Morgunblaðið - 07.01.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
Frá 1. janúar sl. hefur Þjóðskrá Ís-
lands tekið að sér þróun og rekstur
vefsvæðisins Ísland.is sem er upp-
lýsinga- og þjónustuveita fyrir ríki
og sveitarfélög. Markmið Ísland.is
er að auðvelda aðgengi almennings
að upplýsingum og þjónustu opin-
berra aðila á netinu. Stefnt er að
því að hægt verði að nálgast alla
opinbera þjónustu í gegnum Ís-
land.is og að á næstu misserum
verði framboð á rafrænni þjónustu
ríkis og sveitarfélaga aukið til
muna.
island.is
Á sunnudag nk.
kl. 14 hefst
KORNAX mótið
2011 – Skákþing
Reykjavíkur.
Þetta skákmót
verður nú haldið í
80. sinn og er það
nú öðru sinni
haldið í samstarfi við KORNAX ehf.
hveitimyllu. Það stefnir í fjölmennt
skákmót og eru margir af sterkustu
skákmönnum landsins þegar skráðir
til leiks. Tefldar verða 9 umferðir og
fara umferðinar fram á sunnudög-
um kl. 14 og á miðvikudögum og
föstudögum kl. 19:30. Skráning fer
fram á heimasíðu T.R., www.tafl-
felag.is eða á taflfelag@taflfelag.is.
Skráningu lýkur 15 mínútum fyrir
upphaf móts, þ.e. kl. 13:45 á sunnu-
dag nk. Teflt er í húsnæði Taflfélags
Reykjavíkur að Faxafeni 12. Áhorf-
endur eru velkomnir.
Skákþing
Reykjavíkur hefst
um helgina
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Niðurskurður á fjárveitingum til
lögreglunnar og fækkun lögreglu-
manna á seinni árum hefur haft þau
áhrif að skráðum afbrotum, einkum
sérrefsilagabrotum sem byggjast að
stórum hluta á frumkvæðisvinnu
lögreglunnar, hefur fækkað.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri vekur athygli á þessu í
inngangi að skýrslu embættisins um
afbrotatölfræði ársins 2009, sem
kom út undir lok nýliðins árs.
Með frumkvæðisvinnu er átt við
brot sem koma upp vegna eftirlits
lögreglumanna en önnur brot eru
nær undantekningarlaust tilkynnt til
lögreglu. Þannig eru fíkniefnabrot,
áfengislagabrot og umferðarlaga-
brot dæmi um frumkvæðisvinnu lög-
reglu en auðgunarbrot og brot gegn
lífi og líkama dæmi um brot sem til-
kynnt eru.
Hefur sérrefsilagabrotum fækkað
um 30% frá árinu 2006 og um 52%
frá 2005. Þessu til stuðnings má
nefna að árið 2009 voru skráð 1.327
fíkniefnabrot en meðaltal áranna
2004-2008 var um 1.800 fíkniefna-
brot á ári. Þannig voru skráð fíkni-
efnabrot um 2.000 árið 2006. Til sam-
anburðar má geta þess að
þjófnaðarbrotum hefur frá árinu
2005 fjölgað um nærri 30% og inn-
brotum um 8%.
Myndavélar fjölga
umferðarlagabrotum
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
hafa lögreglumenn miklar áhyggjur
af þessari þróun. Niðurskurðurinn
hefur haft það m.a. í för með sér að
lögreglumenn eru sjaldnar sendir í
umferðareftirlit en áður, sér í lagi
á landsbyggðinni, og almennt hef-
ur dregið úr allri frumkvæðis-
vinnu lögreglunnar. Þá hefur lög-
reglumönnum fækkað um 60 frá
árinu 2007.
Hefur sérrefsilagabrot-
um fækkað hjá langflestum lög-
regluembættum á landinu, ef
skýrsla ríkislögreglustjóra er skoð-
uð nánar. Undantekningar eru Snæ-
fellsnes og Eskifjörður. Þannig voru
brotin í heild um 170 á hverja 10 þús-
und íbúa árið 2007 en voru komin í
108 brot árið 2009.
Þegar rýnt er nánar í afbrotatöl-
fræði ríkislögreglustjóra kemur í
ljós að fjölgun varð á umferðarlaga-
brotum frá 2005 til 2009. Það skýrist
að stærstum hluta af fjölgun hraða-
mælinga og aukningin er fyrst og
fremst vegna myndavéla sem settar
hafa verið upp, ekki vegna aukins
eftirlits lögreglumanna. Þannig hef-
ur hlutfall hraðakstursbrota, sem
skráð eru á stafrænar myndavélar,
farið úr 18% árið 2007 í 56% á síðasta
ári, samkvæmt bráðabirgðatölum í
lok september sl. Búið er að setja
upp tíu svona vélar á suðvesturhorni
landsins.
Bráðabirgðatölur ríkislögreglu-
stjóra fyrir síðasta ár sýna að vísu
lítilsháttar aukningu á sérrefsilaga-
brotum frá árinu 2009 en brotin eru
engu að síður 45% færri en árið 2005.
