Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Höfundi leiðara Morgunblaðsins hefur orðið tíðrætt um lýð- ræðishalla Evrópu- sambandsins. Orð eins og „skrifræðið í Brussel“ og hið „ólýð- ræðislega bákn“ eru höfundinum einkar hjartfólgin. Staðreyndin er hins vegar sú að Evrópu- sambandið er metnaðarfyllsta til- raun sem reynd hefur verið til að finna lausn á ýmsum sameig- inlegum vandamálum sem ekki verða leyst eingöngu innan landa- mæra núverandi þjóðríkja. Þar má til dæmis nefna mengun, alþjóðleg glæpastarfsemi og ýmis mál sem tengjast yfirþjóðlegum samgöngum og viðskiptum En hver er aðalástæðan fyrir því að ekki er meira um beinar kosn- ingar til hinna ýmsu stofnana eða embætta innan Evrópusambandsins til að auka lýðræðið innan sam- bandsins. Ástæðan er einföld; aðild- arlönd Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúin að láta meiri völd til stofnana Evrópusambandsins. Ég velti því stundum fyrir mér hvort sá sem heldur á pennanum í leiðaraskrifum Morgunblaðsins þekki ekki raunverulegt verklag hinna ýmsu stofnana ESB eða hvort viðkomandi sé svo sannfærður um hið illa innræti Evr- ópusambandsins að það skuli nota hvert tæki- færi til að sverta ímynd þess. Morgunblaðið taldi sig til dæmis hafa him- in höndum tekið þegar Frosti Sigurjónsson framkvæmdastjóri skrifaði grein á blogg- síðu sína fyrir skömmu. Þar heldur Frosti því fram að þungamiðja valds í Evrópusam- bandinu sé hjá framkvæmdastjórn- inni og Evrópuþingið sé valdalítið. Gallinn við þessa framsetningu Frosta er sú að þær forsendur sem hann gefur sér, annaðhvort vegna þekkingarskorts eða vísvitandi rang- færslna, standast ekki. Staðreyndin er sú að valdamiðja Evrópusam- bandsins er hjá ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu þar sem sitja lýðræð- islega kjörnir fulltrúar aðildarríkj- anna. Evrópuþingið, sem einnig er kosið í beinni kosningu af íbúum ESB landa, hefur síðan smám saman verið að auka völd sín á kostnað Framkvæmdastjórnarinnar. Lagasetningarferli Evrópusam- bandsins er nokkuð langt og það getur tekið upp í mörg ár að koma lagasetningu í gegnum Fram- kvæmdastjórnina, Evrópuþingið og ráðherraráðið. Mjög margir aðilar, bæði Evrópuþingmenn, starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar, hags- munaaðilar, grasrótarsamtök, þrýstihópar og fleiri, hafa mögu- leika á því að hafa áhrif á lagagerð- ina. Ýmsum finnst ferlið óþarflega langt og flókið en það gefur að minnsta kosti mjög mörgum að- ilum tækifæri til að hafa áhrif á endanlega niðurstöðu. Einnig minnkar þetta möguleikana á því að illa unnin lagagerð komist í gegnum þetta ferli. Morgunblaðið ætti því að fagna en ekki gera lítið úr þeirri kynn- ingu sem í vændum er varðandi Evrópusambandið. Flestir þeir sem talað er við kvarta undan því að þekkja ekki nægjanlega vel til varðandi störf og stefnu ESB. Allir ættu því að geta sameinast um það að fagna meiri upplýs- ingum um þetta mikilvæga málefni. Eða óttast Morgunblaðið að Ís- lendingar geti ekki tekið skyn- samlega ákvörðun um tengsl sín við sambandið í ljósi upplýstrar umræðu? Um völd og áhrif Eftir Andrés Pétursson » Valdamiðja Evrópu- sambandsins er hjá ráðherraráðinu og leið- togaráðinu þar sem sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar aðildarríkj- anna. Andrés Pétursson Höfundur er fjármálastjóri. Miklir umferð- arhnútar í Múlagöng- unum sem komust í fréttirnar eftir opnun Héðinsfjarðargang- anna vekja spurn- ingar um hvort með- alumferð í göngunum geti haft í för með sér mikla eldhættu ef flutt eru eldfim efni í bremsulausum flutn- ingabifreiðum. Þessi veggöng sem eru einbreið með út- skotum halla niður í átt að gang- amunnanum í Ólafsfirði. Umferðin sem þaðan fer til Dalvíkur og Ak- ureyrar hefur forgang þegar bíl- stjórar á leiðinni til Fjallabyggðar eiga að beygja inn í útskotin. Mikið álag á veggöngunum veldur því að nú stendur Vegagerðin ráðþrota gagn- vart þessu vandamáli. Opnun Héðinsfjarðarganga segir ekkert að þetta ástand efli þétt- býliskjarnana við Eyjafjörð og að til verði eitt samfellt atvinnusvæði sem nái frá Akureyri alla leið til Siglu- fjarðar. Þangað sækir enginn vinnu á hverjum degi frá höfuðstað Norður- lands og Dalvík á meðan jarðsig, aur- skriður, snjóflóð og grjóthrun verða aldrei til friðs á þessu hættulega svæði sunnan Múlagang- anna. Of mörg dæmi eru til um að vegurinn út að göngunum hafi verið ófær í 14 daga vegna hættu á snjóflóðum þeg- ar veðurhæð hefur náð meira en 35 metrum á sekúndu. Allt sem snýr að sannleikanum fór úr- skeiðis hjá stuðnings- mönnum Héðinsfjarð- arganga þegar þeir höfðu engan áhuga á því að kynna sér þörfina á tvíbreiðum jarðgöngum í stað Múlaganganna og undir Siglu- fjarðarskarð til að koma í veg fyrir einangrun Fjallabyggðar við lands- byggðina. Líkurnar á því að heimamenn bú- settir í Hörgárbyggð, Eyjafjarð- arsveit, Arnarneshreppi, Hrísey, Dal- víkurbyggð, á Árskógssandi, Hjalteyri og Akureyri vilji á hverjum degi sækja vinnu til Siglufjarðar eru einn á móti milljón. Starfsmaður sem vill hafa fasta vinnu allt árið um kring tekur aldrei í mál að keyra 150 km á hverjum degi milli Siglufjarðar og Akureyrar þegar blindbylur og snjó- þyngsli við innanverðan og ut- anverðan Eyjafjörð skapa vandræði. Dagar ökumanna í litlum fólks- bifreiðum á svæðinu sunnan Múla- ganganna yrðu fljótlega taldir ef vind- hviður á þessum stórhættulega hluta vegarins velta flutningabílum á hlið- ina. Breikkun ganganna sem grafin voru alltof langt frá Dalvík breytir engu vegna þess að hættan á aur- skriðum, snjóflóðum og grjóthruni er alltof mikil á þessu svæði utan í Kistu- fjalli. Þarna hafa bílstjórar í litlum og stórum ökutækjum með stuttu milli- bili oft lent í snjóflóðum og grjóthruni þegar Vegagerðin hefur vegna ill- viðris gefist upp á snjómokstri alla leið út að göngunum. Margir ökumenn sem þurfa á hverjum vetri að keyra á milli Ólafs- fjarðar og Dalvíkur lenda í alltof mik- illi hættu á þessum hluta vegarins sunnan Múlaganganna. Biðin eftir því að tekið verði á þessu vandamáli heldur áfram að lengjast án þess að vanhæfir þingmenn Norðlendinga reyni að bregðast við áhyggjum heimamanna sem vilja báða flösku- hálsana í Fjallabyggð burt. For- sendan fyrir sameiningu sveitarfé- laganna við Eyjafjörð er að heimamenn losni strax við Múla- göngin sem verða að víkja fyrir tví- breiðum veggöngum 2 til 3 km norð- an Dalvíkur. Í einbreiðu veggöngunum norður á Tröllaskaga getur eldsvoði brotist út með skelfi- legum afleiðingum ef tveir bremsu- lausir bensínflutningabílar fara þar inn úr báðum áttum. Þegar Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 í tíð Sturlu Böðvarssonar þáverandi samgönguráðherra að Héðinsfjarðargöng skyldu vera tví- breið með útskotum var mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlend- inga sagt að vandræði gætu orðið ef meðalumferð í gegnum Múla- og Strákagöngin nálgaðist vel á annað þúsund ökutæki á sólarhring. Þarna hafa flutningabílar með tengivögnum aftan í oft lokað inni lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla þegar neyðartilfelli hafa komið upp. Of langan tíma getur tekið að bakka öðrum flutningabílnum út úr göng- unum þegar mínútur geta skilið milli lífs og dauða. Þá skiptir líka miklu máli að áfram verði á Siglufirði nothæfur flugvöllur í góðu ástandi til að íbúar Fjalla- byggðar eigi auðveldara með að treysta á sjúkraflugið frá Akureyri. Slysahætta sunnan Múlaganganna Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Opnun Héðinsfjarð- arganga segir ekk- ert að þetta ástand efli þéttbýliskjarnana við Eyjafjörð og að til verði eitt samfellt atvinnu- svæði sem nái frá Ak- ureyri alla leið til Siglu- fjarðar. Höfundur er farandverkamaður. Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Jólaúthlutun verður dagana 14, 15, 21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4. Skráning í síma 892 9603. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð- félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð. Í sal Nesskóla Neskaupstað 29. desember, kl. 13:00 til 14:45 Hagkvæmur sjávarútvegur er mikilvæg undirstaða velferðar Íbúar Fjarðabyggðar og Austfirðingar allir, tökum þátt í umræðum um sjávar- útvegsmál. Á Austurlandi starfa 6 til 700 manns beint við veiðar og vinnslu, auk þeirra fjölmörgu sem starfa í þjónustu við greinina. Um Fjarðabyggðahafnir fara 27% alls sjávarafla sem landað er á Íslandi. Dagskrá fundarins: Hvernig hefur Síldarvinnslan hf. þróast á síðustu árum Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar hf. Hvað er framundan í íslenskum sjávarútvegi Árni Bjarnason, forseti farmanna og fiskimannasam- bands íslands Hvernig fær þjóðin mest út úr sjávarauðlindinni Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands. Hvetjum alla sem hafa áhuga á sjávarútvegi til að mæta og velferð landsins til að mæta. Opinn fundur um sjávarútvegsmál Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.