunum ætíð skjól og griðastaður og þau studdu barna- börnin til þroska. Allur lífsstíll systur minnar bar vott um list- ræna fágun og sjálf var hún ímynd hreysti og lífsgleði. Heim- ilið var hennar unaðsreitur og öll bústörf, úti sem inni, léku henni í höndum. Engan „skúlptúr“ sé ég fara betur við landslag en vel hirt bændabýli og engin listaverk taka fram fallegum búfénaði í sæld. Gott var hennar dagsverk. Hennar er gott að minnast. Ró verði hvíldin í bernskudalnum. Sigríður Höskuldsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.