Niðurskurðurinn bitnar á
frumkvæðisvinnu lögreglu
Minna um verkefni að eigin frumkvæði Sérrefsilagabrotum fækkað um 52%
Morgunblaðið/Júlíus
Þróun afbrota frá 2005 í %
Heimild: Embætti ríkislögreglustjóra.
Sérrefsilagabrot á
hverja 10 þús. íbúa
2007 2008 2009
175
135
108
Þjófnaðarmál
- tilkynnt til
lögreglu
Innbrot Sérrefsilagabrot - frum-
kvæðisvinna lögreglu
(t.d áfengis- og fíkniefnabrot)
Hlutfall hraðaksturs-
brota skráð á
stafrænar myndavélar
2007 2008 2009 2010*
* 1. janúar - 30. september.
18,0
%
41,1
%
53,8
%
56,3
%
+27,8%
+7,8%
-52%
STUTT
„Við höfum af þessu miklar áhyggjur og það er kominn tími til að stjórnvöld
fari að hlusta á okkur varðandi skilgreiningu á hlutverki og þjónustu lög-
reglunnar. Eitthvað verður að gera, ekki nema menn vilji gera þjónustu-
samninga við þá sem eru í afbrotum,“ segir Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna, um þá þróun sem orðið hefur varðandi
fækkun lögreglumanna og skertar fjárveitingar til lögreglunnar. Hann segir
fækkun í lögreglunni skila sér augljóslega í minni frumkvæðisvinnu og
minna fyrirbyggjandi eftirliti með hraðakstri, fíkniefnaakstri, bílbelta-
notkun og farsímanotkun undir stýri, svo dæmi séu tekin. Þetta sjáist einn-
ig vel í mikilli fækkun á eknum kílómetrum hjá bílaflota lögreglunnar.
Snorri segir lögreglumenn lengi hafa barist fyrir auknum fjár-
veitingum en fyrir daufum eyrum stjórnvalda á seinni árum.
Hann bendir jafnframt á að afbrotatölfræðin segi ekki alltaf
alla söguna. Þetta sjáist t.d. í fjölgun umferðarlagabrota
sem fyrst og fremst sé vegna fjölgunar á myndavélum frek-
ar en vegna aukins eftirlits lögreglu.
„Við erum nú þegar komin að þolmörkum í skerðingu á
fjárveitingum og fækkun löreglumanna,“ segir Snorri og
bendir á að á höfuðborgarsvæðinu hafi lögreglumönnum á
höfuðborgarsvæðinu fækkað um 41 frá árinu 2007, af um
60 á landinu öllu. Hlutfallslega hafi enn stærri skörð verið
höggvin í raðir lögreglumanna á landsbyggðinni.
Höfum af þessu miklar áhyggjur
FORMAÐUR LANDSSAMBANDS LÖGREGLUMANNA
Snorri
Magnússon
3.464
sérrefsilegabrot skráð árið 2009,
sem flest koma vegna frumkvæð-
isvinnu lögreglunnar
7.167
sérrefsilegabrot skráð árið 2005
samkvæmt tölfræði embættis
ríkislögreglustjóra
‹ SKRÁÐ AFBROT ›
»
Í fyrradag fékk Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans að gjöf tvo bíla frá
Lionsklúbbnum Fjörgyn. Klúbburinn ætl-
ar jafnframt að veita árlegt framlag til
að standa straum af rekstrarkostnaði
bílanna næstu 3 ár. Bílarnir eru að gerð-
inni Renault Trafic og Renault Clio sem
Fjörgyn hefur haft á rekstrarleigu
undanfarin 3 ár. Bílarnir hafa verið nýtt-
ir af BUGL fyrir starf með inniliggjandi
börnum og unglingum fyrir vettvangs-
teymi göngudeildar. Við sama tækifæri
afhenti Fjörgyn fartölvu, skjávarpa og
sýningartjald að gjöf. Stórtónleikar Fjör-
gynjar í nóvember ár hvert hafa verið
helsta fjáröflunarleið klúbbsins til styrkt-
ar BUGL. Ánægja Fjörgyn gefur BUGL bifreiðar og fleira.
BUGL fær gjafir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Verð áður: Verð nú:
Pallíettutoppur
13.900 kr. 6.950 kr.
Toppur 4.500 kr. 2.250 kr.
Boleró jakki
9.900 kr. 4.950 kr.
Skokkur 18.900 kr. 9.450 kr.
Kjóll 8.900 kr. 4.450 kr.
Buxur 11.900 kr. 5.950 kr.
50% afsláttur
Gerið góð kaup
á útsölunni
Kíkið á heimasíðuna okkar
www.rita.is
sendir öllum velunnurum sínum bestu óskir um
gleðilegt ár ásamt innilegu þakklæti fyrir allan
stuðninginn á liðnu ári.
Greinilegt er að á erfiðum tímum er íslenska þjóðin
ein stór heild og sýnir stuðning, hver og einn eftir
bestu getu.
Guð blessi ykkur öll.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur