Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 2
Fiskurinn eftirsóttur á mörkuðum um hátíðarnar Geysihátt verð hefur fengist á fisk- mörkuðum síðustu daga, meðalverð á kíló af óslægðum þorski var liðlega 430 krónur í gær sem er hæsta með- alverð undanfarin þrjú ár að minnsta kosti. Ragnar H. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja í Sandgerði, sagði dragnótabát- inn Örn KE 14 hafa farið út í gær- morgun, fengið rúm fjögur tonn og verðið verið 522 krónur á kíló. „Framboðið af fiski var lítið, ekki nema um 68 tonn af öllum tegundum á landinu,“ sagði Ragnar. „Þannig verður þetta stundum á þessum tíma. Það voru bara tveir dragnótabátar á sjó hérna suðurfrá, veðrið var svo leiðinlegt. Oft eru þessir bátar stutt undan landi ef eitthvað er að veðri. Oft smalar ákveðin átt þorskinum hálfpartinn upp að landi og það borg- aði sig hjá þeim að fara út í morgun.“ Hann sagði fiskbúð á höfuðborgar- svæðinu hafa keypt nokkuð af fisk- inum en annars hefði megnið af hon- um farið í flug á markað erlendis. Fyrir jól hefði kílóið af slægðum steinbít úr togaranum Gunnvöru á Ísafirði farið í 744 krónur. Menn yrðu stundum að kaupa fisk á yfirverði um þetta leyti til að fullnægja pöntunum. kjon@mbl.is  Kíló af óslægðum þorski fór á 522 kr. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, bárust 353 símtöl frá Þorláksmessu og fram á annan í jól- um. Karen Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans hjá Reykjavíkurdeild RKÍ, segir að þetta sé svipaður fjöldi og um síðustu jól. Hins vegar hefur símtölum fjölgað í desember miðað við sama mánuð í fyrra. Í gær höfðu 1.611 símtöl borist frá 1. desember en á sama tíma í desember fyrir ári voru símtölin alls 1.584. Karen segir síðasta ár hafa verið mjög sér- stakt og varla samanburðarhæft. Þá hafi mikið álag verið á starfsfólki og sjálfboðaliðum Hjálp- arsímans sem fyrst og fremst er rakið til fjár- hagserfiðleika fólks í kreppunni. Á sama tíma í fyrra höfðu um 25.500 símtöl borist það ár, í samanburði við um 23.400 símtöl frá síðustu ára- mótum. Telst þetta ár vera mjög svipað og árið 2008 þegar Hjálparsíminn fékk um 23.500 sím- töl. „Síðasta ár var mjög sérstakt en lengi fram- an af þessu ári urðum við ekki vör við miklar áhyggjur fólks tengdar kreppunni. Hins vegar varð breyting núna í haust. Þá fórum við að fá fleiri erfið símtöl þar sem gætir mikils vonleysis hjá fólki og margir hafa hringt hingað í sjálfs- vígshugleiðingum,“ segir Karen. Hún segist reikna með fjölgun símtala á ný eftir áramótin. Reynsla þeirra sýni að yfirleitt sé ekki svo mikið hringt yfir sjálfa jólahátíðina en í janúar og febrúar er meira hringt. „Þá fara reikningarnir eftir jólin að berast og raunveru- leikinn skellur hart á fólki,“ segir Karen. Alls skipta um 100 sjálfboðaliðar með sér verkum við að svara í símann, sem er gjaldfrjáls og opinn allan sólarhringinn árið um kring. Að jafnaði eru tveir sjálfboðaliðar á vakt hverju sinni, auk starfsmanna Rauða krossins á þeirra vinnutíma. Fólk á öllum aldri hringir Karen segir vel hafa gengið að fá sjálf- boðaliða til þessara starfa. Fólk með mismun- andi menntun og bakgrunn svari í símann og það hafi gefist mjög vel. Aðspurð segir hún að fólk á öllum aldri hringi í Hjálparsímann og af báðum kynjum; börn sem aldraðir og fjölskyldufólk jafnt sem einstæðingar. „Við heitum þeim fyllsta trúnaði sem í okk- ur hringja, setjum aldrei nein mál í eitthvert ferli nema viðkomandi samþykki það. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að hlusta og veita upplýsingar um þau úrræði sem fyrirfinnast í samfélaginu. Við erum ekki með faglega sál- fræðimeðferð en stundum gerist það að við fylgj- um ákveðnum einstaklingum eftir. Þetta eru ekki allt erfið símtöl, fólk hringir einnig og þakk- ar okkur fyrir þjónustuna eða aðstoðina sem það hefur áður fengið hjá okkur,“ segir Karen að endingu. Hjálparsíminn fær fleiri erfið símtöl  Hjálparsíminn fékk 353 símtöl um þessi jól  Rólegra yfir jólin, en eftir áramótin blasir kaldur veruleikinn við mörgum  Símtölum í desember fjölgaði en fækkun varð á árinu miðað við 2009 353 símtöl í Hjálparsímann frá Þorláks- messu til og með 2. í jólum 1.611 símtöl bárust í símann frá 1. desember sl. til dagsins í gær 23.400 símtöl hafa borist frá síðustu ára- mótum til RKÍ í númerið 1717 ‹ SÍMTÖL Í 1717 › » © IL V A Ís la n d 20 10 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík mánudag - fimmtudag 11-18:30 gamlársdagur 9-12, nýársdagur LOKAÐ sunnudagur 12-18 SIENA. Kampavínsglas 180 ml 595,-/stk. Gleðilegt nýtt ár Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Atli Gíslason, einn þeirra þriggja stjórnarþingmanna sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarps- ins, segir misfarið með ýmislegt í greinargerð Árna Þórs Sigurðsson- ar, starfandi þingflokksformanns Vinstri grænna. „Eins og t.d. að við höfum ekki gert fyrirvara. Ég gerði skýran fyrirvara við at- kvæðagreiðslu við aðra umræðu frumvarpsins. Ég tíðka það nú ekki í pólitík, þó ég sé ósammála skoð- unum manna eða hugsjónum sem þeir telja sig berjast fyrir, að kalla þá ódrengilega. Ég er bara ósam- mála en hann kallar okkar skoðanir ódrengilegar. Ég er svolítið hissa á því, mér finnst það ekki viðeigandi á milli einstaklinga sem greinir á.“ Atli kveður þingflokksfund VG hafa verið boðaðan 5. janúar. „Það þarf að ræða þessi mál, óhjákvæmi- lega, og það verður gert. Bæði af hálfu þingflokksformannsins og okkar.“ Atli kveður Árna þurfa að eiga þessa greinargerð við sjálfan sig. „Ég hefði ekki gert þetta. Ekki með þessum orðum. Mér finnst allt í lagi að hann orði sínar skoðanir og ágreining við okkur en það hef- ur alltaf valdið mér vonbrigðum ef ágreiningur er persónugerður eins og gert hefur verið í ríkum mæli gagnvart okkur þremenningunum. Það er ekki pólitík að mínu skapi. Þetta er skotgrafapólitík og hin gamla stjórnmálamenning sem vonandi er á förum.“ Skotgrafapólitík vonandi á förum  Boðað til þingflokksfundar VG 5. jan. Brjóstmynd af Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, ráðherra og prófessor, var afhjúpuð í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Brjóstmyndina gerði Erlingur Jónsson myndhöggvari. Langafabarn Gylfa, Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, afhjúpaði brjóstmyndina en gefendur voru Árni Gunnarsson, Ásgeir Jóhannesson og Óttar Yngvason ásamt öðrum vinum og velunnurum. Gylfi var fæddur 1917 og lést 2004. Hann var skipaður dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið 1941 og varð prófessor í laga- og viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1946. Gylfi gegndi embætti menntamálaráðherra 1956-1971. Einnig stýrði hann árum saman ráðuneytum iðnaðar- og viðskiptamála. Gylfi sat á þingi 1946 til 1978 og var formaður Alþýðuflokksins 1968-1974. Eftir að hann hætti sem ráðherra kenndi hann við- skiptafræði við Háskólann allt til ársins 1987. Hann var gott tónskáld og gerði m.a. þekkt lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Brjóstmynd af Gylfa Þ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíðarsalur Á myndinni eru f.h. Gylfi Þorsteinn, Erlingur og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.